Dagblaðið Vísir - DV - 05.10.2002, Blaðsíða 33

Dagblaðið Vísir - DV - 05.10.2002, Blaðsíða 33
I- LAUGARDAGUR 5. OKTÓBER 2002 HefQctrblað JZ>“V 33 ívar örn er nýkominn til Reykjavíkur eftir aö hafa slegið í gegn sem Hamlet í uppfærslu Leikfé- lags Akureyrar. Þetta er fyrsta verkefnið hans eft- ir útskrift úr Leiklistarskóla íslands og því óhætt að segja að hann hafí byrjað með bombu. „Ég þurfti ekki að hugsa mig lengi um þegar mér var boðið hlutverkið. Fyrir mér er Shakespeare nokk- urs konar mannfræðileg biblía. Þegar ég las þenn- an texta fannst mér ég læra svo mikið um mann- legt eðli. Orðin sem hann leggur persónunum í munn eru svo úthugsuð og eiga svo mikið erindi til fólks i dag.“ „Og hvað ertu búinn að læra um manninn?" spyr ég. ívar Örn gefur sér tíma til að laga te áður en hann svarar spurningunni. Honum er greinilega annt um heilsuna því að hann tekur tepokann úr vatninu eftir akkúrat tvær mínútur. „Pokinn má ekki vera lengur i því annars fer hann að eitra út frá sér,“ segir hann brosandi því hann veit að þetta kann að hljóma undarlega í mín eyru. „Ég finn að ég lendi oft í aðstæðum í hinu raunveru- lega lifi sem eru ekki ósvipaðar og atriði úr leik- riti eftir Shakespeare," segir hann loksins. „Mað- ur lærir alls konar taktík sem hægt er að nota í hinu daglega lífi." „Hvað áttu sameiginlegt með danska prinsin- um?“. spyr ég „Ég tengdi mjög snemma við hann,“ svarar ívar Örn umhugsunarlaust. „Það er búið að vera vesen á mér i gegnum tíðina, svona sálarlega séð. Ég veit ekki hvernig ég á að útskýra þetta. Ég skil hann mjög vel.“ „Um hvaða sálarlega „vesen“ ertu að tala?“ spyr ég. „Ég er að berjast við sjálfan mig eins og hann,“ svarar hann. „Hamlet stendur frammi fyrir erfiðri ákvörðun, hann þarf að drepa pabba sinn, sem ég þarf reyndar ekki að gera. Þegar ég segi þetta átta ég mig á því hvað þetta getur verið einkennilegt starf. Hvernig setur maður sig inn í þennan hug- arheim? Til að skilja aðstæðurnar er oft gott að hugsa um keimlíkar aðstæður sem maður hefur lent í. Höfum við ekki öll hatað einhvern? Ég man eftir kennara sem kenndi mér og ég hataði hann alveg óskaplega. Langaði jafnvel til að drepa hann (hlær). En jú, ég er að berjast við sjálfan mig eins og Hamlet. Ég efast reglulega um hæfileika mína sem leikari. Þessar sveiflur eru mjög keimlíkar. Ég byrja að undirbúa mig fyrir hlutverk og er óskap- lega ánægður, síðan lendi ég á einhverri blindgötu og hugsa með mér: Ég á aldrei eftir að ná þessari persónu. Þetta er ekkert fyrir mig. Svo leysi ég þetta og verð bjartsýnni þar til frumsýning nálg- ast. Ég er smám saman að læra að þetta gengur allt út á traust, að treysta mótleikaranum, leik- stjóranum og leiðinni sem valin er við uppsetning- una.“ Ég er bara ég Tengsl leikarans við leikhúsið og listaheiminn eru mikil. Hann er sonur Sverris Guðjónssonar tónlistarmanns og Elínar Eddu Árnadóttur, leik- mynda- og búningahönnuðar. Amma hans, Edda Ágústsdóttir, vinnur í Þjóðleikhúsinu og fóst- urpabbi móður hans vann á smíðaverkstæði Þjóð- leikhússins. ívar Örn var níu ára þegar hann tók þátt í uppsetningu Kjartans Ragnarssonar á Landi mins föður í Iðnó. Leikritið varð vinsælt og því lék einnig Unnur Ösp Stefánsdóttir en leiðir þeirra lágu aftur saman í Leiklistarskólanum. ívar Örn lék í fleiri leikritum sem barn. „Ég lék mikið sem barn og ég hefði getað leikið enn þá fleiri hlutverk en ég lærði það síðar að pahbi valdi hlutverk fyrir mig. Hann haföi sjálfur verið barnastjarna, söng frá átta ára aldri á sveitaböll- um og inn á plötur en pabbi hans, Guðjón Matthíasson, var harmoníkuleikari. Pabbi vissi af eigin reynslu að það mátti ekki keyra svona lítinn gutta út.“ ívar Örn hætti að leika á menntaskólaárunum og sneri sér að öðru. „Ætli ég hafi ekki bara verið í einhverri afneitun. Mamma og pabbi voru sífellt að reyna fá mig í leikhúsið með sér en ég sagði bara nei. Ég missti af mörgum góðum leikritum vegna unglingaveikinnar," segir hann brosandi. „Ég vildi einbeita mér að körfuboltanum," held- ur ívar Örn áfram. „Ég spilaði hann af miklum krafti og æfði fram eftir degi. Ég fór stundum með félögum mínum um miðjar nætur inn í íþróttahús Langholtsskóla, við klifruðum inn um glugga, og þar spiluðum við körfubolta. Við urðum reyndar að muna að slökkva ljósin á sextíu mínútna fresti þegar öryggisvörðurinn keyrði um lóðina. Mark- miðið var að sjálfsögðu að komast í NBA en sá draumur endaði á ruslahaugunum þegar ég hætti að stækka. Þegar ég lauk stúdentsprófinu ákvað ég að athuga hvort ég hefði leiklistarhæfileika eða hvort þetta hefðu verið bernskubrek. Ég komst inn, lék svo í Hamlet og nú er ég hér.“ „Þér hefur aldrei fundist að fólk gerði ósann- gjarnar kröfur til þín af því að þú ert úr þessu um- hverfi sprottinn?" spyr ég. „Það kemur fyrir og kröfurnar eru ef til vill meiri en ég kæri mig um að taka eftir. Ég geri líka heilmiklar kröfur til sjálfs mín en ég er ekkert hræddur við það, mér finnst gott að það séu gerð- ar kröfur til mín. Það getur hins vegar verið óþægilegt í þessu samfélagi að vera kominn af fólki sem hefur náð langt á því sviði sem maður ætlar að spreyta sig á sjálfur. Ég á nóg með eigin metnað og reyni að loka á þessa aukapressu. Þeg- ar ég stend á sviðinu og er að leika þá vil ég að fólk meti mig af eigin verðleikum. Ég vil ekki að það hugsi: „Nú, hann er sonur þeirra." Ég vil frek- ar að fólk njóti sýningarinnar heldur en að rýna í einhverja ættfræði, það truflar bara. En það er ekkert hægt að koma í veg fyrir þetta.“ Kærastan heldur mér á jörðinni Næstu verkefni hjá ívari Erni er þáttaka í barnaleikriti fyrir norðan sem frumsýnt verður um næstu jól. Tekist hefur að fá þekktan rússneskan leikstjóra til að setja upp fjölskylduævintýri. Síðan tekur við leikrit í Þjóð- leikhúsinu þar sem hann leikur samkynhneigðan strák sem á í útistöðum við föður sinn. „Já, það aftur þetta drama á milli föður og sonar,“ segir hann. „Annars veit ég ekki hvað tekur við. Það veit enginn hvað framtíðin ber í skauti sér. Hlut- irnir gerast hratt og aðalatriðið er að vera með á nótunum og vera í formi. Ég vil skila góðri vinnu fyrst og fremst.“ Ég spyr hann hvort hann finni ekki fyrir þrýst- ingi eftir velgengnina fyrir norðan. „Ég er auðvit- að hálfsjokkeraður. Maður hoppar upp í lestina og reynir að halda sér sem fastast. Kærastan sér um að ég sé á jörðinni," segir ívar Örn og tæmir te- bollann. -JKÁ
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.