Dagblaðið Vísir - DV - 19.10.2002, Síða 4

Dagblaðið Vísir - DV - 19.10.2002, Síða 4
4 LAUGARDAGUR 19. OKTÓBER 2002 DV Fréttir Samningar um norsk-íslenska síldarstofninn: Stefnir í stjórn- lausar síldveiðar - hörð átök um nýjustu kröfur Norðmanna Allt er nú komið í harðan hnút i samningum um veiðar úr norsk-ís- lenska síldarstofninum og virðist síldar- stríð vera í uppsiglingu milli aðildar- ríkja samningsins. Upp úr viðræðum slitnaði á fundi i St. Pétursborg í fyrra- dag eftir að Norð- menn lögðu fram kröfu um stórauk- inn kvóta sér til handa á kostnað ..... allra annarra aðild- Ragnarsson. ms nema Russa. Deilt er m.a. um veiðar á síld á hafsvæð- um miili íslands og Noregs. Þá er líka ósamið um kolmunnaveiðar ríkjanna en fundað verður um þau mál í Norð- austur-Atlantshafsnefndinni í London i annarri viku nóvember. Búist er við erf- iðum samningum um kolmunnaveið- amar en líklegt er að síldarviðræður verði þar áfram á dagskrá. Kristján Ragnarsson, stjómarformað- ur LÍÚ, er í samninganefnd íslendinga og segir hann kröfur Norðmanna með öllu óviðunandi. „Það hefur ekkert kom- ið fram sem réttlætir þessa breytingu á samningnum núna.“ Hann segist því ekki skilja í Norðmönnum að steypa þessu öllu í harðan hnút en samingar hafa verið í gildi síðan 1997 eftir margra ára erfiðar samningaviðræður. í þeim samningum höfðu Norðmenn fmm- kvæði að því að gefa Evrópusambands- ríkjum hlutdeild í samningum um síld- veiðamar sem Kristján telur hafa verið algjörlega óþarft. ESB-ríki hafi ekki haft neinn sögulegan síldveiðirétt á svæð- inu. í samningaviðræðunum nú tóku þátt auk fuiltrúa íslendinga, fulltrúar Færeyinga, Norðmanna, Rússa og ESB- ríkja. Samkvæmt samningnum sem í gildi hefur verið var þjóðunum samtals heim- ilt að veiða 850.000 tonn af síld á svæð- inu á síðasta ári. Vfsindamenn hafa ráð- lagt að dregið verði úr veiðunum þannig að heildarkvótinn verði 710.000 tonn til að freista þess að byggja upp stofninn. Hafa Rússar reyndar óskað eft- ir endurskoðun á því mati en íslending- ar hafa ekki gert athugasemdir við til- lögur vísindamanna. Samkvæmt samningum sem í gildi hafa verið hafa íslendingar mátt veiða 15,54% kvótans, Færeyingar 5,46%, Norðmenn 57%, Rússar 13,62% og ESB- riki 8,38%. Tillögur Norðmanna nú mið- ast við að þeirra kvótahlutdeild aukist í 70% og að Rússar haldi óbreyttum kvóta, 13,62%. Kristján segir að Norð- menn hafi síðan boðið hinum þjóðunum að slást um það sem eftir er. Miðað við kröfur Norðmanna og hlutfallslega óbreytta skiptingu út frá því þýða tillög- Síldarskip að veiðum Veiöar úr norsk-íslenska síldarstofninum hafa ætíö veriö umdeildar og mikiö bitbein, ekki síst Norömanna og íslendinga. Hlutdeild velða úr norsk-íslenska síldarstofninum Gamli samnlngurinn Tonn % Tillögur Norömanna Tonn % ísland 132.090 15,54% 61.486 8,66% Færeyjar 46.410 5,46% 21.655 3,05% Noregur 484.500 57,00% 497.000 70,00% Rússland 115.770 13,62% 96.702 13,62% ESB-ríki 71.230 8,38% 33.157 4,67% Samtals: 850.000 100,00% 710.000 100,00% ur Norðmanna - Hvað er þá fram undan? að hlutur fs- „Ef fram fer sem horfir mun það fara lands færi í svo að þjóðimar veiði hver í kapp við 8,66%, hlutur aðra og setja stofhinn f stórhættu." Færeyinga færi Jörgen Niclasen, sem fer með fisk- í 3,04%'og hlut- veiðimál í færeysku landstjóminni, ur ESB-ríkja sagði eftir að upp úr samningum slitn- færi í 4,67%. aði í Pétursborg að búast mætt: viö stór- vandræðum i veiðum á uppsjávarfiski Þettagraf eða „uppsjóvarkreppu," eins og hann föV er aðtela6^ oröaði hað' Færeyto8ar °8 íslendingar um í nýjum hafi en8an veginn getað kyngt kröfu síldveiöisamn- Norðmanna um aukna hlutdeild í veið- Ingum. unum. -HKr. Hefur stóraukið veiðina Ámi M. Mathiesen sjávar- útvegsráðherra fór yflr stöðu smábáta í flskveiðikerfmu í ræðu sinni á aðal- fundi Landssam- bands smábátaeig- enda 1 gær. Þar kom fram að sú ákvörðun að breyta dagakerfinu svo- kallaða í þá vem að útivist bátanna væri miðuð við hvem klukkutíma en ekki heila sólarhringa frá því lagt er úr höfn, virðist hafa gjörbreytt stöðunni. Ráðherra sagði í ræðu sinni að það lægi fyrir að bátar í dagakerfmu veiddu 12.329 tonn á síðasta fiskveiðiári í stað 7.879 tonna árið áður, en þess ber að geta að þakbátamir svokölluðu bættust við en þeir vom um 75 talsins. Dagabát- ar hafa haft heimild til að vera í heild 23 daga á sjó á ári. Hver bátur í kerflnu veiddi þannig 36 tonn á fiskveiðárinu 2000-2001, þ.e. áður en kerflnu var breytt, en 41 tonn á síðasta fiskveiðiári. -HKr. Ráðherrann kynnir kjöt í skóla „Ef þiö ætliö aö veröa stórogsterk veröiö þiö aö boröa lambakjöt, “ sagöi Guöni Ágústsson landbúnaöarráöherra þegar hann heimsótti nemendur Háteigsskóla í Reykjavík í gær. Þangaö mætti ráöherrann tii aö hvetja nemendur, framtíöarneytendur landsins, til aö boröa meira lambakjöt en sala á því hefur dregist stórum saman á síöustu miss- erum. Meö honum á myndinni eru Móna Sif Hadaya og Snorri Már Arnórsson. Veirusýking í rénun Veirusýking sem varð vart á Hrafnistu í Reykjavík og Hafnar- firði er í rénun. Sveinn Skúlason, framkvæmdastjóri Hrafnistu, segir þetta vera sömu sýkingu og vart hefur orðið um allan bæ, og það sé rangt að stofnunin hafi lagst gegn heimsóknum ættingja. Ungt fólk sé um sólarhring að ná sér af sýkingunni en gamalt fólk eitt- hvað lengur og í einhverjum tilfeOum hafi þetta lagst þyngra á það, og enn séu einhverjir veikir en ekki hafi orð- ið vart nýrra tilfella. Um 90 af um 540 vistmönnum urðu veikir. -GG DV-MYND E.ÖL. Stórtónleikarnir kynntir Sykurmolinn Sigtryggur Batdursson ræöir hér viö Ingibjörgu Sólrúnu Gísladóttur borgarstjóra og Önnu Kristínu Ólafsdóttur. Mikill áhugi á Airwaves: Stórtónleikar í kvöld Hápunktur Iceland Airwaves-tón- listarhátíðarinnar er i kvöld þegar flöldi stórra listamanna leikur á stórtónleikum í Laugardalshöll. Bú- ist er við því að Höllin verði full að þessu sinni enda er dagskráin ekki af verri endanum. Þekktasta nafnið er án efa Fatboy Slim en búast má við að sænsku rokkararnir í The Hi- ves keppi við hann mn hylli áhorf- enda. Aðrir sem fram koma eru bandariska rappsveitin Blackalici- ous og íslensku sveitirnar Gus Gus og Apparat Organ Quartet auk nokkurra plötusnúða. Hátíðin hófst af fullum krafti í fyrradag og hefur gengið mjög vel til þessa. Miöasala hefur gengið vel en enn er eitthvað af lausum miðum á tónleikana í Höllinni í kvöld. Af þeim sökum hafa tónleikahaldar- arnir ákveðið að koma til móts við áhugasama og lækka miðaverðið í dag. Óseldir miðar eru fáanlegir í Laugardalshöll frá klukkan 14 í dag og er miðaverðið 3.900 krónur en var áður 5.500 krónur. ítarleg umfjöllun var um Iceland Airwaves á CNN í gær auk umfjöll- unar á MTV og BBC. Þá var fjallað um hátíðina í New York Times auk fleiri miðla. Mikill íjöldi blaða- manna er staddur hér til að fylgjast með hver verði næsta uppgötvunin frá íslandi en áður hafa hljómsveit- ir á borð við Quarashi og Sigur Rós stigið sín fyrstu skref til frægðar í útlöndum á hátíðinni. -hdm/GG Pp«;rv NJotn/Pmi'v Jfó»»{H#«v/KÍPT WT 44r» Gríðarleg ásókn í ódýr Flugleiðasæti Gríðarleg sala hefur verið á far- miöum á lægstu fargjöldunum til Kaupmannahafnar og London eftir að Flugleiðir kynntu allt að 37% lækkun fargjalda sl. miðvikudag. Ferð til þessara staða kostar um 19.800 krónur. Þegar hafa selst lið- lega 1.000 sæti og nokkrar dagsetn- ingar hafa „hreinsast upp“, þ.e. öll sæti á þessu verði hafa selst í nóv- ember og desember, þó aðallega kringum helgar. Bóka þarf með 21 dags fyrirvara. Guðjón Arngrímsson, upplýsinga- fulltrúi Flugleiða, segir að eftir- spurnin hafi verið gríðarleg síðan þessi nýju fargjöld voru auglýst. í gær voru sæti laus 14. til 21. nóvem- ber og 22. til 22. nóvember til London og helgina 14. til 17. nóvem- ber til Kaupmannahafnar. -GG

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.