Dagblaðið Vísir - DV - 05.10.2002, Blaðsíða 48

Dagblaðið Vísir - DV - 05.10.2002, Blaðsíða 48
* =2 Helqarblað JI>’Vr LAUGARDAGUR 5. OKTÓBER 2002 Islendingaþættir Umsjón Kjartan Gunnar Kjartansson Kjartan Jónsson sjómaður og verkamaður í Reykjavík verður 50 ára í dag Kjartan Jónsson sjómaður, Grettisgötu 57b, Reykjavík, er fimmtugur í dag. Starfsferill Kjartan fæddist í Vestmannaeyjum og ólst þar upp. Hann lauk búfræðiprófi frá Bændaskólanum á Hvanneyri vorið 1973 og stundaði nám í netagerð hjá Ingólfi Theodórssyni í Vestmannaeyjum. Kjartan stundaði sjómennsku og verkamannastörf í Eyjum, flutti í Villingaholtshrepp 1985 og síðan á Stokkseyri 1989 og stundaði þar sjómennsku. Hann var búsettur á Nauteyri í ísafjarðardjúpi í eitt ár og síðan í Bolungarvík skamma hríð en flutti síðan aftur til Vestmannaeyja 1996. Þar stundaði hann enn sjómennsku og verkamannavinu. Kjartan flutti til Reykjavíkur 2000 og hefur verið þar búsettur síðan. Kjartan er mikill áhugamaður um ættfræði og hefur tekið saman allnokkur niðjatöl. Fjölskylda Kjartan kvæntist 13.12. 1975 Rebekku Benedikts- dóttur, f. 21.1. 1957, húsmóður. Hún er dóttir Bene- dikts Frímannssonar, húsasmíðameistara i Stykk- ishólmi, fyrrum bónda í Stórholti í Saurbæ í Dala- sýslu, nú í Vestmannaeyjum, og k.h., Esterar Guð- jónsdóttur húsfreyju. Kjartan og Rebekka skildu. Börn Kjartans og Rebekku eru Jón Ólafur Kjart- ansson, f. 29.9. 1976, bílstjóri hjá Landflutningum en kona hans er Maria Sævarsdóttir húsmóðir og eiga þau tvö börn; Ester Kjartansdóttir, f. 13.5. 1981, nemi og framreiðslustúlka í Reykjavík en sambýlismaður hennar er Viðar Huginsson húsamálari; Margrét Rósa Kjartansdóttir, f. 11.8. 1983, verkakona í Vestmannaeyjum; Þórólfur Bene- dikt Kjartansson, f. 20.10. 1987, nemi; Eyþór Kjart- ansson, f. 31.3. 1992, nemi. Systkini Kjartans eru Einar Gylfi Jónsson, f. 1.9. Reykjavíkurborg auglýsir eftir almennum styrkumsóknum og ábendingum vegna fjárhagsáætlunargerðar fyrir árið 2003 Nú stendur yfir gerð fjárhagsáætlunar Reykjavíkurborgar fyrir árið 2003. Auglýst er eftir umsóknum og tillögum borgarbúa svo og hagsmunasamtaka (t.d. íbúasamtaka) um mál sem varða gerð fjárhagsáætlunar. Umsóknum skal skilað á sérstökum eyðublöðum sem liggja frammi I Upp- lýsingaþjónustu Ráðhúss Reykjavíkur og á heimasfðu Reykjavlkurborgar, www.reykjavik.is. Hægt er að fá umsóknareyðublöð send ef óskað er. Umsóknir skulu sendar til eftirtalinna aðila eftir því sem efni þeirra gefur tilefni til. FÉLAGSMÁLARÁÐ auglýsir eftir umsóknum um styrki til verkefna á sviði félagsmála [ Reykjavík. Umsóknir til félagsmálaráðs skulu berast til Auðar Vilhelmsdóttur hjá Félagsþjónustunni, Síðumúla39,108 Reykjavík. FRÆÐSLURÁÐ auglýsir eftir umsóknum um styrki til skóla- og fræðslumála, einkum vegna nemenda á grunnskólaaldri. Umsóknir til fræðsluráðs skulu berast til Sigurbjörns Knudsen, Fræðslumiðstöðinni, Fríkirkjuvegi 1,101 Reykjavík. Auglýst verður sérstaklega eftir umsóknum í Þróunarsjóð grunnskóla Reykjavíkur i janúar árið 2003. ÍÞRÓTTA- OG TÓMSTUNDARÁÐ auglýsir eftir umsóknum um styrki til íþrótta-, æskulýðs- og tómstundastarfa í Reykjavík og eftir styrkjum vegna sumarnámskeiða fyrir böm. Umsóknir til íþrótta- og tómstundaráðs skulu berast til Helgu Bjömsdóttur, Iþrótta-og tómstundaráði, Fríkirkjuvegi 11,101 Reykjavík. JAFNRÉTTISNEFND auglýsir eftir umsóknum um styrki til verkefna sem hafa það að markmiði að jafna stöðu kynjanna, til verkefna á sviði jafnréttisfræðslu í skólum og á öðrum uppeldisstofnunum og til annarra sérstakra þróunar- eða samstarfs- verkefna. Umsóknir til jafnréttisnefndar skulu berast til Hildar Jónsdóttur, Ráðhúsi Reykjavíkur, 101 Reykjavík. LEIKSKÓLARÁÐ auglýsir eftir umsóknum um styrki til þróunar- og rannsóknar- verkefna f leikskólum Reykjavfkur og eftir styrkjum til menningarstarfsemi fyrir leikskólabörn. Umsóknir til leikskólaráðs skulu berast til Jakobínu Sveinsdóttur, Leikskólum Reykjavíkur, Hafnarhúsinu.Tryggvagötu 17,101 Reykjavfk. MENNINGARMÁLANEFND auglýsir eftir umsóknum um styrki til menningarstarfs í borginni. Umsóknir til menningarmálanefndar skulu berast til Unnar Birgisdóttur, Ráðhúsi Reykjavfkur, 101 Reykjavík. Styrkumsóknir til annarra verkefna og til byggingar og kaupa á fasteignum skulu sendar borgarráði. Umsóknir skulu berast til Kristbjargar Stephensen, Ráðhúsi Reykjavíkur, 101 Reykjavik. Umsóknir skal senda til þess aðila sem sótt er til. Umsóknarfrestur er til og með 21. nóvember 2002. Umsóknir sem berast eftir þann tíma munu að jafnaði ekki hljóta afgreiðslu. Þeir aðilar sem fengu styrk á síðasta ári þurfa að skila inn greinargerð um ráðstöfun þess fjár. Félagasamtök sem sækja um niðurfellingu eða lækkun fasteignaskatts skv. 5. gr. laga nr. 4/1995 um tekjustofna sveitarfélaga, skulu skila umsóknum sfnum til borgarráðs á fyrmefndum eyðublöðum fyrir 21. nóvember 2002. Nánari upplýsingar eru veittar í sfma 563 2000 eða af framangreindum starfsmönnum viðkomandi stofnana. Borgarstjórinn f Reykjavík 4. október 2002 REYKJAVÍKURBORG 1950, sálfræðingur í Reykjavík, kvæntur Ingi- björgu Pétursdóttur, iðjuþjálfa á Reykjalundi, og eiga þau tvö börn auk þess sem hann á fjögur börn frá því áður; Helga Jónsdóttir, f. 11.8. 1955, hús- móðir í Vestmannaeyjum, gift Arnóri Hermanns- syni bakarameistara og eiga þau fimm börn; Ást- þór Jónsson, f. 26.8. 1957, stýrimaður og verslunarstjóri í Vestmannaeyjum, kvæntur Ágústu Hafsteinsdóttur húsmóður og eiga þau þrjár dætur auk þess sem hann á dóttur frá því áð- ur; Heimir Jónsson, f. 13.12. 1963, stýrimaður og tölvufræðingur í Reykjavík, kvæntur Þórdísi Grettisdóttur húsmóður og eiga þau saman tvö börn auk þess sem hann á tvö hörn frá því áður; Jóhanna Ýr Jónsdóttir, f. 25.11. 1974, starfsmaður hjá Nýherja, búsett á Seltjarnarnesi en maður hennar er Halldór Hrafn Gíslason, starfsmaður hjá Nýherja, og á hún eina dóttur. Foreldrar Kjartans: Jón Ólafur Kjartansson, f. 10.7. 1930, fyrrv. formaður Verkalýðsfélags Vest- mannaeyja, og k.h., Sigriður Angantýsdóttir, f. 1.4. 1932, d. 18.12. 1983, húsmóðir. Ætt Jón er sonur Kjartans, yfirfiskmatsmanns í Vestmannaeyjum Ólafssonar, steinhöggvara í Reykjavík Sigurðssonar Sigurðssonar. Móðir Ein- ars steinhöggvara var Ingunn Sigvaldadóttir, b. i Herru í Holtum Nikulássonar. Móðir Ingunnar var Ingunn Einarsdóttir. Móðir Kjartans var Salvör Brynjólfsdóttir, sáttasemjara og útvegsb. í Vest- mannaeyjum Halldórssonar. Móðir Brynjólfs var Salvör Brynjólfsdóttir. Móðir Salvarar yngri var Þórunn Guðmundsdóttir. Móðir Jóns var Helga Jónsdóttir, málaflutnings- manns og fræðimanns á Siglufirði Jóhannessonar, hákarlaformanns og oddvita á Heiði í Fellshreppi Finnbogasonar, b. í Steinhóli Jónssonar. Móðir Jó- hannesar hákarlaformanns var Margrét Hafliða- dóttir, b. í Hofdölum Jónssonar. Móðir Jóns fræði- manns var Dórothea Sigurlaug Mikaelsdóttir, smiðs á Hraunum Ólafssonar, skálds Þorkelssonar. Móðir Mikaels var Dorte Louise Pétursdóttir Birch, beykis að Hofi á Höfðaströnd, frá Sjálandi, Mikaelssonar Birch. Móðir Dórotheu Sigurlaugar var Ástríður Bjarnadóttir. Móðir Helgu var Guð- laug Gísladóttir, b. á Austarahóli, Gislasonar, b. á Vatni Finnssonar. Móðir Guðlaugar var Vilborg Þorleifsdóttir. Sigríður var dóttir Angantýs, verkamanns í Vestmannaeyjum og í Reykjavík Einarssonar, b. á Skeiði í Svarfaðardal Jónssonar, b. í Brekkukoti Þorvaldssonar, h. í Sauðaneskoti Þorvaldssonar. Móðir Jóns i Brekkukoti var Guðrún Bjarnadóttir, vinnukona á Upsum, Upsa-Gunna. Móðir Einars var Hallfríður Ólafsdóttir. Móðir Angantýs var Margrét Björnsdóttir, b. á Hóli Björnssonar, b. á Jarðbrú Pálssonar. Móðir Björns á Hóli var Mar- grét Bjömsdóttir. Móðir Margrétar á Skeiði var Kristín Jónsdóttir, hreppstjóra Þorkelssonar og Margrétar Jónsdóttur. Móðir Sigríðar Angantýsdóttur var Kornelía Jó- hannsdóttir, sjómanns og verkamanns á Siglufirði Kristinssonar, b. í Haganesi í Fljótum Davíðsson- ar, b. á Blómsturvelli í Glæsibæjarhreppi Jóhanns- sonar. Móðir Jóhanns á Siglufirði var Helga Bald- vinsdóttir, Gunnlaugssonar, fræðimanns í Skugga- björgum Jónssonar. Móðir Kornelíu var Sigríður Guðmundsdóttir, b. í Lóni í Ólafsfirði Guðmunds- sonar, b. í Naustum Ólafssonar. Móðir Guðmund- ar i Lóni var Sigríður Símonardóttir, b. í Efstakoti á Upsaströnd Jónssonar. Kjartan verður að heiman á afmælisdaginn. Afmæli Laugard. 5. október 85 ára Guðrún Magnúsdóttir, Hjallabraut 33, Hafnarfiröi. Gunnar Kristinsson, Reynimel 80, Reykjavík. Jóhann Snorrason, Víöilundi 20, Akureyri. 80 ÁRA____________________ Guðrún Árnadóttir, Aöalgötu 5, Keflavík. Sverrir Vilbergsson, Sæunnargötu 9, Borgarnesi. 75ÁRA Magnús Finnbogason, Gnoöarvogi 68, Reykjavík. Ottó Svavar Viktorsson, Torfufelli 31, Reykjavík. 70 ÁRA Baldur Loftsson, Selvogsbraut 33, Þorlákshöfn. Hrafnkell Björgvinsson, Austurvegi 9, Reyöarfirði. Óttar K. Skjóldal, Enni, Hofsósi. 60 ÁRA Bjöm Halldórsson, Vesturgötu 9, Ólafsfirði. Grétar Arnar Ellertsson, Miðgaröi 4, Keflavík. Hanna Signý Georgsdóttir, Hólsvegi 10, Reykjavfk. Ólafur Hlynur Steingrímsson, Rauðhömrum 8, Reykjavík. Þórður Karlsson, Dvergabakka 36, Reykjavík. 50ÁRA Anna María Baldvinsdóttir, Álftahólum 4, Reykjavík. Guðmundur M. Hilmarsson, Fagrahjaila 56, Kópavogi. Guörún Ingimundardóttir, Smárabraut 9, Höfn. Guðrún dvelur meö sambýlismanni sín- um, Þóri Snorrasyni, í Ung- veijalandi á afmælisdaginn. Helgi Þórir Hálfdánarson, Teigaseli 5, Reykjavík. Sveinbjörn Sveinbjörnsson, Fjállalind 145, Kópavogi. 40 ÁRA Anna Steinþórsdóttir, Knarrarbergi 7, Þorlákshöfn. Brynja Ingadóttir, Suöurengi 10, Selfossi. Dagmann Ingvason, Steintúni 1, Dalvfk. Fjóla Rut Einarsdóttir, Kópavogsbraut 108, Kópavogi. Geir Hörður Ágústsson, Ægisbyggð 22, Ólafsfirði. Guðrún Óskarsdóttir, Bragagötu 27, Reykjavík. Guörún V. Björgvinsdóttir, Mururima 13, Reykjavfk. Helga Magnúsdóttir, Hjallabraut 58, Hafnarfiröi. Jón Ragnarsson, Lerkiási 6, Garöabæ. Katrín Steingrímsdóttir, Suðurbraut 5, Kópavogi. Oddur Kristjánsson, Huldulandi 42, Reykjavfk. Olafur Stefánsson, Hvassaleiti 153, Reykjavfk. Ragnheiður Guðlaugsdóttir, Gullengi 1, Reykjavfk. Ragnheiður R. Friðgeirsdóttir, Mímisvegi 15, Dalvfk. Sigurður J. Guömundsson, Smáratúni 23, Keflavfk. Sunnud. 6. október 85ÁRA Páll Gunnarsson, Vallartröö 12, Kópavogi. Hann tekur á móti gestum f Lionssalnum, Auðbrekku 25, Kópavogi, sunnudaginn 6.10. milli kl. 14.00 og 17.00. Finnur Einarsson, Ánahlíö 2, Borgarnesi. Gunnar Þórðarson, Hólavegi 17, Sauðárkróki. 80 ÁRA Unnur Ragna Benediktsdóttir, Sigtúni 45, Reykjavík, verður áttræð á mánudag. Eiginmaður hennar var Jón Valgeir Guömundsson. Hún verður, ásamt fjölskyldu sinni, að heiman á afmælisdaginn. Elín Friðriksdóttir, Hrafnistu, Hafnarfirði. Gréta Júlíusdóttir, Helgamagrastr. 19, Akureyri. Pétur Þorbjörnsson, Hjallabraut 33, Hafnarfirði. 75 ÁRA Ingigerður Benediktsdóttir, Kveldúlfsgötu 24, Borgarnesi. 70ÁRA Gerður Aöalbjörnsdóttir, Merkjateigi 8, Mosfellsbæ. Jóhanna Sigrún Thorarensen, Lágholti 17, Mosfellsbæ. Jón Óskar Ágústsson, Kaplaskjólsvegi 1, Reykjavík. Sigríður Ólína Marinósdóttir, Álftarima 3, Selfossi. 60 ÁRA Halldór Sigurþórsson, Þórufelli 18, Reykjavfk. Ingvar R. Valdimarsson, Aðalstræti 50, Patreksfirði. Sigurbjörg Kristinsdóttir, Stekkjarhvammi 4, Hafnarfirði. 50ÁRA Alexander Dragan Markovic, Laufengi 34, Reykjavík. Ann María Andreasen, Næfurási 13, Reykjavfk. Elín Siggeirsdóttir, Huldubraut 16, Kópavogi. Ema Hanna Guðjónsdóttir, Álftamýri 36, Reykjavík. 40 ÁRA____________________ Áslaug Jakobsdóttir, Löngufit 7, Garðabæ. Gunnar Eyjólfsson, Sóltúni 1, Keflavfk. Gunnar Þórólfsson, Hjallabraut 25, Hafnarfirði. Haki Redjepi, Lækjarkinn 2, Hafnarfirði. Helgi Helgason, Kiettahrauni 1, Hafnarfirði. Magnús Pálsson, Raftahlfð 75, Sauðárkróki. Matthías Örlygsson, Baughúsum 32, Reykjavík. Rafn Gunnarsson, Æsufelli 6, Reykjavík. Sigurlína H. Styrmisdóttir, Vallargerði 4d, Akureyri. Svana Björk Karlsdóttir, Þinghólsbraut 40, Kópavogi. Wieslaw Debek, Brimnesvegi 12, Flateyri. Þórdís Erlingsdóttir, Hilmisgötu 13, Vestmeyjum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.