Dagblaðið Vísir - DV - 05.10.2002, Blaðsíða 30

Dagblaðið Vísir - DV - 05.10.2002, Blaðsíða 30
30 H&lqctrblctð DV LAUGARDAGU R 5. OKTÓBER 2002 Ég er drottning í mér I qærkvöld var frumsýnt leikritið Jón og Hólmfríður á nýja sviðinu íBorqarleikhús- inu. Sóley Elíasdóttir leikur Hólmfríði oq saqði DV frá leikritinu, ferlinum oq óskinni um að leika Höllu, ástkonu Fjalla- Eqvinds. Leikritinu Jón og Hólmfríður er lýst sem frek- ar erótísku leikriti í þremur þáttum. Það er eftir franska B-skáldið Gabor Rassov en hann tilheyrir litlum flokki skálda í París sem setur upp sýningu árlega í borginni. íslensk þýðing er eftir Guðrúnu Vilmundardóttur og leikstjóri verksins er Hall- dóra Geirharðsdóttir en þetta er frumraun henn- ar sem leikstjóri. í stuttu máli fjallar leikritið um Jón, sem er að ljúka tannlæknanámi, og Hólmfríði konu hans. Hún bíður eftir því að maður hennar eigi fyrir fyrstu útborgun í fallegan sófa svo þau geti geng- ið i það heilaga. En á meðan heldur hún við föð- ur Jóns sem reyndar er ekki faðir Jóns eins og kemur fram síðar í leikritinu. Faðir Jóns heitir Andrés og er frændi Hólmfríðar. Hann hefur hald- ið við móður Jóns í tuttugu og þrjú ár. Þetta og ýmislegt annað verður áhorfandum ljóst á fyrstu mínútum verksins en síðan tekur við atburðarás sem mjög erfitt er að rekja í stuttu máli. Hólmfríður er í mér Sjálf segir Sóley að erfitt sé að lýsa verkinu ná- kvæmlega. „Það er mjög óhefðbundið og höfundur þess brýtur allar reglur. Það er ekkert upphaf, ris eða endir og stundum minnir það mig á pönk,“ segir Sóley og ég kinka kolli til samþykkis. „Text- inn er ekki ósvipaður og í Leiðarljósi," heldur hún áfram. „Þetta er blanda af sápu, Monthy Python og grísku harmleikjunum." „Halldóra sá strax að ég ætti að leika Hólm- fríði,“ segir Sóley þegar ég spyr hana hvernig þetta hlutverk hafi komið til. „Hún vill að öllum líöi vel og það er hennar æðsta takmark að Jón sé hamingjusamur. Þau lifa að þvi er virðist i hinu fullkomna hjónabandi en siðan kemur ýmislegt upp á eins og gengur og gerist i öllum hjónabönd- um.“ „Af hverju heldurðu að Halldóra hafi strax séð að hlutverkið hentaði þér?“ spyr ég. „Ég veit það ekki, ætli ég þekki hana bara ekki svo vel,“ svarar Sóley og glottir. „Leikritið var „Leikarar eru auðvitað rullusjúkir en ég vil samt passa mig á því að leika ekki of mikið. Ég er mjög sátt við þann stað sem ég er á núna.“ DV-mynd ÞÖK auðvitað hugsað fyrir þennan leikhóp og ég hef líklega passað betur í hlutverkið en Harpa (Arn- ardóttir). En ég átti tiltölulega auðvelt með að ná tökum á þessari persónu og ég er ekki frá því að það sé töluverð Hólmfríður í mér. Ég er gift og á þrjú börn sjálf og vil auðvitað vera góð móðir og eiginkona. Ég er óábyrg og ábyrg til skiptis og ég vil að öllum líði vel. Þannig að ég þekki þetta hlutverk ágætlega." „Hefur hún kennt þér eitthvað?" spyr ég. „Já, já. Öll hlutverk kenna manni eitthvaö. Hún tekur þann pólinn í hæðina að vera ánægð með það sem hún hefur. Hólmfríður er mjög yndisleg manneskja, mjög forvitin og saklaus - eiginlega of saklaus. Hún gerir hins vegar engar kröfur til sín eða annarra. Hún sættir sig við mistökin í lífinu þvi vissulega hefur hún gert mistök - hún hélt við tengdapabba sinn.“ Ég er ótal persónuleikar Sóley er þrjátiu og fimm ára gömul og alin upp í Hafnarfirði og hún gekk alltaf með þann draum í maganum að verða leikkona. „Fyrst vildi ég verða ballerína en það er svona dæmigerður draumur hjá litlum stelpum. Þær vilja annað- hvort verða flugfreyjur eða ballerínur," segir Sól- ey hlæjandi. „Ég hélt að það væri svo erfitt að læra leiklist þannig að það kom líka vel til greina að verða lyfjafræðingur - ég hef ekki hugmynd um út af hverju en sennilega hef ég alltaf viljað fást við skapandi störf. Ég vissi hins vegar alltaf að ég ætlaði að læra leiklist einhvern tímann og þegar ég var átján ára fór ég til Englands í leik- listarskóla. Ég hafði þessa þörf til að standa á sviði fyrir framan fólk og túlka,“ segir Sóley og upplýsir siðan að hún sé krabbi en með rísandi ljóni. „Ég er svo margir persónuleikar og á oft erfitt með að taka ákvarðanir en siðan hef ég þetta einkenni ljónsins, þ.e. að þrá athygli." Ekki hefur mikið farið fyrir Sóleyju i leiklist- inni og það er ekki fyrr en á síðustu árum sem virkilega hefur farið að bera á henni. Hún lék í „Pikusögum“ í fyrra og í „And Björk of course...“ fyrr á þessu ári og fékk prýðilega dóma. Það þýð- ir samt ekki að lítið hafi verið að gera hjá henni. Þegar hún kom heim frá Englandi fluttist hún til Akureyrar og tók þátt í uppfærslum þar. Fyrir norðan kynntist hún manninum sinum og eignað- ist með honum barn. „Ég þekkti engan í leikhús- heiminum þegar ég kom heim en síðan fékk ég tækifæri og hef haft nóg að gera síðustu átta árin þó að Hólmfríður sé mitt fyrsta hlutverk sem söguþráðurinn beinlínis snýst um.“ Vafalítið er ein ástæða þess að hún blómstrar um þessar mundir sú að leikhópurinn sem hún tilheyrir hefur verið óbreyttur í tvö ár. í honum eru, auk Sóleyjar, Benedikt Erlingsson, Gunnar Hansson, Halldór Gylfason, Halldóra Geirharðs- dóttir, Harpa Arnardóttir og Þór Tulinius. „Þessi hópur er frábær," segir hún. „Við þekkjumst orð- ið mjög vel og manni líður eins og maður sé ekki alltaf að byrja upp á nýtt. Þó að maður þekki auð- vitað alla innanhúss þá er samt öðruvísi að starfa með sama fólkinu í langan tíma.“ Óhætt er að taka undir orö Sóleyjar þvi leikgleðin á sviðinu leynir sér ekki og ef áhorfendur skemmta sér vel þá er öruggt að leikararnir skemmta sér jafn vel. Og kannski betur. Vil gera kvikmynd um Fjalla-Eyvind „Mig langar til að leika Kleópötru drottningu," svarar Sóley þegar ég spyr hana hvert drauma- hlutverkið sé. „Leikarar eru auðvitað rullusjúkir en ég vil samt passa mig á því að leika ekki of mikið. Ég er mjög sátt við þann stað sem ég er á núna.“ „Áttu þér draum?“ spyr ég. „Ég stefni fyrst og fremst að þvi að verða betri leikkona. Að vísu á ég mér einn draum sem er reyndar leyndarmál. Mig langar til að gera kvik- mynd um Höllu og Fjalla-Eyvind. Mér finnst svo heillandi að lesa um hvernig þetta fólk lifði og hvernig það réttlætti hlutina. Sagan um ást þeirra er svo falleg og ég finn fyrir svo mikilli náttúru í henni. Þetta er líka mjög dramatískt hlutverk sem er mjög ólíkt því sem ég er að gera núna.“ -JKÁ
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.