Dagblaðið Vísir - DV - 05.10.2002, Blaðsíða 49

Dagblaðið Vísir - DV - 05.10.2002, Blaðsíða 49
LAUGARDAGUR 5. OKTÓBER 2002 H&lqarblacf 33V 53 Alexander Stefánsson fyrrv. alþingismaður og fyrrv. félagsmálaráðherra verður 80 ára á morgun Alexander Stefánsson, fyrrum alþingismaður og ráðherra, Engihlíð 2, Snæfellsbæ, verður áttræður á morgun. Starfsfeiill Alexander fæddist í Ólafsvík og ólst þar upp. Hann lauk héraðsskólaprófi frá Laugarvatni 1940 og Sam- vinnuskólaprófi 1944. Alexander stofnaði trésmiðju í Ólafsvík 1945. Hann var kaupfélagsstjóri í Ólafsvík 1947-62, skrifstofu- stjóri Ólafsvíkurhrepps 1962, oddviti þar 1966 og jafn- framt sveitarstjóri til 1978, vþm. Framsóknarflokks- ins 1959-78, alþm. Vesturlandskjördæmis 1978-91, og félagsmálaráðherra í stjórn Steingríms Hermannsson- ar 1983-87. Alexander sat í hreppsnefnd Ólafsvíkurhrepps 1952-82, í fulltrúaráði Sambands sveitarfélaga 1967, í stjórn Sambands sveitarfélaga 1974 og varaformaður stjórnar 1978-82, í stjórn Hafnasambands sveitarfé- laga frá stofnun 1969 og varaformaður 1969-82, í stjórn Innheimtustofnunar sveitarfélaga 1971-83, var fyrsti formaður Samtaka sveitarfélaga á Vesturlandi 1969-75, átti sæti í nefndum um endurskoðun sveitar- stjórnarlaga og um verkaskiptingu rikis og sveitarfé- laga, sat í bankaráði Útvegsbanka íslands 1976-83 og í stjórn Framkvæmdastofnunar ríkisins frá 1979—81, starfaði í fjölda nefna á Alþingi, var fyrsti varaforseti neðri deildar, var formaður félagsmálanefndar, sat í fjárveitinganefnd 1978-91, í stjórn Viðlagatryggingar- sjóðs íslands 1991-94, formaður stjórnar Heilsugæslu- stöðvarinnar i Ólafsvík 1992-96 og situr nú í úrskurð- amefnd um félagslega þjónustu. Fjölskylda Alexander kvæntist 20.12. 1942 Björgu Hólmfríði Finnbogadóttur, f. 26.9. 1921, húsmóður, fyrrum organista í Ólafsvikurkirkju um áratuga skeið og fyrrv. formanni Kvenfélags Ólafsvíkur. Þá sat hún í stjórn Kvenfélagasambands Hnappadalssýslu. Hún er dóttir Finnboga Lárussonar, kaupmanns og útgerðar- manns í Gerðum, síðar kaupmanns og útvegsbónda á Búðum og í Ólafsvík, og k.h., Laufeyjar Einarsdóttur húsfreyju. Faðir Laufeyjar var Einar Þorkelsson, skrifstofustjóri Alþingis. Börn Alexanders og Bjargar eru Finnbogi, f. 9.6. 1943, héraðsdómari í Reykjanesbæ, kvæntur Sigríði Halldórsdóttur bankastarfsmanni og eiga þau þrjú börn; Svanhildur, f. 19.2. 1945, flugfreyja, búsett á Sel- tjarnarnesi, gift Marinó Sveinssyni bankafulltrúa og eiga þau tvö börn; Stefán, f. 26.8. 1946, bifvélavirki, búsettur í Hafnarfirði, kvæntur Lailu Michaelsdóttur skrifstofumanni og eiga þau fjögur börn; Lára, f. 4.5. 1948, kerfisfræðingur, búsett í Hafnarfirði, gift Þórði Ólafssyni, forstöðumanni bankaeftirlitsins og eiga þau þrjú börn; Örn, f. 26.6. 1949, skipstjóri, búsettur í Kópavogi, kvæntur Aðalheiði Eiríksdóttur skrifstofu- manni og eiga þau fjögur börn; Atli, f. 7.3. 1953, kenn- ari í Ólafsvík, kvæntur Elfu Ármannsdóttur aðstoðar- skólastjóra og eiga þau þrjú börn. Systkini Alexanders: Sigríður, f. 13.3. 1911, d. 28.1. 1986, kennari í Ólafsvík; Fríða Eyfjörð, f. 8.2. 1914, nú látin, íþróttakennari i Reykjavik, var gift Friðriki Ey- fjörð verslunarmanni sem einnig ér látinn; Þorgils, f. 23.9. 1918, fyrrum kennari á Akranesi, kvæntur Ingi- björgu Hjartar; Gestheiður, f. 21.12. 1926, húsmóðir í Ólafsvík, gift Elínbergi Sveinssyni vélstjóra; Erla, f. 4.4. 1930, kennari i Reykjavík, var gift Konráð Péturs- syni en þau skildu. Foreldrar Alexanders: Stefán Kristjánsson, f. 24.4. 1884, d. 14.11. 1968, vegaverkstjóri, og Svanborg Jóns- dóttir, f. 14.6. 1881, húsfreyja. Ætt Stefán var bróðir Guðbjarts, hreppstjóra á Hjarðar- felli, föður Gunnars, fyrrv. formanns Stéttarsam- bands bænda. Stefán var sonur Kristjáns, b. í Straum- fjarðartungu og á Hjarðarfelli, bróður Halldórs, langafa Ingólfs Margeirssonar rithöfundar. Kristján var sonur Guðmundar, b. á Litlu-Þúfu og Gröf, bróð- ur Jóhannesar, langafa Guðmundar J. Guðmundsson- ar í Dagsbrún. Guðmundur var sonur Þórðar, b. á Hjarðarfelli og ættföður Hjarðarfellsættar Jónssonar. Móðir Kristjáns var Þóra'Þórðardóttir, b. í Borgar- holti Þórðarsonar. Móðir Þóru var Oddfríður Hall- dórsdóttir, Árnasonar, Þorvarðarsonar, bróður Ragn- hildar, langömmu Guðnýjar, ömmu Halldórs Laxness. Móðir Stefáns var Sigriður Jónsdóttir, b. á Laxár- bakka og síðar á Eiðhúsum Hreggviðssonar. Móðir Jóns var Guðný Þórðardóttir, systir Guðmundar í Gröf. Svanborg var dóttir Jóns, sjómanns í Bakkabúð í Ólafsvík Jónssonar. Alexander verður að heiman á afmælisdaginn. Höfuðstafir Nýlega barst mér í hendur handrit sem inniheldur óbirtar vísur eftir skáldkonuna Erlu. Erla hét réttu nafni Guðfinna Þorsteinsdóttir og var lengst af húsfreyja að Teigi í Vopnafirði. Þessa vísu gerði hún um sjálfa sig: Inni i heiöarhvamminum hálfgleymd fornum kunningjum, bý ég nú meö bóndanum, bjástriö helga krökkunum. Margar vísur Erlu eru dýrt kveðnar: Valur balann verja skal, Valur smalar fjöll og gil, Valur stal úr vistamal, Valur kvalinn finnur til. Sumum samferðamönnum sínum vandar hún ekki kveðjurnar: Er þaö fœrt í annála, enda nœrri sanni, aö sá vœri alltaf sammála síöasta rœöumanni. % Jón Þorberg Eggertsson fyrrv. skólastjóri verður 80 ára á mánudag Og einhver leitisgróa hefur það verið sem fékk þessa vísu: Sannar fátt, en fleiprar lágt, fœstir hana gruna - hún mun þrátt í hálfa gátt hafa þverrifuna. t * Jón Þorberg Eggertsson, fyrrverandi kennari og skólastjóri, Barrholti 7, Mosfellsbæ, verður áttræður á mánudaginn. Starfsferill Jón fæddist í Haukadal í Dýraflrði og ólst þar upp. Að loknu bamaskólanámi við Bamaskólann í Haukadal, sem var farskóli, lá leiðin í Héraðsskólann að Núpi í Dýrafirði. Því næst fór hann í Kennaraskóla íslands í Reykjavík og lauk þaðan almennu kennaraprófl 1947. Næstu fjögur árin kenndi Jón við Barnaskólann á Suðureyri i Súgandafirði. Því næst var hann kennari og skólastjóri í fjögur ár við Barnaskólann á Búðum, Fá- skrúðsfirði, og skólastjóri Barna- og miðskólans á Pat- reksfirði 1955-72. Árið 1972-73 var Jón við nám í Ósló og frá 1973 91 var hann kennari við Langholtsskóla i Reykjavík. Jón hefur gegnt ýmsum félags- og trúnaðarstörfum gegnum árin. Var t.d. í mörg ár í sóknamefnd V-Barða- strandarsýslu á Patreksfirði og í stjórn bókasafnsins þar. Einnig var hann skátaforingi á Patreksfirði í sjö ár. Fjölskylda Jón kvæntist 15.9. 1951 Rósu Kemp Þórlindsdóttur, f. 11.2.1924, húsmóður. Hún er dóttir Þórlinds Ólafssonar verkstjóra, Lækjarhvoli, Búðum, Fáskrúðsfirði, og k.h., Jórunnar Bjarnadóttur kennara. Börn þeirra em: Ólafur Ólafsson (stjúpsonur), f. 26.9. 1947, véltæknifræðingur, búsettur í Reykjavík, kvæntur Öldu Konráðsdóttur skrifstofustúlku og eiga þau þrjú böm; Svala Haukdal, f. 31.5. 1952, snyrtifræðingur, bú- sett í Reykjavik en maður hennar er Kjartan Þorbergs- son tannlæknir og eiga þau eitt bam; Þórdís Elva, f. 9.7. 1953, sjúkraþjálfari, búsett í Svíþjóð, gift Beme Ásberg röntgenlækni og eiga þau þrjú börn; Guðríður Ema, f. 10.3. 1956, íþróttakennari, búsett í Mosfellsbæ, gift Ólafi Á. Gíslasyni íþróttakennara og eiga þau þrjú böm; Jór- unn Linda, f. 10.3.1956, íþróttakennari, búsett í Mosfells- bæ og á hún tvær dætur. Systkini Jóns em: Guð- mundur, f. 29.1. 1928, fyrrv. lög- " regluþjónn á Selfossi, var kvæntur ídu Elvíru Egg- ertsson hús- móður sem er látin og eign- uðust þau sex börn; Andrés M., f. 20.10. 1929, skip- stjóri og stýri- maður í Ytri- Njarðvík, kvæntur Hannesínu Tyrfingsdóttur og eiga þau fimm böm; Herdís, f. 5.9. 1932, nú látin, húsmóðir í Garðabæ, gift Magnúsi Helgasyni málarameistara og eiga þau þrjú börn. Faðir Jóns var Eggert Guðmundsson, f. 10.1. 1883, d. 14.5. 1966, skipstjóri og stýrimaður lengst af, og k.h., Guðríður Gestsdóttir, f. 11.9.1897, d. 1993, húsmóðir. Þau bjuggu í Haukadal í Dýrafirði en Guöríður dvelur nú á Hrafnistu í Reykjavík. Ætt Eggert Guðmtmdsson var sonur Guðmundar Eggerts- sonar, b. og sjómanns í Höll í Haukadal, og konu hans, Elínborgar Jónsdóttur. Guðríður Gestsdóttir var dóttir Gests Jónssonar, b. á Skálará í Keldudal í Dýrafirði, og konu hans, Ingibjarg- ar Einarsdóttur. í tilefni afmælisins taka þau hjónin á móti gestum í Oddfellowhúsinu, Vonarstræti 10, Reykjavík, sunnud. 6.10. n.k. kl. 15.00-18.00. Rímið er hér afar haganlega sett. 1. og 3. braglína eru innrímaðar á móti endaríminu. Þetta heitir frumstiklað. í næstu vísu lýsir hún því skemmtilega hvernig hag- mælskan gat orðið henni til varnar. Sennilega hefðu margir hagyrðingar, einkum á fyrri tíð, getað tekið und- ir þetta: Geröist einhver áleitinn, eftir beztuföngum lét ég stefjastinginn minn stuggafrá mér löngum. Og hvaða skáld hefur ekki ort um sólarlagið: Þegar dvínar dagsins brún, dökkna rökkurtjöldin, Ijósin glita geislarún gluggann minn á kvöldin. Svo eru það uppeldismálin. Þessi vísa fjallar um sígilt vandamál: Þeir, sem lemja lend og bóg Ijótum þjóna vana. Lag þarf til aö lempa dróg, líka unglingana. Næst er gagaraljóð, stímað: Salla niöur sá ég mjöll, sjaldan blánar himintjald. Halla skauti hœstu fjöll, halda jól meö bjartan fald. Og hvað skyldu vísurnar svo vera orðnar margar: Ört mér streyma stökur frá. Stundum glatast fengur. Tölu kem ég ekki á aragrúann lengur. Umsjón Ragnar Ingi Aðalsteinsson ia@ismenntis
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.