Dagblaðið Vísir - DV - 23.11.2002, Blaðsíða 41
LAUGARDAGUR 23. NÓVEMBER 2002
í/ (’ lc) (i rh lo c) DV
45
óeiginlega í hausinn. Þótt þaö sé ekkert satt eða rétt þá er
til gott og vont.“
- Hvaða ályktanir megum við draga af því formi sem þú
velur þér þar sem veruleikinn birtist aftur og aftur?
„Það má skilja það á marga vegu og ég hef verið ragur
við að afmarka það mjög skýrt. Vinnan við svona bók felst
í því að segja ekki of mikið eða of lítið. Svo þegar maður
er tekinn á teppið í einhverju viðtali þá getur maður skot-
ið sig í fótinn með þvi að útskýra það of mikið.“
Ekki allt undirlagt af heimsku
- Eftir lestur bókarinnar fannst mér að þér þætti heim-
urinn ekki sérlega merkilegur. Er það rétt?
„Ég horfi á lífið með ákveðnum hætti og tek fyrir þætti
sem mér þykja slæmir og skoða þá. Það er ekki þar með
sagt að allt sé undirlagt af svartsýni, áhyggjum, strengja-
brúðum og heimsku.
Ég geri þetta vegna þess að mér finnst ákveðið svæði
menningarinnar vera undirlagt af þessum þáttum og verð-
skulda umQöllun.
Sumu af þessu finnst mér að megi gefa heimilisfang hér
í þessari búð og svæðinu hér í kring.“
- Er þetta þín útgáfa af 101 Reykjavík?
„Þær gerast á sama svæði en vonandi eiga þær ekkert
sameiginlegt nema póstnúmerið."
Stjómlaus illska og vesaldómur
- Það er sígilt umræðuefni í bókmenntaumræðu að bera
höfundinn saman við verk sín. Ertu þá ekki eins svartsýnn
eins og ætla mætti af bókum þínum?
„Ég hef borið mig eftir skuggahliðum heimsins. En
kannski er maður bara að ala upp í sjálfum sér það sem
maður ætlaði að finna þegar maður lagði af stað til að
draga upp trúverðuga mynd af heiminum. Ég tel mig end-
urspegla eitthvað af mínu umhverfi hvort sem við köllum
það íslenskt eða vestrænt án þess að það sé óhóflega litað
af mínum persónuleikabrestum."
- Hverjir eru þínir brestir?
„Stjórnlaus illska og vesaldómur held ég.“
- Manstu eftir því þegar þú lærðir að lesa?
„Mínar æskuslóðir voru í Kaupmannahöfn og þar urðu
minningarnar eftir og ég á engar æskuminningar. Ég á
bara menningarsjokksminningar frá því að ég kom heim
og fólk vildi vera memm og las Bravóblöð."
Er dauðinn leiðinlegur?
- Stundum fær maður á tilfinninguna að höfundur beri
ekki virðingu fyrir neinu. í bókinni er kona sem fær
krabbamein og verður fyrir vonbrigðum með snertingu við
dauðann. Henni finnst biðin eftir honum í besta falli leið-
inleg og öðlast enga þá hugljómun eða hugarró sem hún
átti von á. Er þetta ekki virðingarleysi við dauðann?
„Dauðinn er stofnanagerður í dag og við höfum afar tak-
markað svæði til að lifa á i vestrænni menningu. Þegar við
lendum inn á spítala þá er dauðinn kominn í annarra
hendur og við upplifum hann ekki sjálf og ég þekki það
ágætlega af eigin reynslu að það er hægt að verða fyrir
vonbrigðum með dauðareynslu.
Upplýsingin hefur farið höndum um dauðann og þuklað
hann i 150 ár og lýst upp mikið af því dauðamyrkri sem
áður ríkti. Þegar maður er svo lagður inn á spítala þá fær
maður hálfgerða ofbirtu í augun. Á dauðadeildum spítal-
anna slokknar ljósið ekki fyrr en eftir svefntöflurnar."
Andrésblöð og kynlíf
- Við förum að tala um fyrirmyndir og þar er minnst á
verðlaunahöfundinn Cela, Guðberg Bergsson, Hallgrím
Helgason, David Lodge og þúsundir Andrésblaða sem
Steinar segist hafa lesið, en verðum fljótt leiðir á því og
fórum að tala um kynlíf en það er afar ríkur þáttur og
áberandi í bók Steinars Braga. Ertu að klæmast við lesend-
ur þína?
„Ég sé þess víða stað í menningu okkar að kynlíf sé fólki
hugleikið. Mér finnst vera eftirsóknarvert að geta fjallað
um það án þess að vera teprulegur. Kynhvötin er ofboðs-
lega stór hluti af sjálfsmynd fólks og ímyndun. Ég viður-
kenni þó að mér er ekki nærtækt að standast þá freistingu
að ganga fram af fólki. Ég hefði getað gengið miklu lengra.
Það er hægt að nota orkuna sem felst í lönguninni til að
ganga fram af fólki til að smíða stillansa utan um bók en
svo verður maður að rifa þá þegar bókin er endanlega
búin. Annars væri það léleg bók.“
-PÁÁ
iaf jólavör
f JÓLASKREYTINGAREFNI
OG FÖNDURVARA - ,
SÝNIKENNSLA UM HELGINA lí
Leitaðu ráða hjá Ástu! M
STEFNURNAR
kvenfélag verða með
ilmandi Vöfflukaffi
frá kl. 14.00 á sunnudag.
KARLAKÓRINN STEFNIR SYNGUR
OG KYNNIR NÝJAN GEISLADISK
Opið alla daga
til klukkan 21!
GARÐHEIMAR
Heimur skemmtilegra hugmynda og hluta
Stekkjarbakka 6 • Mjódd • Sími: 540 33 00 • www.gardheimar.is
Fljót og góð þjónusta
FYRIRTÆK.IAÞJÓNUSTA
GARÐHEIMA
Öðruvísi
jólaskraut
nýjar ævintýrakúiur með
Ijósum og tónlist:
jm/ afsláttur um
fcv/O heigina!
frískleg og stinn!
ÁTILBOÐI
um helgina
og gjafavörurnar streyma inn!!!
I heimsokn
A sunnudag
kl. 14.30 og 15.30
Islenskt handverk - jólagjafir fyrir alla aldurshópa!
NÝTT: raf hlöðukerti
í aðvent ukransinn
f’v v. engin e Idhætta!
jj 3M ■
20% afsláttur af Heimaeyja- kertunum vinsælu!
'' J éá
V.
hjá okkur eru allar Ijósaseríurnar L
uppsettar! llf