Dagblaðið Vísir - DV - 05.10.2002, Blaðsíða 52

Dagblaðið Vísir - DV - 05.10.2002, Blaðsíða 52
i 56 Helgarhlacf I>V LAUGARDAGUR 5. OKTÓBER etcperlf Opnar í nóvember glæsilega raftækjaverslun við Holtagarða OKTÚBERHÁTÍÐ í BÓHIJSVÍDEÓ Ný spóla eða DVD + Eldri spóla +1/2 lítri kók + Popzkassi = kr. 599 • meira stud, meira qaman! BONUSVIDEO Uigatt í þítut Hverft / Dekor Bæjarlind 12 • sími 544 44 20 RÝMINGARSALA!!! W ■■ HUSGOGN 0G GJAFAVARA RÝMUM FYRIR NÝJUM VÖRUM ALLT AÐ 70% AFSLATTUR!!! Opið um helgina: Lau: 10.00-17.00 Sun: 13.00-16.00 Þú nærð alltaf sambandi ©við okkur! 550 5000 mánudaga til flmmtudaga kl. mónudaga tll flmmtudaga kl. 9 - 20 föstudaga kl. 9 -18 sunnudaga kl. 16 - 20 smaauglysíngar@dv.is hvensr sólarhringsins sem er 550 5000 Skákþátturinn Umsjón Sævar Bjamason Evrópumót öldunga: Ingvar stendur Ingvar Ásmundsson er að tefla á Evrópumóti öldunga í Saint-Vincent í Aostadalnum á Ítalíu og stendur sig vel, er með 4 vinninga af 6. Hann tapaði í 6. umferð fyrir israelska stórmeistaranum Jacob Murej (2496) og er í 18.-36. sæti. Efstur með 5,5 vinninga er lettneski stórmeistarinn Janos Klovans (2425). Ingvar mætir I 7. umferð Skotanum Ross Michael McDonald (2169) en alls verða tefld- ar 9. umferðir. Fyrrum skólameistari Iðnskólans, Ingvar Ásmundsson, er einhver mesti skákáhugamaður á íslandi. Styrkleiki hans sem skákmanns viröist seint dala, enda teflir hann hverja skák af sönnum áhuga og einbeitni. Hann varð skákmeistari íslands 1979, þá kominn vel á fimm- tugsaldurinn. Ingvar er margreynd- ur keppnismaður í skák, hefur teflt á nokkrum Ólympíumótum fyrir ís- lands hönd og það er reyndar ekki til sú tegund skáklistarinnar þar sem hann hefur ekki komið eitthvað við sögu! Hann var fyrstur íslend- inga til að tefla eitthvað að ráði á veraldarvefnum og tefldi þar að mestu á annan áratug. Eftir að hann hætti störfum sem skólameistari Iðnskólans vegna veikinda einbeitti hann sér fyrst að því að ná góðri heilsu aftur og réðst síðan af krafti miklum að skákinni enn einu sinni. Nú hefur hann meiri tíma til að sinna þessu mikla áhuga- máli sínu og er nú öðru sinni full- trúi Islands í alþjóðlegri öldunga- keppni. í fyrra skiptið tefldi hann á heimsmeistaramóti öldunga í Þýska- landi fyrir nokkrum árum og varð á meðal fremstu manna og vakti ár- angur hans þá mikla athygli. í dag ætlum við að skoða einkenn- andi vinningsskák hjá Ingvari. Við strákarnir í taflfélaginu sögðum í gríni fyrir um 17 árum að Ingvar væri sérfræðingur í að „nudda" af mönnum stöðurnar eftir frækilegan sigur hans á séra William Lombardy stórmeistara í Vestmannaeyjum 1985. En það er ekkert grín. Með þrautseigju og óendanlegri þolin- mæði landar Ingvar flestum sigrum sinum. Hann vinnur nú líka stuttar skákir en ég held hann hafi ekki eins gaman af því því að meistarinn kann að njóta skáklistarinnar! Hvítt: Ingvar Ásmundsson. Svart: Bernard Huguet. Frönsk vörn. Evrópumót öldunga. Saint Vincent (5), 2.10. 2002 1. e4 e6 2. d4 d5 3. e5 c5 4. c3 Rc6 5. Rf3 f5 Óvenjulegur leikur hjá Frakkanum í frönsku vörninni! Best er sennilega 6. Be2 eða 6. Be3. En leið Ingvars er svo sem ekki slæm heldur en hefur þann ókost að svartur jafnar taflið. Ingvar vill sækja á brattann! 6. dxc5 Bxc5 7. b4 Bb6 8. b5 Ra5 9. Rd4 Dc7 10. f4 Re7 11. Be2 0-0 12. 0-0 Bd7 13. Khl Rc4 14. Ra3 Rxa3 15. Bxa3 Bc5 Ekki var 15. -Dxc3 16. Bxe7 Hf7 17. Rxe6 Bxe6 18. Hcl betri kostur. En nú fer frumkvæðið hægt og ró- lega yfir til Ingvars aftur og þá lend- ir svartur í heljargreipum. 16. Db3 Hac8 17. Hacl Bxa3 18. Dxa3 Dc5 19. Db2 Db6 20. a4 Hc7 21. h3 g6 22. Rb3 a5 Hér verður báðum herramönn- unum örlítið á í messunni. Best er sennilega 23. c4 og framhjáhlaup- inu var best svarað með 23. -Bxa4 Eigi verður feigum forðað!? 23. bxa6 bxa6 24. a5 Db7 25. Da3 Bc8 26. Rd4 Rc6 27. Hbl Da7 28. Hb6 Rxd4 29. cxd4 Hd8 30. Hfbl Kf7 Hér er alla vega ljóst hvor hefur töglin og hagldimar! Svartur get- ur aðeins beðið og það er ekki gaman þegar Ingvar hefur frum- kvæðið. 31. Dg3 Kg7 32. h4! Að sjálfsögðu! 32. -Hc2 33. Bd3 Hc3 34. De3 De7 35. Dd2 Lúmsk peðsfórn sem svartur hefði betur þegið og fengið smámótspil með skipta- munarfórn. 35. -Dxh4+ 36. Kgl Hxd3! 37. Dxd3 Dxf4 og svartur hefur ágætar bætur. En hann skil- ur ekki stöðuna eins og Ingvar myndi sjálfsagt orða það sjálfur! 35. -Da3? 36. Bxa6 Dxa5 37. H6b4 Hc7 38. Be2 Bd7 39. Db2 Ha8 Hér hefur Ingvar fimmfaldað á b-línunni eins og frægur skák- meistari sagði eitt sinn. Það er kominn tími til innrásar! 40. Hb8 Hxb8 41. Dxb8 Dc3 42. Dd8 Bc8 43. Kh2 Hf7 44. Hb8 Hf8 45. De7+ Hf7 46. Db4 De3 47. Hxc8 Dxe2 48. Dc3 Df2 Hér er stiginn mikill darraðardans! 9. Dg3 Dxg3+ 50. Kxg3 Hb7 51. h5! Það er greinilegt hvor skilur manntafl betur! Svörtum verður nú ýtt aft- ur á bak. Peð skipta ekki máli í svona stöðum! 51. -gxh5 52. Kh4 Hb2 53. Hc7+ Kf8 Þá er bara að leika vinnings- leiknum. Allt hrynur síðan, peða- staðan, staðan! 54. g3 Hg2 55. Hxh7 Ke8 56. Kg5 Hxg3+ 57. Kf6 1-0 íslandsmót skákfélaga Um helgina hófst íslandsmót skákfélaga og er Taflfélagið Hrókur- sig vel inn sigurstanglegastur í 1. deild með úrvalslið sitt úr nokkrum heimsálf- um. Þessi nýbreytni þeirra Hróks- manna hefur heldur betur kveikt í skákáhugamönnum og er mótið núna líklegasta fjölmennasta is- lenska skákmótið til þessa með rúm- lega 260 keppendur og fleiri tugi liða. Teflt er í salarkynnum Bifreiða og landbúnaðarvéla að Grjóthálsi 1. Skora ég á skákáhugamenn að mæta og virða fyrir sér vel á annan tug stórmeistara að tafli fyrir utan ís- lenska skákkjarnann, sem er þarna aö tafli, með örfáum undantekning- um. Eldhuginn Hrafn Hrafn Jökulsson gerir það ekki endasleppt. í næstu viku verða 2 al- þjóðleg skákmót á Selfossi. Það er af sem áður var að erlendir stórmeist- arar voru sjaldgæfir gestir hér á Fróni. Nú eru það ekki margir mán- uðir á ári sem erlendir stórmeistar- ar eru ekki að tafli, þökk sé Hrafni. Það er gott til þess vitað enn séu til hugsjónamenn í skákhreyfingunni sem eru ekki feimnir við að láta drauma sína rætast íslenskri skák- list til ómetanlegs gagns. Framtak Hrafns og Taflfélagsins Hróksins í Grunnskólum landsins hefur vakið verðskuldaða athygli. Markmiði er að lokka fleiri ung- menni að skákborðinu með bókar- gjöfum og fjölteflum. Eldhugur Hrafns smitar svo sannarlega út frá sér og hann er nú óneitanlega fremstur í góðum flokki skákjöfra sem vilja og ætla sér að gera veg skáklistarinnar sem mestan. Það verða átta stórmeistarar I meistaraflokki Mjólkurskákmótsins á Hótel Seifossi sem byrjar í næstu viku. Mótið er einnig afmælismóts Barnaskólanna á Eyrarbakka og Stokkseyri. Þetta verður sterkasta lokaða skákmót á íslandi siðan 1991 og að öllum líkindum í XII styrk- leikaflokki. Áskorendaflokkurinn verður í IV styrkleikaflokki en þar mun íslensku keppendunum gefast prýðilegt tækifæri til að ná i áfanga að alþjóðlegum meistaratitli. Stigahæstur keppenda á Hótel Sel- fossi verður Ivan Sokolov, ofurstór- meistarinn frá Bosníu sem nú teflir undir fána Hollands. Næstur kemur landi hans Predrag Nikolic, sigur- vegarinn á Reykjavíkurskákmótinu 1988, þá tékkneski meistarinn Zbynek Hracek og Rússinn Pavel Tregubov. Islandsmeistarinn Hann- es H. Stefánsson er stigahæstur Is- lendinganna, Helgi Ólafsson mun jafnframt verja heiður íslenskra stórmeistara á mótinu, og þeir Stef- án Kristjánsson og Bragi Þorfinns- son fá það eftirsóknarverða tæki- færi að tefla á svo sterku skákmóti. Síðast en ekki síst munu svo Luke McShane, yngsti stórmeistari Eng- lendinga, og Tomas Oral, sigurveg- arinn á Símaskákmótinu og í Hreyf- ilseinvíginu, mæta til leiks, en báð- ir eru þeir á öruggri uppleið í met- orðastiga skákheimsins. Iiaustmót TR Sigurður Daði Sigfússon tryggði sér sigur á Haustmóti Taflfélags * Reykjavíkur með jafntefli gegn Torfa Leóssyni í lokaumferð móts- ins. Davíð Kjartansson og Magnús Öm Úlfarsson urðu í 2.-3. sæti og Kristján Eðvarðsson í þvi fjórða. Stefán Bergsson sigraði í b-flokki og Ámi Þorvaldsson sigraði í c-flokki. Sigur Sigurðar Daða í efsta flokki er eftirtektarverður og verðskuldaður. Sigurður Daði er jafnaldri Hannesar Hlífars en ætlaði sér að hætta að | tefla að mestu. Sem betur fer sá hann að sér!
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.