Dagblaðið Vísir - DV - 05.10.2002, Blaðsíða 36
40
Helqarblctð DV LAUGARDAGUR 5. OKTÓBER 2002
Mér finnst ég vera
enn þá í miðju kafi
allt í lagi aö athuga hvort það yröi gert ef við gengj-
um í Evrópusambandið. Heldur þú að íslendingar
væru tilbúnir til þess að leggja af íslenskan land-
búnað?“
Kæmumst við hjá því?
„Þaö er spursmál. Menn tala um að búa til - hvað
er það kallað? - samningsmarkmið, held ég. Þeir
geta bara gert það á einum degi. En þeir þurfa að
samþykkja það í póstinum að gera einhver samn-
ingsmarkmið. Þetta er algjör vitleysa.
Það er vandamálið með Samfylkinguna að það er
aldrei heil brú í neinu sem hún gerir. Þegar farið er
í gegnum það kemur það alltaf í ljós. Við skulum
skoða þetta með matvöruverðið og sundurgreina
það. Við skulum sjá um hvað þetta snýst og hvað
menn velja gera í því, til dæmis Samfylkingin."
Samkvæmt DV-könnun frá því í sumar eru
það að þetta er ekkert inni í myndinni í bili. Eigum
við ekki að sjá hvernig þessari stækkun reiðir af?
Nú, Irarnir munu auðvitað segja já við Nice-sátt-
málanum fyrr eða síðar því þeir
verða látnir greiða atkvæði enda-
laust aftur þangað til þeir segja já.
Það er óþekkt í Evrópusambandinu
ef menn segja já strax að þeir fái að
greiða atkvæði aftur. Lýðræðissinn-
um hlýtur að koma það á óvart. Ef
menn segja nei þá greiða þeir at-
kvæði þangað til þeir segja já. Ef þú
segir já færðu aldrei að greiða at-
kvæði aftur.“
Hvort á formaðurinn að leiða
flokkinn eða flokkurinn for-
manninn?
„Ætli það sé nú ekki hvort
tveggja. Formaður verður að hlusta á sína flokks-
menn. Þó að hann fái góða kosningu á landsfundi er
ætlast til þess að hann hlusti á hjartsláttinn í
flokknum sínum. Ef hann gerir það ekki verður
hann fljótlega burtu sendur með skottið milli lapp-
anna.
Hitt er annað mál að aðferð Samfylkingarinnar
eins og þessi gervipóstkosning þar sem eru búnar
til þrjár spurningar og heimtað eitt svar, það er
ekki nokkur leið að greiða atkvæði um þær af neinu
viti. Það myndum við aldrei gera og kemur ekki lýð-
.[Össurj sagðist ætla að af-
skrifa 10% af kvótanum á
ári og taka til rtkisins.
Hann myndi setja, ekki
bara landsbyggðina heldur
ísland allt á hausinn senni-
lega á tveimur til þremur
árum. Við erum andvígir
þvf að setja ísland á haus-
inn. Ég hef aldrei heyrt
meiri vitleysu velta upp úr
neinum manni eins og
þetta sem hann sagði um
kvótamálið."
ágætu háskólaliði, það eru ekki flokkar sem tala
mála alþýðunnar fremur en Sjálfstæðisflokkurinn.
Við höfum margfalt fleiri innan okkar vébanda en
vinstri-grænir úr þeim hópi sem þeir
þykjast vera að berjast sérstaklega
fyrir.
Þannig að Sjálfstæðisflokkurinn
getur auðvitað tekiö þátt í velferðar-
stjórn. Ég er ekki að segja að Stein-
grímur hafi verið að óska sérstaklega
eftir okkur í því sambandi, en þetta
er nú staðreynd málsins.
Staðan liggur hins vegar þannig
fyrir að stjórnarflokkarnir hafa svip-
að eða sambærilegt fylgi og í síðustu
kosningum. Ríkisstjómin hefur yfir-
leitt milli 58 og 63% stuðning í könn-
_____ unum. Síðasta vinstristjórn náði ann-
aðhvort aldrei eða einu sinni meiri-
hlutastuðningi meðal þjóðarinnar í könnun, sem
segir heilmikla sögu. Við höfum alltaf haft meiri-
hlutastuðning meðal þjóðarinnar þau sjö ár sem við
höfum setið, í öllum könnunum, og það mjög rífleg-
an. Þannig að við venjulegar aðstæður myndi mað-
ur segja: Þessi stjórn á bara að sitja áfram. Það eru
þá einhverjir aðrir hlutir sem þurfa að koma til ef
skekkja á þá mynd. Samstarfið er gott milli ráðherr-
anna og milli flokkanna, stuðningur þjóðarinnar er
mjög traustur og hefur verið stöðugur.
Það eðlilega væri að flokkar sem heföu slíkan
stuðning héldu verkinu áfram en um það hefur ekk-
ert verið rætt á milli flokkanna."
össur Skarphéðinsson lagði mikið upp úr því
í umræðum um stefnuræðuna að skilgreina
sinn flokk sem andstæðu Sjálfstæðisflokksins í
brýnustu málum að hans mati - Evrópu-, vel-
ferðar-, mennta- og sjávarútvegsmálum. Er það
svo?
„Þetta er rétt varðandi dæmið sem hann nefndi
þegar hann sagðist ætla að afskrifa 10% af kvótan-
um á ári og taka til ríkisins. Hann myndi setja, ekki
bara landsbyggðina heldur ísland allt á hausinn
sennilega á tveimur til þremur árum. Við erum and-
vígir því að setja Island á hausinn. Ég hef aldrei
heyrt meiri vitleysu velta upp úr neinum manni en
þetta sem hann sagði um kvótamálið. Og ég tel að ef
hér væri einhver alvörufjölmiðill myndu þeir ganga
á manninn. Ganga á sjómannasamtökin og útgerð-
armenn og segja: Hvaða vitleysa er þetta eiginlega?
Er maðurinn með sjálfum sér þegar hann segir
þetta? Ég veit ekki hvort menn tóku eftir þessari
vitleysu sem út úr honum valt um kvótakerfið?"
Um fyrningarleiðina?
„Já. Tíu prósent á ári! Það er ekki heil brú í því.
Ég átta mig ekki alveg á Össuri blessuðum, hvern-
ig hann lætur. Honum var eitthvað brugðið vegna
þess að hann hafði ráðist svo á framsókn í tvo þrjá
daga að þeir fitjuðu upp á trýnið yfir því. Heyrðu,
þá bara fer hann í nýjan gír og ræðst alveg samfellt
á okkur. Þetta er ótrúlega mikill veltingur í svona
litlum sjógangi. Maður sér sjaldan skip sem veltur
jafnmikið í kyrrum sjó.“
ívið fleiri stuðningsmenn Sjálf-
stæðisflokksins hlynntir ESB-að-
ild en andvígir henni. Munurinn
er reyndar innan skekkjumarka
en flnnst þér óþægilegt að þetta
stór hópur stuðningsmanna
flokksins sé ósammála þér i
þessu máli?
„Ég tel að hann sé ekki ósammála
mér í þessu máli. Það er svo auðvelt
að segja við menn sem ekki hafa
haft tækifæri til þess að kynna sér
málið: Eigum við að fara í Evrópu-
sambándið? Og svo er undirliggj-
andi: Ef allt gengur vel. Eins og
búiö er að halda að fólki. Að við get-
um samið okkur frá þessu öllu saman.
Það er stóri blekkingarleikurinn sem er svo
annarlegur í þessu dæmi öllu saman. Ég veit vel um
það að það er ekki hægt að semja sig frá sjávarút-
vegsstefnunni. Og nýverið sagði Halldór Ásgríms-
son í Kastljósþætti - þegar össur Skarphéðinsson
var búinn að koma því á framfæri að það væru stór-
kostlega merkileg og mögnuð tíðindi i ræðu utan-
ríkisráðherrans - þá sagði Halldór að ekkert nýtt
hefði verið í ræðunni! Það var meira að segja ákveð-
ið að Kastljósþátturinn snerist ekkert um efnahags-
mál heldur byrjað á þessum Evrópumálum út af
þessum stórkostlegu, sögulegu tíðindum sem Össur
var búinn að plata menn með - meira að segja
stjórnendur þáttarins. Svo kom upp úr kafinu, og
var mjög neyðarlegt, að ekkert nýtt hefði komið
fram. Ekki eitt einasta atriði. Þetta er alltaf sama
vitleysan.
En þú finnur ekki fyrir þrýstingi innan úr
flokknum vegna málsins?
„Ekki nokkrum. Ekki heldur á tólf hundruð
manna landsfundi flokksins sem haldinn var fyrir
einu ári eða svo. Menn sjá öll vandamálin og líka
ræði við. Eins og ég benti á áðan eru
menn þegar byrjaðir að taka þá af-
stöðu sem á að koma út úr kosning-
unni og halda henni fram við umræð-
ur í þinginu. Það er náttúrlega full-
komin fyrirlitning á sinum eigin
félögum. Að spyrja þá um einhverja
stefnu í illa sömdum spurningaleik
og taka svo stefnuna upp einum og
hálfum mánuði áður en úrslitin
liggja fyrir í póstinum. Ég sá aö
Stefán Hafstein svaraði málefnalegri
gagnrýni að það væri ekkert óeðlilegt
að hafa ræðumenn á öllum fundum
æsta Evrópusinna, því að svo væri
mælendaskráin opin!! Svo kalla þeir
sig lýðræðissinna."
Steingrímur J. Sigfússon segir að höfuðmark-
mið síns flokks sé að mynda „velferðarstjórn“
eftir kosningar. Sérðu Sjálfstæðisflokkinn fyrir
þér í velferðarstjórn með Steingrími?
„Sjálfstæðisflokkurinn er nú mesti velferðarflokk-
ur landsins. Hann byggði það upp hér í Reykjavík
betur en nokkur annar flokkur, en síðan hefur nú
lítið gerst í framhaldinu annað en skuldasöfnun
eins og menn þekkja og hún kemur velferð ekkert
við.
Sama er í landsstjórninni þar sem við höfum haft
mest áhrif frá 1944 að minnsta kosti þegar byggt
hefur verið upp eitt mesta velferðarþjóðfélag í ver-
öldinni. Við höfum átt drjúgan þátt í því þótt auð-
vitað hafi margir fleiri komið að því.
I þriðja lagi eru fleiri launþegar í Sjálfstæðis-
flokknum heldur en nokkrum öðrum flokki og hann
hefur meiri stuðning frá launþegum en nokkur ann-
ar flokkur. Þannig að Sjálfstæðisflokkurinn er laun-
þegaflokkurinn í landinu. Flokkar sem eru með
kannski með tíu prósenta fylgi, þar af frá alþýðunni
eitt, tvö eða þrjú prósent en hitt frá þægilegu og
Hvert er brýnasta verkið sem þú átt ólokið?
„Það veit ég ekki. Ég ætla að vona að það sé ekki
þannig að það sé bara eitt eða tvö verk sem ég get-
ið lokið og svo sé ég bara farinn. Ég er fimmtíu og
fjögurra ára gamall. Það er aldur sem er mjög al-
gengt að menn heQi störf í þvi starfi sem ég er, bæði
hér á landi og annars staðar. Þannig að mér finnst
ég vera enn þá í miðju kafi.
Ég tel mjög mikilvægt að tryggja að ísland verði
áfram í fremstu röð þjóða. Ég horfi á gagnrýnina
sem stjórnarandstaðan beinir að okkur. Ef hún
meinar eitthvað með þeirri gagnrýni og fylgir því
síðan eftir í verkum sínum, komist hún að, þá verð-
ur allt hér sett í bakkgír - harðan bakkgír.
Það finnst mér dálítið óhuggulegt að sjá, að þótt
menn hafi lært orðin - eins og ég nefndi áðan - og
tali þau eins og páfagaukar, skilja þeir ekki hvað
felst í þvi sem snýr að frjálsum rekstri og slíku. Það
er verið að gagnrýna okkur fyrir það i þinginu að
hafa lækkað skatta á fyrirtækin og það talin ógnun
við tekjumöguleika fólksins í landinu. Það er aug-
ljóst að þú getur bætt kaupmáttinn með tvennum
hætti: annars vegar hækkað kaupið og hins vegar
lækkað skatta. Það er miklu öruggara fyrir þig að fá
hærra kaup hjá þínum atvinnurekanda vegna þess
að fyrirtæki hans hefur eflst heldur en að ríkið til-
fallandi lækki skatta á einstaklinga, sem við reynd-
ar höfum gert. Það kemur vinstristjórn einhvern
tímann og þá hækka þessir skattar allir aftur, það
vita menn.
Þannig að það er miklu betra að nota tækifærið
og styrkja stöðu fyrirtækjanna, efla grunn þeirra,
þannig að þau geti staðið af sér þriggja eða fjög-
urra ára vinstristjórn. Fyrirtækin hafa alltaf lent í
erfiðleikum þegar vinstristjórnir hafa mætt. Þær
hafa að vísu aldrei setið heilt kjörtímabil, en það
gæti sjálfsagt gerst. Og þá þurfa fólk og fyrirtæki
að hafa forða til að mæta því.“
-ÓTG
„Ég átta mig ekki alveg á
Össuri blessuðum, hvernig
hann lætur. Honum var
eitthvað brugðið vegna
þess að hann hafði ráðist
svo á framsókn ítvo þrjá
daga að þeir fitjuðu upp á
trýnið yfir því. Heyrðu, þá
bara fer hann í nýjan gír og
ræðst alveg samfellt á okk-
ur. Þetta er ótrúlega mikill
veltingur í svona litlum sjó-
gangi. Maður sér sjaldan
skip sem veltur jafnmikið í
kyrrum sjó.“