Dagblaðið Vísir - DV - 05.10.2002, Blaðsíða 29

Dagblaðið Vísir - DV - 05.10.2002, Blaðsíða 29
LAUCARDAGUR 5. OKTÓBER 2002 HgIqorhlað DV Stórleikur helgarinnar í ensku knattspyrnunni, viðureign Liverpool og Chelsea. Phil Thompson: Erfiðasti leikur Liverpool það sem af er tímabilinu Stórleikur helgarinnar er tvímælalaust viðureign Liverpool og Chelsea á Anfield Road, en Liverpool hefur enn ekki tapað leik í úrvalsdeildinni á tímabilinu. Liver- pool hefur oftast gengið ágætlega með Chelsea á heima- velli sínum, en Chelsea-liðið sem steinlá fyrir Viking frá Noregi í Evrópukeppninni er óútreiknanlegt. Phil Thompson, aðstoðarmaður Houlliers, framkvæmdastjóra Liverpool, segir að viðureignin við Chelsea verði sú erf- iðasta hingað til á tímabilinu. „Fólk hefur sagt að þeir hafi átt í vandræðum á þessu tímabili, en það má þó ekki gleyma því að þeir hafa aðeins tapað einum leik enn sem komið er í deildinni. Við verðum því að sýna okkar bestu hliðar í leiknum. Stuðningsmenn Chelsea líkja viður- eigninni við Viking á fimmtudag við hryllingsmynd. Ranieri var ekki kátur eftir viðureignina og sagði að leik- menn sínir hefðu gefið þessi fjögur mörk á silfurfati. Það er því allt annað en auðvelt fyrir Liverpool að mæta Che.l- sea eftir útreið sem þessa. Henry meiddur? Meistarar Arsenal mætir Sunderland á heimavelli sín- um en Sunderland hefur gengið afar illa það sem af er tímabili og stöðugt hitnar undir framkvæmdastjóra liðs- ins, Peter Reid. Það eru þó batamerki á liðinu, sem náði að sigra í síðasta leik sínum í deildinni og þá vann Sund- erland sannfærandi í deildarbikarnum í vikunni. Nýju mennirnir hjá Sunderland, þeir Marcus Stewart og Tore Andre Flo, voru báðir á skotskónum í vikunni og ef þeir halda því áfram gætu þeir orðið skeinuhættir vörn Arsenal. Það verður þó að teljast líklegt að hið firna- sterka lið Arsenal fari með sigur af hólmi. Það er þó helsta von Peters Reid að Arsene Wenger noti tækifærið nú og hvíli eitthvað af sínum lykilmönnum, auk þess sem Thierre Henry er lítillega meiddur og því ekki ljóst hvort hann spilar auk þess sem Dennis Bergkamp verður ekki með. Það eru hins vegar góðar fréttir fyrir Arsenal, en þeim mun verri fyrir hin liðin að Pirez er óðum að ná sér og með þennan hóp ómeiddan eru fá lið, ef þá nokk- urt sem stenst Arsenal snúning á þessu tímabili. Freddy Ljungberg á hins vegar enn í vandræðum og þjáist nú líklega af mígreni. Lið Tottenhain að braggast Tottenham hefur byrjað tímabilið vel undir stjórn Glen Hoddle og þrátt fyrir mikil meiðsli hefur liðið náð að halda nokkuð dampi, en leikmenn hafa þó einn af öðrum verið að ná sér af meiðslunum og því ekki ólíklegt að liö- ið nái fyrri styrk sínum. Tottenham mætir Blackburn um helgina, en þeir Chris Perry og Jamie Redknapp koma inn í liðið að nýju. Mótherjar Tottenham gerðu góða ferð til Búlgaríu í vikunni þar sem þeir gerðu 3-3 jafntefli við CSKA Sofia, 3-3, og komust þannig áfram í aðra umferð Evrópukeppninnar með mörkum skoruðum á útivelli. Vikan var ekki góð fyrir Bobby Robson og félaga hans hjá Newcastle, þar sem enn einn ósigurinn leit dagsins ljós í meistaradeildinni, nú gegn Juventus. 1 Úrvalsdeild- inni hefur liðið aðeins fengið 10 stig í sjö leikjum og eru þetta mikil umskipti frá því á síðasta leiktímabili þar sem liðið var í toppbaráttunni. Það virðast þó vera bata- merki á liðinu en það hefur í tveimur síðustu leikjum unnið lið Sunderland og Birmingham, sem fyrir leiktíma- bilið virtist eiga að vera örugg stig, en miðað við gengi liðsins í haust var ekki sjálfsagt mál. Þeir taka nú á móti Lárusi Orra Sigurðssyni og félögum hans í WBA sem tap- aði í vikunni gegn Wigan í deildarbikarnum. Það eru slæmar fréttir fyrir WBA að markvörðurinn Russell Hoult leikur ekki með vegna leikbanns en í hans stað kemur Joe Murphy sem leikur sinn fyrsta leik með lið- inu. Nistílrooy með Á mánudaginn eigast við lið Manchester United og Ev- erton. Það eru gleðifréttir fyrir Alex Ferguson og aðdá- endur Man.Utd að Ruud Van Nistilrooy kemur inn í liðið að nýju en hann var ekki með í meistaradeildinni gegn Olympiakos vegna meiðsla. Manchester-liðið virðist stöðugt vera að styrkjast og meiddir menn eins og Paui Scholes að komast i.form að nýju. -PS Leikir helgarinnar Laugardagur Middlesbro-Bolton Newcastle WBA Southampton-Man. City West Ham-Birmingham Sunnudagur Fulham-Charlton Arsenal-Sunderland Aston Villa-Leeds Utd Blackburn-Tottenham Liverpool-Chelsea Islandsmótið í nóvember íslandsmót í innanhússknattspymu verður að þessu sinni haldið i nóvember, en ekki í janúar eins og venja hefur verið um langa hríð, og er þá um að ræða keppni bæði í meistaraflokki karla og kvenna. Breytingar þessar eru gerðar með hliðsjón af hugsan- legum breytingum á deildarbikarkeppninni en líkur eru á að keppnin verði með breyttu sniði með til- komu nýrra knattspymuhalla hér á landi. Keppni í yngri flokkum veröur sem fyrr í janúar. Lúkas hættur hjá Víkingi Lúkas Kostic, þjálfari Víkings, er hættur störf- um sem þjálfari meistaraflokks félagsins í knatt- spymu. Lúkas var meö áframhaldandi samning við félagið, en í honum var uppsagnarákvæði í nóvem- ber. Samkvæmt áreiðanlegum heimildum hefur Lúk- as verið orðaður við þjálfarastörf hjá FH og ÍBV auk þess sem nefnd hafa verið þjálfarastörf í yngri flokkum. -PS Atli ræddi við Eyjólf um að koma aftur í hópinn Skoskir fjölmiðlar sýna landsleik íslendinga og Skota í undankeppni Evrópumóts landsliða í knatt- spyrnu mikinn áhuga en hann verður háður á Laugar- dalsvelli 12. október. Um 60 skoskir íþróttafréttamenn hafa tilkynnt komu sína á leikinn og er þvi ljóst að yf- ir 100 fjölmiðlamenn verða að störfum í tengslum við leikinn á vellinum. Ekki færri en 1200 Skotar munu fylgja liðinu í leikinn og ekki er útilokað að þeim verði úthlutað 200 aðgöngumiðum til viðbótar að sögn Geirs Þorsteinssonar, framkvæmdastjóra KSÍ. Vitað er að á þriðja þúsund Skotar kemur til lands- ins með þeim, sem ekki tekst að verða sér úti um miða, mun koma sér fyrir á veitingahúsum borgarinn- ar og fylgjast með leiknum beint í sjónvarpi. Skotar munu því setja svip á höfuðborgina um aðra helgi. Á fundi sem KSÍ og Hekla efndu til í gær var kynnt- ur nýr samstarfssamningur beggja aðila og mun hann gilda til 2005. Samstarfið hefur staðið yfir í sjö ár og er þetta fjórði samningur aðila sem sýnir vel hve sam- starfið hefur verið árangursríkt. Samningurinn nú er metinn á um 30 milljónir. Við sama tækifæri í gær var kynntur nýr landsbúningur sem landsliðið mun klæð- ast í fyrsta skipti í leiknum gegn Skotum. „Leikurinn viö Skota getur orðið örlagaríkur og því skiptir miklu að landsliðið standi sig og nái hagstæð- um úrslitum upp á framhaldið í riðlinum. Starfið byggist upp á því að ná árangri og að því stefnum við alltaf," sagði Eggert Magnússon, formaður KSÍ, á fundi með blaðamönnum í gær. Atli Eðvaldsson landsliðsþjálfari sagði að liðið setti sér það takmark að ná eins mörgum stigum í riðlinum og hægt væri. „Ég tel okkur vera með beittustu leik- mennina til að skapa okkar sterkasta landsliö," sagði Atli og vonaði að leikmenn erlendis slyppu frá meiðsl- um með sínum liðum um helgina. Þess má geta að Atli ræddi við Eyjólf Sverrisson í vikunni um þann möguleika að koma aftur inn í lands- liðshópinn. Eyjólfur á við meiðsli að stríða en þessi möguleiki verður reyndur aftur á síðari stigum i riðla- keppninni. -JKS
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.