Dagblaðið Vísir - DV - 05.10.2002, Blaðsíða 25

Dagblaðið Vísir - DV - 05.10.2002, Blaðsíða 25
LAUGARDAGUR 5. OKTÓBER 2002 25 f* ' Helgorbloö X>"V DV-myndir E.Ól. Hunang og lime fer vel saman. Sætubragðið í hunanginu og sýran í ávextinum mynda ákveðið jafnvægi. Hér er Lárus að steikja limesneiðar, eftir að þær hafa fengið að liggja stutta stund í legi úr hunangi og vatni. Sveppirnir steiktir eftir að þeir liafa verið látnir marinerast í tvo tíma. Lárus notar porto- bellosveppi en segir að hver og einn geti notað þá sveppi sem hann vilji og þeir sem hafa ver- ið svo forsjálir að safna svepp- um í haust grípa að sjálfsögðu til þeirra. Lárus roðflettir bleikjuna með einu handtaki eftir að hún hef- ur verið ofnsteikt í nokkrar mínútur. Síðan er hunangs- kardimommugljáinn settur á hana. Milt Rioja vín og ávaxta- ríkt hvítvín frá Argentínu - er val Guðrúnar Gunnarsdóttur hjá Eðalvínum ehf. Það getur verið snúið að velja vín með mat, t.d. vegna margslunginnar samsetningar á kryddi. Margir eru nokkuð sleipir í þessari kúnst eins og t.d. starfsmenn vínheildsala sem gefið hafa með- mæli sín á þessum vettvangi. Þá eru ónefndir vín- þjónar sem hafa sérhæft sig í að velja vín með mat, farið í sérstakt nám og gengist undir ströng próf. Slíkur þjónn kallast þá sommelier eins og veitinga- húsið góða. Krásirnar hér á síðunni eru ekki auð- veldar þegar kemur að vali á vinum sem helgast helst af kryddinu. Guðrún Gunnarsdóttir hjá Eð- alvínum ehf. lét þó ekki slá sig út af laginu og valdi spænskt rauðvín frá Rioja annars vegar og hvítvín frá Mendoza í Argentínu hins vegar. Beronia Crianza er ættað frá Beronia-vínhúsun- um i Rioja-héraðinu en það hérað er oft nefnt Bor- deaux Spánar. Rioja skiptist í þrjú svæði: Rioja Alvesa, til vesturs, Rioja Baja til austurs og siðan Rioja Alta sem liggur hæst og er í héraðinu miðju. Almennt eru vínin frá Rioja Alta talin þau bestu frá Rioja. Beronia-víngerðin, stofnuð 1973, er einmitt staðsett þar. Fyrirtækið var stofnað af vín- áhugamönnum sem vildu framleiða gæðavín sem ekki færi á markað fyrr en það væri tilbúið tO neyslu. Beronia Crianza er látið þroskast í 14 mán- uði í amerískum eikartunnum. Af víninu leggur létta blómaangan og milt eftirbragð einkennist af dökkum skógarberjum. Þetta er vín sem nýtur sín með afar fjölbreyttum mat. Það ræður við erfiðar kryddtegundir, gengur bæði með mikið krydduð- um fiski og léttum kjötréttum. Kjörhitastig vínsins við neyslu er 16 gráður. Það fæst í sérverslun ÁTVR og kostar 1.400 krónur. Þar sem krydd setja sterkan svip á matinn að þessu sinni leitaði Guðrún einnig til argent- ínskra víngerðarmanna, þeirra hjá Trivento- víngerðinni í Mendoza-héraðinu. Þaðan kemur Trivento Viognier, ávaxtaríkt hvitvín með angan af suðrænum blóm- um. Trivento merkir þrjá vinda: Polar- vindinn sem ræðst á vínviðinn á vet- urna og gerir hann harðgerðan, Zonda- vindinn sem kemur með hlýja strauma ofan af Andes-fjöllunum úr vestri, vekur vínviðinn svo brumin byrja að skjótast út og loks Sudestada sem kemur úr austri, rak- ur en samt hlýr sumarvindur sem hjálpar vínberjunum að þroskast. Vínuppskeran í ár er ein sú besta í Argentínu síðastliðin 10 ár. Það var einfaldlega fullkomið vor í Argent- ínu. Trivento Viognier er ávaxtaríkt eins og áður sagði, með fyllingu og smjörkenndan keim sem er nauðsynlegur þegar um er að ræða mikið kryddaðan mat. Þetta vín er einnig gott eitt og sér eða með sjávarréttum og köldum salatréttum. Kjörhitastig við neyslu er 7-10 gráður. Trivento Viognier fæst í ÁTVR og kostar 1.160 krónur. Umsjón Haukur Lárus Hauksson
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.