Dagblaðið Vísir - DV - 05.10.2002, Blaðsíða 40
4.4.
Helgarbloö JOV LAUGARDACUR 5. OKTÓBER 2002
Sakamál
Unglingar á
glapstigum
Morðið á Tiffany Lonq olli uppnámi íbænum
Burlinqton íNorður-Karólínuríki. Hin 10 ára
qamla stúlka i/ar mqrt á hrqllileqan hátt oq
var lík hennar mjöq illa leikið þeqar það
fannst. Eitt hið ömurleqsta við þennan qlæp
er að fólkið sem framdi hann var kunninqjar
hinnar mqrtu oq hún treqsti þeim.
Það var rétt fyrir kvöldmat að Nancy Long, móðir
Tiffany, kallaði á dóttur sina enda tímabært að hún
kæmi heim um það leyti. En það var sama hvað hún
hrópaði, stúlkan svaraði ekki og kom ekki í ljós. Þegar
leið fram á kvöldið fór Nancy að óttast alvarlega um
stúlkuna og tilkynnti lögreglunni að hún væri horfm.
Yflr 50 lögreglumenn hófu þegar leit og fóru um
hverfið og lýstu upp hvern krók og kima og einnig bönk-
uðu þeir upp á í nálægum húsum ef ske kynni að stúlk-
an leyndist heima hjá einhverjum kunningja sinna. Hið
eina sem hafðist upp úr þeirri leit var að bam í nálægu
húsi sagðist hafa séð Tiffany með þrem blökkum ung-
lingum, tveim piltum og stúlku, sem áður bjuggu í
hverfmu.
Móðirin, Nancy, mundi þá eftir stúlkunni Dorthiu
Bynum, sem áður var stundum samferða Tiífany í bíln-
um sem ók þeim til kirkju á sunnudagsmorgnum. Hún
hélt að verið gæti að það væri sama stúlkan og barnið
sá með dóttur sinni. Lögreglan hafði samband við sókn-
arprestinn og fékk heimilisfang Dorthiu hjá honum. En
það var ekki fjarri heimili Tiffany.
Þegar lögreglumenn komu að húsinu sem geflð var
upp sem heimilisfang stúlkunnar kom í ljós að það var
yfígefið og enginn bjó í því. Á tröppum við bakdyr voru
blóðblettir og blóðpoliur var á gólfi svefhherbergis. Lík
týndu stúlkunnar fannst undir teppi í bakgarðinum. Það
var illa leikið. Við fyrstu sýn virtist líkið vera fullklætt
en brátt fundust nærbuxur hennar og jakki við girðingu
skammt frá. Hinum megin við girðinguna lá blóðug
rúmgrind.
Að lokinni fyrstu vettvangskönnun var lík Tiffany
flutt og líkskoðun fór fram.
Ofbeldisglæpir voru nær óþekktir í Burlington og
morð á bami þótti nær óhugsandi í bænum. Atburður-
inn vakti þvf bæði mikla athygli og óhug. Á höfði líks-
ins voru fjögur samliggjandi sár og heilinn undir þeim
var skaddaður. Á höfðinu voru enn fleiri sár og álíka og
á útlimum voru einnig merki rnn hve illa var níðst á
stúlkunni. Breitt mar var um hálsinn. Sköpin og enda-
þarmurinn voru illa leikin og var greinilegt að
stúlkunni hafði verið nauðgað á hryllilegan hátt. Hún
hafði verið barin og að lokum kyrkt og dregin út í bak-
garðinn þar sem líkið fannst.
Ömurleg ævikjör
Hið skamma líf Tiffany var aldrei neinn dans á rós-
um. Hún fæddist í Ohio í janúar 1988. Hún var tekin frá
foreldrum sínum strax eftir fæðingu en þau voru úr-
skurðuð óhæf til að ala upp bam vegna vanþroska. Eldri
systir Tiffany var í fóstri hjá ömmu þeirra og féll úr-
skurður á þá leið að hún skyldi einnig taka við nýfædda
baminu.
Nancy Long starfaði hjá hinu opinbera. Eftir að
Tiffany kom á heimilið tók amma hennar einnig við
tvennum tviburum sem þroskaheftu foreldramir eign-
uðust. Þar að auki átti hún líka bam með eigimanni sin-
um, sem dó þegar sjá þurfti barnaskaranum fyrir fæði
og húsnæði.
Fjölskyldan flutti oft og Nancy leitaði að húsnæði sem
hentaði svo stórri flölskyldu. Að því kom að hún fékk
leigt stórt hús í niðurníddu hverfi í Burlington. Almenn-
ingsgarður var í nágrenninu og flöldi barna bjó í hverf-
inu. Nancy sagði fréttamönnum síðar að hún hefði talið
sig örugga með allan bamahópinn í hverfmu og að ekki
hefði þótt ástæða til að hafa stöðugt auga með krökkun-
um.
Eftir að lík Tiffany fannst komst lögreglan að því
hvert raunverulegt heimilisfang Dorthiu Bynum var.
Þar var fyrir Alneisa Jones, 23 ára að aldri, bróðir henn-
ar Harold Jones, 16 ára gamall og náinn vinur Dorthiu,
og 13 ára gamall frændi hans, Joseph Jones.
Alneisa var greinilega miður sín þegar henni var sagt
frá dauða Tiffany en hin þrjú virtust aðeins
taugastrekkt. Lögreglumaður sem var meðal þeirra sem
sóttu unglingana sagði síðar að Dorthia hafi ekki sýnt
nein viðbrögð þegar henni var skýrt frá dauða vinkonu
sinnar og horfði sviplaus niður fyrir fætur sér. Honum
sagðist svo frá að Dorthia, Harold og Joseph hefðu ver-
ið þögul en mjög taugaveikluð að sjá þegar þeim voru
sögð tíðindin og orðaði hann það svo að sjá hefði mátt
hjartað berjast í brjósti þeirra. Rannsóknarlögreglu-
menn fundu bol með saurblettum í herbergi þeirra
Dorthiu og Harolds. Hann viðurkenndi að eiga bolinn en
neitaði að hafa verið í honum daginn áður. Hann sagð-
ist hafa farið á ruðningsleik um kvöldið og farið beint
heim að honum loknum og verið þar sem eftir var
kvöldsins.
Framburðurinn stóðst illa því enginn ruðningsleikur
var háður það kvöld.
Á ýmsu valt á skammri ævi Tiffany, en hún hafði þó
notið ástar og umhyggju ömmu sinnar. En hin þrjú sem
misþyrmdu henni og myrtu höfðu átt enn verri ævi og
notið lltillar ástúðar eða leiðsagnar sér eldra og reynd-
ara fólks. Móðir Harolds var drykkjusjúklingur og
drakk ótæpt meöan hún gekk með bamið sem fæddist
gegnsósa af alkóhóli. Það getur haft mikil og slæm áhrif
á andlegan þroska síðar. Móðirinn vanrækti hann og
önnur böm lögðu hann í einelti. Þegar hann var 15 ára
dó móðirin og eftir það bjó hann hjá Alneisu systur
sinni.
Joseph var frændi Harolds sem kom með hálfsystur í
heimsókn skömmu eftir að Harold flutti inn til Alneisu
systur sinnar. Hún skildi Joseph eftir og hvarf og gaf
engum upp heimilisfang sitt. Joseph varð skapbráður og
illskeyttur.
Foreldrar Dorthiu Bynum giftust aldrei. Hún ólst upp
hjá heilsulausum föður og móðursystur hans. Þá kvænt-
. ist karlinn annarri konu og stúlkan varð eftir hjá fræn-
kunni. Hún kynntist Harold í framhaldsskólanum og eft-
ir það varð hann miðpunktur tilveru hennar. Móðirinn
skipti sér lítið af dóttur sinni en þegar hún fór að vera
með Harold reyndi hún að stía þeim sundur. Síðan flutti
Harold heldur því fram að 10 ára Joseph Jones hlaut lífstíðarfang- Dorthia var hrædd um ástmann
gömul stúlka hafi spjallað sig. elsi þrátt fyrir ungan aldur. sinn fyrir barnungri stúlku.
Dorthia til elskhuga síns og voru nú komir þrír ungling-
ar inn á heimili Alneisu sem gerði sitt besta til að bregð-
ast ekki trausti þeirra.
Flókin málsmeðferð
Eftir að lögreglan hafði sannprófað að flarvistarsann-
anir unglinganna stóðust ekki voru þau öO handtekin
snemma í vikunni eftir morðið. Vegna þess hve glæpur-
inn var alvarlegur og þau sem frömdu hann ung að
árum voru áhöld um hvemig réttvísin átti að taka á
málinu.
Óróleikinn í bænum vegna glæpsins gerði það að
verkum að ekki var hægt að halda réttarhöldin þar þvi
erfitt var að velja óhlutdrægt i kviðdóm. Þá var ekki
auðvelt að fá lögfræðinga til að taka að sér vöm ung-
linga sem ekkert áttu og það í umdæmi flarri heimfii
þeirra. Augljóst var að ekki var hægt að rétta yfir og
dæma strákana eins og fufitiða menn, en Dorthia var
aftur á móti sakhæf vegna aldurs. Þá var sá hængur á
að samkvæmt eðli glæpsins lá dauðadómur við honum.
Því myndi ákæruvaldið heimta dauðadóm yfir henni.
En það sem gerði máliö enn flóknara var að nauðgar-
amir, sem aö öllum líkindum misþyrmdu og deyddu
stúlkuna, vom ekki sakhæfir og mundu sleppa við svo
þungan dóm sem beið Dorthiu.
Dómarinn sem fékk málið til meðferðar úrskurðaði
að sérstök réttarhöld skyldu haldin yfir Dorthiu og rétt-
að yrði yfir strákunum á sama tíma.
Enn átti eftir að bætast á syndaregistur Harolds.
Tveim mánuðum eftir handtökuna var hann ákærður
ásamt þrem öðrum fóngum að hafa neytt samfanga til að
létta á einlífinu með því að hafa við þá munnmök.
Lögmenn Harolds fengu þvi framgengt að hann gengi
undir gáfhapróf og reyndist höfuðstarfsemin vera í treg-
ara lagi. En dómarinn áleit að hann skildi gang mála og
gæti orðið verjendum sínum til einhverrar aðstoðar og
var hann því úrskurðaður sakhæfur.
Framtíð Dorthiu var vafasamari. Lög um dauðadóm
eru í gildi í Noröur-Karolínu og þegar biðu flórar konur
í dauðadeild, en dómarar í ríkinu láta sig kynferði sak-
bominga litlu skipta þegar þeir kveða upp dóma sína. í
janúar árið 2000 var ljóst að dauðadóms yfir krafist yfir
henni. En svo samdist að hún féllst á að fá ævilangt
fangelsi án möguleika á náðun gegn því að bera vitni
gegn Harold og Joseph.
Réttarhöldin fóm fram í Fayetteville sem er nær 200
km sunnan við bæinn sem morðið var framið i. Dorthia
var spurö hvort hún stæði við skilmálana um að vitna
gegn piltunum og játaði hún því. Dómurinn hljóðaði
upp á 124 ára fangelsisvist sem konan er rétt að byrja að
afþlána.
Dómari féllst á að réttað yrði í málum Harolds og Jos-
ephs hvors í sínu lagi.
Harold bíður enn dóms, en framtíð hins er ráðin.
Næg sönnunargögn liggja fyrir um sekt unglinganna
þriggja. Höfúðkúpa Tiffany var brotin með rúmflöl og
hún kyrkt með sjónvarpssnúra. Báðir drengimir nauðg-
uðu henni og eftir rannsóknir fer ekkert á milli mála
hverjir vora þar að verki. Frásögn Dorthiu staðfesti það
sem rannsóknarmönnum þótti augljóst.
Harold hélt því fram að hann hafi áður átt mök við
Tiffany og hafi hún átt frumkvæðiö og hafi til dæmis
misnotað sig daginn áður en morðið var framið. Hann
hélt því líka fram að Dorthia hafi átt frumkvceðið að því
að deyða stúlkuna þar sem hún hélt að hún væri að taka
ástvininn frá sér.
Þetta þykir ekki trúverðugt en sem fyrr segir bíður
Harold dóms.
Joseph hefur aftur á móti verið dæmdur og hlaut
hann ævilanga fangelsisvist og 25 ár til viðbótar ef hann
verður náðaður síðar á ævinni. Hann á því litla von á
að fara frjáls ferða sinna í þessu jarðlífi.
Og tæpast verður dómurinn yfir Harold vægari.