Dagblaðið Vísir - DV - 05.10.2002, Blaðsíða 6

Dagblaðið Vísir - DV - 05.10.2002, Blaðsíða 6
6 LAUGARDAGUR 5. OKTÓBER 2002 DV Fréttir Sveiflur á fylgi flokkanna í skoðanakönnunum DV á kjörtímabilinu: Mesta sveiflan á fylgi Vinstri grænna - þó aldrei farið niður fyrir kjörfylgi. Minnstar sveiflur hjá Sjálfstæðisflokki. Breytingar á fylgf flokkannna - samkvæmt skoðanakönnunum DV á kjörtímabilinu 350 300 250 200 150 100 50 Jún. '02 V Des. '99 s ¥ Jún. '01 Jan. '01 't Jan. '01 Jan. '01 Jún. '01 i Jan. '01 i Okt. '01 Jún. '02 Mesta og minnsta fylgi í könnunum DV frá kosningum 1999, reiknaö út frá kjörfýlgi hvers flokks sem er 100. « Fylgi f sföustu könnun DV. Töluverðar sveiflur hafa orðið á fylgi stjómmálaflokkanna það sem af er þessu kjörtimabili en þær eru þó sýnu mestar hjá Vinstriheyfing- unni - grænu framboði. Á meðfylgj- andi grafi má sjá mesta og minnsta fylgi í könnunum DV á þessu kjör- tímabili, miðað við kjörfylgi í kosn- ingunum vorið 1999 sem sett er sem 100. Mikil uppsveifla Vinstri grænna vekur strax athygli en þeir náðu mestu fylgi i könnunum DV í janú- ar 2001. Þá sögðust 29,3 prósent mundu kjósa Vinstri græna. Fylgið hefur síðan verið á hraðri niðurleið og varð lægst í júní síðastliðnum, 12 prósent. Athygli vekur að þrátt fyr- ir þessar miklu sveiflur á fylgi Vinstri grænna hefur fylgi þeirra aldrei fariö niður fyrir kjörfylgi. Fylgissveiflur hafa einnig verið miklar hjá Framsóknarflokknum. I júní sl. mældist fylgið mest, eöa 25,6 prósent, en varð lægst í janúar 2001, 9,7 prósent. Þrátt fyrir lítið fylgi í prósentum talið hafa sveiílurnar einnig verið miklar hjá Frjálslynda flokknum sem fór úr 5,9 prósenta fylgi í júní 2001 í 1,4 prósenta fylgi í janúar 2001. Samfylkingin hefur ekki farið varhluta af fylgissveiflum en fylgi hennar mældist mest í janúar 2001 þegar 27 prósent sögðust mundu kjósa Samfylkinguna. Fylgið mæld- ist minnst í október 2001, eða 13,5 prósent. Athygli vekur að fylgi Sam- fylkingar hefur aðeins einu sinni farið upp fyrir kjörfylgi í könnun- um DV á kjörtímabilinu. Fylgissveiflan er minnst hjá Sjálf- stæðisflokknum sem fagnaði mestu fylgi í desember 1999, eða 51,6 pró- sentum. Fylgið varð minnst í júní 2001, 35,6 prósent. Breytingar milli kannana Ef litið er á fylgisbreytingar flokkanna milli einstakra kannana DV á kjörtímabilinu eru sviptingar í fylgi Framsóknar og Samfylkingar áberandi. Stærsta einstaka breyt- ingin á fylgi milli kannana er hjá Framsóknarflokknum í síðustu könnim DV, 30. september. Hrundi fylgi Framsóknar þá úr 25,6 prósent- um í 13,8, eða um 11,8 prósentustig. Hins vegar varð mesta fylgisaukn- ing milli kannana hjá Framsókn í mars 2002 þegar fylgið fór úr 13 í 21,3 prósent. Fylgi Sjálfstæðisflokksins hrap- aði um 11 prósentustig í mars 2000, úr 51,6 prósentum, sem er mesta fylgi ílokksins í könnunum DV á kjörtímabilinu, í 40,6 prósent eða kjörfylgi. Stærsta stökkið var í sept- ember 1999 þegar fylgið fór úr 48,9 prósent, miðað við 40,7 prósent í kosningunum. Samfylkingin tók einnig stór stökk upp og niður, sérstaklega á tímaþilinu frá mars 2000 til janúar 2001 þar sem stökkin námu tæplega 10 prósentustigum upp og niður milli kannana. í mars 2000 tók fylg- ið stökk úr 15,5 í 25,6 prósent, eða um 10,1 prósentustig. En það hrap- aði strax í 17,7 prósent í næstu könnun á eftir. Enn kom stökk upp á við í næstu könnun DV, í 27 pró- sent í janúar 200. Strax í sama mán- uði fór fylgið aftur niður, í 16,5 pró- sent. Uppsveifla Vinstri grænna hefur verið jöfn og þétt í könnunum DV á kjörtímabilinu en fylgistapið hefur hins vegar átt sér stað í stórum skrefum. Þannig lækkaði fylgið um 8,7 prósentustig í mars 2002, fór úr 24 í 15,3 prósent. -hlh Rammaáætlun um nýtingu vatnsafls og jarðvarma: Mat lagt a 9 svæöi og 22 virkjunarstaði Ríkisstjómin ákvað fyrir nokkru að hefja gerð Rammaáætlunar um nýtingu vatnsaíls og jarðvarma. Markmið Rammaáætlunarinnar er að leggja mat á og flokka virkjunar- kosti, bæði vatnsafl og háhita, með- al annars með tilliti til orkugetu, hagkvæmni og annars þjóðhagslegs gildis, um leið verða skilgreind, metin og flokkuð áhrif virkjunar- Smiðsbúð 6 Garðabæ Sími 564 5040 kosta á náttúrufar, náttúru- og menningarminjar svo og á hags- muni allra þeirra sem nýta gæði þessa lands. Þannig verður lagður grundvöflur að forgangsröðun virkj- unarkosta með tilliti til þarfa þjóðfé- lagsins hvað varðar atvinnustarf- semi, varðveislu náttúrugæða, styrkingu landsbyggðar og hags- muna allra þeirra sem nýta þessi sömu gæði með sjálfhæra þróun að leiðarljósi. Landvemd var faliö að annast samráðsvettvang fyrir verk- efnið. En hvaða jarðhitasvæði verða metin í rammaáætlun? Markvisst er unnið að þvi að Ijúka vinnu við 1. áfanga ramma- áætlunar um nýtingu vatnsafls og jarðvarma. Á verkefnisstjórnar- fundi í september var samþykkt vinnuáætlun sem miðar að því að skila skýrslu til stjómvalda um nið- urstöðu mats á 16 vatnsfóflum og 9 jarðvarmasvæðum. Á mörgum svæðum koma fleiri virkjunarhug- myndir til skoðunar. Jarðvarma- svæðin sem koma til skoðunar em Reykjanes; Krísuvík - Trölladyngja (hugsanlegir virkjunarstaðir eru Sandfell, Trölladyngja, Seltún, Hveradalur á Sveifluhálsi og Aust- urengi); Brennisteinsfjöll, Hengils- svæði (hugsanlegir virkjunarstaðir eru Nesjavellir, Hellisskarð, Öl- kelduháls, Grændalur og Hvera- hlíð); Torfajökulssvæði (hugsanleg- ir virkjunarstaðir eru Landmanna- laugar, Jökulgil, Kaldaklof, Austari Reykjadalir og Vestari Reykjadalir); Köldukvíslarbotnar; Námafjall; Krafla (hugsanlegir virkjunarstaöir eru Krafla og Hveramór) og loks Þeistareykir. Alls eru þetta 9 svæði og 22 virkjunarstaðir. Stærð virkj- ana er á bilinu 30 til 120 MW á hverjum stað og orkugeta á bilinu 210-340 GWh á hverjum stað. -GG Kröfluvirkjun Krafla er eitt þeirra svæöa sem koma til greina að skoða í tengslum við gerö Rammaáætlunar um nýtingu vatnsafls og jarðvarma. söjSlAUAfldJ REYKJAVIK AKUREYRI Sólariag í kvöld 18.44 18.24 Sólarupprás á morgun 07.50 07.37 Síödegisfló& 17.36 22.09 Árdeglsflóó á morgun 06.01 10.34 Skýjaö Hæg suölæg eða breytileg átt, skýjað með köflum og úrkomulítiö um miðjan daginn. Hiti 7 til 14 stig yfir daginn en 4 til 10 stig í nótt. Voðrið á rm Rigning eða súld Austlægar áttir, yfirleitt 8-13 m/s. Skýjaö að mestu og rigning eða súld með köflum, þó stst norðanlands. Hiti yfirleitt 7 til 14 stig að deginum.. Veðrið n j Mánudagur Þriðjudagur Miðvikudagur Hiti 7” © Hiti 7“ 0 A A Hiti 7“ til 14“ til 14“ til 14“ Vindur: 8-13 m/6 Vindur: 8-13 "V* Vindur: 8-13 "V» 4“ Austlægar áttlr, 8-13 m/s. Skýjaö og rignlng eöa súld meö köflum Hlti 7 tll 14 stlg. Austlægar áttlr, 8-13 m/s. Skýjaö og rignlng eöa súld meö köflum Hltl 7 tll 14 stlg. Austiægar áttlr, 8-13 m/s. Skýjaö og rignlng eöa súld meö köflum Hlti 7 tll 14 stlg. m/s 0-0,2 0,3-1,5 1,6-3,3 3.4- 5,4 5.5- 7,9 8,0-10,7 10.8- 13,8 13.9- 17,1 17,2-20,7 20,8-24,4 24.5- 28,4 28.5- 32,6 >= 32,7 Logn Andvari Kul Gola Stinningsgola Kaldl Stinningskaldi Allhvasst Hvassviöri Stormur Rok Ofsaveöur Fárviöri J ■£& AKUREYRI skýjaö 6 BERGSSTAÐIR hálfskýjaö 4 BOLUNGARVÍK skýjað 7 EGILSSTAÐIR léttskýjað 7 KIRKJUBÆJARKL. skýjaö 9 KEFLAVÍK skýjaö 9 RAUFARHÖFN léttskýjaö 9 REYKJAVÍK skýjaö 10 STÓRHÖFÐI rigning 8 BERGEN úrkoma í gr. 12 HELSINKI skýjað 7 KAUPMANNAHÖFN skýjað 16 ÓSLÓ rigning 9 STOKKHÓLMUR 9 ÞÓRSHÖFN rykmistur 11 ÞRÁNDHEIMUR rigning 8 ALGARVE léttskýjaö 25 AMSTERDAM léttskýjað 17 BARCELONA mistur 24 BERLÍN skýjaö 16 CHICAGO þokumóöa 22 DUBUN léttskýjaö 17 HAUFAX léttskýjað 6 FRANKFURT hálfskýjaö 17 HAMBORG úrkoma í gr. 17 JAN MAYEN skýjaö 6 L0ND0N skýjað 17 LÚXEMBORG skýjað 15 MALLORCA skýjaö 23 MONTREAL heiöskírt 5 NARSSARSSUAQ snjókoma 0 NEWYORK súld 16 ORLANDO heiðskírt 22 PARÍS hálfskýjaö 18 VÍN skýjað 19 WASHINGTON þokumóöa 22 WINNIPEG heiöskírt 2
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.