Dagblaðið Vísir - DV - 23.11.2002, Blaðsíða 34

Dagblaðið Vísir - DV - 23.11.2002, Blaðsíða 34
34 Hefgarblac) Iy\T LAUGARDAGUR 23. NÓVEMBER 2002 Lífstíðardómur ógiltur eftir 25 ára afplánun: Var þvingaður til að játa á sig morð Langt er síðan farið var að berjast fgrir lausn Roberts Browns þvímörgum þótti liggja (augum uppi að hann hefði haft rétt fgrirsér þegar hann tók játningu sína til baka á þeirri forsendu að hann hefði verið þvingaður til að játa. En 1977 þótti með ódæmum að lögreglumenn fremdu mein- særi til að koma sök á mann til þess eins að legsa morðgátu og komast hjá þeim vandamálum sem ólegst morðrannsókn leiðir afsér. Áfrýjunardómstóll í Bretlandi ógilti 13. nóvember sl. dóm yfir manni sem setið hefur í fangelsi í 25 ár. Á sínum tíma játaði hann að hafa myrt Anne Walsh, 51 árs gamla piparmey í Manchester. Robert Brown, sem er ættaður frá Glasgow, hefur ávallt haldið því fram að hann hafi verið fórn- arlamb rangra skilaboða í réttar- kerfinu vegna þess að lögreglan hafi beitt hann þvingunum til að undirrita falska játningu. Það varð til þess að hann var dæmdur í ævilangt fangelsi þrátt fyrir að hann drægi játningu sína til baka, enda var hún ekki byggð á stað- reyndum heldur þvingunum. Dómarar áfrýjunardómstólsins báru brigður á lífstíðardóminn Hér eru tvær litlar en mjög fullkomnai stafrænar myndavélar á fínu verði I 2.1 millj. punkta upplausn •Linsa37-111mm •Lithium rafhlaða og hleðslutæki fylgir •8 mb minniskort •quicktime videotaka •1.5" Skjár • Þyngd: 212 gr CAM0IA OLYMPUS 120 2.0 mm r H egspíi'! REIÐSLU, í ÞRJÁ MÁNUÐI HJÁ ORMSSON Milljón punkta upplausn • 2.5 x Stafrænn aðdráttur Linsa 35 mm • Innbyggt flash • 1.6" Skjár • Quicktime videotaka • 8 mb smartmedia minniskort • 4 x AA Rafhlöður • þyngd190 g OLYMPUS ORMSSON RdDICaUSUST LÁGMÚLA 8 • SÍMI 530 2800 FURUVÖLLUM 5 • AKUREYRI »SÍMI462 1300 Robert Brown á þeini tíma þegar liann var settur í fangelsi fyrir inorðið á Anne Walsh. sem kveðinn var upp yfir Robert Brown árið 1977. Dómsforsetinn sagði að efast mætti um að kvið- dómur hefði komist að sömu nið- urstöðu á sínum tíma ef sú vit- neskja lægi fyrir sem síðar kom í ljós. Þá er allt eins víst að kvið- dómur hefði komist að allt annarri niðurstöðu. Því ber að ógilda dóminn og leyfa að málið verði tekið upp á ný. Engin svipbrigði sáust á Brown þegar úrskurðurinn var kveðinn upp en stuðningsmenn hans fögn- uðu og stóðu upp og klöppuðu. Hann var aftur leiddur í fanga- klefa áður en honum var sleppt. En eftir að hann varð laus sagðist hann hiklaust hefði barist í önnur 25 ár til að fá mannorð sitt hreins- að ef til þess hefði komið. Hann sagði að hann hefði ekki eingöngu barist fyrir frelsi sínu heldur fyr- ir réttlæti og sannleika. Brown, sem nú er 45 ára, hefði getað sótt um náðun fyrir 10 árum ef hann hefði sýnt yfirvöldunum samstarfsvilja og játað glæp sinn. En hann segir að sér hafi verið meira í mun að hreinsa mannorð sitt en að sleppa úr fangelsinu. Hann þurfti líka að sannfæra móður sína, sem nú er 75 ára sjúk- lingur, um að hann hefði ekki bar- ið fröken Walsh til bana, eins og hann var dæmdur fyrir í saka- dómi Manchester árið 1977. Dóm- urinn hljóðaði upp á ævilangt fangelsi og 1978 neitaði áfrýjunar- dómstóll að málið væri tekið upp á ný. Lögmaður Browns segir að nú sé þrýst á lögregluna i Manchest- er að rannsaka morðmálið upp á nýtt því ættingjar hinnar látnu eigi heimtingu á að réttlætinu sé framfylgt. Eftir úrskurðinn gaf lögreglan í Manchester út yfirlýsingu þar sem heitið er fullri samvinnu við að rannsaka mál Roberts Browns á nýjan leik, þar sem dómstóllinn telur vafa leika á að nægar sann- anir hafi legið fyrir til að ákæra og dæma hann. Verður á ný farið yfir segul- bönd sem yfirheyrslurnar voru teknar upp á og notuð fullkomin rannsóknartækni til að fara yfir þau gögn sem tæknideildir lög- reglunnar iögðu til grundvallar málsókninni á sínum tíma. Spilltir lögreglumenn Moröið á Annie Walsh vakti óhugnað á sínum tíma. Hún var barin til bana í íbúð sinni án sýni- legs tilgangs. Fólk í hverfinu þar sem hún bjó óttaðist að morðóður maður væri á meðal þeirra. Fjórir mánuðir liðu án þess að neitt benti til að lögreglan væri að leysa morðgátuna. Þá var það á maímorgni aö lögreglumenn réð- ust inn á heimili Browns og drógu hann út úr rúminu ásamt vinkonu hans, sem var lamin, og þau tekin til yfirheyrslu á lögreglustöðinni. Það tók lögregluna 30 klukku- stundir að brjóta mótstööu 19 ára gamla piltsins. Hann var niður- lægður og haft í hótunum við Hin myrta, Anne Walsh. hann. Honum var neitað um að hafa samband við lögmann og hann var færður úr öllum fötum og blóðugum gallabuxum, sem hann kannaðist ekkert við, var veifað framan í hann. Þær áttu að sanna sekt hans. Sagt er að á einhverju stigi sé hægt að brjóta mótstöðuafl allra niður og að því kom að Brown ját- aði á sig sök. Sýndarmennska ríkti í dómsalnum í sakadómi Manchester þegar mál Browns var tekið fyrir. Dómarinn tilkynnti kviðdómnum að ef Brown yrði sýknaður af ákærunni þýddi það að verið væri að ákæra sex lög- regluþjóna um að ljúga fyrir rétti. En þeir vitnuðu allir gegn piltin- um sem var þvingaður með harð- ræði að játa á sig glæp sem hann neitaði strax á eftir að hafa framið. Var Brown svo dæmdur í ævi- langt fangelsi og skyldi sitja í það minnsta 15 ár inni. En þar sem hann var ósamvinnuþýður og hélt fast við þann framburð að hafa verið dæmdur saklaus kom hvorki náðun né stytting á fangelsisvist- inni til greina. Málsmetandi menn og mann- réttindasamtök töluðu máli Browns og börðust fyrir að mál hans yrði tekið upp en því var lengstum neitað. Það þótti óhugs- andi að heil sveit lögreglumanna hefði logið eftir að sverja eið fyrir rétti. En síðar komst upp að einmitt þeir sem höfðu með rann- sókn málsins að gera voru staðnir að spillingu og röngum sakargift- um varðandi önnur mál sem upp komu í þeirra umdæmi. Það var ekki síst á þeim grund- velli sem krafist var upptöku málsins og að morðið á Annie Walsh væri rannsakað á ný. En myllur réttlætisins mala hægt og það var ekki fyrr en Robert Brown hafði setið í fangelsi í fjórðung aldar að mál hans var loks tekið upp á ný. Þar með var hann búinn að sitja lengur í fangelsi í Bret- landi en nokkur annar sem dæmd- ur hefur verið fyrir rangar sakar- giftir eða ónógar sannanir. Eldra metið var 23 ár en sá maður var dæmdur til 28 ára fangelsisvistar. Langt er síðan farið var að berj- ast fyrir lausn Roberts Browns því mörgum þótti liggja í augum uppi að hann hefði haft rétt fyrir sér þegar hann tók játningu sína til baka á þeirri forsendu að hann hefði verið þvingaður til að játa. En 1977 þótti með ódæmum að lög- reglumenn fremdu meinsæri til að koma sök á mann til þess eins að leysa morögátu og komast hjá þeim vandamálum sem óleyst morðrannsókn leiöir af sér. En á undanförnum árum hafa komið upp fjölmörg mál á Bret- landi þar sem sannað hefur verið að menn hafi verið dæmdir að ósekju og setið lengri og skemmri tíma í fangelsi þar til upp komst að þeir voru dæmdir saklausir. Oftast hefur það verið vegna þess að rannsókn mála er ábóta- vant og að sakborningar geta ekki
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.