Dagblaðið Vísir - DV - 05.10.2002, Blaðsíða 46

Dagblaðið Vísir - DV - 05.10.2002, Blaðsíða 46
-Jk 5 0 Helqarblað H>V LAUGARDAGUR 5. OKTÓBER 2002 J Reynsluakstur Njáll ttunnlaugsson Roynsluíikstiir nr. 707 l — tt.ípth. Betur búinn og verklegrí eftir breytingar Kostir: Fjöðrun, endurkoma mismunadrifslœsingar Gallar: Hóvœr vél, verð Land Rover Discovery hefur nú fengið andlitslyftingu í nýrri útgáfu sem nú er komin til landsins. Alls hafa verið gerðar um 700 breytingar á bílnum þótt fæstar þeirra séu sjáanlegar utan á honum. Það sem jeppamönnum þykir þó líklega mest varið í er að mismunadrifslæsingin er aftur komin í bílinn og verður hún staðalbúnaður ásamt skriðstilli svo eitthvað sé nefiit, þótt það hatl reyndar vantað í prófunarbílinn. DV-bílar kíktu á breyting- amar þegar við reynsluók- um honum á dögunum. Fáar sjáanlegar breytingar Fyrstu sýnilegu breyting- amar era á bílnum að tram- an en þar er hann kominn með ný, fjölskipt aðalljós og stærri grill og stuðara. Einnig hafa aíturljós verið færð til og era nú sýnilegri en áður. Einnig hefur hann fengið breiðari álfelgur. Innandyra er þó fátt breytt nema núna er hægt að velja um fleiri gerðir innréttinga. Fjaropmm fyrir bensínlok hefur þó verið færð til og endurraðað í mælaborð endurraðað. í nýrri útgáfu hefði maður búist við að hönnuðir Land Rover myndu nota tækifærið og breyta nokkram atriðum sem hafa háð hon- um. Má þar til dæmis nefna betri opnun hliðarhurða, hurðarhandfang frammi í sem er illa staðsett, fótarými í báðum sætaröðum o.fl. Einnig er það undarlegt að borga þurfi sérstaklega fyrir aukahluti eins og hólf fyrir gler- augu og þess háttar, sem er jafhvel staðalbúnaður í þrisvar sinnum ódýrari bilum. Ekki ber þó svo að skilja að undirritaður sé ósáttur við bílinn, hliöarpláss er með því besta sem gerist og höfuðrými einnig og nóg er af öðr- um hólfum og vösum. Skottið er einnig mjög rúmgott og það er einfaldur og sniðugur búnaður á öftustu sætaröð- inni sem gerir það mjög einfalt að leggja sætin til hliðar. Eini gallinn er að þau taka nokkurt hliðarpláss úr annars rúmgóðu farangursrými. Betri akstursbíll Ágætis vinnsla er frá funm strokka dísilvélinni en ekki laust við að heyrist aðeins í henni. Vélin fékk í fyrra auk- ið tog upp í 340 Nm í sjálfskipta bílnum og munar alveg um það, þótt upptakið sé ekkert til að hrópa húrra fyrir. Sjálfskiptingin skiptir sér hnökralaust hvort sem er und- ir álagi eða ekki. í bílinn eru komnar betri bremsur sem gefa mun betri tilfmningu fyrir hemluninni sem var dálít- ið klossuð áður. Undirvagninn hefúr fengið stífari gorma sem þýðir betri aksturseiginleika í beygjum, en það virð- ist þó ekki koma mikið niður á fjöðrun að öðru leyti sem er enn með því besta sem gerist í jeppaflokknum. Mikið var lagt í að fá minna veghijóð og virðist það hafa tekist. Á heildina litið er því búið að gera góðan akstursbíl betri en við verðum að bíða eftir meiri háttar breytingum þar til næsta kynslóð hans kemur, líklega ekki fyrr en eftir 2-3 ár. Hvað verð áhrærir byijar grunnútgáfa bílsins í 3.990.000 kr. sem er í dýrari kantinum. Til samanburðar er öflugri Toyota Land Cruiser 90 LX á 3.489.000 kr., Nissan Terrano Sport sem einnig er fáanlegur sjö manna á 3.289.000 kr og kraftminni Mitsubishi Pajero GLX 2,5 á 3.760.000 kr. -NG Vél: LAND ROVER DISCOVERY S 2,5 lítra, 5 strokka dísilvél með forþjöppu Rúmtak: 2496 rúmsentímetrar. Ventlar: Þjöppun: 19,5:1 Gírkassi: 4ra þrepa sjálfskiptur UNDIRVAGN: Fjöðrun framan: Sjálfstæð Fjöðrun aftan: Sjálfstæð Bremsur: Loftkældir diskar/diskar, ABS, EBD, ETC Dekkjastærð: 205/70 R15 YTRI TOLUR: Lengd/breidd/hæð: 4705/2190/1980 mm Hjólahaf/veghæð: 2540/210 mm. Beygjuradius: 11,9 metrar. INNRI TOLUR: Farþegar m. ökumanni: Fjöldi höfuðpúða/öryggispúða: Farangursrými: 1290-1970 lítrar. HAGKVÆMNI: Eyðsla á 100 km: 10,3 lítrar Eldsneytisgeymir: 93 lítrar Ábyrgð/ryðvörn: 3/8 ár Grunnverð: 3.990.000 kr. Verð sj.sk. Lux: 4.790.000 kr. Umboð: B&L © Hægt er að fá innréttingu í fleiri litum núna. Hurðir opnast þó jafn lítið og áður sem er atriöi sem liefði mátt laga. © Ný fjölskipt Ijósin setja ótvírætt nýtískulegri svip á bílinn en útlit hans hefur breyst lítið síðan hann kom á markað árið 1989. 0 Vélin í sjálfskipta bílnum hefur aðeins meira tog heldur en beinskipti bíllinn. ® Frágangur á þriðju sætaröðinni er sniðugur og þægilegur í umgengni. Staðalbúnaður: Rafmagn I rúðum, 2 öryggispúðar, geislapilari, upphitaðir speglar, skriðstillir, álfelgur, þoku- Ijós, tvískipt hitastýrð miðstöð með loftkælingu, hiti í framrúðu, upphituð sæti, fjarstýrðar samlæsingar, spól- vörn, hallaviðhald SAMANBURÐARTOLUR: Hestöfl/sn.: 137/4200 Snúningsvaegi/sn.: 340 Nm/1950 Hröðun 0-100 km: 17,1 sek. Hámarkshraði: 157 km/klst. Eigin þyngd: 2130 kq. ■ ■
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.