Dagblaðið Vísir - DV - 19.10.2002, Qupperneq 28
28
H&Iqcírblað !0'Vr LAUGARDAGUR 19. OKTÓBER 2002
Að gefa út bók er að
rétta upp hönd og
hafa eitthvað að segja
Jón Ynqvi Jóhonnsson, qaqn-
rqnandi DV, hitti Mikael
Torfason á Bo-Bi bar íKaup-
mannahöfn oq talaði við
hann um nqju skáldsöquna,
íslenskar oq danskar bók-
menntir, skqldur rithöfunda
oq qmisleqt fleira.
Nýjasta skáldsaga Mikaels Torfasonar heitir Samúel
og kemur út um þessar mundir. Samúel er íslendingur
sem er búsettur í Danmörku. Hann þjáist af mögnuð-
um ranghugmyndum um sjálfan sig og konuna sína,
sem kannski er mamma hans, og hann hyggur á
heimsbyltingu. Útlendingahatrið í Danmörku og
ástandið i Mið-Austurlöndum verða til þess að Samúel
einsetur sér að gera byltingu gegn veruleikanum.
Hann er búinn að sjá í gegnum allt og með hjálp
átonómanna á Norðurbrú, róttæklinga sem sérhæfa
sig í mótmælum og spellvirkjum, ætlar Samúel að
svipta hulunni af blekkingum heimsins. í Samúel eru
engin smámál á dagskrá, trúarbrögð, pólitík og geð-
veiki fléttast saman við róttæka heimspeki Nietszches
og Baudrillard, en bókin er samt fyrir alla og á erindi
til allra, enda Mikael sannfærður um að rithöfundar
sem vilja ekki ná til lesenda eigi ekki að skrifa bækur.
Sjálfur hefur Mikael Torfason búið í Danmörku í
nokkur ár. Á næstunni kemur Heimsins heimskasti
pabbi út á dönsku og allar líkur eru á að Samúel fylgi
í kjölfarið.
En við ætlum ekki að tala um sigra Mikaels í útlönd-
um, heldur Samúel og 68 kynslóðina, atómskáldin sem
stálu ljóðinu, skyldur rithöfunda og ýmislegt fleira.
Við byrjum á uppáhaldsskotmarki Mikaels: 68 kynslóð-
inni - kynslóð foreldranna.
Að breyta sjálfum sér en ekki heimin-
um
- Bæði í Heimsins heimskasta pabba og núna í Sam-
úel er einhver reiði og uppgjör í gangi. En reiðin bein-
ist ekki endilega gegn þessari eilífu leit 68 kynslóðar-
innar eða draumum sem hafa verið sviknir. Það er
meiri reiði út í hina endalausu úrvinnslu, út i fólkið
sem er alltaf „að vinna í sínum málum“?
„Já, þetta er svona eins og með pólitíkusa. Maður
veit að þeir meina vel og allt það en það sem þeir gera
er bara endalaust hjakk. Þannig er það líka með þessa
endalausu sjálfsskoðun og sjálfshjálp sem' er í Samúel.
í staðinn fyrir að breyta sögunni og heiminum þá er
fólk alltaf að reyna að breyta sjálfu sér og hjakkast í
því. En svo deyr það hvort sem er.
Ég veit það ekki, ég held samt að fólk taki þetta
stundum rosalega hátíðlega. Eins og með Heimsins
heimskasta pabba, fólk tók hana geðveikt hátíðlega
eins og t.d. þessa gagnrýni á 68 kynslóðina, og eins
þétta með skilnaði. Fólki fannst ofboðslega merkileg
tíðindi að ég væri einhvern veginn á móti þeim og
vildi snúa aftur til einhverrar fortíðar og bla bla bla.
Fólk heldur ótrúlega oft að maður hafi einhverjar
skoðanir bara af því að persónurnar í bókunum manns
hafa þær.“
- En á þetta bara við um skoðanir? Slengir fólk ekki
saman þér og persónunum í sambandi við framkomu
og hreinlega oröbragð? Heimsins heimskasta pabba er
haldið saman af skít og í Samúel er það píkan sem ber
uppi mikið af myndmálinu. Nöfnin sem hann velur
mömmu sinni og þeirri sem hann heldur að sé konan
sín eru t.d. ekki alltaf falleg.
„Ja, sumir geta náttúrlega alls ekki lesiö bækurnar
mínar. Ég man þegar ég skrifaði Falskan Fugl. Ég átti
eina mjög góða vinkonu sem ég hafði oft rætt við um
bókmenntir og svona - hún var amma vinar mins. Við
vorum svona guttar að þykjast vera voða intellektúal
og ræða málin. Hún var islenskukennari og voða góð
við okkur. Ég lét hana hafa Falskan Fugl í handriti,
vildi endilega að hún færi yfir stafsetningu og svona
áður en ég færi að senda hana lengra. Hún gat ekki
klárað bókina. Hún bara skildi þetta ekki. Samt þekkti
hún mig náttúrlega fyrir. En það eru líka margir sem
eiga í vandræðum með að hitta mig eftir að hafa lesið
bækurnar, af því að persónurnar eru þannig."
- En samsamar þú þig persónunum að einhverju
leyti meðan þú ert að skrifa?
„Ég verð svo manískur meðan ég er að skrifa bæk-
urnar og það verður ekki alveg meðvitað hvemig per-
sónan þróast. Nú er ég búinn að vera í tvo mánuði á
geðveikum bömmer af því að þetta er búið. Ég var
meira að segja farinn að skrifa greinar á strik.is um
deiluna milli ísraelsmanna og Palestínumanna sem
voru eins og Samúel hefði skrifað þær. Þetta voru mín-
ar skoðanir að einhverju leyti en þetta ruglast allt í
hausnum á mér. Ég get alveg þekkt þessar skoðanir í
mér, en þær voru samt einhvern veginn bara hluti af
stemningunni. Ég horfði á fréttir allan sólarhringinn
og var inni á öllum vefsíðum um málið, af því að þetta
var áhugamál hans, og síðan eftir að ég var búinn hef
ég ekki getað horft á fréttir. Ég datt bara út úr fréttun-
um og hef ekki hugmynd um hvernig staðan er í mál-
um Palestínu og ísraels, sem ég var meö alveg á hreinu
og hélt um brjálaðar ræður í öllum partíum."
- Falskur Fugl, og núna Samúel eru rosalega samfé-
lagslegar bækur. Það er hægt að lesa Falskan Fugl og
örugglega Samúel lika sem félagslegt raunsæi, og vel
hægt að finna sálfræðilegar og félagslegar skýringar á
geggjun Samúels.
„Það kemur líka frá mér, allt í kring um mig. Ég hef
alltaf búið í samfélagi vina og nánustu fjölskyldu sem
hefur ótrúlega mikil áhrif á mig. Þar hefur fólk verið
í sértrúarsöfnuðum og ég hef gengið til sálfræðings og
ég var ofsalega ofbeldisfullur unglingur og alls konar
eyðileggjandi hlutir í mínu fari og vina minna. Þetta
má alveg heita félagslegt raunsæi, en þetta er bara
raunveruleiki sem ég þekki sem kemur þarna fram.
Þetta er ekkert svo meðvitað að það eigi að vera ástæð-
ur fyrir því að maður fari út í að vera t.d. manio
depressiv, og ég hef reynt að forðast að hafa hlutina of
einfalda."