Dagblaðið Vísir - DV - 19.10.2002, Page 17
DV-myndir ÞÖK
LAUGARDAGUR 19. OKTÓBER 2002
HeÍQctrblað DV
V
Látum ekki
beygja okkur
Matthías Sigurðsson er kaupmaður íEuropris sem er ný-
qræðingur á íslenskum matvörumarkaði. Hann talar við
DV um þrýstinginn frá risunum, siðferði íviðskiptum og
erfiða regnslu af gjaldþroti fjölskgldufgrirtækisins.
■ Sjá næstu opnu
Matthías Sigurðsson er enginn nýgræðingur í mat-
vöruverslun. Það má segja að honum sé kaupmennsk-
an runnin í merg og bein því hann er alinn upp í mat-
vöruverslun frá því hann var nógu stór til þess að ná
upp á afgreiðsluborðið. Þetta var í matvöruverslun-
inni Viði í Austurstræti og Starmýri sem var ein
þekktasta verslun á sinu sviöi í Reykjavík.
Það eru uppi sérstakar aðstæður á matvörumarkaði
um þessar mundir þar sem segja má að einn aðili ráði
yfir ríflega 60% markaðarins. Það hlýtur að vekja at-
hygli þegar nýir aðilar ákveða að ráöast til inngöngu
í þá ljónagryfju sem sagt er að matvörumarkaðurinn
á íslandi sé. Það gerði Matthías og félagar hans, Ottó
og Lárus Guðmundssynir, þegar þeir opnuðu lágvöru-
verslunina Europris við Lyngháls 21. júlí í sumar. í
haust var svo verslun númer tvö opnuð viö Skútuvog.
Nýlegar verðkannanir sýna að Europris sækir á og
nýtur vaxandi hylli neytenda.
DV hitti Matthías kaupmann í morgunkaffi á kaffi-
húsi úr símafæri og byrjaði á að spyrja hann hvernig
gengi.
„Undirtektirnar hafa verið góðar og þegar við opn-
uðum seinni verslunina í Skútuvogi hefur hún reynst
hrein viðbót viö viðskiptin sem fyrir voru á Lyng-
hálsi.
Það er afar gott að vera í Skútuvoginum, mikil um-
ferð af fólki og stór fyrirtæki í nágrenninu en slikt
umhverfi hentar matvöruverslun mjög vel. Þar sem
góð fyrirtæki koma saman þá styrkja þau hvert ann-
að þótt þau séu í sömu grein.
Viðskiptavinurinn getur þá valið en það er hann
sem er húsbóndinn," segir Matthías.