Dagblaðið Vísir - DV - 23.11.2002, Blaðsíða 28

Dagblaðið Vísir - DV - 23.11.2002, Blaðsíða 28
28 Helqarblað 33 "V" LAUGARDACUR 23. NÓVEMBER 2002 Ramadan: Mánuður föstu, bænahalds og veisluhalda Að ki/öldi 27. dags Ramadans er haldið upp á krafta- verkanóttina. Samkvæmt trúnni var það á þeirri nóttu sem Múhameð spámaður hlautsína fgstu opinberun. Og samkvæmt Kóraninum er það á þeirri nóttu sem Allah ákveður hvaða stefnu veröldin tekur á næsta ári. Ramadan er sá mánuður sem múslímar tileinka trú sinni og fáu öðru. í ár hófst hann í byrjun þessa mánaðar og end- ar þegar nokkrir dagar eru liðnir af desember. Samkvæmt tímatali múslíma er Ramadan níundi mánuður ársins. Út- reikningarnir eru ekki hinir sömu og gregoríanska tíma- talið byggist á og því færist föstumánuður múslíma til mið- að við það alþjóðlega tímatal sem víðast hvar er í gildi. Ramadan getur því allt eins verið á sumri sem vetri eða öðr- óihi árstíðuni eftir þvi sem verkast vill. Helgi Ramadans byggist á því að í þeim mánuði var Kór- aninn sendur af himni ofan á jörðina. Þar með fengu menn- imir leiðarvísi um trúarlega hegðun og hvernig öðlast má hjálpræði. I Ramadan fasta niúíflmar og einbeita sér aö trúnni og láta áhyggjur af hversdagslegum búsorgum lönd og leið. Þá er tími tilbeiðslu og íhugunar. í föstumánuðinum eru daglegu lífi settar þröngar skorð- ur. Þá er bannað að éta og drekka meðan sól er á lofti. Bann- að er að reykja og eiga kynmök daglangt. Þegar kvöldar verður hlé á föstunni og þá eru beðnar bænir og sérstakrar máltiðar notið. Á kvöldin er það siður að íjölskyldur komi saman og vinir eru heimsóttir. Að morgni hefst fastan á ný. Til er einföld aðferð til að ákvarða hvenær fastan hefst og hvenær henni lýkur. Að morgni hefst fastan þegar orðið er svo bjart að hægt er að greina svartan tvinnaspotta frá hvít- um. Að sama leyti er orðið kvöldsett þegar svartur verður ekki lengur greindur frá hvítum. Frá aðferðinni er greint í heilögum Kóran. Þau andlegu gæði sem felast í föstunni er hægt að eyði- leggja með fimm aðferðum: Að ljúga. Að bera róg. Að baknaga náungann. Að sverja rangan eið. Að láta ágirnd og græðgi ráða gjörðum sínum. Allt eru þetta brot gegn trúnni allt árið en eru litin sér- staklega alvarlegum augum ef þau eru framin i föstumánuð- inum. í Ramadan er algengt að múslímar gangi í mosku og eyði þar nokkrum klukkustundum í bænahald og að íhuga inni- hald Kóranins. Til viðbótar venjulegum fimm bænum á dag er bætt við bænastundum á næturna meðan á föstu stendur. Sumir múslímar verja allri nóttinni í bænahald. Að kvöldi 27. dags Ramadans er haldið upp á kraftaverka- nóttina. Samkvæmt trúnni var það á þeirri nóttu sem Mú- hameð spámaður hlaut sína fyrstu opinberun. Og sam- kvæmt Kóraninum er það á þeirri nóttu sem Allah ákveður hvaða stefnu veröldin tekur á næsta ári. . Að föstu lokinni er haldin þriggja daga hátíð sem kölluð er hátið föstuloka. Þá er skipst á gjöfum og fjölskyldur og vinir hafa sameiginlegar bænastundir og njóta veislumál- tíða. Sums staðar eru sett upp lííleg markaðstorg til að fagna föstulokum. Það er til nokkurs að vinna að fasta og bregða hvergi út af helgisiðunum. Haft er eftir Spámanninum að sá sem fast- ar meðan á Ramadan stendur og leitar eftir launum frá Allah muni fá aflausn frá drýgðum syndum. En það er ekki nóg að halda sig frá mat og drykk meðan á föstu stendur því fylgja verður því eftir af hjarta og sál og halda sér frá öllum ósiðum og halda hugarfari sínu hreinu. Spámaður Allah lét þau boð út ganga að sá sem ekki afneit- aði falsi í orði og æði mundi ekki hljóta náð fyrir augum Allah þótt hann afneitaði mat og drykk. Nokkrar undanþágur eru gerðar frá ströngustu kröfum trúarinnar um föstur. Veikindi, elli og barnsburður eru meðal þess sem afsakar að fasta sé ekki haldin. Ef menn eru á ferðalögum eða að sinna skyldum sem ekki er hægt að víkjast undan má slaka á föstunni. En það verður að bæta upp síðar þegar betur stendur á og fasta og biðja eins lengi Eftir sólsetur í föstumánuði konia fjölsltyldur og vinir saman og gera sér glaðan dag og fara nieð bænir. Hér er verið að baka sérstaka rétti sem notið er á helgum stundum. og nemur þeim tíma sem sleppt var úr í Ramadan. Laun hinna trúuðu sem fasta eftir þeim reglum sem Kór- aninn og Spámaðurinn boða eru ríkuleg og lítur Allah til þeirra með velþóknun. Syndir eru fyrirgefnar og þeir sem villst hafa á vegum trúarinnar hljóta umbun þessa heims og annars. En þeir sem brjóta lögmál föstunnar í gjörðum eða hugar- fari hljóta að gjalda þess. Jafnvel hugdetta um að brjóta föst- una er ámælisverð þótt henni sé ekki fylgt eftir með verk- legum framkvæmdum. Þá er alvarlegt brot að éta, drekka eða hafa kynmök i skjóli þess að oröið sé dimmt þegar ekki er enn orðið kvöldsett og að fremja slík brot eftir dagrenn- ingu og halda því fram að enn sé nótt er ekki vænlegt til sáluhjálpar. Viöurlög við kynmökum á föstutíma eru að fasta í 60 daga til viðbótar eftir að Ramadan lýkur. Ef einhver er ekki fær um slíkt einhverra hluta vegna er honum gert að gefa 60 fá- tæklingum eina meðalmáltíð til að bæta fyrir brot sitt. Múslímar um víða veröld taka föstumánuðinn alvarlega og reyna eftir bestu getu og aðstæðum að halda trúarsetn- ingar i heiðri. Þær kunna að vera eitthvaö breytilegar eftir löndum og söfnuðum en megininntakið er hið sama, enda byggist það á Kóraninum sem sendur var af Allah til að leið- beina um rétta trú og hegðun og túlkað af spámanni hans, Múhameð. I ílestum löndum íslams hófst Ramadan hinn 6. október og lýkur því 6. desember. Því stendur föstumánuðurinn í ár nú sem hæst og er lokið þegar jólaannir hefjast hjá kristnum þjóðum, með sínum siðum og trúarlegu sem veraldlegu inni- haldi. -OÓ (Byggt á leiöbciningum sem trúaðlr gefa á Netinu.)
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.