Dagblaðið Vísir - DV - 23.11.2002, Blaðsíða 2
2
LAUGARDAGUR 23. NÓVEMBER 2002
DV
Fréttir
32 ára Breti sem er bæði á reynslulausn og í farbanni var dæmdur í gær:
Verður vísað úr landi
að lokinni afplánun
- maðurinn gengur engu að síður laus enn þá - málið í fáheyrðri biðstöðu
Starfsmenn aíþjóöadeildar ríkislög-
reglustjóra biðu tilbúnir til að hand-
taka og færa 32 ára Breta út á flugvöll
í gær þegar Héraðsdómur Reykjavík-
ur kvað upp dóm yfir honum. Hefði
hann verið sýknaður eða fengið skil-
orðsbundinn dóm hefði honum um-
svifalaust verið vísað úr landi en
dómurinn dæmdi manninn í þriggja
mánaða fangelsi fyrir að hafa haft 21
kannabisplöntu í svefnherbergi sínu
og unnustu sinnar í íbúð hennar í
Norðurmýrinni í Reykjavík í ágúst.
Er þar reyndar um að ræða þyngri
refsingu en ella þar sem maðurinn
braut skilyrði reynslulausnar vegna
annars dóms.
Ríkislögreglustjóraembættið hefur
ákveðið að þegar maðurinn kemur úr
afplánun þá verði hann sóttur og séð
til þess að honum verði vísað úr
landi. Eftir að dómurinn var kveðinn
upp í gær gekk maðurinn engu að síð-
ur frjáls út úr húsi héraðsdóms við
Lækjartorg en ákvörðun hefur ekki
verið tekin hvort hann áfrýi dómnum
til Hæstaréttar.
Manninum, sem haföi verið á
reynslulausn frá Fangelsismálastofn-
un frá því fyrr á árinu, hafði einnig
verið vísað úr landi af hálfu Útlend-
ingaeftirlitsins en rikislögreglustjóri
hafði ekki fullnægt þeirri ákvörðun.
Maðurinn afþlánaði annan dóm fyrr á
árinu fyrir að hafa haft 40 grömm af
kókaíni á sér í október 2001.
Ákveðið var að ljúka rannsókn has-
splöntumálsins og láta á það reyna
fyrir dómi. Það hefúr nú verið gert en
maðurinn gengur enn laus, á eftir að
taka ákvörðun um áfrýjun, er enn í
farbanni og brottvísunin er einnig í
gildi. Þegar maðurinn tekur ákvörðun
um hvort hann uni dómnum mun það
taka einhvem tíma fyrir Fangelsis-
málastofnun aö boða manninn í af-
plánun. Segja má að þessi staða sé fá-
heyrð. -ótt
ps1B' B
Kaupir í Serbíu
Pharmaco hf. hefur keypt 69% hlut í
serbnesku lyflaverksmiðjunni Zdravlje
og skuldbundið sig til að kaupa 15% til
'viðbótar á næstu þremur árum. Undir-
ritaður verður samningur þess efnis í
Serbíu á mánudaginn. Jafnframt mun
Pharmaco fjárfesta í uppbyggingu
serbneska félagsins á næstu árum. Hjá
Zdravlje starfa 2.100 manns þannig að
eftir kaupin starfa um 7.400 manns á
vegum Pharmaco hf. í 13 löndum.
Óviðunandi
Halldór Ásgríms-
son utanríkisráð-
herra lýsir eindregn-
um stuðningi íslands
við stækkun Evr-
ópska efnahagssvæð-
isins og Evrópusam-
bandsins en um leið
undirstrikaði hann að
þær kröfur sem framkvæmdastjóm ESB
væri að undirbúa á hendur EFTA-ríkj-
unum væru óviðunandi.
Samtals 50 manns unnu við slökkvistarfið.
Stöðvarstjóri slökkviliðs segir að litlu hafi munað að illa færi í gær og í raun
hafí mönnum ekki litist á blikuna á tímabili þar sem tengibyggingar teygja sig
langt og þar er mikill eldsmatur.
Eldur kviknaði í húsnæði Húsasmiðjunnar:
Leist ekki á blikuna
AUt tiltækt slökkvilið höfuðborgar-
svæðisins - frá Tunguhálsi, Skógahlíð
og Hafnarfirði - var kallað út þegar eld-
ur kviknaði í verkstæðisbyggingu Húsa-
smiðjunnar í Súðarvogi síðdegis í gær.
„Við sendum allar stöðvar á stað, alla
sem á vakt voru, enda fór það ekkert á
milli mála að eldur iogaði hjá Húsa-
smiðjunni þegar við lögðum af stað,“
sagði Erling Júlínusson, stöðvarstjóri
slökkviliðsins, við DV.
Þegar við komum logaði talsvert mik-
ill eldur út um glugga í 5 metra hæð en
þar er vélasalur. Við sóttum á þetta
beggja megin frá til að hefta útbreiðslu
enda teygja tengibyggingarnar sig langt.
Okkur lei<=t ekki á blikuna á tímabili og
héldum að eldurinn myndi breiðast út
víðar. Við ákváðum að hindra útbreiðsl-
una og tókst það á rúmum hálftíma. Síð-
an tók við töluverð eftirvinna við að úti-
loka að glóð leyndist þar sem kviknað
hafði í,“ sagði Erling.
Samtals komu 50 menn að slökkvi-
starfinu, að meðtöldum þeim sem mönn-
uðu stöðvamar eftir að útkallið kom.
Skemmdir eru verulegar á húsi og tækj-
um. Erling segir hins vegar að miðað
við í hvað stefndi i upphafi þá séu þær
léttvægar. -Ótt
H JARTA,
TIJ N G L
OG blAir
FUGLAR
TILBOÐSVERÐ
I EYMUNDSSON
\
VIGDÍS GRÍMSDDTTIR
iæKmíiI
irÉÉ|®ísS
Seiömagnaður
frásagnarstlll
Vigdísar Grlms-
dóttur nýtur sín
hértil fulls þegar
fólkið úr síðustu
bók hennar,
Frá Ijósi til Ijóss,
tekst á við nýjan
veruleika I litrlku
umhverfi - þar sem
bláfuglar verpa
I trjám
og kraftaverkin
gerast.
„litrík og seiðandi... afburðavel gert
... (Vigdís) skapar heiUandi heim.“
Þorgeröur E. Siguröardóttir / KASTJÓS
„ ... sterkt andrúmsloft hennar ú sér varla
hliðstœðu í annarri íslenskri skóidsögu."
Sofffa Auöur Birgisdóttir / MORGUNBLADIÐ
„Þetta er alveg yndisleg bók sem maður vill ekki
að endi... ótrúlega skemmtílegt persónugaiJerí.“ y
„Þetta er
frdbœr bók.“
Gísli Marteinn
SJÓNVARPIÐ
Súsanna Svavarsdóttir / STÖD 2
fpij
JPV ÚTGÁFA
Bræftraborgarstigur 7 • Slmi 575 5600
Klippa þurfti konu út úr jeppabíl á Hellisheiði:
Björgunarstarf tók
rúma klukkustund
Mikill viðbúnaður var á Suðurlands-
vegi við Hveradali, skammt fyrir ofan
Skíðaskálann, þar sem meira en
klukkustund tók að klippa konu út úr
jeppabifreið eftir að hún hafði misst
stjóm á henni í glerhálku. Bifreiðin fór
út af veginum og valt. Sjúkralið og
tækjabíll komu frá Reykjavík en einnig
var tækjabíll slökkviliðs sendur frá
Hveragerði.
Konan lá illa í bílnum, að sögn lög-
reglunnar, þannig að menn urðu að fara
mjög gætilega við að klippa hana út -
þess vegna tóku björgunaraðgerðir eins
langan tíma og raun bar vitni þótt bestu
aðstæður hefðu verið til slíks. Konan
var með meðvitund allan tímann. Að
sögn læknis á Landspítalanum f Foss-
vogi er hún ekki alvarlega slösuð og átti
hún að vera inni á deild í nótt til eftir-
lits. Búist var við að hún útskrifaðist
fljótlega.
Lögreglan á Selfossi segir að öryggis-
belti hafi „bjargað stórkostlega" í þessu
slysi. Ljóst sé að jeppabíll konunnar hafi
alls ekki verið á miklum hraða þegar
hann fór út af - aðstæður og hálka hefðu
verið með þeim hætti aö mjög varhuga-
vert var að aka þama nema með mikilli
gát. -Ótt
DV-MYND SIGURÐUR JÓKULL
Prófkjör Sjálfstæöisflokksins
Sólveig Pétursdóttir dómsmálaráðherra og eiginmaður hennar, Kristinn
Björnsson, forstjóri Skeljungs, mættu tímanlega í gær til að taka þátt í
prófkjöri Sjálfstæöisflokksins í Reykjavík sem lýkur síðdegis í dag. Klukkan
19.00 ígærkvöldi höfðu 1.454 kosið sem er svipaö og búist var við.
Héraðsdómur ógildir bann dómsmálaráðuneytis:
Ovissa með
einkadansinn
Héraðsdómur Reykjavík-
ur hefur ógilt bann Reykja-
víkurborgar við svonefnd-
um einkadansi. Stjómend-
ur öldurhússins Óðals höfð-
uðu mál gegn borginni sem
þeir hafa nú haft sigrn- í.
Reykjavíkurborg sam-
þykkti í borgarráði að
sýnendiun á svonefndum
nektarstöðum væri óheim-
ilt að fara um meðal gesta
og hvers konar einkasýningar væru
óheimilar. Var þetta síðan sett í lög-
reglusamþykkt af hálfu dómsmála-
ráðuneytisins.
Lögreglusamþykktinni var breytt í
júlí í sumar og staðfesti dómsmála-
ráöuneytið breytinguna. í
dómi héraðsdóms segir að
lagastoð skorti fyrir ákvæð-
inu sem feli í sér bann við
einum þætti í atvinnustarf-
semi sem opinbert leyfi sé til
að stunda og byggist á skýrri
lagaheimild. Á meðan ekki
hefur verið tekin ákvörðun
um hvort málinu hefur verið
áfrýjað er málið í óvissu.
Að sögn Geirs Jóns Þóris-
sonar hefur lögreglunni ekki borist
afturköllun um bannið við einkadans-
inum frá dómsmálaráðuneytinu. Því
er litið svo á að einkadans á veitinga-
stöðum i Reykjavík sé bannaöur enn
þá. H.Kr.AÓtt
Tilboðsopnun frestað
Landsvirkjun hefur ákveðið að fresta
því að opna tilboð i gerð Kárahnjúka-
stiflu og aðrennslisganga frá stíflunni og
í stöðvarhúsið. Fyrirhugað var að opna
tilboðin á fóstudag eftir viku en ákveðið
hefur verið að verða við beiöni eins
þeirra fyrirtækja sem bjóða í verkið.
Aögengi tryggt að listasafni
Bankaráð Búnaðarbanka Islands hef-
ur sent frá sér tilkynningu þar sem seg-
ir að ekki sé fyrirhuguð nein breyting
varðandi Listasafn Búnaðarbankans.
Listaverkin verði þjóðinni aðgengileg
hér eftir sem hingað tiL
Jörð skelfur enn
Jörð heldur áfram að skjálfa við Mýr-
dalsjökul. Á annan tug skjálfla hafa
mælst síðan á miðnætti aðfaranótt
fimmtudags. Sumir skjálftanna hafa
verið yfir 2,5 á Richter. Klukkan 19.06 í
gærkvöld kom t.d. fram jarðskjálfti upp
á 3,2 á Richter-kvarða. Flestir skjálft-
anna eru sem fyrr undir vesturhlíðum
Goðabungu.
Flutningaskip í Garðinn
Fiskverkunin Háteigur í Garði hefur
fest kaup á 50 metra löngu flutninga-
skipinu Lars Hagerup sem getur flutt
um 400 tonn af frystum eða kældum af-
urðum. Fyrirhugað er að nota skipið til
fiskflutninga á milli íslands, Færeyja og
Skotlands. Skipið er væntanlegt til
landsins í næstu viku. -HKr.
Hraungerðiskirkja í Flóa
Aldargömul er Hraungerðiskirkja í Fióa
höfuökirkja á ný. Kirkjuna smíðaði Eiríkur
Gíslason frá Bitru í Hraungeröishreppi,
síðar lengi á Eyrarbakka.
Aldarafmæli
Hraungerðiskirkju
Hraungerðiskirkja í Flóa er hundrað
ára á þessu ári og verður afmælisins
minnst með hátíðarmessu á morgun,
sunnudag, kl. 13.30. Kaffisamsæti verð-
ur í Þingborg að messu lokinni. Vand-
aður tónlistarflutningur verður við
messuna. Sóknarpresturinn, sr. Krist-
inn Ágúst Friðfinnsson, þjónar fyrir
altari og Sigurður Sigurðarson, vígslu-
biskup Skálholtsstiftis, predikar.
Hraungerðiskirkja var vigð 4.
sunnudag i aðventu 21. desember 1902.
Henni hefúr verið vel við haldið og var
mikið endumýjuð fyrir nokkrum
árum. Hraungerði er áberandi kenni-
leiti þegar ekið er austur Suðurlands-
veg firá Selfossi, landnámsjörð, og þar
höfðu Skálholtsbiskupar forðum vöru-
skemmur sinar. Kirkjan er höfúðkirkja
á ný en í Hraungerðisprestakalli eru,
auk hennar, Laugardælakirkja og Vill-
ingaholtskirkja.
Sóknarböm og velunnarar allir eru
hvattir til að mæta til kirkju á sunnudag
og kaffisamsætisins á eftir. Það annast
Ungmennafélag Hraungerðishrepps. -jh