Dagblaðið Vísir - DV - 23.11.2002, Blaðsíða 26

Dagblaðið Vísir - DV - 23.11.2002, Blaðsíða 26
26 Helc)orblað 33 V LAUGARDAGUR 23. NÓVEMBER 2002 Þakkargj örðarhátí ðin: Upphaf jólaverslunar oá undirbúnings Þakkargjörðardagurinn var haldinn hátlðlegur á fimmtudag og teygja hátíð- arhöldin sig yfir helgina. Þeir sem dval- ið hafa í Bandaríkjunum þekkja þessa hátíð. Hún er alltaf haldin á fjórða fimmtudegi í nóvember, í Bandaríkjun- um og Kanada. Þakkargjörðin er ein mikilvægasta hátíð ársins í Bandaríkj- unum og mun stærri í sniðum en jólin. Hér á landi má segja að fólk „hiti upp“ fyrir jólin með þakkargjörðarhátið. í Bandaríkjunum er þetta mesta ferða- helgi ársins en algengt er að fólk eigi frí á fóstudeginum og fái þannig langa helgi. Þá markar dagurinn upphaf jóla- verslunar og jólaundirbúnings. Þakkargjörð var fyrst haldin i Banda- ríkjunum á sautjándu öld. Sagan hefst þegar 102 púrítanskir landnemar komu með skipinu Mayflower að austurströnd Bandaríkjanna. Þeir tóku land og stofn- uðu fyrstu nýlenduna í Plymouth í Nýja-Englandi. Fyrsti veturinn í nýja landinu reyndist landnemunum harður og létust 46 þeirra úr vosbúð og hungri. Uppskeran haustið 1621 reyndist hin besta og hleypti mönnum kapp í kinn. Til þess að fagna uppskerunni ákváðu landnemamir að bjóða indíánunum á svæðinu til veislu en án þeirra hefðu landnemamir tæpast komist af. Fyrsta þakkargjörðin var uppskeruhátíð og stóð samfleytt í þrjá daga. Tveimur árum síðar bar svo við að miklir þurrkar stefndu uppskerunni í voða. Þá bmgðu landnemamir á það ráð að koma saman og biðja fyrir rign- ingu. Þeir vom bænheyrðir og daginn eftir byrjaöi að rigna. Þá var ákveðið að bjóða aftur til veislu og var indíánunum að sjálfsögðu boðið. Þannig festi þakkar- gjörðarhátíðin sig smám saman í sessi. Karafla 11 með dropavörn, fékk nýlega hönnunarverðlaun Kaffidunkur Nýjung með hólfi fyrir kaffipokana. Hnetubrjótur Einstök hönnun. Margverðlaunaðar fyrir hönnun Úrvalið er hjá okkur byggt búið Smáralind Kringlunni 568 9400 554 7760 Jól við Laugaveg Laugavegurinn er kominn í jólabúninginn en frá og með deginum í dag má búast við uppákomum af öllu tagi sem lífga munu upp á götulífiö. Jólaljósin á Laugavegi tendruð í dag: Líflegar uppákomur setja svip á götulífið Mikið verður um dýrðir á Laugaveginum fyrir jólin eins og undanfarin ár. Þessi ein elsta verslunargata landsins er komin' í jólabúninginn með tilheyrandi skreytingum. Verslunareigendur eru vel með á nótunum og minna einnig á hátíð ljóss og friðar. I dag, laugardag, verða jólaljós á Laugavegi formlega tendruð. Safn- ast verður saman við Hlemm kl. 15.30 og kl. 16.00 mun forseti borg- arstjórnar, Árni Þór Sigurðsson, tendra ljósin með aðstoð við- staddra. Sú hefð hefur skapast að slökkvi- lið höfuðborgarsvæðisins mætir með gamlan brunabíl, hestvagn ekur með forseta borgarstjórnar niður Laugaveg í fararbroddi jóla- skrúðgöngu. Búast má við jólasveinum á Laugaveginum. Það er kannski fullsnemmt fyrir þá að vera á ferð en þessir ætla greinilega að taka forskot á sæluna og munu hafa fengið leyfi Grýlu og Leppalúða til að skreppa í bæinn. Kórar, brasssveitir og aðrir listamenn fylgja jólaljósagöngunni í dag með söng og hljóðfæraslætti. Gengiö verður að Þjóðleikhúsinu, þar sem Karíus og Baktus taka á móti göngunni. Tónlistaruppákomur munu setja svip sinn á lífið við Laugaveg alveg fram til jóla. Hvers kyns lúðrablás- arar með jólatónlist, kórar, harm- onikuleikarar, jólasveinar, söng- flokkar, Grýla og Leppalúði, ýmsar furðuverur og herra Laugavegur, sem mun m.a. fræða vegfarendur um sögu Laugavegarins og bjóða úpp á piparkökur. Verslanir verða opnar um helgar fram að jólum og frá og með fóstu- deginum 13. desember veröa versl- anir opnar til kl. 22.00 öll kvöld og til klukkan 23.00 á Þorláksmessu. -hlh
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.