Dagblaðið Vísir - DV - 05.10.2002, Blaðsíða 27

Dagblaðið Vísir - DV - 05.10.2002, Blaðsíða 27
LAUGARDAGUR 5. OKTÓBER 2002 Helgctrlblacf I>V 27 sem ég hef upplifaö. Það er steindautt hús og engin leið að koma þar fram án hljóðkerfis en uppsetning þess kostar í hvert skipti um milljón krónur og þá er ótalinn kostnaður við ljós og fleira. Bættur hljómburður eykur gæði tónlist- arinnar. Ef hljóðfæraleikararnir heyra vel í sjálfum sér og félögum sínum skil- ar það sér í bættum flutningi auk þess sem hljómsveitarstjórinn fær betri heildarmynd. Að spila í vondum hljóm- burði er eins og að horfa í gegnum gler- augu sem eru full af móðu.“ Guðmundur Óli segist lengi hafa ósk- að þess að fá fastan samastað til æfinga- og tónleikahalds og þá sé mikilvægt að hafa aðgang að geymslu fyrir allan þann búnað sem fylgi starfinu. „Það ríkir náið samstarf milli Tónlistarskól- ans og hljómsveitarinnar og ég hef alltaf séð fyrir mér að best væri að hafa aðstöðu Tónlistarskólans og hljómsveit- arinnar undir sama þaki. Við erum að lenda i þroti með að redda okkur,“ seg- ir Guðmundur Óli og bindur vonir við að menningarhús muni rísa innan skamms og leysa vandann. Afskaplega gefandi Starfsaðstæður Sinfóniuhljómsveitar íslands og Sinfóniuhljómsveitar Norð- urlands eru eins og svart og hvítt og segir Guðmundur Óli til lítils að bera þau kjör saman. Hljóðfæraleikararnir í Sinfóníuhljómsveit Norðurlands leggja á sig mikil ferðalög og vinnu þrátt fyrir lágmarksgreiðslur. Hvernig nenna menn þessu streði? „Þetta er náttúrlega afskaplega gef- andi og þótt við séum ekki ánægð með kjörin eru menn hægt og rólega að átta sig á að það er enginn grundvallarmun- ur á að fá trésmið í vinnu og tónlistar- mann. Við nennum þessu vegna þess að okkur þykir þetta mikilvægt starf. Tök- um hljóðfæraleikara sem starfar á Vopnafirði. Það er e.t.v. engin hvatning fyrir hann í starfi til að halda sér við sem hljóðfæraleikara en með því að koma til okkar hefur hann eitthvað að stefna að og það heldur honum í æf- ingu. Það gerir aftur að verkum að þeg- ar heimamenn leita til hans með jarðar- för eða eitthvað annað er hann undir þaö búinn og svo er þakklæti áhorfenda líka stór þáttur í þessu öllu.“ Fallhlífin opnaðist - Hvað með þig sjálfan? Þú elst upp í Reykjavik og gengur í MS áður en þú ferð utan. Varstu snemma ákveðinn í að leggja tónlistina fyrir þig? „Nei. Ég ólst reyndar upp við tónlist. Móðir mín, Guðrún J. Þorsteinsdóttir, er píanóleikari og starfaði við píanó- kennslu og ég lærði á hljóðfæri en það var ekki fyrr en um tvítugt sem ég tók þá ákvörðun að leggja þetta fyrir mig.“ - Á hvaða hljóðfæri lærðirðu? „Ég lærði á ýmis hljóðfæri og varð kannski þess vegna ekki hljóðfæraleik- ari,“ segir Guðmundur og hlær. „En kannski fékk ég fyrir vikið innsýn í aðra heima og eftir að ég tók þessa ákvörðun fékkst ég fyrst við kórstjórn en fór svo í framhaldinu til Hollands og komst að lokum inn í hljómsveitar- stjórn í Utrecht. Þetta var eins og hvert annað fallhlifarstökk og maður vissi ekki hvort fallhlífin myndi opnast en hún gerði það.“ Guðmundur Óli er kunnur fyrir ýms- ar metnaðarfullar útsetningar en hann segist ekki tónsmiður og semur aðal- lega tækifærislög eins og nýlegan af- mælissöng fyrir hestamannafélagið Hring í Svarfaðardal. - Áttu þér uppáhaldstónskáld? „Ja, ef ég ætti að nefna eitt tónskáld myndi ég nefna Johannes Brahms. Hann er rómantíker en slakar aldrei á klassískum kröfum. Hann sameinar það tvennt sem allir menn eru alltaf að reyna.“ - Nú var Brahms píanósnillingur, hafði það áhrif á tónsmíðar hans? „Já, það gerði það náttúrlega en Liszt var snillingur líka og mér finnst tónlist Brahms miklu sterkari en tónlist Liszt þótt sá síðarnefndi væri enn meiri pí- anósnillingur. Tónlist Brahms er svo gegnheil um leið og hún er afskaplega tilfinningarík. En hann var líka ofboðs- lega krítískur á sjálfan sig.“ Enginn kraftaverkakall Guðmundur Óli er ekki bara stjórn- andi hjá Sinfóníuhljómsveit Norður- lands heldur hefur hann einnig stjórnað Caput-hópnum um margra ára skeið. Caput hópurinn flytur nútímatónlist og fjölbreytnin er hljómsveitarstjóranum nauðsynleg. Sumir hafa talað um Guð- mund Óla sem kraftaverkamann í að splæsa saman ólíkum kröftum. Er hann það? „Nei, ég lít ekki á mig sem krafta- verkamann en ég lít hins vegar á mig sem lukkunnar pamfíl. Þaö var algjör slembilukka að mér skyldi bjóðast að koma hingað norður akkúrat þegar ég var farinn að hugsa mér til hreyfings heim eftir tíu ára nám erlendis.“ - Hver er helsti munurinn á að stjórna áhugafólki í sveitum landsins og fólki sem hefur tónlist að atvinnu? „Munurinn er mikill en samstarf við háða hópana hefur sína kosti og galla. Auðvitað getur maður gert tónlistarlega hluti með atvinnufólki sem eru nær manni en kostimir við að vinna með áhugafólki eru gleðin við starfið. Það er ekki alltaf svo í atvinnuheiminum. Þar koma oft upp neikvæðar hliðar en þó vil ég taka fram að í starfi Sinfóníu- hljómsveitar Norðurlands kem ég ekki auga á þessa neikvæðu fylgifiska at- vinnumennskunnar, svo sem sam- skiptagalla. Fólkið lítur á starfið sem sitt starf og það lítur á hljómsveitina sem sína hljómsveit. Þetta er orðinn samheldinn hópur með árunum og hugsar e.t.v. meira um heildina en eig- in hagsmuni." Að búa til upplifun - En kitlar aldrei að starfa í meira fjölmenni? Færðu útrás fyrir tónlistar- legan metnað þinn? „Ég var í Kaupmannahöfn um daginn og sá þar plakat með skólabróður mín- um sem var að stjórna tónleikum með þekktri sinfóníuhljómsveit. Mér varð hugsað til ýmissa skólabræðra minna sem hefur vegnað vel og spuröi mig í fyllstu hreinskilni hvort ég vildi frekar vera í þeirra sporum og svarið var nei. Þeim gefast e.t.v. tækifæri til að gera hluti sem mér bjóðast ekki en eru þeir að gera hluti sem skipta meira máli þegar upp er staðið? Ég held ekki. Ef þessi skólabróðir minn væri ekki að stjórna þessum tónleikum með þessari hljómsveit myndi einfaldlega einhver annar gera það. Mér finnst að ég hafi í þessu starfi mínu hér tekið þátt í að skapa hluti sem annars væru ekki til. Þetta starf verður til þess að gera lif fólks á einhvern hátt ríkara vegna þess að það upplifir eitthvað sem það myndi annars ekki eiga kost á. Þegar við settum upp Carmina Burana um árið er mér mjög minnis- stætt þegar fullorðin hjón komu til min og þökkuðu mér fyrir að hafa gefið þeim tækifæri til að upplifa þessa tón- list. Það fannst mér afskaplega gefandi. Ég er ekki bara að gera eitthvað sem skiptir mig máli heldur skiptir starfið samfélagið líka máli. í sumar tók fólk uppi í Mývatnssveit þátt í að syngja messu eftir Mozart sem það hefði ekki annars átt kost á. Sú upplifun breytir heimsmyndinni fyrir einhvern hluta þessa fólks og þetta er það sem gefur manni svo mikið." - En draumurinn um heimsfrægð sem þjakar flesta íslendinga. Bankar hann aldrei upp á hjá þér? „Nei, ég er afskaplega lítið þjakaður af því. Ég held líka að það sé ekkert spennandi lif að þvælast milli landa og stjórna takmörkuðum fjölda verka. Mér finnst miklu áhugaverðara að geta bæði tekið þátt í tónlistinni og átt einnig kost á að lifa mínu fábreytta lífi á Bakka í Svarfaðardal, farið á hesthak og verið sveitamaður. - Er hestamennskan leið til slökunar? „Já, hún er leið til slökunar og lífs- fyllingar í senn.“ -BÞ i mw u nB „Að spila í vondum hljómburði er eins og að horfa í gegnum gleraugu sem eru full af móðu.“ Rakarastofan Klapparstíe UHF handtalstöðvar Kr. 14.M0 «tcr. ICOM VHF talstöð ■k Kr.: Textaskjár Ljós í tökkum ^UKARAF í Skeifart 4, s. 585 0000, www.aukaraf.is Ekta fiskur ehf. J S.466 1016J Útvatnaður saltfískur, án beina, til ao sjóða. Sérútvatnaður saltfískur, án beina, til að stetkja. Saltfisksteikur (Lomos) jyrir veitingabús.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.