Dagblaðið Vísir - DV - 23.11.2002, Blaðsíða 29

Dagblaðið Vísir - DV - 23.11.2002, Blaðsíða 29
LAUGARDAGUR 23. NÓVEMBER 2002 He Iga rb lað H>V 29 Vil ekki láta kalla mig vandvirkan Þórarinn Eldjárn gaf út sína fgrstu Ijóða- bók 1974 og hefur síðan skemmt þjóð sinni með Ijóðum sínum, smásögum og skáld- sögum. Hann talaði við DV um ngjustu bók sína, áhuga sinn á fortíðinni og andúð sína á einkunninni vandvirkur. Sraásagnasafn eftir Þórarin Eldjám telst alltaf til tíðinda og nýja bókin heitir Eins og vax og inniheldur níu smá- sögur. Af þessu tilefhi hitti höfundurinn blaðamann yfir kafíi og kleinuhring og ég spurði hann fyrst út í upphafssögu bók- arinnar sem ber hið undarlega heiti: Smátt spurt og fátt um svör. Þetta lítur ekki út eins og smásaga heldur samtal um smásögur, eðli þeirra og tilgang. Hvað er þetta eiginlega? „Ef til vill eins konar formáli að bókinni. Að stofni til er- indi eða spjall sem ég flutti einhvers staðar um smásögur og leyfði mér að hafa á frjálsu samtalsformi. Ekkert endilega mínar skoðanir, heldur svona vangaveltur um smásögur," segir Þórarinn. „Þetta er svona lausleg bókmenntafræðileg úttekt. Annars býst ég við að eiga áfram samleið með smásögunni þó ég viti ekki alveg hvað hún er. Skilgreiningar á henni hafa víst ver- ið á reiki en þurfum við endilega aiitaf að vera að skilgreina allt i botn, flokka og líma miða?“ Þórarinn Eldjárn liefur skrifað ljóð, smásögnr og skáldsögnr í hart- nær 30 ár. f við- tali við DV urn nýtt smásagnasafn sitt segir hann frá andúð sinni á vandvirkni. ÐV-mynd Sigurður Jökull Þægilega á óvart - Kemur þér stundum á óvart hvemig verk þín eru skil- greind af bókmenntafræðingum? Já, stundum, en þá gjama þægilega á óvart. Öll verk sem farin em að heiman hljóta að vera opin fyrir skilgreiningu. Höfundur á bara að vera glaður og þakklátur ef einhver finn- ur einhvem flöt á verki hans sem hann hafði ekki hugsað út í sjálfur. Ef slík skoðun er almennilega rökstudd á hún full- an rétt á sér þótt hún hafi ekki hvarflað að höfundinum við skriftimar. Þegar bók kemur út veit höfundurinn svo miklu meira en allir aðrir um bakgrunn og tilurð verksins. Það kann að loka túlkunarleiðum hans sjálfs. Svo les hann kannski eigin sögu mörgum árum síðar, er þá búinn að gleyma bakgrunninum og getur þá fyrst sjálfur orðið þessi ferski og saklausi lesandi sem maður er alltaf á höttunum eftir. Hann sér þá jafnvel nýtt samhengi og óvænt í eigin verki. Þess vegna sprett ég aldrei upp eins og naðra þótt einhver þykist sjá eitthvað i verkum mínum sem ég fattaði ekki sjálfur. Fari menn hins vegar með fleipur er það ekki gott og þá skiptir reyndar engu máli hvort það er lof eða last. Að fá illa grundað lof er ekkert betra en að vera sallaður niður. Ég hef ekkert á móti bókmenntafræðingum og gagnrýnendum ef ég skil þá en hef oft sagt að þeir eigi ekki að stýra bókmenntun- um. Þær eru ekki til þeirra vegna heldur öfugt." - Lestu gagnrýni um verk þín með athygli? „Mér dettur ekki í hug að Ijúga því að ég lesi ekki það sem skrifað er um mínar bækur. Það gera ailir höfundar þó þeir haldi stundum öðru fram. En svona í heildina held ég að jóla- fárið og lausamennskan hafi gjaldfellt gagnrýni almennt. Ég stend sjálfan mig að því að nenna ekki að lesa allt sem skrif- að er um bókmenntir í blöðin, jafnvel ekki það sem er verið að skrifa um nýjar bækur kollega sem ég met mikils eða um bækur sem ég sjálfur hef lesið og þótt mikið koma til. Þetta er samt ekki meðvituð fyrirlitning, bara eitthvert lystarleysi. Bókmenntaumræða fjölmiðla hrekkur í gang í nóvember og þagnar fyrsta janúar. Ég hef lent í því að gefa út þýðingu á ágætri skáldsögu í febrúar og fékk ekki ritdóm um hana fyrr en í júní.“ Er þetta satt? - Siðasta sagan í bók- inni, titilsagan, er nokkuð sérstök. Ég sé ekki betur en hún sé sönn í hefð- bundnum skilningi orðs- ins. Hvar er skáldskapur- inn? „Þetta er heimildasmá- saga. Orðið saga á ís- lensku hefur mjög víð- tæka merkingu því það dekkar jafnt skáldskap sem sagnfræði. Þama er samkvæmt bestu heimildum verið að segja sögu íslenska vaxmynda- safnsins á árunum 1951 til 1971. Mér finnst hún eiga fullt er- indi í smásagnasafn þó hún standi kannski að sumu leyti nær hinum sérislenska sagnaþætti. Sannindin og heimildim- ar eru þama notuð í skáldlegum tilgangi og niðurstaðan er pæling um listamanninn og efnivið hans. Það var Óskar Hall- dórsson útgerðarmaður sem stóð fyrir því að gera mynd af Halldóri Laxness og setja á safnið. í beinu framhaldi gerði Laxness mynd af Óskari og kallar hann reyndar Bersa Hjálm- arsson. Sá skáldskapur hefur reyndar slegið svo rækilega í gegn að í ævisögu Óskars er hann kallaður íslandsbersi í undirtitli og iðulega nefhdur svo í bókinni. Matthías Johannessen skrifaði á sínum tíma stórskemmti- legan greinaflokk um Guðsgjafaþulu og sambandið milli heimilda og skáldskapar þar og stakk upp á því að höfundar Islendingasagna kynnu að hafa unnið úr raunverulegum at- burðum með svipuðum hætti, þ.e.a.s. tekið sögulegan kjama og spunnið skáldskap úr honum. Svo tengist þetta mér persónulega því ég ólst upp í Þjóð- minjasafninu og sagan byrjar með augum bemskunnar þar sem styttunum er lýst eins og ég sé þær fyrir mér ennþá. Ef ég loka augunum get ég enn séð í hvaða röð þær standa. Vax- myndasafnið stendur enn í aflri sinni dýrð inni í höfðum okkar systkinanna. Aliiin upp á þjóðminjasaíni - Þú virðist sem höfundur vera heillaður af fortíðinni. Er það vegna þess að þú ert alinn upp á þjóðminjasafni? „Reyndar er ég feginn að ég skuli vera uppi nú en ekki á öðmm tímum. En fyrir utan upprunann sem kann að hafa haft áhrif á mig að þessu leyti þá kemur það líka til að ís- lenskur nútími er svo markaður af smæð þjóðarinnar og er því alltaf að reyna að vera eitthvað sem harrn er ekki. Reykja- vík nútímans er ágæt en passar ömurlega illa í stórborgar- hlutverkið sem hún er að reyna að leika. Og leiktjöldin em alls ekki góð heldur. Þess vegna veitir ekkert af því fyrir höfunda sem em á höttunum eftir efnivið að draga allar hinar aldimar inn i sjónsvið sitt líka. Þær eru líka svo margar." - Er það þess vegna sem þú hefur leitað aftur í aldir við gerð tveggja af þremur skáldsögum sem þú hefur skrifað? „Já, ætli það ekki. Tvær þeirra em sögulegar en auðvitað em svo sem allar skáldsögur sögulegar á sinn hátt. Margar „sögulegar skáldsögur" em reyndar alger tilbúningur eða „fiction“ en ég hef yfirleitt verið á mörkum heimildaskáld- sagna þar sem ég hef notfært mér sagnir af mönnum en end- urskapað atburði og líka persónur í kringum þá.“ - Ef allar sögur eru með einhverjum hætti sprottnar úr hugskoti höfundar, upplifun hans og reynslu, ætti þá ekki höfundur einhvemtíma á ferli sínum að skrifa ævisögu sína og varpa þannig ljósi á skáldskapinn? „Það má kannski segja það en þó fer það eftir því að hve miklu leyti höfundar hafa verið að skrifa ævisögu sína í skáldskapnum. En ég held það geti þá verið hætta á að mönn- um finnist eins og loksins væri verið að gefa út langþráð Leyfi til að skrifa - Þórarinn má hiklaust telja meðal þjóðskálda þótt honum finnist það stórt orð og hátíðlegt en hann talar við þjóð sína með þeim hætti að vísur eftm hann birtast stundum opinberlega í tengslum við hluti sem em efst á baugi í samfélaginu. Hvemig stendur á þessu? „Ég er alinn upp við þá staðreynd að vísur séu til og eigi að vera til um nokkum veginn allt sem upp kann að koma. Mér finnst hagmælskuhefðin mjög dýrmæt. En stundum get- ur hún orðið að slíkri áráttu að maður verður að taka sér tak til að vera í húsum hæfur.“ - Hefur netið leyst þetta úr læðingi? „Allt sem þar gerist er dreifing en ekki birting. Þar flýgur margt og sveimar um. Úti í þjóðfélaginu er líka mikið af fólki sem safnar vísum í miklar kompur. Þetta er skemmtileg og sérstæð hefð en ég held ekki endilega að netið eigi sérstakan þátt í þeirri endurreisn sem hún virðist vera í.“ - Það er talsvert rifist um það um þessar mundir hvort ungum rithöfundum og óvönum sé heimilt að gefa út verk sin og hvort forlög eigi að sækjast eftir því. Þegar menn ræöa um þin verk grípa þeir oft til orða eins og fágun og vandvirkni. Hvað viltu segja um þetta? „Ég hef engar áhyggjur af því hvemig bækur verða til. Ég spyr bara um niðurstöðumar. Jafnvel þó einhver væri sjang- hæaður af götunni inn á eitthvert bókaforlag og læstur þar inni upp á vatn og brauð við skriftir með jám á fótum. Ef út- koman er góð skiptir tilurðin engu máli. Ef bókin er vond dæmir hún sig sjálf þegar til lengdar lætur. Það er misskiln- ingur að hægt sé að vinna sig upp í einhvers konar höfund- arréttindi. Við skáld og rithöfundar eigum sem betur fer ekki kost á neinni formlegri menntun sem veitir okkur réttindi eða umboð til að skrifa, þó auðvitað sé hægt aö menntast til skrifta á ótal vegu. Vonandi kemur aldrei ritdeild í Listahá- skólann. Við verðum á endanum einfaldlega að gera eitthvað og standa svo og falla með því. Mér þykir hins vegar mjög leitt ef ég er kallaður vandvirk- ur, hef löngum litið á það sem eins konar samheiti yfir blóð- laus og óspennandi. Ég þarf að fara að athuga minn gang ef fólk er virkilega að segja þetta um mig.“ Kaiintu þetta ekki? - Ég hef stundum hitt fólk sem virðist kunna margar sög- ur þinar nánast utanbókar og skemmtir sér við að spyrja hvort annað út úr smáatriðum. Þekkir þú svona fólk? „Ég neita því ekki að ég hef hitt menn sem þekkja verk mín betur en ég sjálfur. Kannski eru þetta bara tveir eða þrír menn sem maður rekst á öðru hverju á tíu ára fresti. Stund- um hef ég verið kallaður til sem hæstiréttur og þá yfirleitt brugðist vonum manna hrapallega. Meðan áhugi fólks bein- ist að verkum mínum en ekki mér persónulega þá firmst mér það gott. Ég hef alltaf verið hrifinn af þröngri og manískri sérfræði- þekkingu á afmörkuðum sviðum og ef ég væri ekki höfund- ur þá væri ég líklega i hópi manna af þessu tagi og myndi kannski sérhæfa mig í að safna öllum ferskeytlum hins kunna hagyrðings Þórarins Eldjáms sem annars væri lítt þekktur lögregluþjónn eða kennari." -PÁÁ SVÖRIN við dæmasafninu. Ver- sjónimar. Og þó, höfundar em oft svo miklir lygarar." Sén islia höfimdar - Þú virðist taka ástfóstri við sumar persónur sem fylgja þér eftir og sérstaklega virðist þú vera hrifinn af uppfinninga- mönnum og undarlegu fólki. Hvers vegna? „Allt fólk sem stundar ein- hveija sköpun sem ber vott um óvenjulega hugsun heillar mig. Fólk sem sér eitthvað nýtt í hversdagslegum hlutum, eitt- hvað sem hefði átt að blasa við allan timann. Þannig em upp- finningamenn. Þetta er sú aðferð sem ég nota við skáldskap í sam- bandi við sjálft tungumálið. Fyr- ir mér er uppfinningamaðurinn skáld, sá sem finnur upp eitthvað sem hann spinnur síðan áfram.“ - Af hverju heita svona marg- ar konur í sögum þinum Rósa? „Ég ætlaði að hafa í öllum minum bókum að minnsta kosti eina konu sem héti Rósa. Þetta átti að vera eins konar fanga- mark. Hitchcock lét sjálfan sig sjást í öllum sínum kvikmynd- um. Ég held að þetta hafi verið svipað." - Er hin jarðbundna Rósa þá eins konar aukasjálf höfundar, kvenmynd Þórarins? „Ég þarf að fara heim og lesa yfir aftur og gá hvort það gæti verið rétt.“
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.