Dagblaðið Vísir - DV - 23.11.2002, Page 32

Dagblaðið Vísir - DV - 23.11.2002, Page 32
32 Helgarhlaö JO’V" UAUGARDAOUR 23. NÓVEMBER 2002 í töfraheimum Smálanda Úr bókinni Undraland minninganna. Um bernskuna, ástina og lífið eftir Astrid Lind- gren. Mál og menning 2002. Halla Kjartans- dóttir þijddi. Silja Aðalsteinsdóttir ritar eftir- mála. Þetta er brot úr fgrsta kafla bókarinnar þar sem Astrid rifjar upp lífið á sveitabænum þar sem hún ólst upp og eflaustsjá margir les- endur hennar eitthvað kunnuglegt. Mér hlýnar um hjartarætur þegar ég hugsa til þeirra og allra hinna sem áttu hlutdeild í að gera barnæsku mína að því sem hún var. Það var svo margt fólk í kringum mig vegna þess að ég óx upp rétt áður en sveitamenningin leið undir lok og enn þurfti margar hendur við landbúnaðar- störf. Fólk kom úr þorpunum og bæjunum til að vinna hjá okkur, og nú hljóma ég eins og við höfum rekið heljarinn- ar stórbýli en sú var þó ekki raunin. Býlið okkar var bara meðalstór leigujörð sem fylgdi prestssetri og þegar ég seg- ist hafa haft margt fólk í kringum mig sem barn þá er ég að miða við hvernig það er núna bæði í borgum og sveit- um. Það var í senn lærdómsríkt og skemmtilegt fyrir barn að alast upp með öllu þessu fólki af öllum kynslóð- um, stærðum og gerðum. Þetta fólk kenndi mér, án þess að vita það og án þess að ég vissi það, ýmislegt um lífið og hversu erfitt það get- ur verið að vera manneskja. Og mörg viskan hraut af vör- um þess þvi þetta fólk var ekkert að spara munninn á sér og setti það ekkert fyrir sig þótt forvitin eyru væru allt í kring. Og við systkinin vorum alltaf eitthvað að sveima í kringum það því það var í okkar verkahring að færa því kaffið út á engjar. Og ég gleymi aldrei þessum kaffitímum þegar allir sátu og spjölluðu í einhverri lautinni og gæddu sér á smurðu rúgbrauði með kaffinu. Þá voru mörg vísdómsorðin látin falla og ég skil ekki hvernig sum þeirra náðu að skjóta svo djúpum rótum í huga mér að þau gleymast aldrei þótt ótal margt annað sé löngu horf- ið úr minninu. Ég veit til dæmis ekki hvers vegna ég man alltaf hinn gallharða dóm sem Fregge kvað upp yfir járn- meðalinu eitt sinn þegar verið var að spjalla um gagn- semi lyfla. „Járneð! Láttu meg þekkja það,“ sagði Fregge, „maður kúkar kolsvörtu, það er nú allt gagneð!“ Skyldi nú vera viðeigandi að draga þetta fram sem bernskuminningu? Nei, kannski ekki. En mikið af því sem situr í mér er einmitt svona orð sem einhver lét fjúka og sem hjálpa mér að muna fólk og kringumstæður. Stundum var einnig rætt um stjórnmál í þessum kaffi- tímum því þetta var á tímum fyrri heimsstyrjaldarinnar. Flestir héldu með Þjóðverjum og voru vissir um að þeir myndu sigra. En þegar skrifað var um það í dagblöðunum að Svíar hefðu hafnað ósk Englendinga um að fá að setja upp kolageymslu á Gotlandi þá fannst Svente, kúasmalan- um okkar, að það væri nú hámark nískunnar. „Hvernig nenna þeir að vera að rífast um fáeina kola- mola?“ sagði hann og sá fyrir sér örlítinn kolabing ein- hvers staðar á afskekktum stað. í kofum allt í kringum okkur bjó líka fólk sem gaf til- veru fákunnandi en forvitins barns lif og lit. Okkur fannst gaman að fara og „heilsa upp á“. Það gerðum við hvenær sem var og án þess að gera boð á undan okkur. Það þurfti ekki annað en hlaupa smáspöl í gegnum skóg- inn og þá var maður kominn i Stenbacksrot og þar var nú aldeilis líf og fjör og okkur fannst alveg óviðjafnanlegt að fara þangað. Undirmálsfólkið í Stenbácksrot Þar bjó alls konar undirmálsfólk sem í kirkjubókunum er kallað „öreigar", fólk sem átti fullt i fangi með að fram- fleyta sér. Svo voru aðrir þar sem voru örlítið betur stæð- ir en þó munaði ekki miklu. Mest þótti okkur koma til þeirra Idu í Liljerum og Mari í Vendladal. Þær bjuggu hlið við hlið í tveimur örlitlum kofaræksnum. Og við bönkuðum oftast upp á hjá þeim. í okkar augum voru þær svona gamlar og góðar kerlingar eins og maður las um í ævintýrunum og þær tóku líka alltaf hátíðlega á móti manni með vöfflum og gítarleik. En í ævintýrunum eru líka alltaf einhverjar vondar kerlingar og þannig var það einnig í Stenbacksrot. Og vondu kerlingarnar bjuggu al- veg við hliðina á þeim góðu. Þær voru kallaðar „kaffikerl- ingarnar" af því að menn sögðu að þær hefðu orðið vit- lausar af því að drekka of mikið kaffi. Kaffikerlingarnar þoldu ekki börn, það vissum við allt um. Ef maður svo mikið sem potaði í kofann þeirra kæmu þær út og helltu yfir mann sjóðandi vatni, það vorum við líka handviss um. Þess vegna laumuðumst við stundum til að pota í kof- ann þeirra, svona rétt til að kanna viðbrögðin, og hlupum svo eins og eldibrandar yfir til Idu í Liljerum. Við vorum svo hraðskreiðar að kaffikerlingarnar náðu ekki einu t tutí 1 :::r r :. Prestsetrið í Nas þar sem Astrid Lindgren ólst upp á fvrstu áratugum tuttugustu aldar. Þetta er bærinn sem varð sögusvið sumra vinsælustu barnabóka heimsins. sinni að setja upp ketilinn til að sjóða vatnið. Stenbacksrot átti líka sína „Lóu litlu á Brú“. Þetta var lífsglöð og vingjarnleg sál sem var síhlæjandi og hugsaði vel um þau börn sem hún hlóð niður. Við þekktum hana ágætlega því hún var vön að hjálpa til við þvottinn heima og þegar einhver herramaðurinn birtist í námunda við brugghúsið brá hún sér aðeins frá þvottabalanum og sagði svo ánægð þegar hún kom aftur: „Að hugsa sér hvað það er auðvelt að vinna sér inn eina krónu!“ Hún vissi líka manna best hvað maður þurfti yfirleitt að strita fyrir þann pening. En svo kom að því að hún gifti sig og varð jafn virðuleg og hver annar. En þegar henni fannst börnin sín ekki hegða sér eins og sæmandi var leitaði hún ráða hjá prestinum: „Hvernig er það eiginlega. Er það ekki til siðs að börn- in gefi móður sinni brúðargjöf þegar hún giftir sig?“ Hún vildi að börnin sín hegðuðu sér eins og til væri ætlast og venja væri til. Flaltkarar og fleira fólk Flakkararnir settu einnig svip á uppvöxt okkar. Hvað varð eiginlega um þá? Eru þeir ennþá einhvers staðar á sveimi eða hurfu þeir um leið og uxarnir og engirellurn- ar? Það svaf einn slíkur í hlöðunni hjá okkur næstum þvi á hverri nóttu. Þeir komu í kvöldhúminu og keyptu sér dálitla mjólk og brauð og við gláptum úr okkur augun þegar þeir stóðu þarna á eldhúsgólfinu, að hugsa sér að það skuli vera til fólk sem hvergi á heima heldur ráfar bara endalaust út og suður! Flestir þeirra létu lítið fyrir sér fara, sumir voru kátir og kjaftagleiðir en aðrir voru illskeyttir og áreitnir og hræddu úr okkur líftóruna með því að láta glitta í hnífsblað undir klæðum. En flakkar- arnir færðu með sér spennu inn í okkar kyrrlátu sveita- veröld. Það var eitthvað seiðandi og hættulegt við þá, fannst okkur, hugsið ykkur bara ef þeir kveiktu nú í fjós- inu, eins og maður hafði oft heyrt að flakkarar gerðu af skömmum sínum! En aldrei hjá okkur. Fjósið okkar fékk að vera í friði alveg þangað til bæjaryfirvöld í Vimmerby ákváðu að bera eld að því hérna um árið til að skapa meira landrými og allt brann til grunna í einu stærðar- innar báli þar sem Kraka, Rölla, Docka og Monalisa höfðu staðið forðum og jórtraö sína tuggu og barnaskarinn hafði leikið sér og flakkararnir sofið á heybing. En það voru ekki bara flakkarar sem áttu leið um. Á vorin vogaði fólkið á fátækraheimilinu sér einnig út í sól- ina. Það var alltaf kallað fátækraheimili enda þótt hvað eftir annað væri reynt að leiðrétta þann misskilning og kalla það elliheimili. Oftast voru þarna vesalingar sem höfðu misst allar eigur sínar og vitið líka eða höfðu kannski hvorugt nokkru sinni átt. Þetta voru Jocke gæi, Johan einseyringur, Elin æra og hvað það hét nú allt sam- an. Þau áttu ekki sjö dagana sæla. Elin æra vildi svo gjarnan stytta sér aldur en brast alltaf kjark til þess. „Þá fer maður kannski til helvítis og þá veit maður af hverju,“ sagði Elin snöktandi. Öll höfðu þau eitthvert viðurnefni. Jocke gæi var ævar- eiður yfir sínu. „Anders Johan Norling, eftirprentun bönnuð," sagðist hann heita og þegar skríllinn í Vimmerby æpti „Jocke gæi“ á eftir honum æpti hann á móti: „Passið ykkur að ég kreisti ekki úr ykkur hláturinn með krumlunum!" Það fór ekkert á milli mála að Jocke gæja var illa við börn og mamma lét okkur alltaf fara út úr eldhúsinu þeg- ar hann birtist. Jocke gæi var einhentur og grálúsugur og var alltaf í ógeðslegum gulum frakka. Hann tróð matnum sem hann betlaði sér ofan í vasana á frakkanum og þar sem þeir voru allir götóttir rann allt undir fóðrið og ofan í faldinn og þannig var frakkinn úttroðinn allan hring- inn. Sá vondi sjálfur fyrir höfuð sér. Forstjóri fátækraheimilisins þar sem Jo- han einseyringur eyddi ævikvöldi sínu ákvað eitt kvöldið að venja Johan af betliráfi sínu og strengdi reipi þvert yfir veginn og þegar Johan skakklappaðist heim i myrkr- inu sporðreistist hann og lenti á nefinu. í sama vetfangi spratt ógnvænlegt hvítt ferlíki upp úr vegskurðinum. Þetta var forstjórinn sem hafði sveipað um sig lökum. Og þegar Johan kom heim á fátækraheimilið var hann hvít- ari í framan en nokkurt lak og endurtók í sífellu: „Ég hef séð djöfulinn sjálfan!" Það var hlegið mikið að þessari uppákomu og mörgum þótti forstjórinn hafa sýnt ótrúlega hugkvæmni við að venja Johan af betlinu. Samt bað hann aldrei um meira en einseyring og af því fékk hann viðurnefnið. Næsti nágranni við okkur og sá sem hafði yfir okkur að segja var presturinn. Prestssetrið var fallegt hvitt hús og þangað fórum við oft til að læra hvernig maður ætti að hegða sér í fínni húsum og það var ekki vanþörf á því, við tilheyrðum jú „sauðsvörtum almúganum" eins og pabbi okkar kallaði það. En það var betra að vera sauðsvartur almúgi en bæjarbúi, af föður okkar að dæma. Við bjugg- um reyndar aðeins steinsnar frá Vimmerby. Það var fal- legur, gamall smábær með gömlum húsum og ósléttum, steinlögðum götum og stóru fallegu torgi og þar var hald- inn útimarkaður á sérstökum torg- og markaðsdögum þar sem maður gat keypt sér fullt kramarhús af heimalöguð- um karamellum sem „karamellukerlingarnar" höfðu búið til og stóðu svo og seldu á þar til gerðum bás. Annars var ekki mikið gagn i bæjarbúum ef marka mátti föður okk- ar. Hann kallaði þá „stofustássin" en var svo sem ekkert að agnúast frekar út í þá, þeir áttu sinn tilverurétt eins og aðrir. Að skilja prestinn í bænum var kirkjan sem þjónaði bæði bæjarbúum og sveitinni í kring. Faðir okkar var kirkjuvörður þar og þess vegna ólumst við upp við kirkjurækni. Ég sá svo sem ekki mikinn tilgang í því þar sem ég skildi hvorki upp né niður í öllum þeim undarlega orðaflaumi sem vall upp úr prestinum. Og eitt sinn spurði ég bróður minn í örvænt- ingu minni: „Gunnar, skilur þú það sem presturinn er að segja?“ „Nehei,“ sagði Gunnar yfirvegaður, „þú skalt ekki halda að það sé nokkur sem skilur hann!“ Og þá varð ég rólegri og fór bara að hugsa um eitthvað annað með góðri samvisku. Við fórum líka í sunnudaga- skóla á hverjum einasta sunnudegi. Sunnudagar voru líka bara fundnir upp til þess að maður gæti látið sér leiðast, það var að minnsta kosti min skoðun, og það var af sömu ástæðu sem sunnudagaskólar voru fundnir upp. Það var bara sunnudagaskólahátíðin sem var skemmtileg því þá fékk maður poka sem í var epli, nokkrar karamellur og hnetur ásamt sunnudagaskólablaðinu sem var fullt af sorglegum sögum af einhverjum vesalings villuráfandi syndurum sem oftast var bjargað frá villu síns vegar af einhverju saklausu guðhræddu barni. Það voru þrír vin- gjarnlegir kennarar í sunnudagaskólanum. Þeir hétu Karlsson, Johansson og Svensson. Bróðir minn vildi meina að þetta væru faðirinn, sonurinn og heilagur andi og ég lagði yfirleitt trúnað á allt sem hann sagði. En það var svo sem ekki til að auðvelda mér veruna í sunnudaga- skólanum. Nei, sunnudagar voru leiðinlegir! Við hverju var líka að búast af degi sem byrjaði á því að maður þurfti endilega að fara í nýþvegna svarta ullarleista sem voru gerðir úr handspunnu „stungugarni" sem ég var viss um að væri sérstaklega útbúið tU að stinga börn í hnésbæturnar. Stungusokkar og sunnudagaskóli áttu ekki vel saman og ég gat aldrei almennUega fellt mig við þessa tvennd. En ég bar harm minn í hljóði ólíkt lítilli stúlku sem sagði þegar hún var orðin leið á að læra bæn- ina Guð sem hefur: „Þetta var nú leiðinlegt, við skulum heldur taka sönginn um prakkarana!" Aumingja „vesalingarnir" fengu að þola ótrúlega ill- kvittni! Fólk er óvægið við þá sem ekki geta borið hönd

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.