Dagblaðið Vísir - DV - 05.10.2002, Síða 6

Dagblaðið Vísir - DV - 05.10.2002, Síða 6
6 LAUGARDAGUR 5. OKTÓBER 2002 DV Fréttir Sveiflur á fylgi flokkanna í skoðanakönnunum DV á kjörtímabilinu: Mesta sveiflan á fylgi Vinstri grænna - þó aldrei farið niður fyrir kjörfylgi. Minnstar sveiflur hjá Sjálfstæðisflokki. Breytingar á fylgf flokkannna - samkvæmt skoðanakönnunum DV á kjörtímabilinu 350 300 250 200 150 100 50 Jún. '02 V Des. '99 s ¥ Jún. '01 Jan. '01 't Jan. '01 Jan. '01 Jún. '01 i Jan. '01 i Okt. '01 Jún. '02 Mesta og minnsta fylgi í könnunum DV frá kosningum 1999, reiknaö út frá kjörfýlgi hvers flokks sem er 100. « Fylgi f sföustu könnun DV. Töluverðar sveiflur hafa orðið á fylgi stjómmálaflokkanna það sem af er þessu kjörtimabili en þær eru þó sýnu mestar hjá Vinstriheyfing- unni - grænu framboði. Á meðfylgj- andi grafi má sjá mesta og minnsta fylgi í könnunum DV á þessu kjör- tímabili, miðað við kjörfylgi í kosn- ingunum vorið 1999 sem sett er sem 100. Mikil uppsveifla Vinstri grænna vekur strax athygli en þeir náðu mestu fylgi i könnunum DV í janú- ar 2001. Þá sögðust 29,3 prósent mundu kjósa Vinstri græna. Fylgið hefur síðan verið á hraðri niðurleið og varð lægst í júní síðastliðnum, 12 prósent. Athygli vekur að þrátt fyr- ir þessar miklu sveiflur á fylgi Vinstri grænna hefur fylgi þeirra aldrei fariö niður fyrir kjörfylgi. Fylgissveiflur hafa einnig verið miklar hjá Framsóknarflokknum. I júní sl. mældist fylgið mest, eöa 25,6 prósent, en varð lægst í janúar 2001, 9,7 prósent. Þrátt fyrir lítið fylgi í prósentum talið hafa sveiílurnar einnig verið miklar hjá Frjálslynda flokknum sem fór úr 5,9 prósenta fylgi í júní 2001 í 1,4 prósenta fylgi í janúar 2001. Samfylkingin hefur ekki farið varhluta af fylgissveiflum en fylgi hennar mældist mest í janúar 2001 þegar 27 prósent sögðust mundu kjósa Samfylkinguna. Fylgið mæld- ist minnst í október 2001, eða 13,5 prósent. Athygli vekur að fylgi Sam- fylkingar hefur aðeins einu sinni farið upp fyrir kjörfylgi í könnun- um DV á kjörtímabilinu. Fylgissveiflan er minnst hjá Sjálf- stæðisflokknum sem fagnaði mestu fylgi í desember 1999, eða 51,6 pró- sentum. Fylgið varð minnst í júní 2001, 35,6 prósent. Breytingar milli kannana Ef litið er á fylgisbreytingar flokkanna milli einstakra kannana DV á kjörtímabilinu eru sviptingar í fylgi Framsóknar og Samfylkingar áberandi. Stærsta einstaka breyt- ingin á fylgi milli kannana er hjá Framsóknarflokknum í síðustu könnim DV, 30. september. Hrundi fylgi Framsóknar þá úr 25,6 prósent- um í 13,8, eða um 11,8 prósentustig. Hins vegar varð mesta fylgisaukn- ing milli kannana hjá Framsókn í mars 2002 þegar fylgið fór úr 13 í 21,3 prósent. Fylgi Sjálfstæðisflokksins hrap- aði um 11 prósentustig í mars 2000, úr 51,6 prósentum, sem er mesta fylgi ílokksins í könnunum DV á kjörtímabilinu, í 40,6 prósent eða kjörfylgi. Stærsta stökkið var í sept- ember 1999 þegar fylgið fór úr 48,9 prósent, miðað við 40,7 prósent í kosningunum. Samfylkingin tók einnig stór stökk upp og niður, sérstaklega á tímaþilinu frá mars 2000 til janúar 2001 þar sem stökkin námu tæplega 10 prósentustigum upp og niður milli kannana. í mars 2000 tók fylg- ið stökk úr 15,5 í 25,6 prósent, eða um 10,1 prósentustig. En það hrap- aði strax í 17,7 prósent í næstu könnun á eftir. Enn kom stökk upp á við í næstu könnun DV, í 27 pró- sent í janúar 200. Strax í sama mán- uði fór fylgið aftur niður, í 16,5 pró- sent. Uppsveifla Vinstri grænna hefur verið jöfn og þétt í könnunum DV á kjörtímabilinu en fylgistapið hefur hins vegar átt sér stað í stórum skrefum. Þannig lækkaði fylgið um 8,7 prósentustig í mars 2002, fór úr 24 í 15,3 prósent. -hlh Rammaáætlun um nýtingu vatnsafls og jarðvarma: Mat lagt a 9 svæöi og 22 virkjunarstaði Ríkisstjómin ákvað fyrir nokkru að hefja gerð Rammaáætlunar um nýtingu vatnsaíls og jarðvarma. Markmið Rammaáætlunarinnar er að leggja mat á og flokka virkjunar- kosti, bæði vatnsafl og háhita, með- al annars með tilliti til orkugetu, hagkvæmni og annars þjóðhagslegs gildis, um leið verða skilgreind, metin og flokkuð áhrif virkjunar- Smiðsbúð 6 Garðabæ Sími 564 5040 kosta á náttúrufar, náttúru- og menningarminjar svo og á hags- muni allra þeirra sem nýta gæði þessa lands. Þannig verður lagður grundvöflur að forgangsröðun virkj- unarkosta með tilliti til þarfa þjóðfé- lagsins hvað varðar atvinnustarf- semi, varðveislu náttúrugæða, styrkingu landsbyggðar og hags- muna allra þeirra sem nýta þessi sömu gæði með sjálfhæra þróun að leiðarljósi. Landvemd var faliö að annast samráðsvettvang fyrir verk- efnið. En hvaða jarðhitasvæði verða metin í rammaáætlun? Markvisst er unnið að þvi að Ijúka vinnu við 1. áfanga ramma- áætlunar um nýtingu vatnsafls og jarðvarma. Á verkefnisstjórnar- fundi í september var samþykkt vinnuáætlun sem miðar að því að skila skýrslu til stjómvalda um nið- urstöðu mats á 16 vatnsfóflum og 9 jarðvarmasvæðum. Á mörgum svæðum koma fleiri virkjunarhug- myndir til skoðunar. Jarðvarma- svæðin sem koma til skoðunar em Reykjanes; Krísuvík - Trölladyngja (hugsanlegir virkjunarstaðir eru Sandfell, Trölladyngja, Seltún, Hveradalur á Sveifluhálsi og Aust- urengi); Brennisteinsfjöll, Hengils- svæði (hugsanlegir virkjunarstaðir eru Nesjavellir, Hellisskarð, Öl- kelduháls, Grændalur og Hvera- hlíð); Torfajökulssvæði (hugsanleg- ir virkjunarstaðir eru Landmanna- laugar, Jökulgil, Kaldaklof, Austari Reykjadalir og Vestari Reykjadalir); Köldukvíslarbotnar; Námafjall; Krafla (hugsanlegir virkjunarstaöir eru Krafla og Hveramór) og loks Þeistareykir. Alls eru þetta 9 svæði og 22 virkjunarstaðir. Stærð virkj- ana er á bilinu 30 til 120 MW á hverjum stað og orkugeta á bilinu 210-340 GWh á hverjum stað. -GG Kröfluvirkjun Krafla er eitt þeirra svæöa sem koma til greina að skoða í tengslum við gerö Rammaáætlunar um nýtingu vatnsafls og jarðvarma. söjSlAUAfldJ REYKJAVIK AKUREYRI Sólariag í kvöld 18.44 18.24 Sólarupprás á morgun 07.50 07.37 Síödegisfló& 17.36 22.09 Árdeglsflóó á morgun 06.01 10.34 Skýjaö Hæg suölæg eða breytileg átt, skýjað með köflum og úrkomulítiö um miðjan daginn. Hiti 7 til 14 stig yfir daginn en 4 til 10 stig í nótt. Voðrið á rm Rigning eða súld Austlægar áttir, yfirleitt 8-13 m/s. Skýjaö að mestu og rigning eða súld með köflum, þó stst norðanlands. Hiti yfirleitt 7 til 14 stig að deginum.. Veðrið n j Mánudagur Þriðjudagur Miðvikudagur Hiti 7” © Hiti 7“ 0 A A Hiti 7“ til 14“ til 14“ til 14“ Vindur: 8-13 m/6 Vindur: 8-13 "V* Vindur: 8-13 "V» 4“ Austlægar áttlr, 8-13 m/s. Skýjaö og rignlng eöa súld meö köflum Hlti 7 tll 14 stlg. Austlægar áttlr, 8-13 m/s. Skýjaö og rignlng eöa súld meö köflum Hltl 7 tll 14 stlg. Austiægar áttlr, 8-13 m/s. Skýjaö og rignlng eöa súld meö köflum Hlti 7 tll 14 stlg. m/s 0-0,2 0,3-1,5 1,6-3,3 3.4- 5,4 5.5- 7,9 8,0-10,7 10.8- 13,8 13.9- 17,1 17,2-20,7 20,8-24,4 24.5- 28,4 28.5- 32,6 >= 32,7 Logn Andvari Kul Gola Stinningsgola Kaldl Stinningskaldi Allhvasst Hvassviöri Stormur Rok Ofsaveöur Fárviöri J ■£& AKUREYRI skýjaö 6 BERGSSTAÐIR hálfskýjaö 4 BOLUNGARVÍK skýjað 7 EGILSSTAÐIR léttskýjað 7 KIRKJUBÆJARKL. skýjaö 9 KEFLAVÍK skýjaö 9 RAUFARHÖFN léttskýjaö 9 REYKJAVÍK skýjaö 10 STÓRHÖFÐI rigning 8 BERGEN úrkoma í gr. 12 HELSINKI skýjað 7 KAUPMANNAHÖFN skýjað 16 ÓSLÓ rigning 9 STOKKHÓLMUR 9 ÞÓRSHÖFN rykmistur 11 ÞRÁNDHEIMUR rigning 8 ALGARVE léttskýjaö 25 AMSTERDAM léttskýjað 17 BARCELONA mistur 24 BERLÍN skýjaö 16 CHICAGO þokumóöa 22 DUBUN léttskýjaö 17 HAUFAX léttskýjað 6 FRANKFURT hálfskýjaö 17 HAMBORG úrkoma í gr. 17 JAN MAYEN skýjaö 6 L0ND0N skýjað 17 LÚXEMBORG skýjað 15 MALLORCA skýjaö 23 MONTREAL heiöskírt 5 NARSSARSSUAQ snjókoma 0 NEWYORK súld 16 ORLANDO heiðskírt 22 PARÍS hálfskýjaö 18 VÍN skýjað 19 WASHINGTON þokumóöa 22 WINNIPEG heiöskírt 2

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.