Dagblaðið Vísir - DV - 19.10.2002, Side 56
•***»> eo
HelQorblctö H>V LAUCARDAGUR 19. OKTÓBER 2002
islendingaþættir
Umsjón
Kjartan Gunnar
Kjartansson
Hannes Jónsson
fyrrv. sendiherra verður 80 ára á sunnudaginn
Dr. Hannes Jónsson, fyrrv. sendiherra, Gullsmára
10, Kópavogi, verður áttræður á morgun.
Starfsferill
Hannes fæddist í Reykjavík og ólst þar upp. Hann
lauk iðnskólaprófi í Reykjavík 1942, Samvinnu-
skólaprófi 1944, sveinsprófi í prentiðn sama ár,
bandarísku stúdentsprófi (CBEE) til inntöku í
Rutgers University 1946 en hafði undanfarið ár verið
við undirbúningsnám í Rider Coliege, N.J. Á árinu
1948 lauk hann BA-prófi í félagsfræði og hagfræði við
Rutgers University og 1949 MA-prófi í sömu greinum
frá University of North Carolina, Chapel Hill. Hann
lauk doktorsprófi í þjóðfélagsfræði og þjóðarétti frá
Vínarháskóla 1980.
Hannes var sendill og síðar útibústjóri við
Vesturgötuútibú Silla og Valda 1935-40, prentnemi og
prentari í Gutenberg 1940-45, blaðamaður á Vísi 1948,
fulltúi hjá SÍS 1949-52, starfsmaður Framsóknar-
flokksins 1952-53, embættismaður í utanríkis-
þjónustunni 1953-89, starfaði þá m.a. sem sendiráðs-
ritari í Bonn og London, fulltrúi og deildarstjóri í
utanríkisráðuneytinu í Reykjavík, sendiráðunautur
og viðskiptaráðunautur í Moskvu, varafastafulltrúi
hjá SÞ og ræðismaður í New York, blaðafulitrúi
ríkisstjórnarinnar 1971-74, sendiherra í Moskvu og
jafnframt i Búkarest, Berlín, Búdapest og Soffíu
1974-80, og í Úlan Bator í Mongólíu 1977-80,
sendiherra og fastafulltrúi hjá EFTA (formaður
fastaráðsins 1982), GATT, SÞ og öörum alþjóða-
stofnunum i Genf 1980-83, jafnframt sendiherra í
Egyptalandi, Eþíópíu, Keníu og Tansaníu sama
tímabil, sendiherra í Bonn og jafnframt sendiherra í
Austurríki og Sviss 1983-86, heimasendiherra og þá
sendiherra á Kýpur, Indlandi, í Pakistan, Bangladesh
og Túnis, með aðsetri í Reykjavík 1986-89 og fékk
lausn frá sendiherraembætti að eigin ósk 1989.
Hannes var formaður alþjóðaklúbbs stúdenta við
University of North Carolina 1948-49, formaður
Kaupfélags Kópavogs 1952-55 og Byggingarsamvinnu-
félags Kópavogs sama tímabil, trúnaðarmaður
landeigandans í Kópavogi 1952-55, kjörinn í
hreppsnefnd og byggingamefnd Kópavogshrepps
1954, setti fram, ásamt Jósafat Líndal, tillögu um að
Kópavogur yrði gerður kaupstaöur 1955 sem og varð
sama ár, kjörinn í fyrstu bæjarstjórn Kópavogs 1955,
forstjóri Félagsmálastofnunarinnar og ritstjóri
bókasafns hennar 1961-66 (frístundastarf, og sat í
miðstjórn Alþjóðasambands félagsfræðinga 1966-69.
Ritstörf: Iceland and the Co-operative Trend, MA-
ritgerð við University of North Carolina, USA 1949;
Framleiðslusamvinna, Reykjavík 1953; Iceland’s
Unique History and Culture (landkynningarrit) 1960
(4. útgáfa 1988); Félagsstörf og mælska 1963;
Fjölskylduáætlanir og siðfræöi kynlífs 1964;
Samskipti karls og konu 1965; Lýðræðisleg félagsstörf
1969, 2. útg. 1989; Iceland and the Law of the Sea, 1972;
Iceland’s 50-miles and the reasons why, febrúar 1973,
önnur útg. maí 1973; Grunnene for utvidelsen av den
islandske flskerigrensen 1973; The Evolving Limit of
Coastal Jurisdiction 1974; Framsóknarstefnan 1974;
Fischereiwesen und Aussenpolitik Islands -Ihr
Einfluss auf das Seerecht, fjölrituð doktorsritgerð
varin við Vínarháskóla 12. mars 1980; Friends in
Conflict 1982; Islensk sjálfstæðis- og utanríkismál,
1989; Evrópumarkaðshyggjan 1990; Sendiherra á
sagnabekk 1,1994 og II, 2001.
Hannes var ritstjóri og höfundur að hluta ritanna:
Verkalýðurinn og þjóöfélagið, 1962; Fjölskyldan og
hjónabandið, 1963; Efnið, andinn og eilífðarmálin,
1964; Kjósandinn, stjórnmálin og valdið, 1965. Auk
þess höfundur fjölda greina í innlendum og erlendum
blöðum og tímaritum, einkum um félagsfræðileg efni,
milliríkja- og alþjóðamál.
Viðurkenningar: Kjörinn félagi i Alpha Kappa
Delta, heiðursfélagi afburðanemenda við University
of North Carolina 1948, stórriddari af fálkaorðunni
1976, stórkrossriddari með axlarborða og stjörnu
þýsku Verdienst-orðunnar 1986.
Fjölskylda
Hannes kvæntist 4.9. 1948 Karin Waag, f. 16.8. 1926,
húsmóður. Hún er dóttir Hjálmars Waag, skólastjóra
í Færeyjum, og k.h., Kristínar Árnadóttur, prests,
Þórarinssonar frá Stóra-Hrauni.
Börn Hannesar og Karinar eru Hjálmar Waag
Hannesson, f. 5.4.1946, sendiherra í Ottawa í Kanada;
María Inga Hannesdóttir, f. 30.5. 1950, sérkennari í
Reykjavík; Jón Halldór Hannesson, f. 22.5. 1952, d.
27.4. 1997, heimspekingur, kennari og bóndi að
Hjarðarbóli í Ölfusi; Jakob Bragi Hannesson, f. 5.9.
1956, skólastjóri í Reykjavík; Kristín Hanna
Hannesdóttir, f. 5.9. 1956, hjúkrunarfræðingur í
Reykjavík; Karin Elísabet Hannesdóttir, f. 1.1. 1960,
fóstra; Guðmundur Hannes Hannesson, f. 25.3. 1965,
bankamaður í Reykjavík.
Alsystir Hannesar er Herdís Jónsdóttir, f. 13.1.
1924, sérkennari í Reykjavík.
Hálfsystir Hannesar, sammæðra, er Jóhanna
Þórunn Ingimarsdóttir, f. 18.12., 1947, kennari í
Reykjavík.
Foreldrar Hannesar voru Jón Guðmundsson, f.
15.11. 1890, d. 15.1. 1926, bóndi að Bakka í Ölfusi, og
k.h. María Hannesdóttir, f. 5.4. 1902, d. 4.6. 1992.
Hannes og Karin ráðgera aö vera á Flórída á
afmælisdaginn.
Þú nærö alltaf sambandi
M _ viö okkur!
H (?) 550 5000
U
mánudaga til fimmtudaga kl. 9-20
föstudaga kl. 9 -18
sunnudaga kl. 16 - 20
smaauglysingar@dv.is
hvenær sólarhringsins sem er
DV
550 5000
Afmælí
Laugard. 19. október
9QÁ8A
Guöbjörg M. Franklínsdóttir,
Suöurgötu 12, Siglufirði.
85 ÁRA____________________
Emilía K. Kristjánsdóttir,
Hringbraut 50, Reykjavík.
Höröur Davíösson,
Víghólastíg 5, Kópavogi.
Þorvaröur Guömundsson,
Dalbraut 21, Reykjavík.
80 ÁRA
Halldóra Sigurjónsdóttir,
Kirkjulundi 6, Garðabæ.
75 ÁRA____________________
Jón Björgvin Stefánsson,
Skólavegi 22, Keflavík.
70 ÁRA ___________________
0Gísli Jósefsson,
tekur á móti vin-
mönnum að Engjateigi 3, aust-
urenda, kl. 16.00-19.00.
Kristbjörg Gestsdóttir,
Lagarási 2, Egilsstöðum.
60 ÁRA
Hjörtur Guömundsson,
Sævangi 39, Hafnarfiröi.
Örnólfur Þorleifsson,
Leynisbraut 21, Akranesi.
50 ÁRA ___________________
Gréta Kjartansdóttir,
Heiðvangi 50, Hafnarfirði.
Guöbjörg Jóhannsdóttir,
Laugarvegi 37, Siglufirði.
Guðmundur Halldórsson,
Dalseli 36, Reykjavík.
Gunnar Jónsson,
Tunguvegi 68, Reykjavík.
Izudin Vajzovic,
Kirkjuvegi 16, Ólafsfirði.
Jóhann Thoroddsen,
Bakkavör 9, Seltjarnarnesi.
Jóhannes Ásgeirsson,
Huldulandi 32, Reykjavík.
Kristín Þorbergsdóttir,
Mararbraut 7, Húsavík.
Rósa Guðný Bragadóttir,
Jakaseli 36, Reykjavík.
Sigríöur Gísladóttir,
Faxabraut 25b, Keflavík.
Steinar Harðarson,
Lækjarhvammi 14, Hafnarfirði.
Valgeröur K. Guölaugsdóttir,
Móasíðu 2e, Akureyri.
40 ÁRA____________________
Blrgir Blöndal Birgisson,
Gígjulundi 6, Garðabæ.
Einar Sigmundsson,
Langholtsvegi 79, Reykjavík.
Elín Sigurbergsdóttir,
Skúlagötu 80, Reykjavík.
Hafstelnn Bao Duong,
Sólheimum 24, Reykjavík.
Hrafnhildur Markúsdóttir,
Norðurvangi 31, Hafnarfiröi.
Ingibjörg Tómasdóttir,
Dalsbyggö 5, Garöabæ.
Jerzy Serwatko,
Þjóðólfsvegi 14, Bolungarvík.
Jóhanna Vigdís Hjaltadóttir,
Bergstaöastr. 62a, Reykjavík.
Magnús Sigurösson,
Grýtubakka 14, Reykjavík.
Magnús Skúlason,
Suðurengi 9, Selfossi.
Ragnheiöur M. Júliusdóttir,
Grænahjalla 1, Kópavogi.
Reynir Steinarsson,
Grensásvegi 45, Reykjavík.
Siguröur Magnússon,
Hringbraut 63, Hafnarfirði.
Steina Ósk Gísladóttir,
Einigrund 3, Akranesi.
Sunnud. 20. október
90 ÁRA__________________
Ingibjörg Sigvaldadóttir,
Hóli, Hólmavlk.
Hún tekur á móti gestum í
Færeyska sjómannaheimilinu,
Brautarholti 29, Reykjavík,
sunnud. 20.10. kl.
15.00-18.00.
85 ÁRA
Gertrud M. Sigurjónsson,
Krókahrauni 12, Hafnarfirði.
Guöný 0. Einarsdóttir,
Garðvangi, Garði.
Njáll Sveinbjörnsson,
Háaleitisbraut 22, Reykjavík.
Jakobína Anna Olsen,
og Karl Olsen,
Hólagötu 31, Njarðvík.
Þau taka á móti gestum í
Stapanum, Njarövík, sunnud.
20.10. kl. 15.00-18.00.
Sigríður Loftsdóttir,
Víðilundi 24, Akureyri.
70 ÁRA
Auöur Lella
Eiriksdóttir,
hárgreiðslumeist-
ari,
Lækjasmára 72,
Kópavogi. Eiginmaður hennar
er Benedikt Eyfjörö Sigurðsson
flugvirki. Hún tekur á móti
gestum i félagsheimili Rug-
virkja, Borgartúni 22 á afmæl-
isdaginn kl. 17.00-19.00.
Einar Gunnarsson,
Hléskógum 12, Reykjavík.
Erlingur Kristinn Æ. Jónsson,
Klébergi 5, Þorlákshöfn.
Eymundur Lúthersson,
Skuggagili 6, Akureyri.
Héöinn Jónsson,
Frostafold 97, Reykjavík.
Kristinn Magnússon,
Kleppsvegi 30, Reykjavik.
Marinó Óskarsson,
Básbryggju 51, Reykjavík.
Ólöf Guöbjörg Tryggvadóttir,
Hríseyjargötu 6, Akureyri.
60 ÁRA
Grétar K. Ingimundarson,
Breiðvangi 23, Hafnarfirði.
50ÁRA
Elín Ebba Guðjónsdóttir,
Lækjasmára 62, Kópavogi.
Ingvar Engilbertsson,
Lönguhlið 21, Akureyri.
Jakobína S. Stefánsdóttlr,
Gautavík 29, Reykjavík.
Hún verður að heiman.
Kristín Guöbjörg Páisdóttir,
Eiðsvallagötu 1, Akureyri.
Ragnar Ragnarsson,
Klapparstíg 1, Reykjavík.
Unnur Ragnarsdóttir,
Grettisgötu 77, Reykjavík.
40 ÁRA____________________
Ásbjörn Björnsson,
Seilugranda 3, Reykjavík.
Ásbjöm Sigþór Snorrason,
Bjarmahlíð 8, Hafnarfiröi.
Claus Hermann Magnússon,
Smyrlahrauni 29, Hafnarfirði.
Edda Arndal,
Nökkvavogi 15, Reykjavík.
Guðrún M. Siguröardóttlr,
Blikaási 14, Hafnarfiröi.
Halldóra Kr. Hartmannsdóttlr,
Hólatúni 3, Sauðárkróki.
Halldóra Ólöf Siguröardóttir,
Kríuási 13, Hafnarfirði.
Hermann Stefánsson,
Lækjarvöllum 6, Grenivik.
Kristján V. Kristjánsson,
Laugateigi 37, Reykjavík.