Dagblaðið Vísir - DV - 19.10.2002, Síða 36
36
HelQa rblaö DV
LA.UGARDAGUR
OKTÓBER 2002
Verndardýr-
lingur listanna
I mörg ár seldi Ólafur Maríusson föt og
fékk máluerk ístaðinn. Um næstu helgi
ætlar hann að halda sölusýningu á verkum
Jóhannesar Geirs. I uiðtali við DVsvarar
hann þvíhvers vegna hann skaut skjóls-
húsi yfir fátæka listamenn.
Ólafur Maríusson raálaði sem lítill drengur en fannst
hann aldrei ná almennilegum tökum á tækninni. Þegar ég
heimsæki hann í Hafnarfjörö verður mér samt strax ljóst
að hér er á ferðinni mikill smekkmaður. Garðurinn er
hreint listaverk og innandyra eru allir veggir þaktir mál-
verkum. Þarna má finna mörg málverk eftir fremstu lista-
menn þjóðarinnar, m.a. Magnús Tómasson og þá Jóhann-
es Kjarval og JóhcUines Geir. Á laugardaginn eftir viku
verður opnuð sölusýning á pastelmyndum hins síðar-
nefnda sem Ólafur hefur átt í mörg ár.
Ólafur var annar eigenda herrafataverslunarinnar P &
Ó ásamt Pétri Sigurðssyni. „Kjarval var góður vinur
minn,“ segir Ólafur brosandi og bendir á teikningu eftir
Kjarval. „Ég man alltaf eftir því þegar hann kom í heim-
sókn í búðina eftir góðan dag á vinnustofunni. Hann kom
inn til okkar og fyrir utan var leigubíll með fullt aftursæt-
ið af málverkum. Þá sagði hann gjarnan: „Jæja strákar,
Mynd af konu með læri: Myndirnar á sýningunni eru
frá árunum 1963-1970. Margir telja að á þessum
árum liafi Jóhannes Geir málað þær myndir sem muni
halda orðstír hans á lofti. Sumir telja að kraftinn sem
í myndunuin býr megi skýra út frá persónulegum að-
stæðum listainannsins. Þessar niyndir virðast hafa
hjálpað honum í því sálarstríði sem hann stóð í því
myndir sem hann málaði síðar voru yfirvegaðri. Þessi
mynd sýnir þungbúna konu með kjötlæri.
Mynd af Esjuuni: Séð yfir Laugarnesið.
Ólafur Maríusson er orðinn áttatíu og eins árs. Hann ætlar að selja málverkin sín því „mcnn geta ekki átt allt“.
DV-mynd Teitur
nú fáum við okkur smá „gillegogg" og átti þá við hvítvín
eða rauðvín. Við fórum heim til hans og hann sauð ýsu
og við skoðuðum málverkin hans og spjölluðum um allt
undir sólinni. Kjarval var afar skemmtilegur maður. Hon-
um fannst t.d. svo frískandi að færa til húsgögn þar sem
hann bjó að hann hafði þau öU á hjólum. Eins og gefur að
skilja þá var ekki hægt að styðja sig við skápa eða hillur
heima hjá honum,“ segir Ólafur og manni verður strax
ljóst að hér er maður sem hefur ekki einungis unun af fal-
legri list heldur er hann líka hugfanginn af listamönnun-
um sjálfum.
Alinn upp við list
Svo hugfanginn var hann reyndar af list og listamönn-
um að hann skipti á fatnaði og fékk málverk í staðinn.
„Kynni mín og Jóhannesar Geirs voru fyrst og fremst við-
skiptalegs eðlis,“ svarar Ólafur þegar ég spyr hann hvers
eðlis samband hans við listamanninn hafi verið. „Ég
hafði haft augastað á honum lengi. Mér fannst hann sjálf-
ur vera skemmtilegur en það var áhugi minn á hans list
sem dró okkur saman. Hann hafði frumkvæði að þeim
samningi sem við gerðum á milli okkar og sá samningur
var virkur allt þar til við lokuðum búðinni," segir Ólafur.
„Hann kom til okkar með möppu og í henni voru
pastelmyndir. Við þáðum myndirnar að sjálfsögðu og
hann mátti taka út föt á sig og fjölskyldu sína. Hann var
auðvitað ungur og bláfátækur listamaður á þessum árum
og við elskuðum list, þannig að þetta kom sér vel fyrir
báða aðila.“
„Þetta er kannski ekkert ósvipað þvi þegar listelskir
konungar eða furstar fyrr á tímum borguðu listamönnum
fyrir listaverk," segi ég.
Ólafur kinkar kolli en virðist ekki vera fulkomlega
sammála. „Þetta er kannski ekki óskylt," segir hann loks.
„Þegar ég var ungur drengur bjó ég með fjölskyldu minni
við þröngan kost í kjallara í húsi sem var í eigu Markús-
ar Ivarssonar sem rak og átti vélsmiðjuna Héðin. Markús
var listelskur mjög og ég man eftir því þegar hann kom
hjólandi heim úr vinnunni, grútskítugur upp fyrir haus,
en með málverk undir handleggnum. Þetta voru myndir
eftir menn eins og Kjarval og hann hafði ekkert pláss fyr-
ir þær allar heima hjá sér þannig að margar rötuðu nið-
ur í kjallara til okkar. Það sem ég gerði var i raun ekkert
ósvipað því sem Markús gerði nema hvað að Jóhannes
Geir fékk fatnað hjá mér.“
„Varstu áhugamaður um list strax frá barnæsku?" spyr
ég.
„Já, eins og ég sagði áðan þá voru verk eftir alla gömlu
meistarana hangandi á veggjum heima hjá mér. Þetta ólst
ég upp við og ég man hvernig Markús kenndi mér að
njóta verkanna. Hann náði sér í blað, bjó til kramarhús
til að einangra myndina þannig að það var ekkert í kring-
um myndina sem truflaði. Ég er alinn upp við þetta og
áhuginn sem kviknaði á þessum árum dofnaði aldrei.“
Getur ekki átt allt
Myndirnar sem verða til sölu á sýningunni eru frá ár-
unum 1963 til 1970 og hefur verið sagt um myndirnar að
þær eigi sér enga hliðstæðu í íslenskri myndlist því ofs-
inn og tilfinningahitinn sé svo mikill. „Þessar myndir eru
sérstaklega merkilegar því þetta eru frumdrögin að mó-
tívum sem síðar áttu eftir að verða stærri myndir. Að
mínu mati er neistinn sterkari á þessum myndum, hann
var mjög fljótur að gera þær þannig að verkin eru gagn-
sýrð af tilfinningum.“
„Þú ert búinn að eiga þessar myndir í mörg ár, er ekki
erfitt að missa þær?“ spyr ég.
„Nei, það er ekki erfitt. Eins og þú sérð eru mörg mál-
verk uppi á vegg hjá mér en megnið af þeim hefur verið
í geymslu. Ég hef ekkert pláss fyrir þetta allt saman og
þessar myndir eru það fallegar að þær eiga að vera til
sýnis. Þar fyrir utan ætla ég að selja húsið því ég er orð-
inn einn og ekki get ég tekið allar þessar myndir með
mér. Hugmyndin að þessari sýningu er kannski fyrst og
fremst komin frá Aðalsteini Ingólfssyni listfræðingi.
Hann skoðaði myndirnar og hans skoðun var sú að þær
væru góðar og frá sérstöku tímabili í lífi listamannsins og
því sniðugt að halda sölusýningu. Það hefur verið ótrú-
lega skemmtilegt að fara í gegnum þessar myndir og ým-
islegt rifjast upp. En maður getur ekki átt allt, sérstaklega
þegar maöur eldist.“
Þrátt fyrir að Ólafur sé kominn á níræðisaldur litur
hann ótrúlega vel út og útgeislunin núna er eflaust álíka
mikil og þegar hann seldi föt á herra áður fyrr. „Lykill-
inn að hamingjusömum efri árum er að spila golf,“ segir
Ólafur. „Og þar fyrir utan hef ég alltaf tamið mér jákvæða
hugsun. Maður á aldrei að gera neinum neitt vísvitandi,"
segir Ólafur og botnar síðan setninguna eftir svolitla um-
hugsun: „Þaö er algjört „möst“.“
JKÁ