Dagblaðið Vísir - DV - 05.10.2002, Blaðsíða 16

Dagblaðið Vísir - DV - 05.10.2002, Blaðsíða 16
16 Helgarblað LAUGARDAGUR 5. OKTÓBER 2002 DV Dashiell Hammett minnir helst á kvikmyndaleikara á þessari mynd sem tekin var af honum árið 1934. Þá hafði hann skrifað fimm sakamálasögur og átti ekki eftir að skrifa fleirl. Harðsoðinn sakamálahöfundur Dashiell Hammett er talinn hafa haft jafnmikil áhrif á þróun saka- málasögunnar og Edgar Allan Poe og Arthur Conan Doyle. Hann var ekki afkastamikill rithöfundur enda átti hann við alvarlegt áfeng- isvandamál að stríða. Dashiell Hammett fæddist árið 1894. Hann hætti í skóla þrettán ára gamall, fór að drekka á unglingsárum og stundaði fjárhættuspil. Siðir sem hann hélt mestalla ævi. Eftir að hafa fengist við ýmis störf i nokkur ár gerðist hann leynilög- reglumaður. Sú reynsla kom honum að ómetan- legu gagni síðar þegar hann samdi sakamálasög- ur sínar. Hann gekk í herinn í fyrri heimsstyrj- Ljóð vikunnar Gleym mér ei - eftir Steingrím Thorsteinsson Þú lltll fugl, á laufgrl grein, hvað IJóðar þú svo sætt? í þínum klið býr ástin etn, sem el af hryggð var grœtt. .Þú ynglssvelnn, ég sveif af strönd, þar sat þín elskuð mey með helðblátt smáblóm sér í hönd og sagðl: Gleym mér eir .■Ó, hjartans vlnur, vlsslr þú, hvað vel ég man tll þínl Ég jít á blóm og llfl í trú, að líkt þú saknir mín. Svo ber ég þlg á brjósti leynt, þar byrglr ástln sig. Og sem mltt blóm er hlmlnhreint, elns hrelnt ég elska þig.' öld en fékk berkla og lá lengi á sjúkrahúsi. Veik- indin urðu til að binda enda á leynilögreglu- starf hans og hann byrj- aði að skrifa sögur fyrir tímarit. Hann drýgði tekjurnar með þvi að vinna við auglýsinga- gerð og vann um tíma sem bókmenntagagn- rýnandi og þótti afar harður og miskunnar- laus í dómum. Meistari reyfarans Árið 1929 kom út fyrsta sakamálasaga hans, Red Harvest, þar sem um þrjátíu persón- ur lágu í valnum áður en yfir lauk. Frægasta bók hans er The Maltese Falcon. Hún var kvik- mynduð með Humphrey Bogart i hlutverki spæj- arans Sam Spade og er talin klassísk kvik- mynd. Alls skrifaði Hammett fimm skáld- sögur og rúmlega átta- tíu smásögur á tiltölu- lega stuttu tímabili. Síð- asta skáldsaga hans, The Thin Man, kom út árið 1934. Hann lifði tuttugu og sjö ár eftir það og þóttist ætíð vera að byrja á nýrri skáld- sögu en varð ekkert úr verki vegna drykkju og heilsuleysis. Honum tókst þó að gera kvik- myndahandrit eftir The Thin Man, sem urðu að gífurlega vinsælum kvikmyndum með Myrnu Loy og William Powell í aðalhlutverk- um. Hammett var meistari hinnar harðsoðnu saka- málasögu þar sem til- svör eru kaldranaleg og persónur svífast einskis til að ná fram markmið- um sínum. Hann las íslendingasögur og sagði að tónninn í verkum sínum væri þaðan kominn en stíUinn væri frá Henry James. Hammett hafði mikil áhrif á aðra rithöfunda, þar á meðal Raymond Chandler sem sagði um hann: „Hammett skilaði morðinu aftur til þess fólks sem fremur það af einhverri ástæöu, en ekki bara til að útvega lík. Og gerir það með þeim tólum sem eru við höndina, en ekki með handgerðum einvígistólum, indjánaeitri eða suðrænum skrautfiskum." Kvennafar og drykkjusýki Hammett kvæntist hjúkrunarkonu árið 1920 og þau eignuðust tvær dætur en fljótlega yfirgaf hann fjölskyldu sína. Til eru átakanleg bréf frá eiginkonu Hammetts til útgáfustjóra hans þar sem hún segist ekki eiga fyrir nauðsynjum handa Krlstín Ómarsdóttir segir frá uppáhaldsbókunum sínum „Raymond Chandler er uppáhaldshöfundurinn minn, Big Sleep, FareweO my Lovely og fleiri og nú er ég að lesa bréfin hans. Aörar bækur sem ég á auðvelt með að muna eftir en las fyrir löngu eru til dæmis Með köldu blóði eftir Truman Capote og Birtingur eftir Voltaire í þýðingu Lax- ness, sú síðastnefhda út af því hún lét mann hlæja og stOlinn er ávaxtaríkur. Ljóða- bókin Endurtekin orð eftir Guðberg Bergsson var lítil græn bók sem ég var aOtaf einu sinni að lesa upp úr fyr- ir vinkonur mínar og líka ljóðabók eftir Þór Eldon, á sama tímabOi. En ég ætla ekki að verða ævisöguleg og hleyp hratt yfir sögu. í vor fékk ég. æði fyrir Selmu Lag- erlöf, byrjaði að lesa bók sem heitir Föðurást, Kejsam af Portugalien, heitir hún á út- lensku. Svo í fyrra féO ég mjög mikið fyrir The Wind Up Bird Chroniele eftir H. Murakami, ég hef lesið fleiri eftir hann en þessi er uppáhaldsbókin. Svo eru margar íslenskar bækur sem ég held dætrum sinum og biður um að haft sé samband við Hammett svo hann geti sent peninga. Hammett var ekki mikifl fjölskyldumaður og reyndar virðist sem honum hafi staðið nokkuð á sama um fólk. Hann naut kvenhyfli en gat ekki verið einni konu trúr og alla tíð leigði hann sér hórur. Hann varð ofbeldisfullur meö víni og átti þá tO að leggja hendur á konur. Hammett hafði miklar tekjur af verkum sínum og hefði átt að vera auðugur maður. En um leið og peningarnir tóku að streyma inn var eins og hann fyndi ekki lengur hjá sér þörf fyrir að skrifa. Iðulega lokaði hann sig af inni á hótelher- bergi með viskíflösku og drakk frá sér ráð og rænu. Hann var kærulaus í skattamálum og fékk á sig óhemju mikla bakskatta sem hann átti í erf- iðleikum með að borga. Hann vissi aldrei hversu mOda peninga hann átti og kærði sig ekkert um að vita það. Hann hlóð gjöfum á fólk en borgaði ekki reikninga sína. Sambandið við Hellman Á fjórða áratugnum vann Hammett í HoOywood þar sem hann var á góöum launum við að skrifa kvikmyndahandrit og einnig gerði hann texta við teiknimyndaseríu um spæjarann X-9 sem naut töluverðra vinsælda. Það var í Hollywood sem Hammett kynntist LiOian HeOman sem þráði að verða mikið leikritaskáld. Hammett aðstoðaði hana og hvatti en meðan hún sendi frá sér hvert leikritið á fætur öðru átti hann í mestu erfiðleikum með að skrifa. Hann var orðinn drykkjusjúklingur og vissi vart í þennan heim né annan meöan á túrunum stóð. Samband Hammetts og Hellmans stóö í þrjátíu ár en var ekki raunverulegt ástarsamband nema fyrstu tíu árin. Kvöld eitt var Hammett drukkinn og HeOman neitaði að sofa hjá honum. Hann svaf aldrei hjá henni eftir það og mörgum árum eftir dauða hans var hún enn að velta því fyrir sér af hverju hann hefði brugðist svona við. Hún skrif- aði á efri árum afar rómantíska og ósanna bók um samband þeirra. Þegar Hellman var staðin að margföldum lygum í sjálfsævisögu sinni gaf eit- urtungan Gore Vidal í skyn að ástarsamband hennar við Hammett hefði verið ein af lygum hennar og spurði: „Sá einhver þau nokkurn tím- ann saman?“ Róttæklingur í fangelsi Hammett hafði mjög róttækar stjómmálaskoð- anir og var kaflaður fyrir óamerísku nefndina á McCarthy-tímanum. Þar neitaði hann að segja tO kommúnista og var fyrir vikið dæmdur í fimm mánaða fangelsi. Seinna sagði hann: „Ég skrifaði ekki í fangelsinu af því mér leiddist aldrei nógu mikið. Að fara í fangelsi var eins og að koma heim.“ Eftir fangelsisdvölina sneri hann sér að kennslu. Bækur hans voru nú úthrópaðar sem kommúnistaáróður og Eisenhower forseti varð fyrir gagnrýni þegar hann sagði rangt að banna bækur Hammetts á bókasöfnum. Drykkja hans var orðin stjórnlaus og læknir hans sagði honum að hann myndi deyja innan eins tfl tveggja mánaða ef hann hætti henni ekki. Hammett lofaði lækninum að snerta ekki áfengi - og stóð við það loforð. í viðtali sem tekið var við hann árið 1956 var hann spurður hvers vegna hann væri með þrjár ritvélar á heimOi sinu þeg- ar hann skrifaði ekki lengur. „Ég hef þær þarna tfl að minna mig á að ég var einu sinni rithöfund- ur,“ sagði hann. Síðustu þrjú árin sem hann lifði bjó hann á heimfli LOlian Hellman. Hann lést upp á eins og Fylgjur eftir Harald Jónsson og Frá ljósi tO ljóss eftir Vigdísi Grímsdóttur. Ég las um daginn Albúm eftir Guðrúnu Evu M., mjög fin i>ók. Það sama má segja um Strengi eftir Rögnu Sigurðardóttur og Heims- ins heimskasti pabbi eftir Mikael Torfason fannst mér mjög skemmtOeg. Svo elska ég ævisögur, tfl dæmis eina eftir Ingibjörgu Sólrúnu um konuna sem fékk berkla. Það sem upp úr stendur af öflu saman er svo þegar ég var fimm ára og mamma las fyrir mig bókina Ævin- týri úr Múmínálfadal. Ég veit ekki hvort það var bók- in eða það að vera ein með mömmu sinni þvi yngri systkinin min voru sofnuð, en það leggst á eitt. Nú orö- ið elska ég að lesa upphátt fyrir vinkonur mínar eða láta þær lesa fyrir mig og það er sama hvaða bók það er. Þegar upphátt er lesið verða aflar bækur uppá- haldsbækur, eins og Félagi kona eftir Kristmann Guð- mundsson, Leiðarvísir puttaferðalangsins um Vetrarbrautina eftir Douglas Adam og fleiri." Töfrar við upplestur Gloppóttir hugsuðir Intellectuals eftir Paul Johnson Margir af helstu hugsuð- um og rithöfund- um sögunnar eru tO umfjöll- imar í þessari fróðlegu, bráð- skemmtflegu og ögrandi bók. Johnson rekur lifshlaup og gjörðir þeirra sem voru í stöðugri mótsögn við þá hugmyndafræði sem þeir boðuðu. Hin harkalega niðurstaða er því sú að þessir menn hafi verið hræsnarar sem hafi lifað í fullkomnu virðingarleysi við sannleikann. Rousseau, Marx, Brecht og Sartre eru meðal þeirra sem settir eru í skammarkrókinn. Mak- lega, fínnst manni eftir lesturinn. Kvótiö Að geta hugsað öðruvísi í dag en í gœr skilur milli þess vitra og þess einþykka. John Steinbeck Allar bækur 1. Láttu Ijós þitt skína. Victoria Moran 2. Feqraðu líf þitt. Victoria Moran 3. Ríki pabbi, fátæki pabbi. Robert T. Kiyosaki 4. Myrin. Arnaldur Indriðason 5. Grafarþöqn. Arnaldur Indriðason 6. Orðaheimur. Jón Hilmar Jónsson 7. Með lífið í lúkunum. Guðjón Ingi Eiriksson oq Jón Hjaltason 8. Líkami fyrir lífið. Bill Philip 9. Glæpur og refsing. Fjodor Dostojevski 10. Dönsk-isl/ísl-dönsk orðabók. Orðabókaútqáfan Skáldverk Arnaldur Indriðason 2. Grafarþöqn. Arnaldur Indriðason 3. Glæpur og refsing. Fjodor Dostojevski 4. Furstinn. Niccoló Machiavelli 5. Ást á rauðu Ijósi. Jóhanna Krist- jónsdóttir 6. Korkusaqa. Vilborq Davíðsdóttir 7. Óbærilegur léttleiki tilverunnar. Milan Kundera 8. Tídæqra. Giovanni Boccaccio 9. Alkemistinn, Paulo Coelho 10. Ilmurinn. Patrick Suskind Metsölulisti Eymundsson 25.9.-1.10. Kiljur 1. LAST MAN STANDING. David Baldacci 2. PURITY IN DEATH. J, D, Robb 3. FULL HOUSE. Janet Evanovich 4. REAP THE WIND. Iris Johansen 5. BLACK HOUSE. Stephen King og Peter Straub Listinn er frá New York Times
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.