Dagblaðið Vísir - DV - 19.10.2002, Page 16
16
LAUGARDAGUR 19. OKTÓBER 2002
Helgarblað_________________________________________________________________________________________________pv
William Faulkner:
„Þaö er ekkert nýtt hægt aö segja lengur. Shakespeare, Balzac, Hómer, skrifuöu allir um sama
efni og ef þeir heföu lifaö eitt til tvö þúsund árum lengur þá heföu útgefendur ekki haft not fyrir
aðra höfunda.“
Fangar listforms
Þrír merkir rithöfundar lýsa hér viðhorfi sínu til skáld-
skapar og ritstarfa. James Thurber sagöist alltaf vera að
semja, Wllllam Faulkner sagði pútnahús vera ákjósan-
legasta starfsumhverfi rithöfundar og Anthony Burgess
sagöi kvíðann sem fylgdi starfinu vera óþolandi.
í viðtali sagði William Faulkner eitt sinn: „Ef ég
hefði ekki fæðst þá hefði einhver annar skrifað verk
mín. Þrír menn eru sagðir hafa samið leikrit
Shakspeares. En það sem skiptir máli i sambandi
við Hamlet og Jónsmessunæturdraum er ekki hver
skrifaði leikritin heldur að þau voru skrifuð. Lista-
maðurinn sem persóna skiptir engu máli. Einungis
það sem hann skapar er mikilvægt, það er hvort eð
er ekkert nýtt hægt að segja lengur. Shakespeare,
Balzac, Hómer, skrifuðu allir um sama efni og ef
þeir hefðu lifað eitt til tvö þúsund árum lengur þá
hefðu útgefendur ekki haft not fyrir aðra höfunda.
Rithöfundurinn hefur einungis skyldu gagnvart
list sinni. Ef hann stundar starf sitt vel svífst hann
einskis. Öllu er varpað fyrir róða: Heiðri, stolti,
virðingu. öryggi, hamingju; öllu til þess eins að geta
lokið við verk sitt. Ef rithöfundur þarf að ræna móð-
ur sína til að ná árangri þá hikar hann ekki.
Það skiptir engu máli í hvaða umhverfi rithöf-
undur starfar. Ákjósanlegast væri að vera eigandi
pútnahúss. Þar er hið fullkomna starfsumhverfi rit-
höfundarins. Hann býr við fjárhagslegt öryggi og
pútnamamman sér um bókhaldið. Kvíði og hungur
hrjá hann ekki. Hann hefur þak yfir höfuðið og eng-
ar aðrar skyldur en að sjá um nokkra reikninga og
koma mútugreiöslum til lögreglunnar einu sinni í
mánuði. Á morgnana ríkir kyrrð og friður og þá er
besti tími dagsins til að skrifa. Það er nóg hægt að
aðhafast í samkvæmislífinu á kvöldin ef rithöfund-
urinn kærir sig um það og honum þarf þvi ekki að
leiðast. Allt heimilisfólk er konur sem sýna honum
virðingu.“
Óþolandi kvíði
Anthony Burgess sagði: „Draumalesandi minn er
fallinn kaþólikki og misheppnaður tónlistarmaöur,
nærsýnn, litblindur, heyrnarsljór og hefur lesið
sömu bækur og ég. Hann ætti einnig að vera á ald-
ur við mig.
En hversu langt heföi Shakespeare náð ef hann
hefði einungis ætlað sér að höfða til þröngs áheyr-
endahóps? Hann reyndi að höfða til allra, skapaði
allnokkuð fyrir fágaða gáfumenn og enn meira fyrir
þá sem kunnu einungis að meta kyrdíf og ofbeldi.
Ég skrifa ekki uppkast að verki. Ég skrifa fyrstu
blaösíðuna hvað eftir annað og fer síðan á blaðsíðu
tvö. Ég hrúga upp hverju blaðinu á fætur öðru,
hvert um sig í lokagerð og með tímanum er ég kom-
inn með skáldsögu sem að mínu mati þarfnast ekki
nokkurra leiöréttinga. Það væru eintóm leiðindi að
þurfa að endurskrifa heila bók.
Því eldri sem ég verð því ákafar langar mig að
njóta lifsins og því færri tækifæri hef ég til þess. Ég
held að mig hafi aldrei langað til að verða fangi list-
forms. Ég vildi að lífið væri mér auöveldara. Ég
vildi að ég hefði ekki þessa ábyrgðartilfinningu
gagnvart listinni. En umfram allt óska ég þess að ég
væri ekki undir þeirri kvöð að finnast ég verða að
skrifa vissar skáldsögur vegna þess að enginn ann-
ar mun skrifa þær. Ég vildi óska að ég væri frjáls-
ari. Ég kann vel við frelsið og held að ég hefði orð-
ið mun hamingjusamari ef ég hefði verið liðsforingi
á einhverri nýlendu og skrifað sérviskulegar skáld-
sögur í frítíma mínum.
Átta ára sonur minn sagði um daginn: „Pabbi, af
hverju skrifarðu ekki þér til skemmtunar?" Jafnvel
hann skynjar að starf mitt framkallar skapstyggð og
örvæntingu. Ætli ég hafi ekki verið hamingju-
samastur þegar ég var kennari og þurfti ekki að
hugsa um neitt sérstakt í frítíma mínum. Kvíðinn
sem fylgir þessu starfi er óþolandi. Fjárhagslegur
gróði bætir ekki upp orkutapið og hræðsluna við að
verk manns séu ekki nógu góð. Ég held að ef ég ætti
næga peninga myndi ég hætta að skrifa á morgun."
Forði sem endist
James Thurber var sjónskertur og var með ritara
sem skráði eftir honum. Þegar hann talaði um rit-
störf sín notaði hann þó orðið „skrifa" og sagði:
„Ritstörf mín byggjast að mestu á því að endur-
skrifa. Þau eru stöðug tilraun til að skapa áreynslu-
lausa lokaútgáfu. Saga mín, The Train on Track Six,
var skrifuð'fimmtán sinnum. í upphaflega handrit-
inu voru 240.000 orð og ég vann að henni í um það
bil tvö þúsund klukkustundir. Lokaútgáfan er um
20.000 orð.
Konan mín leit yfir fyrstu útgáfu af sögu sem ég
var aö skrifa fyrir ekki löngu síðan og sagði: „I guð-
anna bænum, þetta eru menntaskólaskrif." Ég sagði
henni að bíða eftir sjöundu útgáfu, þetta yrði allt i
lagi. Fyrsta og annað uppkast að öllu sem ég skrifa
er eins og eftir ræstingakonu.
Ég veit aldrei alveg hvenær ég er ekki að semja.
Stundum kemur konan mín til min í einhverju sam-
kvæminu og segir: „Fjandakomið, hættu að semja!“
Hún kemur venjulega að mér i miðri málsgrein. Eða
dóttir mín lítur upp frá hádegisverðinum og spyr:
„Er hann veikur?" „Nei,“ svarar konan mín, „hann
er að semja.“
Ég er sjónskertur og verð að hafa þennan háttinn
á. Ég skrifa samt stundum í bókstaflegri merkingu
þess orðs og þá með svartri krít á gulan pappír og
næ kannski tuttugu orðum á blaðsíðuna. Venjulega
eyði ég þó morgninum í að velta fyrir mér textan-
um. Síðdegis kalla ég til ritara og les henni fyrir. Þá
hef ég lagt á minnið um tvö þúsund orð. Það var tíu
ára þjálfun.
Ég skrifa vegna þess að það er svo gaman - jafn-
vel þótt ég hafi ekki sjón. Þegar ég er ekki að skrifa
er ég, eins og konan mín veit, vansæll. Ég óttast
ekki að missa andagiftina. Ég á nægan forða til að
endast mér út líflð.“
Ljóð vikunnar
Mikil eru verkin drottins
- eftir Benedikt Gröndal
Uppt' á himins blóum boga
bjartlr stjörnuglampar ioga,
yfir sjóinn undurbreiða
unaðsgeisla máninn slœr.
En hvað er fegurð himinsala?
Hvað er rós og blómin dala
móti djúpu meyjar auga,
mátt er allan sigrað fœr?
Þú sem þetta þegið hefur
þess af hðnd', er fegurð gefur:
Þlnn er mátturinn og dýrðin,
þér sé lof um ár og öldi
Undrastu ekki orðin þungu,
eignuð drottnl manns af tungu:
andinn guðs í öliu fögru
unir sér um dag sem kvöld.
55
Sjálfstætt fólk er
líftaug míncc
Anna Pálína Árnadóttlr
söngkona segir frá uppáhaldsbókunum sínum.
„Mér finnst ég aldrei
hafa lesið neitt!! Eftir dá-
litla umhugsun komst ég
að þvl að ég er meira
svona „handbókarmann-
eskja“ en skáldsagna.
Hvað um það ... þetta eru
þær bækur sem koma upp
í hugann:
1. í faðmi ljóssins eftir
Betty J. Edie.
Þetta er lýsing höfundar-
ins á dauðareynslu hennar
og lýsing á ýmsum atburð-
um í kjölfar þeirrar
reynslu. Mjög mögnuð
saga og hrífandi. Breytti
afstöðu minni til lífs og
dauða.
2. Sjálfstætt fólk eftir
Halldór Kiljan Laxness.
Það er auðvitað „klisja“
að nefna þessa bók. En ég
hafði hana með mér til
Bandaríkjanna þegar ég fór
skiptinemi fyrir allt of löngu síðan og hún var
líftaugin mín þetta ár og alltaf síðan.
3. Stóra draumaráðn-
ingabókin, eftir Símon
Jón Jóhannsson.
Þessi er alltaf á nátt-
borðinu minu. Ég hef
mjög gaman af að spá í
drauma og fletti iðulega
upp í þessari bók, sérstak-
lega ef mig dreymir sér-
stök mannanöfn.
4. Lækningamáttur
líkamans eftir Andrew
Weil.
Þetta er frábær bók um
hvernig við getum læknað
okkur sjálf af ýmsum
kvillum með réttu matar-
æði, réttri hugsun og
góðri hreyfingu.
5. Hýbýli vindanna og
Lífsins tré eftir Böðvar
Guðmundsson.
Þessar bækur eru meist-
araverk. Ég get lesið þær
aftur og aftur og aftur.
Staðfesting á
hæfileikum
ísrael - saga af manni
eftir Stefán Mána
Stefán Máni,
sem í fyrra sendi
frá sér hina stór-
góðu bók Hótel
Kalifornía, sann-
ar enn á ný
hæfileika sína.
ísrael er saga
Jakobs Jakobs-
sonar sem byrj-
ar nýtt líf á hverju ári. Um leið er
þetta þjóðarsaga síðustu áratuga.
Stefán Máni býr yfir stílgáfu, hefur
gott formskyn og sérstaka hæfileika
til að skapa eftirminnilegt andrúms-
loft. Afar góð skáldsaga frá höfundi
sem hefur alla burði til að komast í
fremstu röð.
Kvótíð
Vinátta getur breyst í ást
en ást getur ekki breyst í
vináttu.
-Byron
Allar bækur
H1. Ferðin til Samarika.
Harpa Jónsdóttir
2. Ríki pabbi, fátæki pabbi.
Robert T. Kiyosaki
3. Umkomuiausi drengurinn.
Dave Pelzer
4. Dönsk-isl/ísl-dönsk orðabók.
Orðabókaútqáfan
5. Líkami fyrir lífið. Bill Philip
6. Orðaheimur. Jón Hilmar Jónsson
7. Grafarþögn. Arnaldur Indriðason
8. Bókin mín um dýrin
9. Don Kíkóti I.
Miquel de Cervantes
10. Skák og mát. Anatolij Karpov
Skáldverk
1. Grafarþögn.
Arnaldur Indriðason
2. Don Kikóti I.
Miquel de Cervantes
3. Opinberunarbókin.
Rupert Thomson
4. Dauðarósir. Arnaldur Indriðason
5. Alkemistinn. Paulo Coelho
6. Glæpur og refsing.
Fjodor Dostojevski
7. Mýrin. Arnaldur Indriðason
8. Hobbitinn. J.R.R. Tolkien
9. Kaldaljós. Viqdís Grímsdóttir
10. Ást á rauðu Ijósi.
Jóhanna Kristjónsdóttir
Metsölulisti Eymundsson 9. -15. október
Kiljur
1. VIOLETS ARE BLUE.
James Patterson
2. THE KISS. Danielle Steel
3. ISLE OF DOGS. Patricia Cornwell
4. FOREVER. Jude Deveraux
5. RED DRAGON. Thomas Harris
Listinn er frá New York Times