Dagblaðið Vísir - DV - 05.10.2002, Blaðsíða 22
22
Helcjorblað 33'V LAUCARDAGUR 5. OKTÓBERÍ002
Atrix-handáburður
„Ég hef prófað margar tegundir af hand-
, áburði en Atrix virkar einfaldlega langbest.
f/í Ég fer ekkert án hans.“
Nivea-niaskari
„Ég er nýbúin að kaupa mér þennan maskara frá
Nivea en Nivea er víst farið að framleiða ýmsar
snyrtivörur sem seldar eru í apótekum. Ég er Jk
hæstánægð með kaupin enda er hann virkilega jÆsp
góður, ódýr og lekur ekki.“
Vanillulykt
„Golden Vanilla body spray frá Body Shop er í
i miklu uppáhaldi hjá mér. Lyktin af því er mun mild-
ari en af venjulegu ilmvatni þannig að maður er ekki
alveg angandi af einhverri sterkri lykt allan daginn."
kíkt í snyrtibudduna
Sólarpúður frá ömmu
„Amma mín keypti þetta sólarpúður á
einhverri heimakynningu og gaf mér og er
ég mjög ánægð með það. Merkið er Avon
og ég held að þetta sé ekki selt í snyrti-
vöruverslunum. Ég nota púðrið i andlit-
ið til þess að gefa því ferskleika."
Ómissandi naglaþjöl
„Ég fer ekkert án þess að vera með naglaþjöl í töskunni
enda þægilegt að geta gripið til hennar ef það
koma horn á neglurnar."
I þættinum „Fólk“ á Skjá einum má oftsjá
hávaxinni, Ijóshærðri stúlku bregða fyrir.
Stúlka þessi heitir Sjöfn Ólafsdóttir en
auk þess að aðstoða Sirrý íþættinum Fólk,
sem sýndur er á miðvikudögum, sér hún
einnig um vefsíðu Skjás eins auk annarra
verkefna. Sjöfn hefur starfað hjá Skjá ein-
um í tvö ár og segist alltaf mæta í vinnuna
með maskara og púður.
Áfengisneysla á meðgöngu hefur langtímaáhrif:
Sama hvaða tegund
sötruð er
Lengi hefur verið vitað að mikil áfengisneysla á meðgöngu
hefði skaðleg áhrif á fóstur en hitt vita færri að hófdrykkja
getur líka haft alvarlegar afleiðingar fyrir barnið og geta
áhrifin komið fram í ýmsum myndum svo sem hegðunar-
vandamálum og námserfiðleikum.
4
„Áfengisneysla á meðgöngu getur haft neikvæð
áhrif bæði á námshæfileika og hegðun barna, eft-
ir að þau komast á skólaaldur,“ segir Jóna Dóra
Kristinsdóttir, ljósmóðir á Miðstöð mæðravernd-
ar, og vitnar þar til nýlegra erlendra langtíma-
rannsókna sem hún telur óyggjandi. Ragnheiður
Jónsdóttir, verkefnisstjóri hjá Áfengis-og vímu-
varnaráði, tekur undir það. Hún segir lengi hafa
verið vitað að mikil drykkja á meðgöngu hefði
skaðleg áhrif á fóstur en jafnframt hefði sá mis-
skilningur verið útbreiddur að hófleg drykkja
væri í lagi. „Margar konur halda að skárra sé að
drekka léttvín og bjór á meðgöngunni en sterk
vjn, Staðreyndin er sú að það er rnagn alkóh.þis í
blóðinu ’ seni skiþtir. málí, ekki tegundiii ■ som
drukkin er,“ segir hún og bætir viD að jafnvei
"injúg lítil dfj'kkja á meðgöihgþ géti'Hiaift; ár^®'
¥árhið síðar meir.
| 2 ■ - . "■ ■= ;. . ..
^öneldrar standi saman
Eru þær stöllur með þessu að segja okkur að
misþroski, ofvirkni og alls kyns hegðunarvanda-
mál séu hreinlega tilkomin vegna aukinnar áfeng-
isneyslu mæðra á meðgöngu? „Nei, það væri
óábyrgt að halda
slíku fram því vissu-
lega koma þar margir
þættir við sögu, með-
al annars genetískir,“
segir Jóna Dóra
ákveðin. Hún segir
rannsóknarniður-
stöðurnar þó gefa
skýr skilaboð um að
áhættuminnst sé að
sleppa allri drykkju á
meðgöngu. „Níu mán-
uðir eru svo stuttur
tími af mannsævinni
að það ætti að
hægt,“ segir hún
kveðst ekki vera í
vafa um að mæður
vilji temja sér holla
lifshætti þegar heill
barna þeirra sé í
húfi. Ragnheiður
dregur líka fram
ábyrgð föðurins. „Neysla föðurins og framkoma
hefur áhrif á andlega líðan móðurinnar sem skipt-
ir miklu máli á meðgöngunni. Því þurfa báðir for-
eldrar að standa saman og styðja hvort annað.“
Jóna Dóra telur hið sama gilda um þetta og reyk-
ingar. „Ef móðirin hættir að reykja á meðgöngunni
er auðvitað æskilegt að faðirinn geri það líka,“ seg-
ir hún.
Hætta á fósturláti
í nýútkomnum bæklingi Áfengis-og vímuvarna-
ráðs, Landlæknisembættis og Miðstöðvar mæðra-
verndar er hnykkt á. þessum ráðleggingum Jónu
póru og Ragnheiöar. Þar :kemur fram að konur
sem drekka meira en eitt vfnglas á dag á meðgöngu
i'iga mun fremur á hættu aö eignast ándvana böm
en aörar og barnshafandi kiimnn er tekinn strang-
: ur vari. fyrir að. neyta vímuefna. eins og. hass,
; kókaíns eða amfetamíns. Þau efni gefa valdið fóst-
úríáti, fylgjUlosi og fyrirburafæðingum. auk þess
sem hætta er á að vitsmunáþroski barnsins skerð-
ist. Brjóstagjöf og áfengi passar líka illa saman þar
sem lifur barnsins er óþroskuð fyrstu mánuðina og
taugakerfi þess í mótun. -Gun.
DV-mynd Hari
Ragnheiður Jónsdóttir og Jóna Dóra Kristinsdóttir.