Dagblaðið Vísir - DV - 19.10.2002, Page 26

Dagblaðið Vísir - DV - 19.10.2002, Page 26
26 Helcjarblctð H>V LAUGARDAGUR 19. OKTÓBER 2002 Veðjar á fortíðina „Ég vil hefja til vegs á nýjan leik þá fjölþættu starfsemi sem einu sinni einkenndi þetta hús,“ seg- ir Óttar Felix, athafnaskáld og verndari Austur- bæjarbíós eða Samkomuhússins við Snorrabraut, eins og það nefnist í dag. „Þar á ég við menningar- atburði eins og tónleika, leikrit, söngleiki og ýmsa atburði sem geta rúmast í þessu fallega húsi.“ Nú þegar hafa færeyskir listamenn troðið upp og eftir helgi getur fólk barið augum söngkeppni unglinga á vegum ÍTR og seinna í haust verða haldnir út- gáfutónleikar, hárgreiðslu- og þolfimikeppni. í stuttu máli er ásóknin mikil eins og Óttar Felix segist hafa búist við. „Ýmsum finnst það feigðarflan að veðja á fortíð- ina,“ segir Óttar Felix þegar ég spyr hann hvort Austurbæjarbíó hafi ekki verið bam síns tíma. „Ég er í samkeppni við sjónvarpið og Internetið og það getur vissulega verið erfitt að fá fólk út á kvöldin þó að það hafi verið létt einu sinni. Austurbæjar- bíó hefur samt upp á að bjóða fínan hljómburð, hlýlega og góða aðstöðu og ef það er frambærileg skemmtun i boði þá er hægt að ná í fólk. Það sak- ar því ekki að láta á þetta reyna. Svo er þetta líka svo fallegt hús og heilmikil saga tengd því svo að það væri synd ef það hyrfi af sjónarsviðinu strax." „Hvernig viðbrögð hefuröu fengið?" spyr ég. „Mjög góð,“ svarar hann. „Flestir fagna þessu og segja að þetta sé lofsvert framtak og ég vona að þetta sé almennt viðhorf gagnvart þessu brölti mínu. Ef það eru einhverjar efasemdir þá eru þær fyrst og fremst í kollinum á mér. Það er ekki nóg að segja að Austurbæjarbíó sé opiö því ég verð að bjóða upp á skemmtun sem fellur í kramið hjá fólki í dag. Ég ætla ekki að leita aftur til fortíðar með skemmtiatriði. Það er nóg til af framsæknum listamönnum á Islandi í dag sem ég vil að Austur- bæjarbíó hýsi. Ég er ekki í nokkrum vafa að þetta fólk á eftir setja mark sitt á húsið og að mínu mati er þetta helsta áskorunin við þetta verkefni. Einnig hef ég fengið til liðs við mig ungu mennina hjá auglýsingafyrirtækinu DBT til að hjálpa mér að markaðssetja Samkomuhúsið við Snorrabraut." Hugmyndin var ekki búin að gerjast lengi þegar Óttar ákvað að láta til skara skríða. Hugmyndin kviknaði þegar kvikmyndasýningum var hætt fyrr á árinu. „Ég hafði heyrt að menn hefðu keypt það til niðurrifs og þannig leiddi eitt af öðru.“ „Hvernig varð þér við þegar þú heyrðir að til stæði að rífa Austurbæjarbíó?" spyr ég. „Borgin okkar er miklum breytingum undirorp- in á hverjum tíma og á síðustu árum hef ég upplif- að miklar breytingar á bæjarmyndinni - þú þarft ekki annað en að ganga niður Laugaveginn eða Austurstræti til að sjá að það er búið að fjarlægja byggingar sem settu svip sinn á bæinn. Þetta er daglegt brauð en við megum samt ekki vera grand- varalaus gagnvart þessum hlutum. Við verðum að vera á varðbergi og meta hverju sinni hvað hefur gildi og hvað ekki. Samkomuhúsið við Snorrabraut hefur mikið gildi vegna staðsetningar og mögu- leika. Oft er talaö um mikilvægi þess að gæða mið- bæinn lífi og það hlýtur því að liggja í augum uppi að viðhald og menningarstarfsemi í Austurbæjar- bíói er stór þáttur í þeirri viðleitni." Man eftir þrjúbíói á sunnudögum Austurbæjarbíó var byggt á árunum 1945 til 1947. Það voru frumkvöðlamir og bræðurnir Ólafur Þor- grimsson hæstaréttarlögmaður og bróðir hans Kristján sem gerðu með sér félag með eigendum Nýja Biós, þeim Guðmundi Jenssyni og Bjarni Jónssyni, ásamt hinum merka menningarvita Ragnari í Smára en hann var formaður Tónlistar- félags Reykjavíkur á þessum tíma. Austurbæjarbíó var vigt þann tuttugasta og fimmta október árið 1947 þegar myndin Ég mun ætíð elska þig var sýnd. „Þaö er skemmtileg tilviijun að við séum að opna um þessar mundir," segir Óttar Felix. „Við erum að fagna því að það eru fimmtíu og fimm ár síðan húsið var opnað.“ „Þetta hús á sér magnaða sögu,“ segir hann. „í Það er ekki nóg að segja að Austurbæjarbíó sé opið. Ég verð að bjóða upp á skeinmtun sem feliur í kramið hjá fólki í dag. DV-mviid ÞÖK Ottar Felix Hauksson hefur leiqt gamla Austurbæjarbíó og ætlar að i/eðja á fortíð- ina. I i/iðtali i/ið DV segir hann frá áhættunni sem fqlqir fortíðarþránni og minningunum sem hann á um þennan stað íhjarta borgarinnar. gamla daga setti Leikfélag Reykjavíkur oft upp revíur og ef það komu ekki nógu margir á alvar- legu stykkin í Iðnó þá settu menn upp farsa á fjöl- um Austubæjarbíós." „Hverjar eru þinar fyrstu minningar um þetta hús?“ spyr ég. „Ég man efir þrjúbíói á sunnudögum sem barn. Þá sá ég myndirnar um Roy Rogers og hestinn hans Trigger. Um 1960 var ég í tónlistarskóla og vinkona mín rifjaði það upp fyrir mér að við vor- um vön að fara eftir skóla á klassíska tónleika. Þegar ég var unglingur reið poppbylgjan yfir og ég man eftir mörgum frábærum tónleikum í Austur- bæjarbíói. Fyrst komu Swinging Blue Jeans og síð- ar Kinks, sem heimsóttu okkur reyndar tvisvar. Síðan spilaði ég sjálfur þarna í hljómsveitinni So- net og enn síðar átti ég eftir að setja upp tónleika þarna með öðrum hljómsveitum." „Þú ert ekkert hræddur um að krakkarnir rífi bökin af stólunum eins og þeir gerðu á Kinks forð- um?“ spyr ég. „Það var auðvitað mikil ákefð á svona tónleikum en þá rétt eins og í dag voru til skemmdarvargar sem gengu illa um,“ segir Óttar Felix brosandi. Góð saga má eldd gjalda sannleiltans Óttar Felix hefur verið viðloðandi afþreyingar- iðnaðinn i tæplega fjörutíu ár. Hann hefur spilað með mörgum hljómsveitum, m.a. Sonet, Pónik og nú síðast Pops. Hann vill ekki viðurkenna að hann sé athafnaskáld og segist vinna „átta til sjö“ vinnu. „Starf mitt undanfarin ár hefur tengst tónlistinni, „ segir hann. „Ég rek heildsöluna Sónet og flyt inn tónlist. Síðan hef ég verið að vinna með Hljómum og svo spila ég með Pops einu sinni ári. Ég er einn af þeim heppnu því ég er að fást við hluti sem ég hef gaman af.“ Þegar Bítlamyndin Hard Days Night var sýnd í Tónabíói árið 1964 komst Óttar Felix í fréttirnar því hann hafði séö myndina oftar en flest annað fólk. Sá orðrómur hefur verið á kreiki lengi að unglingurinn hafi ekki séð myndina nærri því eins oft og hann lét uppi og að þetta hafi verið markaðs- brella hjá forsvarsmönnum Tónabíós. Ég spyr hann því að lokum, til að útkljá málið endanlega, hve oft hann hafi séð myndina. Óttar Felix bíður smástund áður en hann svarar og segir loks: „Ætli ég svari þessu ekki þannig að góð saga má aldrei gjalda sannleikans." -JKÁ

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.