Dagblaðið Vísir - DV - 19.10.2002, Page 8

Dagblaðið Vísir - DV - 19.10.2002, Page 8
8 Útlönd LAUGARDAGUR 19. OKTÓBER 2002 Mótmælt í Róm. Fjöldamótmæli og allsherjar- verkfall á Ítalíu Hundruð þúsunda ítala tóku í gær þátt í mótmælum í um 120 bæjum og borgum í landinu til þess að mótmæla efnahagsstefnu ríkisstjórnar Silvios Berlusconis og fyrirhuguðum breyt- ingum á vinnulöggjöf landsins. Mótmælin voru hluti af dagskrá eins dags allsherjarverkfallsins sem stærstu samtök ílutningaverkamanna boðuðu til í gær, en samtökin þykja þau róttækustu og vinstri sinnuðustu í landinu. Verkfallið hafði mjög lamandi áhrif á vöruflutninga og samgöngur um allt land og ríkti víða algjör ringulreið á flugvöllum og jámbrautarstöðvum, auk þess sem framleiðsluiðnaðurinn stöðvaðist víða. Þurfti rikisflugfélagið Alitalia til dæmis að aflýsa 200 áætl- unarferðum auk þess sem járnbraut- irnar þurftu að aflýsa um 40% ferða. Þetta er annað allsherjarverkfallið sem samtök verkafólks boða til á þessu ári vegna óánægju með boðaðar breytingar á vinnulöggjöfinni, sem að mati verkalýðshreyfingarinnar skerða mjög rétt launafólks, en auk þess hafa fyrirhugaðar aðhalds-aðgerðir Fíat- verksmiðjanna valdið mikilli reiði, en fyrirtækið hefur boðað uppsagnir allt að fimmta hluta starfsmanna. Enskur afi fórnar- lamb alsælu Eric Whittle, 63 ára afi frá Warr- ington á Norður-Englandi, er elsta fórnarlamb alsælu svo vitað sé, en hann lést á sjúkrahúsi í heimabæ sínum eftir að hafa tekið inn fjórar alsælutöflur ofan í kókaín, kanna- bis og alkóhól. „Við mælum ekki með því að nokkur taki inn fjórar alsælutöflur í einu, hvað þá eftir að hafa tekið inn önnur örvandi lyf,“ sagði talsmaður breskra samtaka sem berjast gegn misnotkun fíkniefna. Bertie Ahern. írar með framtíð ESB í höndunum írar ganga að kjörborðinu í dag tfl þess að kjósa um það hvort leyfa eigi inngöngu tólf nýrra ríkja í ESB sam- kvæmt svokölluðum Nica-sáttmála, en til þess að svo megi verða þarf samþykki allra ESB-landanna í þjóð- aratkvæðagreiðslu. Hörð barátta hefur staðið síðustu vikurnar þar sem Bertie Ahern, for- sætisráðherra írlands, hefur hvatt íra til þess að kjósa með fjölguninni á meðan helsti andstæðingur hennar, Sinn Fein-leiðtoginn Gerry Adams, hefur beitt sér hart gegn henni. Pat Cox, forseti ESB-þingsins, sagði í viðtali í gær að hann treysti á íra að kjósa rétt. „Þeir myndu sá beisku fræi með því að kjósa gegn sáttmálanum," sagði Cox, en írar höfnuðu sáttmálan- um í atkvæðagreiðslu á síðasta ári og er eina ESB-landið af fimmtán sem ekki hefur samþykkt hann. Sjá nánari umfjöllun á bls. 12 íraksmálið: Rússar Ijá máls á her naðaraðgerðu m Rússar léðu i gær í fyrsta skipti máls á því að styðja hemaðaraðgerðir gegn írökum, gangi þeir ekki að skil- yrðislausum kröfum Sameinuðu þjóð- anna um vopnaeftirlit. Þessi breytta afstaða Rússa kom fram i gær á fundi fulltrúa ríkjanna fimm sem hafa neitunarvald í Örygg- isráði SÞ, þ.e.a.s. Bandaríkjanna, Bretlands, Frakklands, Rússlands og Kína og í kjölfar þess að Bandaríkja- menn hafa gefið eftir í kröfum sínum um að ný ályktun heimilaði beinar að- gerðir gegn írökum, yrðu þeir ekki skilyrðislaust við settum kröfum. Þessi nýja staða virðist hafa komið skriði á málið, sem ekkert hafi þokast í heilar fimm vikur og fara Rússar og Frakkar, sem hafa verið samstiga í málinu, nú yfir stöðuna áður en þeir gefa Bandaríkjamönnum ákveðið svar við þessari nýju málamiðlun. Igor Ivanov, utanríkisráðherra Rússlands, sagði í gær að ef vopnaeft- Igor Ivanov. irlitsmenn Sameinuðu þjóðanna yrðu á einhvern hátt hindraðir við störf sín, þá gæti komið til þess að hemað- araðgerðir yrðu óumflýjanlegar. Þess vegna komi til greina að samþykkja ályktun þess efnis í Öryggisráðinu og nú væri verið að fara yfir nýja stöðu í málinu. Frakkar hafa lýst ánægju sinni með málamiðlun Bandaríkjamanna sem nú hafa fallið frá þeirri kröfu að beita öllum hugsanlegum ráðum gegn Irak og að sögn Cecili Pozzo di Borgo, tals- manns franska utanríkisráðuneytis- ins er einnig verið að skoða stöðuna þar á bæ með opnum huga. Eftir standi þó kröfur sem geri ráð fyrir hernaöaraðgerðum, eins og til dæmis ef írakar reyni að hindra störf vopna- eftirlitsmannanna. í málamiðluninni er gert ráð fyrir því að vopnaeftirlitið tilkynni án tafar ef þeir verða fyrir hindrunum og ef ekki verði farið að öllum kröfum. Þar hefur einnig verið felld út krafa um vopnaða eftirlitssveit sem fylgi vopna- eftirlitsmönnunum, en það var krafa sem vopnaeftirlitsnefndin hafnaði al- farið. Þá er talið að krafa Bandaríkja- manna um að vísindamenn íraka verði fluttir úr landi á meðan eftirlitið fer fram muni falla um sjálfa sig þar sem það virðist óframkvæmanlegt. Gelmskutlan Atlantls komin til baka Geimskutlan Atlantis lenti í gær heilu og höldnu viö Kennedy-geimferöastööina á Canaveral-höföa í Flórida eftir ellefu daga viögerðarferö til alþjóölegu geimstöövarinnar sem er á braut um jöröu. Sex geimfarar tóku þátt í förinni og fóru þeir 1 einar þrjár geimgöngur til þess aö koma fyrir nýrri buröargrind utan á geimstöðinni. írakar skila Kúveitum aftur brottnumdum skjölum írakar munu í dag skila aftur skjöl- um sem þeir námu á brott með sér frá Kúveit, eftir sjö mánaða hemám og setu í landinu á árunum 1990 til 1991, eða þar til þeir voru flæmdir burt af alþjóðlegum hersveitum undir forystu Bandaríkjamannna í upphafi Persa- flóastríðsins. Að sögn talsmanns íraska utanrik- isráðuneytisins héldu flmm fullhlaðn- ir herflutningabílar frá Bagdad í gær, en skjölin verða afhent í dag undir eft- irliti fulltrúa Sameinuðu þjóðanna í bænum Abdalli, sem er á hlutlausa beltinu milli landanna. Skjölin munu aðallega vera úr skjalasafni kúveiska utanríkisráðu- neytisins, en í farminum er einnig að finna skjöl frá ráðuneyti öryggismála og forsætisráðuneytinu. Auk þess mun þar að finna skjöl sem varða við- skiptasambönd við Bandaríkin, sem numin voru á brott úr sérstakri stofn- Fullhlaðnir skjalabílar íraskir hermenn Ijúka viö aö hlaða kúveiskum skjölum í fimm herflutningabíla. un sem fór með þau mál og kölluð hef- ur veriö ráðuneyti Bandaríkjanna í Kúveit. Samkomulag um að írakar skiluðu skjölunum náðist á þingi Arababanda- lagsins í Beirút í Líbanon í mars sl. og stjómvöld í Kúveit segjast efins um að írakar muni standa við samkomulag- ið og vilja fyrst fá að sjá hvað sé í bíl- unum áður en þeir samþykkja að taka við farminum. Ghassan Muhsen, talsmaður íraska utanríkisráðuneytisins, sagðist von- ast til þess að þetta fyrsta sáttaskref yrði aðeins upphafið að góöum sam- skiptum ríkjanna til framtíðar, en kúveisk stjórnvöld hafa sakað íraka um að hafa einnig numið á brott hundruð kúveiskra fanga sem enn þá séu vistaðir við þröngan kost í íröskum fangelsum. Það kannast írakar ekki við og hafa oftar en einu sinni vísað þeim ásökunum á bug. mmm Chavez hafnar sölubanni Hugo Chavez, for- seti Venesúela, sem er fimmta stærsta ol- íuframleiðsluríki heims og einn helsti birgir Bandaríkja- manna, segist ekki ætla að taka þátt í ol- íusölubanni arabaríkja á Bandaríkin til þess að mótmæla fyrirhuguðum hemaðarað- gerðum gegn írak. Chavez segir að OPEC-ríkin verði að vinna að þessu innan frá. „Við getum ekki tekið þátt í slíku og munum aldrei nota olíuna í pólitískum tilgangi. Olían er nauð- synjavara sem almenningur getur ekki verið án og þess vegna erum við ekki til viðræðu um sölubann," sagði Chavez. Tók fjóra í gíslingu Vopnaður unglingur réðst í gær inn í barnaskóla í bænum Waiblingen í nágrenni Stuttgart í Þýskalandi og tók Qóra 12 ára nemendur í gíslingu. Byssumaðurinn, sem lögreglan segir 16 ára gamlan brottrekinn nemanda skólans, var vopnaður skammbyssu og tók í upphafi heilan bekk í gíslmgu áður en hann leyfði öllum nema fjór- um að yfirgefa skólastofuna og þar á meðal kennaranum. Hann fer fram á eina milljón evra í lausnargjald, flóttabíl og nýjan far- sima. Þegar blaðið fór í prentun voru sérfræðingar lögreglunnar að reyna að fá piltinn til að gefast upp. Ætlaði að sprengja Sautján ára unglingur var í gær handtekinn í nágrenni híbýla banda- rískra hermanna í b'ænum Fintas í nágrenni Kúveit-borgar með tíu flöskur af bensíni í bifreið sinni. Kveikur var í hverri flösku þannig að auðséð var hvað vakti fyrir pilti. Við yfirheyrslur viðurkenndi hann að hafa fengið fyrirmæli á Netinu frá Pakistan um árás á stórhýsi í Fintas þar sem fjöldi bandariskra hermanna frá Ahmad al-Jaber herstöðinni býr. Tíu mínútna vopnahlé Stærstu samtök skæruliða í Súdan, SPLA, saka stjórnvöld í landinu um að hafa brotið vopnahléssamkomulag aðeins tíu mínútum eftir að það var undirritað fyrr í vikunni. Talsmaður samtakanna sagði að stjómarherinn hefði ráðist á bækistöðvar SPLA í austurhluta landsins og varaði við afleiðingunum. Sprengt á Filippseyjum Að minnsta kosti þrír fómst og meira en tuttugu slösuðust þegar sprengja sprakk i rútubifreið í nágrenni Manilla, höfuðborgar Filipps- eyja, í gær. Ekki er vitað hver stóð að til- ræðinu en grunur beinist að Abu Sayyaf-samtökunum sem talin eru tengjast al-Qaeda, en þau stóðu í fýrradag fyrir sprengingum sem urðu sjö manns að bana í borginni Zam- boanga. Spilling í Angóla í ársskýrslu alþjóða gjaldeyrissjóðs- ins, IMF, kemur fram að um einn milljarður dollara hafi horfiö úr sjóð- um angólska ríkisins á síðasta ári. Upphæðin er mun hærri en verð- mæti þeirrar alþjóðlegu neyðaraðstoð- ar sem Angólar hafa þegið á þessu ári, en lélegum reikningsskilum er kennt um hluta tapsins auk viðvarandi spill- ingar í stjómkerfinu. í skýrslunni kemur einnig fram að fjórir milljarð- ar króna hafa horfið úr ríkissjóði á fimm síðustu árum. Páfagarður hafnar Páfagarður hefur hafnað steftiu rómversk-kaþólskra biskupa í Banda- ríkjunum um það hvernig tekið verði á málum presta sem uppvísir verða að kynferðislegri misnotkun. í yfirlýsingu ífá Vatíkaninu segir að umrædd stefna, sem mótuð var í sumar eftir röð kynferðisafbrotamála innan bandarísku kirkjunnar, sé óljós og gæti því valdið misskilningi, auk þess sem hún brjóti í bága við reglur kirkjunnar.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.