Dagblaðið Vísir - DV - 19.10.2002, Qupperneq 52
!
'
56
HelQarblctcf I>V
LAUGARDAGUR 19. október 2002
Skemmtilega
breyttur sportjeppi
með evrópskri vél
Cherokee sportjeppinn kom fyrst á markaðinn sem
sportjeppi árið 1984. Þetta er þriðja kynslóðin en önnur
kynslóðin kom árið 1993. Lítið hefur verið um innflutn-
ing á honum á allra síðustu árum, allt frá því að Jöfur
lagði upp laupana. Nokkur kippur hefur þó verið í inn-
flutningi hans á þessu ári og hafa aðallega tvær bílasöl-
ur flutt inn nokkra tugi slíkra á árinu, önnur þeirra Nýr
bíll ehf. sem við prófuðum bíl frá. Ræsir hefur ekki haf-
ið innflutning á bílum frá Chrysler enn þá en vænta má
kynningar á Cherokee og fleiri bílum í nóvember. DV-bíl-
ar prófuðu einn 35 tommu breyttan bíl og einnig óbreytt-
an til samanburðar.
Með ítalskri dísilvél
- >
Prófunarbíllinn var af Evrópugerð, vélin í bílnum er
ítölsk að hönnun og skilar 140 hestöflum að hámarki.
Hún hefur gott tog við allar aðstæður þótt upptakið
mætti vera betra. Taka skal þó fram að óbreytt drif voru
í prófunarbílnum en með lækkuðum drifhlutföllum
myndi upptakið verða frískara. Þeir bílar sem Ræsir
munu flytja inn eru allir
með V8 bensínvélum eða 2,7
litra dísilvélinni úr M-jepp-
anum frá Benz. Sú vél hefur
reynst mjög vel í Benz jepp-
anum og engin ástæða til að
ætla annað en að hún geri
það líka í Grand Cherokee.
Hún er 163 hestöfl og hefur
snúningsvægi upp á 370 Nm.
Evrópska VM vélin hefúr þó
aðeins meira tog, 385 Nm
sem finnst vel við erfiðari
aðstæður.
Myndi ráða við 36
tommur
Bílnum er vel breytt af
Jeppaþjónustunni og enga
hnökra að finna á breyting-
unni sjálfri. Allar stífufest-
ingar eru færðar niður til
samræmis við hækkunina og
dekk rekast aldrei í. Myndi
bíllinn eflaust ráða við að-
eins breiðari 36 tommu dekk
með sömu breytingu. Bíllinn
, u-w, —“—~~~~*
BREYTINGAR:
Hækkun á grind: 80 mm
Afturhásing færð aftur: 25 mm
Dekk: 35" BF Goodrich All Terrain
Felgur: 10x15
Brettakantar: Formverk
AÐRAR BREYTINGAR
Klippt úr framan og aftan, Gangbretti, Aurhlífar
VERÐ BREYTINGA
Breytingaraðili: Jeppaþjónustan
Laredo: 790.000 kr.
Limited: 740.000 kr.
er búinn svokölluðu Quadra-Trac kerfi, en það er við-
námskúpling í millikassanum sem jafnar átak milli fram-
og afturhjóla. Gallinn við það kerfi er sá að ef til dæmis
framdrifið fer er ekki hægt að aftengja það sem gæti
komið sér illa á fjöllum. Myndi undirritaður frekar kjósa
hefðbundið Command Trac drif, eða Selec-Trac sem get-
ur læst mismunadrifinu í miilikassanum. Sjálfskiptingin
er fuUkominn enda byggir hún á hinni sterku 727 skipt-
ingu og ætti því að þola vel öll átök sem breyttur jeppi
getur lent í.
Góð fjöðrun fyrir jeppa
Einn af helstu kostum bílsins fyrir breytingar er sú
staðreynd að hann er á heilum hásingum að framan og
aftan. Það þýðir að bíllinn er á gormum allan hringinn
sem er alltaf kostur í breyttum bílum. Að vísu er fjöðr-
unin frekar mjúk þegar lagt er mikið á bilinn á malbiki
og leggst hann dálítið til hliðanna, en hún étur allar
ójöfnur á grófari vegum og veghljóð þar er einnig mjög
lítið. Við prófuðum einnig óbreyttan bíl til samanburðar
og var hann eins að öllu leyti nema í innréttingu enda sá
bíll í Limited útgáfu með leðurinnréttingu. Leðurinnrétt-
ingar eru mikOl kostur á breyttum fjallajeppum sem
þurfa að þola mikið álag á innréttingu en ekki er fyrir
henni að fara í Laredo útgáfunni. Hún er hins vegar stað-
albúnaður í Limited sem er mun dýrari kostur enda
miklu meiri búnaður i þeim bíl. Því myndi borga sig að
klæða innréttingu Laredo bílsins sem er fúll boðlegur að
öðru leyti. Annað kom líka á óvart, en í báðum.bílunum
fannst undirrituðum stýrið frekar þungt, sérstaklega í
samanburði við hversu létt stýrið var í gamla bilnum.
Vinnslan í óbreytta bílnum var einnig betri eins og fyr-
irfram var búist við. Hvað varðar verðið er það svipað á
Limited bilnum og M-jeppanum. Breytingamar eru örlít-
ið dýrari á Laredo útgáfunni þar sem sprauta þarf neðri
hluta stuðara til samræmis. -NG
JEEP GRAND CHEROKEE LAREDO
Vél: 3,1 lítra, 5 strokka dísilvél með forþjöppu
Rúmtak: 3124 rúmsentímetrar
Þjöppun: 21:1
Gírkassi: 4ra þrepa sjálfskiptur
UNDIRVAGN:
Fjöðrun framan: Öxull á gormum
Fjöðrun aftan: Öxull á gormum
Bremsur: Loftkældir diskar/diskar, ABS, EBD
Dekkjastærð: 205/70 R15
YTRI TÖLUR:
Lengd/breidd/hæð: 4610/1840/1760 mm
Hjólahaf/veghæð: 2690/210 mm
Beygjuradíus: 11.1 metrar
INNRI TÖLUR:
Farþegar m. ökumanni: 5
Fjöldi höfuðpúða/öryggispúða: 4/2
Farangursrými: 1105-2060 lítrar
HAGKVÆMNI:
Eyðsla á 100 km: Vantar uppl.
Eldsneytisgeymir: 78 lítrar
Ábyrgð/ryðvörn: 1/6 ár
Grunnverð Laredo: 4.790.000 kr.
Umboð: Nýr bíll ehf.
Staðalbúnaður: Rafdrifnar rúður og speglar, aðfellan- legir speglar, 2 öryggispúðar, geislapilari, skriðstillir í styri, alfelgur, þokufjós, fjarstyrðar samlæsingar, raf- dnfin sæti, aksturstölva, utvarp og geislaspilari
SAMANBURÐARTÖLUR:
Hestöfl/sn.: 140/3600
Snúningsvægi/sn.: 385 Nm/1800
Hröðun 0-100 km: Vantar uppl.
Hámarkshraði: 170 km/klst.
Eigin þyngd: 1856 kg
" ' in"""*n" "" ' ' ' " _ rr,, J
© Bíllinn er verklegur á 35 tomma dekkjunum og breiðari 36 tomma dekk myndu líklega sleppa undir án vandræða. © Chrysler keypti nýlega VM vélaverksmiðjuna og kemur ítalska vélin vel út. ® Farangúrsrými er með besta móti í Cherokee. © Innréttingin er einföld og sportleg í Laredo en laus við leðrið. Taltið eftir hvítum mælaborðsbotnum.