Dagblaðið Vísir - DV - 23.11.2002, Blaðsíða 52

Dagblaðið Vísir - DV - 23.11.2002, Blaðsíða 52
Góð upplifun og útlitið til fyrir- myndar vörn ASR spólvöm og VDC skriðvörn. Með slíkan búnað er eiginlega engin afsökun lengur fyrir því að missa stjórn á bílnum og þarf bílstjórinn að einbeita sér sérstaklega við það. Hvort heldur sem hemlað er á malbiki eða malarvegi er bílstjóranum gert auðvelt að halda sínu striki og réttri stefnu við hámarkshemlun. Alfa Romeo er bíll sem þig langar að prófa, aftur og aftur! Kostir: Skemmtileg vinnsla, staðalbúnaður. . Gallar: Lógt undir hann, eyðsla. Upplysingastreymi gott Aksturstölvan gefur ýmsar haldgóðar upplýsingar, s.s. hvort hætta er á ísingu á vegi, hvort gleymst hefur að loka farangursrými, hver meðaleldsneytisnotkun hefur verið, hversu langt hefur verið ekið og á hve löngum tíma auk fjölda annarra upplýsinga. Þá er hægt að stilla akst- urstölvuna þannig að hún lætur bílstjórann vita með við- vörunarhljóði ef hann ekur yfir tiltekinn hraða sem bíl- stjórinn getur ákveðið sjálfur. Frábært fyrir þá sem þjást af hraðablindu og eiga erfitt með að gera sér grein fyrir hraðanum sem þeir aka á. Mesta snilldin við aksturstölv- una er að ekki er hægt að stilla hana eða sækja upplýs- ingar í hana nema bíllinn kyrr. Þannig er bílstjórinn hindraður í að fitla við eitthvað annað á meðan á akstri stendur. Þá er í Lusso-útgáfunni einnig fullkomið Bose- hljómkerfi sem engin leið er að lýsa í rituðu máli. Þar þarf að hlusta til að njóta! Allt á hreinu Alfa Romeo er einn af mjög fáum bílum þar sem hægt er að aftengja öryggispúða í framsæti með svisslyklinum. Mikið hefur verið rætt um öryggi bama og að alls ekki megi hafa börn eða fólk undir 140 sm í framsæti þar sem öryggispúði er tengdur. Alfa Romeo sér við þessu og ör- yggispúðinn er aftengdur og tengdur aftur með einu hand- taki. Alls em sex öryggispúðar í bílnum sem ásamt þriggja punkta öryggisbeltum með rafstýrðum belta- strekkjumm uppfylla alla öryggisstaðla og tryggja há- marksöryggi ökumanns og farþega hans. Barnabílstólar em vel tryggir með Isofix-festingum og höfuðpúðar eru fyrir alla farþega. -HSH gímnarlæsi- Örlitil andlitslyftmg hefur verið gerð á Alfa Romeo- bílnum en sett hafa verið þokuljós í alla framstuðara sem em orðnir samlitir bílnum og einnig spegl- ar en þannig verður heildarsvipur bílsins fallegri. Að innan hefur Alfa Romeo lítið breyst frá í fyrra enda til hvers að breyta því sem varla er hægt að bæta? Allir mæl- ar snúa að bílstjóranum og honum þannig gert auðveldara að lesa á þá án aðstoðar úr farþegasætinu (e-hemm, hlutverk aðstoðar- bílstjóra farið fyrir lítið!) Hönnun innrétt- inga er einstaklega stílhrein og falleg en efnið sem notað er innan í hurðir og á mælaborðið sjálft er gúmmíkennt sem ger- ir það aðeins stamara og áferðin verður því mýkri fyrir vikið. Mögnuð upplifun Það er mögnuð upplifun að aka Alfa Romeo þar sem sæti em sérstaklega vel hönnuð, með armpúðum og sérstökum stuðningi við mjóbak bílstjórans. Nóg pláss er fyrir alla og 165 hestöflin skila sér með þeim hætti að stundum er eins og ekið sé á mótorhjóli því hraða- og snúningsspan hvers girs er svo breitt að það liggur við að fimmta gírinn þurfi ekki í venjulegum akstri hérlendis. Hins vegar er hægt að gefa í, á tiltölulega litlum hraða í fimmta gír og bíllinn tekur vel við sér og vinnur sig auð- veldlega upp án þess að hiksta eða stama. Ótrúlegt viðbragö skilar sér í slíkri tilfinn- ingu að það virðast allir vegir færir. Inn- spýtingin á eldsneytinu er ættuð frá Ferr- ari, .var hönnuð fyrir Formúlu 1 og finnst greinilegur munm1 á henni og öðmm hefð- bundnum. Fyrir vikið verður eldsneytis- notkun yfir meðallagi. Þá er bfilinn búinn ABS hemlalæsivöm með EBD hemlunar- dreifingu og neyðarhemlunarstýringu auk MSR niður- o Aksturstölva er fyrir ofan miðjustokk og mið- stöðin nær líka í afturrýmið. © Farangursrými er ekki það stærsta í sínum flokki en aðgengi er gott. © Tveggja lítra vélin er mögnuð og upptakið minnir á mótorhjól. © Alfa Roineo er einn af fáum biluin þar sem hægt er að slökkva á öryggispúðanum hægra megin með lvklinum. rr OFF ÉB PASS 1 Ain sao ON
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.