Dagblaðið Vísir - DV - 23.11.2002, Blaðsíða 12
12
LAUGARDAGUR 23. NÓVEMBER 2002
Helgarblað_________________________________________________________________________________________________13V
Olíumengunarslysið við Spánarstrendur:
Deilt um það hver
beri ábyrgðina
Spænskir björgunarliöar vinna aö hreinsun strandarinnar í Galisíu.
Stjórnvöld á Spáni, Portúgal,
Frakklandi og Bretlandi auk forystu
Evrópusambandsins deila nú um
það hver beri ábyrgð á mengunar-
slysinu sem varð þegar olíuflutn-
ingaskipið Prestige, með meira en
70 þúsund tonn af olíu innanborðs,
laskaðist í brotsjó úti fyrir strönd-
um Galisíu á Spáni í síðustu viku
með þeim afleiðingum að skipið
rifnaði í tvennt á þriðjudaginn og
sökk síðan í hafið á um 3500 metra
dýpi í um 210 kílómetra fjarlægð frá
landi. Ekki er aðeins deilt um það
hver beri ábyrgðina á slysinu held-
ur einnig hver fari með lögsögu í
málinu, hver sé ábyrgur fyrir björg-
unaraðgerðum, af hverju skipið var
dregið lengra frá landi út í meiri
ólgusjó í stað þess að koma því í ör-
uggt var og um framkvæmd laga
Evrópusambandsins varðandi sigl-
ingareglur oliuskipa og eftirlit með
þeim.
Það liggur nú fyrir að ákvörðun
um að draga skipiö lengra frá landi
var tekin eftir að yfirvöld í Frakk-
landi, Spáni og Portúgal höfðu öll
neitað björgunaraðilum um leyfi til
að draga það til hafnar í viðkom-
andi löndum til viðgerða, í ljósi þess
hve málið væri alvarlegt og af ótta
við frekari leka úr geymum skips-
ins. Þess vegna var það dregið
lengra frá landi þar sem það lá ber-
skjaldað fyrir veðri og ágangi sjávar,
sem að lokum varð til þess að skipið
liðaðist í sundur með þeim afleiðing-
um að það sökk eftir að hafa rekið
inn á portúgalskt hafsvæði.
Hver ber ábyrgðina?
Spænsk stjórnvöld töldu sig ekki
bera ábyrgð á björgunaraðgerðum
þar sem olíuskipið hafði rekið inn á
portúgalskt hafsvæði á þriðjudag-
inn, rétt áður en það sökk, en á móti
sögðu portúgölsk stjórnvöld að þau
spænsku bæru ábyrgðina þar sem
slysið hefði orðið á þeirra hafsvæði.
Jose Durao Barroso, forsætisráð-
herra Portúgals, sagðist alveg full-
viss um það að ábyrgðin væri Spán-
verja og bætti því jafnframt við að
portúgalski sjóherinn heföi fuilviss-
að sig um að skipið hefði aldrei rek-
ið inn á portúgalskt hafsvæði.
Henrique Freitas, varnarmálaráð-
herra Portúgals, flækti hins vegar
málið iililega þegar hann sagði að
skipið hefði verið á svæði þar sem
Portúgalar önnuðust eftirlit og björg-
un úr lofti, en þvertók fyrir það að
björgunaraögerðir á sjó væru á
þeirra ábyrgð, heldur Spánverja.
Dráttur gagnrýndur
Ákvörðunin um að draga skipið
frá landi hefur verið harðlega gagn-
rýnd og að sögn talsmanns hol-
lenska Smit-björgunarfyrirtækisins,
sem sá um aðgerðina, var hún tekin
eftir að Spánverjar höfðu alfarið
neitað beiðni um að skipið yrði
dregið í spænska höfn.
„Að draga skipið frá landi í fimm
daga jók auðvitað líkurnar á aukn-
um skaða og augljóst að betra hefði
verið að draga það í var nær landi
og skýla því fyrir frekari ágangi
sjávar. Likurnar á auknum skaða
hefðu alla vega ekki aukist og auð-
veldara hefði verið að koma í veg
fyrir frekari leka og mengun,“ sagði
Hans van Rooy, talsmaður Smit.
Að vel athuguðu máli
Björgunaraðilar segja það alfarið
hafa verið ákvörðun spænskra
stjórnvalda að draga skipið frá
landi og varði Mariano Roy aðstoð-
arforsætisráðherra þá ákvörðun
spænsku rikisstjómarinnar í bak og
fyrir. „Ákvörðunin var tekin að vel
athuguðu máli og af ábyrgð. Það er
skoðun mín að með henni hafi ver-
ið komið í veg fyrir mun stærra
mengunarslys,“ sagöi Roy.
Ekki eru þó allir á sama máli og
var ákvörðun ríkisstjórnarinnar til
dæmis harðlega gangrýnd í Barce-
lona-blaðinu E1 Periodico. „Tilgang-
urinn var aðeins að bjarga eigin
skinni og hugarfarið líkt og hjá
þeim sem sópa rykinu undir teppið.
Nær hefði verið að deila áhættunni
með Portúgölum því mengun er al-
þjóðlegt vandamál en ekki einkamál
einstakrar þjóðar,“ sagði í leiðara
blaðsins.
Langtímaáætlun ESB
Samkvæmt langtímareglugerð
Evrópusambandsins, er gert ráð fyr-
ir því að olíuflutningaskip með ein-
falt byrði eins og Prestige hverfi af
sjónarsviðinu i áfóngum og eftir ár-
ið 2005 fái tankskip eldri en 25 ára
ekki að sigla með olíufarma eða
önnur spilliefni á evrópskum sigl-
ingaleiðum.
Þessi reglugerð var sett eftir svip-
að olíumengunarslys sem varð við
strendur Frakklands árið 1999, þeg-
ar um það bil þrettán þúsund tonn
af olíu láku úr olíuskipinu Eriku,
sem einnig hlekktist á í ofsaveðri
með þeim afleiðingum að það rifn-
aði í tvennt. Olían mengaði um 400
kílómetra af strandlengju Bretagne-
skaga og drap að minnsta kosti sex
þúsund sjófugla.
Alþjóða siglingamálastofnunin
hefur sett svipaðar reglur, sem
segja að einbyrðings tankskip byggð
fyrir 1974 skuli tekin úr umferð
fyrir árið 2007 og þau sem byggð hafi
veriö eftir það fyrir árið 2015, en
staðreyndin er sú að 52% tankskipa,
tíu þúsund tonn eða stærri, eru með
einfalt byrði eins og Prestige.
Ryðkláfana burt
Þrátt fyrir áðurnefndar reglugerð-
ir hafa heyrst raddir sem vilja ganga
enn þá lengra og hraðar til verks og
þar á meðal er Chirac Frakklandsfor-
seti. Hann gagnrýnir harðlega
vanmátt Evrópusambandslandanna
til að framfylgja eigin reglum um
skipaeftirlit, sem koma eigi í veg
fyrir það að stórhættulegir ryðkláfar
sigli um heimshöfin og kallar eftir
skjótum aðgerðum til að koma í veg
fyrir frekari hörmungar.
Spænska blaðið E1 Pais tekur
undir orð Chiracs og harmar van-
mátt Evrópusambandsins, sem leitt
hafl til þess að skipa- og olíufélög
beiti ýmsum klækjum til að komast
fram hjá öryggisreglugerðum sam-
bandsins. Glufur séu í reglugerðinni
um eftirlit skipa, sem geri eftir-
litsmönnum erfitt um vik og eig-
endum jafnvel færi á að komast hjá
skoðun.
Eftirlit í molum
Hvað varðar Prestige, sem er í
eigu griska skipafélagsins Mare
Shipping en skráð á Panama, var því
í fyrstu haldið fram að skipið hefði
ekki verið skoðað síðan árið 1999, en
eigendur komið sér undan skoðun
þegar til stóð að skoða það á Gíbraltar
í fyrra.
Bandaríska skipaskoðunin upplýsti
þá að skipið hefði verið skoðað í Kína
í mai á siðasta ári og síðan aftur í
Dubai í maí sl. Síðan hafi pappirar
þess nýlega verið skoðaðir í Rúss-
landi. Þetta þykir sumum sanna að
eftirlitið á heimsvísu sé í molum og
lítið eða ekkert samstarf á mdli
eftirlitsaðila. Pappírar séu jafnvel
flalsaðir og öllum mögulegum brögð-
um beitt til að fá haffærisskírteini,
jafnvel mútum.
Það er víst að Prestige-slysið á eftir
að hafa víðtæk áhrif og vonandi flýta
fyrir því að komið verði á stofn
sérstakri siglingamálastofnun ESB,
sem fari með öryggismál á evrópskum
hafsvæðum.
Evrópuþingið hefur lýst vilja sín-
um um að taka málið fóstum tökum
og sett sér það takmark að ryðkláf-
arnir hverfi af sjónarsviðinu innan
tveggja ára. Öðruvísi verði ekki kom-
ist hjá slysum sem þessu við Spánar-
strendur.
Nokkur mestu olíumengunar-
slys sögunnar:
Janúar 2000
Um 1300 þúsund tonn af olíu láku
úr rifmni neðansjávarolíuleiðslu í
Guanabara-flóa í nágrenni Rio de
Janeiro í Brasilíu.
Desember 1999
Um 13 þúsund tonn af olíu láku í
hafið úti fyrir ströndum Frakklands
þegar olíuskipinu Eriku hlekktist
þar á í ofsaveðri með þeim afleið-
ingum að það rifnaði í tvennt.
Febrúar 1996
Um 72 þúsund tonn af olíu láku í
hafið þegar leki kom að olíuskipinu
Sea Empress úti fyrir ströndum Wa-
les nálægt hafnarbænum Milford
Haven í Pembrokesh-héraði.
Janúar 1993
Um 85 þúsund tonn af olíu láku í
hafið þegar olíuskipið Braer strand-
aði suður af Hjaltlandseyjum.
Desember 1992
Um 80 þúsund tonn af olíu láku í
hafið þegar sprenging varð í olíu-
skipinu Aegean Sea úti fyrir hafnar-
borginni La Coruna á Spáni.
Maí 1991
Um 260 þúsund tonn af olíu láku i
hafið úr olíuskipinu ABT þegar
sprenging varð í því úti fyrir
ströndum Afríkuríkisins Angóla.
Apríl 1991
Um 50 þúsund tonn af olíu láku i
Miðjarðarhafið úti fyrir hafnarborg-
inni Genúa á Ítalíu þegar olíuskip-
ið Haven sökk þar eftir að eldur
hafði komið upp í skipinu.
Janúar 1991
írakar hleyptu ómældu magni af
olíu, sem talið var nema tugum
milljónum tonna, út í Persaflóa í
Persaflóastríðinu.
Mars 1989
Um 39 þúsund tonn af olíu láku
úr olíuskipinu Exxon Valdez þegar
það strandaði í Prins William-sundi
í Alaska. Versta olíumengunarslys í
sögu Bandaríkjanna.
Ágúst 1983
Um 155 þúsund tonn af olíu láku
út í Indlandshaf er spænska risaol-
íuskipið Castillo de Bellver sökk úti
fyrir vesturströnd Suður-Afríku eft-
ir að eldur hafði komið upp í skip-
inu. Talið er að um 100 þúsund tonn
séu enn í tönkum þess á hafsbotni.
Ágúst 1979
Um 160 þúsund tonn af olíu láku
úr olíuskipinu Atlantic Express þeg-
ar það strandaði úti fyrir stöndum
Tobago í Karíbahafi.
Mars 1978
Um 230 þúsund tonn af olíu láku
úr oliuskipinu Amoco Cadiz í
Atlandshaf þegar það strandaði úti
fyrir Bretagneskaga í Frakklandi
nálægt hafnarborginni Brest.
Mars 1967
Um 120 þúsund tonn af olíu láku
úr olíuskipinu Torrey Canyon út i
Atlantshaf þegar það strandaði við
Shilly-eyjar úti fyrir Cornwall í
Bretlandi.
Sögulegur fundur NATO
Tímamót urðu í
sögu Atlantshafs-
bandalagsins (NATO)
í vikunni þegar leið-
togar aðildarþjóð-
anna buðu sjö ríkjum
i Austur-Evrópu inn-
göngu, þar á meðal
Ey strasaltsríkj unum
sinn tilheyrðu Sovét-
ríkjunum sálugu. Þá samþykktu leið-
togarnu- á fundi sínum í Prag í Tékk-
landi tillögu ráðamanna í Washington
um stofnun tuttugu þúsund manna
viðbragðssveitar sem á að fá það hlut-
verk að bregðast við nýjum ógnum
sem steðja að heiminum og er ógn af
völdum hryðjuverkamanna þar efst á
blaði.
Sjálfsmorðsárásar hefnt
ísraelskar hersveitir réðust
snemma á fóstudagsmorgun inn í Bet-
lehem og umkringdu Fæðingarkirkj-
una til að koma i veg fyrir að palest-
ínskir harðlínumenn gætu leitað þar
skjóls, eins og þeir gerðu fyrr á árinu.
Innrásin var í hefndarskyni fyrir
sjálfsmorðsárás Palestínumanns á
strætisvagn i Jerúsalem á fimmtu-
dagsmorgun. í þvi tilræði létust að
minnsta kosti ellefu ísraelskir borgar-
ar, þar af mörg börn sem voru á leið í
skóla. Palestínsku skæruliðasamtökin
Hamas gengust við tilræðinu.
Stuöningur við afvopnun
Leiðtogar ríkja
Atlantshafsbanda-
lagsins (NATO)
lýstu yfir stuðn-
ingi sínum í vik-
unni við aðgerðir
Sameinuðu þjóð-
anna sem miða að
því að losa Sadd-
am Hussein íraks-
forseta við gjör-
eyðingarvopn sín. Vegna andstöðu
nokkurra ríkja við einhliða hemaðar-
aðgerðir Bandaríkjamanna gegn írak
var stuðningurinn ekki jafnafdráttar-
laus og George W. Bush Bandaríkja-
forseti hefði óskað. Vopnaeftirlits-
menn SÞ fóru til Bagdad í vikunni,
eftir fjögurra ára fjarveru, til að und-
irbúa starf sitt. Hlutverk þeirra er að
sjá tO þess að írakar fari að ályktun-
um SÞ um að eyðileggja gjöreyðingar-
vopn sín. írösk stjómvöld hafa heitið
fullri samvinnu við vopnaeftirlits-
mennina en ekki eru allir sem taka
orð þeirra trúanleg.
Alvarleg olíumengun
Umhverfissinnar óttast mjög alvar-
lega oliumengun á norðvesturströnd
Spánar eftir að olíuskipið Prestige
brotnaði í tvennt í vikunni og sökk
undan ströndum landsins. Rúmlega
sjötíu þúsund tonn af olíu voru í skip-
inu. Töluverðu magni olíu hefur þeg-
ar skolað á land og þekur hún fjörur á
löngum kafla. Gjöful fiskimið heima-
manna eru í hættu og sjófuglar hafa
margir orðið olíunni að bráð. Undir
vikulok hamlaði veður hreinsunarað-
gerðum.
Nýr formaður í ísrael
Verkamanna-
flokkurinn í ísrael
kaus sér nýjan
formann í vik-
unni. Sá heitir
Amram Mitzna og
er borgarstjóri í
Haifa. Verkefni
hans verður að
leiða flokkinn í
þingkosningunum sem haldnar verða
þann 28. janúar næstkomandi. Mitzna
er 57 ára gamall, fyrrum foringi í ísra-
elska hernum og er fylgismaður skil-
yrðislausra friðarviðræðna við Palest-
ínumenn. Þá hefur hann lýst yflr
þeim vilja sínum að kalla heim mest-
allt herlið ísraela frá hernumdu svæð-
unum á Vesturbakkanum og Gaza.
Lykketoft vill leiöa krata
Mogens Lykketoft, fyrrum utanrík-
isráðherra Danmerkur, hefur lýst
áhuga sínum á að taka við leiðtoga-
starfi jafnaðarmannaflokksins af Poul
Nyrup Rasmussen, fyrrum forsætis-
ráðherra. Nyrup hefur tilkynnt afsögn
sina og nýr formaður verður valinn á
sérstökum fundi í næsta mánuði.