Dagblaðið Vísir - DV - 23.11.2002, Qupperneq 39

Dagblaðið Vísir - DV - 23.11.2002, Qupperneq 39
38 HelQarblaö I>'V LAUGARDAGUR 23. NÓVEMBER 2002 sviti og tár - box á íslandi eftir 50 ára bið Það var mikið um að vera í Laugardalshöllinni fyrir réttri viku þegar þar fór fram boxkeppni. Þetta var sögulegur við- burður í þeim skilningi að í fyrsta sinn í um 50 ár er box ekki lengur ólöglegt á íslandi. Með lagabreytingum á Alþingi var leyft að æfa og keppa í svokölluðum ólympískum hnefaleikum. Sumir gengu því til þessa leiks í hátíðarskapi þar sem þeir skynj- uöu endalok ófrelsis og upphaf betri tíma. Öðrum hefur eflaust fundist að hér væri stigið skref aftur á bak enda hefur hart verið deilt um það hvort hnefaleikar væru hættulegir eða ekki. Margir urðu til þess að rifja upp að ástæðan fyrir því að bannið var upp- haflega sett á var dauðsfall ungs manns sem tengdist iðkun þessar- ar iþróttar. Fylgjendur bentu hins vegar ítrekað á að hnefaleikar með réttum hlífðarbúnaði væru ekkert hættulegri en ýmsar austur- lenskar sjálfsvarnar- og bardagaíþróttir sem hér eru stundaðar fyr- ir opnum tjöldum. Hvað sem líður afstöðu manna til þeirra breytinga sem hafa orð- ið á frelsi okkar til þess að berja mann og annan þá fór ljósmynd- ari DV á vettvang og fylgdist með bardaganum bæði utan hrings og innan og skrásetti það sem fram fór gegnum linsuna. -PÁÁ 1. Þeir eru ekki margir meðal okkar ennþá sein voru virkir í iðkun hnefaleika meðan þeir voru enn leyfilegir fyrir um hálfri öld. Einn þeirra seigu, gömlu jaxla sem enn gengur uppréttur er Guðmund- ur Arason sein þarna sést ganga í salinn og einn hinna ungu kepp- enda fylgir fast á hæla hans. 2. Hnefaleikakappar vefja hendur síuar með sérstöku hlífðarbandi til þess að verja þær meiðslum. Það er sagt að hnefaleikakappar til forna sem börðust berhentir hafi látið hendurnar liggja lengi í sterku saltvatni til þess að herða þær og barið tíinunum saman í tunnur fullar af sandi. 3. Fyrsti keppandinn í fyrsta bardaganum er farinn inu og félagar hans sitja þöglir og fylgjast með á sjónvarpsskjánum. Það er Skúli „Tyson" Vilbergsson sem situr og bíður örlaga sinna. 4. Bandarískur hnefaleikakappi sein er þátttakandi í þessuiu fyrsta „frjálsa" bardaga stígur dans bak við tjöldiu og liitar upp hnefana. Bak við tjöldin bíða íslenskir andstæðingar sem liafa ekki boxað í hálfa öld. LAUOAIIDAGUR 23. NÓVEMBER 2002 Helgarblacf DV 43 5. Það er ekkert óttablik að sjá í auga þessa unga pilts sem er í þann veginn að ganga til bardaga og er fyrstur íslendinga til að berjast með löglegum hætti. Hann er 15 ára Keflvíkingur og heitir Ævar örn Ómarsson. Hann er löglegur keppandi en ólögráða unglingur. Þráðurinn liggur beint frá honum aftur í gegnum aldiruar til skylmingaþræla eða gladíatora eins og þeir voru kallaðir hjá hinum fornu Rómverjum. Munurinn er sá að hann inun ganga heill af velli ef allt fer að óskum og er því að hætti fornra Ein- hcrja ódeigur því hann veit að eftir þennan dag kemur nýr dagur ineð nýjar orrustur. 6. Þar sem sannir karlmenn takast á eru sannar konur aldrei langt undan. Ilvort það er alsiða við keppnir sem þessar að hafa lítt klæddar konur að störfum í hringnuni til að halda uppi spjöldum veit ég ekki en það var gert í Laugardalshöllinni. Ekki er að efa að karlhormónið testesterón í bland við adrenalín er nauðsvnlegt eldsneyti í bardaga sem þessum og fagurskaptir þjóhnappar stúlkunnar halda flæðinu uppi. Þetta er óþekkt þegar keppt er í íslenskri glímu. 7. Fiinintán ára gainall Njarðvíkingur, Axel Borg- arsson, grettir sig þegar blóðið rennur úr börðu nefi hans. 8. Þjálfarar unga piltsins liafa stöðvað bardagann og revna að stöðva lieitt blóðið sem rennur úr nefi Axels. Það er alþckkt húsráð að blóðblettir í fötum nást úr með köldu vatni. 9. Önnur lota er að hcfjast en útsendingarstjórinn í horninu horfir dreyminn á stúlkuna sem lieldur uppi spjaldinu. 10. Goðsögnin hittir ungan sigurvegara eftir fyrsta bardaga keppninnar. Bubbi Morthens æfði box á yngri árum í Danmörku og var þekktur áflogahund- ur sem aldrei koinst í hringinn með löglegum hætti. Hann talar við fyrsta löglega sigurvegarann í boxi á íslandi sem er Ævar Örn Ómarsson. Við lilið Bubba situr Óniar Ragnarsson sem aldrei er vitað til þess að hafi barið neinn. 11. Eftir bardagann. Örþreyttur en í sigurvímu situr Ævar Örn, bú- inn að setja nafn sitt á spjöld íslenskrar boxsögu með eftirminni- legum hætti. Það kostar blóð, svita og tár að komast þangað sem hann er og halda velli þar. DV-mvndir Þorvaldur Örn Kristmundsson
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.