Dagblaðið Vísir - DV - 19.10.2002, Síða 59
LAUOARDAGUR 19. OKTÓBER 2002
Helcjarblaci 3Z>'Vr
63
Myndirnar tvær virð-
ast við fyrstu sýn eins
en þegar betur er að
gáð kemur fljós að á
annarri myndinni hef-
ur fimm atriðum verið
breytt. Finnir þú þessi
fimm atriði skaltu
merkja við þau með
krossi og senda okkur
ásamt nafni þínu og
heimilisfangi. Að
tveimurvikum liðnum
birtum við ntífn sigur-
vegaranna.
Verðlaun:
United
feröageislaspilarar
með heyrnartólum frá
Sjónva rpsm iöstöði n n i,
Síðumúla 2, að
verðmæti 4990 kr.
Vinningarnir veröa
sendir heint til þeirra
sem búa úti á landi.
Þeir sem búa á
höfuöborgarsvæöinu
þurfa aö sækja
vinningana til DV,
Skaftahlíö 24.
Svarseðill
Nafn:_____________________________
Heimili:__________________________
Póstnúmer:----------Sveitar félag:
Merkiö umslagið með lausninni:
Finnur þú fimm breytingar? nr. 689,
c/o DV, pósthólf 5380,
125 Reykjavík.
Verölaunahafi fyrir getraun nr. 688:
Er vlð framkvæmum
botnlangauppskurð byrjum
við skurðinn tveimur sm
fyrir neðan nafla...
Svaka
fynriið.
Snúið
honum við
Hann er ekki með
neinn nafla!!!
Ragnheiöur Sigurðardóttir,
Heiöarlundur 7b,
600 Akureyri.
Lífiö eftir vinnu
i v ^.v
•jsdP '
- f
r • f.
:
• T ónleikar
■Stórtónleíkar Airwaves í Laugar-
dalshöll
Þaö er komið að aöalatburðinum á Airwaves-
hátíðinni - sjálfum stórtónleikunum í Laugar-
dalshöll. Húsið verður opnað klukkan 19 og
tónleikarnir hefjast kl. 20 og standa alveg til
3. Fyrir ptan Höllina verður stærðarinnar veit-
ingatjald þannig að fólk má búast við sannri
tónlistarhátíðarstemningu. Fram koma: App-
arat Organ Quartet, Blackaliclous, The Hi-
ves, Gus Gus og Fatboy Slim. Á milli atriða sjá
plötusnúöarnir Alfons X, Agzilla og Ti Mike
um stemninguna. Miðaverð er 5.500 krónur,
selt í verslunum Tals og á staðnum ef einhverj-
ir eru eftir. Það er nýja söngkona Gus Gus sem
er hér á myndinni að ofan.
BFærevskt í Smáralind
Hljómsveitirnar Clickhaze og A.R.T. frá Fær-
eyjum koma fram í Smáralind kl. 15. Tónleik-
arnir eru hluti af Fairwaves 2002.
BSouth River Band í Kaffi-
leikhúsinu
South River Band frá Syðri-Á í Ólafsfirði, sem
nýlega gaf út samnefnda hljómplötu, gengst
fyrir söngkvöldi i Kaffileikhúsinu i kvöld. South
River Band mun leiða sönginn og öllum textum
veröur varpað á sýningartjald þannig að auð-
velt verður aö fylgjast með og taka undir. Á
efnisskránni eru íslensk alþýðu- og dægurlög
með innskotum af eigin efni hljómsveitafinnar,
lögum og textum. Allir textar eru á íslensku.
Söngkvöldið hefst kl. 22. Miðasala við inn-
ganginn.
•Opnanir
BLeirlist i Gallerí Fold
Leirlistarmaðurinn Bjarni Sigurðsson opnar
sýningu i Gallerí Fold undir nafninu Kakkla-
myndir - hughrif úr íslenskri náttúru. Sýning-
in stendur til 4. nóvember en sýningin verður
opnuð kl. 15.
•Síðustu forvöð
BÞórunn í Gallerí List
Þórunn Guðmundsdóttir lýkur sýningu sinni í
Gallerí List í dag. Hún sýnir vatnslitamyndir
sem hún kallar Litbrigði. Þórunn er fædd í Vog-
um á Vatnsleysuströnd og er nú búsett í Sand-
gerði.
•Leikhús
MNvtt íslenskt leikrit
Nýtt íslenskt barnaleikrit verður frumsýnt i
Möguleikhúslnu I dag kl. 14. Leikritiö nefnist
Heiðarsnælda og er saga úr sveitinni í leik-
stjórn Bjarna Ingvarssonar. Sýningin er farand-
sýning fyrir börn á aldrinum 1-6 ára.
■Grettissaga
Hafnarfjarðarleikhúsið sýnir Grettissögu,
leikrit eftir Hilmar Jónsson, kl. 20 í kvöld.
■Krvddlegin hiörtu
Kl. 20 er sýningin Kryddlegin hjörtu í
Borgarlelkhúsinu. Miða má nálgast í síma
5688000.
■Meó fulla vasa af grióti
Með fulla vasa af grjóti er sýnt í
Þjóðleikhúsinu í kvöld á stóra sviðinu kl. 20.
■Færevskt á Grand Rokk
Það eru tónleikar í Fairwaves-tónleikarööinni
á Grand Rokk í kvöld. Færeysku sveitirnar
Cllckhaze og Krít kveða sér hljóðs. Clickhaze
hafa fariö mikinn að undanförnu og hvarvetna
fengið frábær viðbrögð og m.a. verið sögð
„besta hljómsveit í Skandinavíu í dag". Eivör
Pálsdóttir er söngkona Clickhaze og kemur
fram með þeim á öllum þeirra tónleikum hér
heima.
•Uppákomur
■Albióóavlka i Kópavogí
Það er alþjóðavika í gangi í Kópavogi. í
Smáralindinni veröur af því tilefni í gangi
„Heimsþorp“ frá kl. 11-18 þar sem verða
menningarkynningar, fræðsla, uppákomur og
skemmtun. Dagskrá Alþjóðavikunnar stendur
til 24. okt og má nálgast dagskrána á
heimsíöunni kopavogur.is.
Brídge
Opna heimsmeistaramótið 2002:
Bill Gates hefur
ánetjast bridgebakteríunni
Það kom nokkuð á óvart á opna
heimsmeistaramótinu í Montreal
fyrir stuttu að meðal þátttakenda
var auðugasti maður heimsins, Bill
Gates, tölvukóngur með meiru.
Bridgeáhugi hans til þessa hafði ein-
skorðast við Bandaríkin en þar
hafði hann tekið þátt í örfáum mót-
um ásamt makker sínum, banka-
stýrunni Sharon Osberg.
Nú var hins vegar markið sett á
æðstu verðlaun spilsins þ.e. heims-
meistaratitilinn. En þrátt fyrir sín
miklu auðæfi þurfti Gates eins og
allir aðrir að taka þátt í und-
ankeppni til að öðlast rétt til að
spila til úrslita um heimsmeistara-
titilinn.
Sharon Osberg var makker hans
og þau reyndu fyrir sér í keppni
blandaðra para.
Meðal andstæðinga þeirra var
bridgemeistarinn og ritstjóri mál-
gagns bridge-blaðamanna, Patrick
Jourdain, ásamt makker sínum ung-
frú Farr-Jones, af alkunnri ætt rug-
byspilara. Hann hefir sjálfsagt hugs-
að sér gott til glóðarinnar að fá tæki-
færi til að segja frá bridgeafrekum
tölvukóngsins af eigin raun. Og viti
menn, strax í fyrsta spili fór Gates á
kostum með dyggri aðstoð banka-
stýrunnar, sem kastaði meðfæddri
varkárni þeirra sem gæta fjárhags
annarra og sinna, fyrir róða. Skoð-
um spilið nánar.
N/A-V
4 DG1084
»G9864
♦ DG
* D
* K72
V D7532
4 953
•» ÁKIO
♦ K10652
* 65
4 8
* ÁK83
N
V A
S
4 A6
♦ Á9743
* G109742
Bill Gates.
Þar sem Gates og Osberg sátu n-
s, en Farr-Jones og Jourdain a-v,
gengu sagnir á þessa leið:
Noröur Austur Suöur Vestur
1» pass 1 * pass
2 4 pass 6lauf pass
pass pass
Gates gaf viðvörun á grandsögn-
ina og upplýsti að hún væri krafa
um umferð.
Það kom lika í ljós þegar Osberg
stökk í slemmu í næstu umferð.
Vegna hjartaopnunarinnar og
þeirrar staðreyndar að Gates gat
verið að segja tvö lauf á allt niður
í tvíspil var sexlaufasögnin nokk-
uð áhættusöm. Þegar blindur kom
síðan upp leist Gates síður en svo
illa á spilið. Vandamál hans var
hins vegar hvorn rauða litinn
hann gæti nýtt sér í leit að tólfta
slagnum. Þótt hann ætti samtals
sex tígla, en aðeins fimm hjörtu,
var ekki sjálfgefið að ráðast á
tígulinn.
Gates drap spaðaútspilið heima,
tók einu sinni tromp og sá drottn-
inguna falla. Síðan trompaöi hann
hjarta, fór heim á tromp og tromp-
aði aftur hjarta, þegar kóngurinn
kom frá austri. Nú kom tigulás,
tígull trompaöur og hjarta tromp-
að. Þegar ásinn kom frá austri var
tólfti slagurinn kominn.
Þetta gaf tölvukónginum 369
stig af 414 mögulegum. Margir
hefðu samt staldrað við þegar
trompdrottningin birtist og skipt
um áætlun. Nú blasir við að hægt
er að fá níu trompslagi með því að
trompa rauða liti á víxl. Tveir á
spaða og tígulás gera tólfl Spila-
mennska Gates er samt nokkuð
góð því hún gerir ráð fyrir að geta
nýtt tígullitinn ef hjartað liggur
illa. Með því að trompa þrjú hjörtu
og þrjá tígla er jafnvel hægt að
vinna sjö.
íslandsmótið í
einmenning
íslandsmótið í einmennings-
keppni hófst í gærkvöld og heldur
áfram í dag.
Núverandi íslarids-
meistari er Vilhjálm-
ur Sigurðsson jr.
Spilað verður
fram á kvöld í
aðalstöðvum
Bridgesam-
bandsins við
Síöumúla. Nánar
verður sagt frá mót-
inu í næsta þætti.
Umsjón
Stefán Guðjohnsen