Dagblaðið Vísir - DV - 23.11.2002, Page 11

Dagblaðið Vísir - DV - 23.11.2002, Page 11
LAUGARDAGUR 23. NÓVEMBER 2002 11 Skoðun Prófkjör og lýðræði Kjartan Gunnar Kjartansson blaöamaöur Laugardagspistilí í þessum skrifuðum orðum stend- ur yfir prófkjör sjálfstæðismanna í nýjum Reykjavíkurkjördæmum. Ef að likum lætur verður þetta fjöl- mennasta prófkjörið fyrir komandi alþingiskosningar. Prófkjör í 30 ár Almennt prófkjör er um margt at- hyglisvert og hefur oft verið um- deilt í þá þrjá áratugi sem það hefur tíðkast. íslenskir sfjómmálaflokkar hófu að framkvæma prófkjör í nú- verandi mynd um 1970 og það var reyndar Sjálfstæðisflokkurinn sem reið á vaðið í þeim efnum. Ungir sjálfstæðismenn, með þá Ellert B. Schram og Friðrik Sophusson í boddi fylkingar, höfðu þá gert próf- kjör að sínu helsta baráttumáli. Á þeim árum átti prófkjör mjög eindregna málsvara og sumir vildu festa það í sessi með lagaákvæðum. í hópi eindreginna prófkjörssinna var t.d. jafnaöarmaðurinn Vilmund- ur Gylfason sem var áhrifamikill penni um íslensk stjómmál og lýð- ræði á áttunda áratugnum. Er prófkjör lýðræðiskrafa? Þegar hvað harðast var deilt um mikilvægi prófkjörs var deilan hug- myndafræðileg og snerist að mestu um lýðræði. Eindregnustu málsvar- ar þess héldu því fram að krafan um prófkjör væri sjálfsögð lýðræð- iskrafa. Það væri lýðræðislegt og þvi jákvætt að almennir flokks- menn gætu haft afgerandi áhrif á það hverjir skipuðu sæti á fram- boðslistum flokkanna. Sú fullyrðing vekur spumingu um það hvað lýðræði sé, eða a.m.k. hvað það sé sem geri lýðræði eftir- sóknarvert. Lýðræði hippatímans Frumkvæði sjálfstæðismanna í prófkjörsmálum er athyglisvert þvi fyrir þrjátíu árum var Sjálfstæðis- flokkurinn ekki vinsæll meðal ungs fólks. Ungt menntafólk var vinstri- sinnað, afar gagnrýnið og lýðræðis- sinnað í a.m.k. einhverri merkingu þess orðs. Krafa dagsins var lýðræði á öllum sviðum: Lýöræði nemenda í skólum, lýðræði verkamanna í verkalýðsfélögum, lýðræði í stjóm- málaflokkum og lýðræði í vinnunni, svokallað atvinnulýðræði, hvað sem það nú var. Lýðræði blómabama og vinstri sinnaöra námsmanna var að vísu nokkuð óljóst. En það var róman- tiskt og róttækt og fólst í endalausri lýðræðisbaráttu á öllum sviðum. Takmarkið var að sem flestir réðu sem mestu um sem flest. Ungir sjálfstæðismenn hafa því að hluta til verið að biðla til jafn- aldra sinna og höfða til tíðarandans með kröfunni um prófkjör um 1970. Lýðræði frjálshyggjunnar Á miöjum áttunda áratugnum komu frjálshyggjumenn til sög- unnar. Þeir höfðu ýmislegt til mál- anna að leggja um lýðræði. Hug- myndir þeirra vom skýrari en hug- myndir hippatímans og lýðræði þeirra afmarkaðra: Lýðræði er mik- ilvægt einkenni á ákvörðunartekt á afmörkuðum sviöum. Og þannig á það að vera. Frjálshyggjumenn litu á lýðræði sem tæki fremur en markmið - tæki til að draga úr misbeitingu á opin- beru valdi og viðhalda mannréttind- um og málefnaiegri gagnrýni. Einn af æðstu prestum frjálshyggju- manna var austurríski vísinda- heimspekingurinn, Karl R. Popper, sem taldi kjama lýðræðisins felast í möguleikanum á því að skipta um valdhafa án blóðsúthellinga. Lýðræði vinstrimanna Það er reyndar athyglisvert að hugmyndir um lýðræði fara oft verulega eftir því hvort um er að ræöa hægri- eða vinstrimenn. Ástæðan er líklega sú að megin ágreiningur vinstri- og hægrimanna snýst um vægi einstaklingsfrels- isins og almannavalds. Það gefur auga leið að sá sem leggur áherslu á samneyslu, samfé- lagslega ábyrgð og opinbera ákvarð- anatekt í fleiri málum en nú tíðkast, hlýtur að telja það mikilvægt að auka áhrif og ákvarðanatekt al- mennings á ýmsum sviðum. Vinstrimenn hafa oft haldið því fram aö hið vestræna lýðræði sé bæði óbeint og takmarkað og því sé sjálfsagt að þróa lýðræðið og auka stöðugt áhrif almennings á hinum ýmsu sviðum, m.a. meö þjóðarat- kvæðagreiðslu í stefnumótandi mál- um. „Frjálshyggjumenn litu á lýðrœði sem tœki fremur en markmið - tœki til að draga úr misbeitingu á opinberu valdi og við- halda mannréttindum og málefnalegri gagnrýni. Einn af æðstu prestum frjálshyggjumanna var austurríski vísindaheim- spekingurinn, Karl R. Popper, sem taldi kjama lýðræðisins felast í mögu- leikanum á því að skipta um valdhafa án blóðsút- hellinga.“ Lýðræði og ráðstjóm Bjartsýnustu sósíalistar fyrri tíma gengu oft að því vísu að allir upplýstir einstaklingar hlytu að hafa áhuga á því að taka þátt í lýð- ræðislegum ákvörðunum, ekki að- eins í almennum kosningum á fjög- urra ára fresti, heldur einnig á sviði löggjafar og hefðbundinna stjóm- mála og reyndar um hvað eina er lýtur að framleiðslu, verslun, skipu- lagi og atvinnulífi. Krafan um þjóð- nýtingu framleiðslutækjanna og al- menna ráðstjóm væri því miklu virkari og róttækari lýðræðiskrafa en lýðræðiskrafa borgaranna. Lýðræði og einstaklingsfrelsi Sá sem vill auka einstaklings- frelsi gefur hins vegar lítið fyrir þá kröfu að flestir ráði sem mestu um sem flest. Því hann vill að hver og einn ráði sem mestu í sínum eigin málum, án afskipta annarra og hins opinbera. Gagnrýni hægrimanna á sósíal- íska ráðstjóm fólst oft í þeirri al- mennu ábendingu að meginþorri upplýstra einstaklinga hafi mjög takmarkaðan eða alls engan áhuga á því að taka þátt í stjómmálum eða ákvörðunum um framleiðslu eða at- vinnulíf og eigi ekkert endilega að hafa slíkan áhuga. Enginn orðaði þetta betur en Oscar Wilde sem sagði: „Mér er illa við sósíalismann. Það færu of mörg kvöld í hann.“ Hann hafði öðrum hnöppum að hneppa en að sitja í ráðum á kvöldin. Prófkjör og praktík Hugmynd Poppers um vestrænt lýðræði sem mikilvægt og afmarkað tæki fremur en endalaust og óljóst, rómantískt markmið, hefur vaxið mjög fiskur um hrygg sl. aldarfjórð- ung. Sú hugmynd er auðvitað engin afneitun á prófkjöri. En hún dregur óneitanlega úr gildi þeirrar fullyrð- ingar að prófkjör sé sjálfsögð lýð- ræðiskrafa. Þess vegna hefur dregið mjög úr hugmyndafræðilegri umræðu um gildi prófkjörs. Auðvitað er ennþá deilt um mikilvægi þess. En sú deila er nú að mestu praktísk og snýst um kosti og galla, án tilvísunar í heilög hugmyndafræðileg gildi. Prófkjör og flokksræði Prófkjörshugsjón ungra sjálfstæð- ismanna fyrir þrjátíu árum var ekki einungis viöbrögð við þáverandi tíð- aranda. Eitt af því sem ungir sjálf- stæðismenn litu alvarlegum augum var lífseig samsæriskenning sem haldið var á lofti, jafnt innan flokks- ins sem utan, um flokksræði hins svokallaöa Flokkseigendafélags. Þeir sem fastast sóttu á þing eða í bæjarstjómir en höfðu ekki erindi sem erfiði, voru vanir að skemmta sjálfum sér og skrattanum með því að skella skuldinni á Flokkseig- endafélagið. Samkvæmt kenningunni höfðu örfáar fjársterkar fjölskyldur haft töglin og hagldimar í Sjálfstæðis- flokknum um áratuga skeið. Þess vegna vom frambjóðendur valdir í teboðum heldri kvenna með ættar- nöfh, hvað sem leið öllu flokks- starfi. Með prófkjörum ætluðu ung- ir sjálfstæðismenn aö kveða niður þennan samsærisdraug í eitt skipti fyrir öll, hvort sem hann var raun- verulegur eða ímyndaður. Lýðræði - fjárræði Eftir því sem reynslan af próf- kjömm jókst fór að bera á öðru sjónarmiði úr þveröfugri átt: Próf- kjör auka ekki áhrif hins almenna flokksmanns. Þvert á móti. Þau eru svo kostnaðarsöm fyrir frambjóð- andann. Hann þarf að opna skrif- stofu, auglýsa í blöðum, sjónvarpi og útvarpi, og láta prenta og bera út bæklinga. Þess vegna snýst prófkjör ekki um lýðræði heldur fjárræði. Á end- anum verða það peningamir og handhafar þeirra sem ráða því hverjir komast á framboðslistana eftir darraðardans auglýsinga- mennskunnar. Þessi skoðun er skiljanleg. En hún byggist á nokkrum hæpnum forsendum, eins og t.d. að kjósendur kjósi fremur eftir yfirborðskennd- um auglýsingum en málefhum, og að frumleiki frambjóðandans skipti litlu máli í prófkjörsslagnum. „ ... í góðsemi vegur þar hver annan“ Sú gagnrýni á prófkjör sem helst hefur borið á í seinni tíð snýst um hagsmuni flokkanna og frambjóð- enda sjálfra. Því er oft haldið fram að slagurinn vilji oft verða persónu- legri og illvígari þegar bræður og systur berjast, fremur en í kosn- ingabaráttu flokkanna í almennum kosningum. Prófkjör veki því sár- indi og valdi sundrungu, einmitt þegar mest á ríður að stilla saman strengi. Sundrung í herbúðunum kunni ekki góðri lukku að stýra, rétt fyrir orrustuna. Auðvitað er sárt aö tapa og vera hafnað af flokkssystkinum sinum. En enginn má líta á stjómmálavald sitt sem sjálfsagðan hlut. Prófkjör og kosningar eru, og eiga einmitt að vera, stööug og nauðsynleg áminning um þau grundvallarsann- indi.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.