Dagblaðið Vísir - DV - 19.10.2002, Qupperneq 10
10
LAUGARDAGUR 19. OKTÓBER 2002
DV
Útgáfufélag: Útgáfufélagið DV ehf.
Geri aðrir betur
Framkvæmdastjóri: Hjalti Jónsson
Aðalritstjóri: Óli Bjöm Kárason
Ritstjóri: Sigmundur Ernir Rúnarsson
Aðstoðarritstjóri: Jónas Haraldsson
Ritstjórn, skrifstofur, auglýsingar, smáauglýsingar, blaðaafgreiðsla, áskrift:
Skaftahlíð 24,105 Rvik, sími: 550 5000
Fax: Auglýsingar: 550 5727 - Ritstjórn: 550 5020 - Aðrar deildir: 550 5749
Ritstjórn: ritstjorn@dv.is - Auglýsingar: auglysingar@dv.is. - Dreifing: dreifing@dv.is
Akureyri: Kaupvangsstræti 1, slmi: 462 5000, fax: 462 5001
Setning og umbrot: Útgáfufélagið DV ehf.
Plötugerð og prentun: Árvakur hf.
DV áskilur sér rétt til að birta aðsent efni blaðsins I stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds.
DV greiðir ekki viðmæiendum fyrir viðtöl við þá eða fýrir myndbirtingar af þeim.
Viðvarandi ógn
Þegar þessi laugardagur er að
kveldi kominn er rétt vika liðin frá
hörmungaratburðunum á Bali þar
sem að minnsta kosti 187 saklausir
borgarar, einkum erlendir ferða-
menn, létu lífið í einu grimmileg-
asta hryðjuverki sögunnar. Á þriðja
hundrað manns liggja enn sárir á
sjúkrahúsi og margra er enn saknað úr rústunum á Kúta-
ströndinni, einum kunnasta ferðamannastað eyjunnar fögru í
Indónesiu, eyju sem mun verða brennd þessu hræðilega
marki um ókomin ár.
Grimmdarverkið á Bali gerist fáum vikum eftir að almenn-
ingur og stjórnvöld viðast hvar í heiminum minntust þess að
ár var liðið frá hryðjuverkaárásinni á Bandaríkin þar sem
fólk frá ríflega níutíu þjóðlöndum missti lífið i viðbjóðslegu
illskuverki. Skotmarkið er sem fyrr saklaust fólk á almanna-
færi, tilgangurinn sem fyrr að skapa skelfingu og ráðast að
undirstöðum þeirra lifnaðarhátta sem flestir kjósa. Það er
verið að ráðast á frelsi og öryggi fólks og tiltrú þess á friðinn.
Eftir atburðina á Balí spyrja menn hvernig tryggja megi ör-
yggi fólks. Líklega er svarið æði einfalt; það verður ekki
tryggt. Hryðjuverkamenn þrífast á ótta og mæla árangur sinn
í fyrirsögnum fjölmiðla. Æ meiri voðaverk tryggja þeim æ
meiri athygli og sem fyrr er hvergi betra að grípa niður en í
fjölmenni þar sem eftirliti verður ekki sinnt með góðu móti.
Og spyrja verður hvað fólk er tilbúið að ganga langt í að
tryggja öryggi sitt. Vill það breyta lífsvenjum sinum? Vill það
loka sig af?
Kútaströndin er dæmi um stað sem menn munu sækja eft-
ir sem áður. Hann er hefðbundinn samkomustaður í seinni
tima sögu, nokkurs konar torg fyrir þau gildi sem flestir jarð-
arbúar hafa tamið sér. Þrátt fyrir að öllum sé að verða ljóst
að hryðjuverkamenn horfa fyrst og fremst til þessara torga í
djöfulgangi sínum er eins víst að almenningur mun ekki
breyta venjum sínum. Hann mun áfram taka lestina, sækja
krárnar, miðbæinn og kappleikina. Og áfram verða skotmark.
Stjórnvöld í þeim löndum sem misstu flesta í árásinni á
Balí fyrir viku hafa hvatt landa sína til að snúa heim til sín
sakir fjölda ábendinga um að hryðjuverkamenn muni láta aft-
ur til skarar skríða á Balí og eyjum og öðrum löndum þar í
kring. Þetta er eðlileg hvatning. Hún mun hins vegar ekki
vara lengi. Áður en langt um líður munu allar Kútastrendur
heimsins fyllast að nýju af fólki sem þráir að njóta lífsins.
Frelsið er á tíðum yndislegra en svo að því fylgi nokkur for-
sjálni.
Þjóðarýjallið
Vel fer á því að íslendingar velji sér þjóðarfjall á alþjóðlegu
ári fjalla. Fáar þjóðir geta státað af öðrum eins fjölda ólikra
fjalla en eyjaskeggjar í norðri en margir þeirra bera reyndar
sterkari taugar til náttúrunnar en svo að það verði útskýrt
með eðlilegum jarðfræðiáhuga. Skáld hafa reyndar sagt að ís-
lendingar séu fjallslegir í útliti og innræti þeirra reyndar svo
erfitt uppgöngu að líkja megi við bröttustu skriður. Vissulega
væri landið lítið án fjalla. Og fólkið niðurlútara.
Landvernd hefur í samvinnu við DV staðið fyrir kjöri á
þjóðarfjallinu síðustu daga. Þátttaka i kjörinu er afar góð eins
og við var að búast enda hægðarleikur að skella sér inn á vef-
síðu samtakanna eða blaðsins og greiða fjalli sínu atkvæði.
Skoðanir eru skiptar um hvaða fjall standi upp úr og ugglaust
verður niðurstaðan umdeild enda hver fugl fagur í þessum
efnum sem öðrum. Aðalatriði þessa kjörs er að vekja athygli
og áhuga á íjöllum. Þau eru og verða þjóðargersemi.
Sigmundur Ernir.
Ólafur Teitur
Guðnason
blaðamaður
Ritstjórnarbréf
Það er ekki ólíklegt að mörgum
neytandanum finnist hann vera
eins og hálfgert ginningarfífl við
matarinnkaupin þessa dagana.
Undanfarið hefur dunið í eyrum
okkar ákall um „Evrópuverð" á
matvörum og ásakandi hróp um
skaðlega fákeppni á matvöru-
markaði. Við hljótum að spyrja
okkur í kjölfarið hvort verið sé að
hafa okkur að fíflum við búðar-
kassann.
Viðtalið
Þessi nýjasta matvöru-
verðsvakning náði hámarki í
mögnuðu viðtali við Jóhannes
Jónsson kaupmann i þættinum ís-
land í bítið á Stöð 2 í vikunni en
þar var saumað rækilegar og
harkalegar að Jóhannesi en
nokkrum öðrum viðmælanda í ís-
lensku sjónvarpi í háa herrans
tíð. Jóhannes var spurður um
álagningu í verslunum Baugs en
hafði ekki fyrr svarað en stjóm-
endur þáttarins dembdu yfír hann
margfalt hærri tölum, studdar
gögnum frá starfsmönnum og
fyrrverandi viðskiptafélögum Jó-
hannesar. Jóhannes sagði tölum-
ar „þvælu“ en þeim var óðara
varpað feitletruðum á skjáinn.
Sextíu prósent! Sjötíu prósent!
Margir hafa sjálfsagt hugsað Jó-
hannesi þegjandi þörfína þegar
þeir keyptu í matinn um kvöldið.
Sjötíu prósent!
Kemur engum við
Það var að vísu sitthvað grun-
samlegt við tölurnar. Ekki varð
betur séð en að inn í samanburð-
inn vantaði að taka tillit til flutn-
ingskostnaðar, tolla, vörugjalda
og virðisaukaskatts. Þáttarstjórn-
endur nefndu þetta raunar hafi ég
tekið rétt eftir. Prósentutalan var
þvi ekki bara feitletruð á skjánum
heldur lika feitari en efni stóðu
til.
Það breytir því auðvitað ekki
að hún var svo langt frá tölum Jó-
hannesar sjálfs að réttmætar
spurningar hlutu að vakna um
hvort hann hefði greint rétt frá.
Aðalatriðið er hins vegar þetta:
Það kemur engum við hver álagn-
ingin er í Bónus. Eða leggja menn
það í vana sinn þegar þeir fara á
hárgreiðslustofu eða veitingahús
að spyrja: Hver er eiginlega álagn-
ingin hjá ykkur? Nei, menn
spyrja um verðið og fara annað
telji þeir það of hátt.
Og séu kjörin hvergi hagstæð-
ari - eins og raunin hefur verið
með Bónus í hverri verðkönnun-
inni á fætur annarri - vaknar
þessi stóra spurning: Fyrst Bónus
leggur tugi prósenta ofan á verðið
„Þessi nýjasta matvöru-
verðsvakning náði há-
marki í mögnuðu viðtali
við Jóhannes Jónsson
kaupmann í þœttinum
ísland í bítið á Stöð 2 í
vikunni en þar var
saumað rœkilegar og
harkalegar að Jóhannesi
en nokkrum öðrum við-
mœlanda í íslensku sjón-
varpi í háa herrans tíð. “
hjá sér, hvers vegna treystir sér
enginn til að bjóða betur?
Barnanna bestir
Þegar rýnt er í vísitölur verður
ekki séð að matvöruverslunin sé
að færa sig upp á skaftið - eða
öllu heldur dýpra í vasa okkar
neytenda. Síðustu tíu ár - frá nóv-
ember 1992 til október 2002 - hef-
ur vísitala neysluverðs hækkað
um 38,8%. Á sama tíma hefur vísi-
tala matvöruverðs hækkað um
33,7%.
Það er rétt að stimpla þetta
rækilega inn: Síðustu tíu ár hefur
matvöruverð hækkað um 33,7%
en almennt verðlag í landinu um
38,8%.
Til gamans mætti nefna nokkra
sem hafa sannarlega fært sig upp
á skaftið. Vegna þess hvaða tölur
eru aðgengilegar hjá Hagstofunni
er miðað við síðustu fimm ár. Á
þessum tíma hefur almennt verð-
lag í landinu hækkað um 24,3%.
Tökum nú eftir:
Á sama tíma hefur tóbak hækk-
að um 54,6%, en það vegur þyngra
í útgjöldum meðalheimilisins en
grænmeti og kartöflur, svo að
dæmi sé tekið; hreinsun og við-
gerðir á fötum hafa hækkað um
34%; viðgerðir og viðhald bifreiða
um 73%; það er 53% dýrara að
fara á smurstöð nú en fyrir fimm
árum; strætisvagnar hafa hækkað
um 38,6% og leigubílar um 46%;
blóm eru 44,5% dýrari; kvik-
myndahús og myndbönd 31%; það
kostar 37,2% meira að fara á veit-
ingahús; hótel og gistiheimili hafa
hækkað um 42,7%; klippingin um
42,5%; skartgripir og úr um 46%;
dagmæður um 39%; og blessaðar
bílatryggingarnar um hvorki
meira né minna en 73%.
Þetta voru siðustu fímm ár. Á
sama tíma hefur mat- og drykkj-
arvara hækkað um 28,6% sem er
hlægilegt í samanburði við allt of-
angreint. Þess má líka geta að
fatnaður hefur lækkað um 8,6%
síðustu fimm ár en á þeim mark-
aði er Baugur fyrirferðarmikill,
bæði í gegnum Hagkaup og að
undanfornu í gegnum fjölda sér-
verslana með föt. Og samt er
kveinað og Jóhannes gerður að yf-
irskúrki.
Græögi neytenda
Tölurnar sem hér hafa verið
grafnar upp benda sem sagt ekki
til þess að Jóhannes sé barnanna
verstur þótt hann sé tekinn sér-
staklega fyrir. En hann verður að
sætta sig við að neytendur vilja
margir hverjir ekki bara lágt
vöruverð - þeir viija lægsta vöru-
verð sem kaupmaðurinn getur
boðið án þess að fara á hausinn.
Kenningin um að gróði fyrirtækja
sé af hinu vonda er lífseig.
Það er í sjálfu ser skiljanlegt og
ágætt að halda kaupmönnum við
efnið, fylgjast með, bera saman
verðlag í öðrum löndum og þar
fram eftir götunum. Og það má
vel vera að Jóhannes gæti boðið
miklu hagstæðara matvöruverð
án þess að fara á hausinn. Þing-
menn ætla að láta rannsaka það
og þá kemur kannski í ljós hvort
við þurfum að ganga í Evrópu-
sambandið til þess að tryggja
„Evrópuverð“ á matvælum eða
hvort kaupmönnum sé í lófa lagið
að færa okkur það þegar þeim
þóknast.
Það er hins vegar ljóst að óræk-
asta sönnunin fyrir meintri okur-
starfsemi Jóhannesar og félaga
hans væri að aðrir gerðu betur.
-
■hmHHBhí