Dagblaðið Vísir - DV - 23.11.2002, Blaðsíða 46

Dagblaðið Vísir - DV - 23.11.2002, Blaðsíða 46
50 HelQorbloö ’WDTST LAUGARDAGUR 23. NÓVEMBER 2002 Sakamál Fimm grunnar grafir í Blackpool - sem lögreglunni tókst aldrei að finna Einmana verkfræðinq íEnqlandi lanqaði að vera fjöldamorðinqi en enqinn trúði morð- una 1 tímaritið. Móðir hennar hafði oft sagt henni hve vel hún kynni við Englendinga vegna þes hve tunguliprir þeir væru, kurteisir og hugulsamir. söqum hans nema eiqinkonan sem sjálf varð morðinqi. En enqinn vildi trúa að hún hefði mqrt morðinqja ísjálfsvörn, eins oq hún hélt sjálf fram. Atvikin höquðu þvíþanniq að náunqi sem hélt siq hafa mqrt fimm kon- ur íBlackpool á Enqlandi varsjálfur myrtur íPhoenix íArizona ífjáröflunarskyni. Svona qetur farið þeqar qjörólíkar mann- eskjur leita qæfunnar hvor hjá annarri. Dominique hafði verið gift átta sinnum þegar hún hitti draumaprinsinn, cnskan séntilmann, vel mennt- aðan og fágaðan en snarruglaðan. Sagan ótrúlega hófst í október 1997 þegar Russel Keys svaraði auglýsingu í kynningardálki tímarits þar sem kona óskaði eftir að kynnast manni með varanlega vináttu eða jafnvel hjónaband í huga. Keys var stórvaxinn og þrekinn rafmagnsverk- fræðingur. Sjálfur hafði hann oft sett svipaðar aug- lýsingar í tímarit en hafði aldrei náð sambandi við áhugasamar konur sem honum leist á. Hann var einhleypur og hafði aldrei átt í langvarandi vin- áttu við konur og bjó með föður sínum í London. Eftir að hafa leitað í kynningarauglýsingum blaðanna vikum saman rakst Keys á eina sem höfðaði til hans. Hún var frá Dominique Delacroix, 52 ára gamalli konu í Phoneix í Arizona vestur í Bandaríkjunum. Það var 35 ára gömul dóttir henn- ar, sem bjó í Glaucestershire, sem setti auglýsing- Gjörólíkur bakgrunnur Fortíð fólksins sem var að kynnast gegnum aug- lýsingu í einkamáladálki í tímariti gat varla verið ólíkari. Russell var háskólamenntaður og hafði starfað óslitið sem verkfræðingur í tvo áratugi. Dominique hafði litla skólagöngu að baki og hljópst að heiman 15 ára gömul og liföi afar fjöl- breyttu lífi. Hún var forkunnarfögur á yngri árum og hafði meðal annars starfað við að snyrta hunda, verið saumakona, vinnukona á sveitabæ, fylgdar- kona og nektardansari. í gegnum tíðina lét hún skreyta líkama sinn með húðflúri og var orðin ærið skræpótt á að líta. Russel hafði aftur á móti búið einn um skeið en flutti aftur heim til föður sins. Hann hafði aldrei búið með kvenmanni en Dominique hafði verið gift átta sinnum. Síðar sagði dóttir hennar, sem setti auglýsing- una í blaðið, að hún vildi fá móður sína til Eng- lands. Hún bjó með hverjum manninum af öðrum en hafði aldei fundið hinn eina sanna. Hún hafði aldrei kynnst öörum karlmönnum en svikahröpp- um, smáglæpamönnum og lítilsigldum dusilmenn- um. Var tími til kominn að taka sig á og koma reglu á lífshlaupiö. Og svo hafði dóttirin oft heyrt móöur sína segja hve vel henni litist á Englend- inga. Eftir að auglýsing hennar birtist í einkamála- dálkinum kom fjöldi svara og tilboða. En bréf Russels var elskulegt. Það hljómaði eins og vænta mátti af háttprúðum og virðulegum Englendingi og var einmitt af þeirri gerð sem þær mæðgur voru að leita eftir. Eftir að hafa skrifast á í þrjá mánuði keypti Russel flugfarmiða í janúar 1998 og bauð Domin- ique til London. Hún var vön að giftast mönnum örfáum vikum eftir að hún hitti þá fyrst. Russel hafði aftur á móti enga reynslu af skyndibrullup- um en þegar hann leit Dominique augum missti hann fótanna af hrifningu og innan þriggja vikna voru þau gefin saman á manntalsskrifstofunni í London. En á sjálfa brúðkaupsnóttina fann Russel hvöt til að létta á hjarta sínu og sagði brúði sinni að sig langaði til að gera játningu fyrir henni. Hann fór að rausa um grunnar grafir og fimm konur sem voru horfnar. Næstu vikur hélt hann áfram að létta af hjarta sínu um hræöilega fortíö sína og þegar komið var fram í júní hafði Dominique samband við dóttur sína í Gloucestershire og bað hana að sækja sig og taka með sér heim. Russell komst fljótlega að því hvert kona hans fór og elti hana heim til dótturinnar. Þar leysti hann frá skjóðunni og sagði ekki aðeins Domin- ique heldur einnig dóttur hennar og tengdasyni aö hann hefði kyrkt fimm konur og hulið þær í grunnum gröfum í og við Blackpool. Dominique taldi mann sinn á að skýra lögregl- unni frá gjörðum sínum. Russel lét ekki á sér standa og fór til lögreglunnar og endurtók frásögn sína af konunum fimm sem hann sagðist hafa myrt og grafið. Rannsóknarlögreglumenn hlutu að taka frásögn hans alvarlega þótt engar fregnir hefðu borist um að konur hefðu horfið eða verið grafnar utangarðs í Blackpool og nágrenni. Rafmagnsverkfræðingurinn hafði aldrei komist upp á kant við lögin og var með óflekkaða saka- skrá. En lögregluna fór að gruna margt þegar fer- ill hans var rannsakaður og í ljós kom að hann hafði verið lagður inn á viðeigandi stofnun vegna þunglyndis sem sótti að honum. Þrátt fyrir leit og eftirgrennslan fundust engin merki um lík kvenna í grunnum gröfum i Blackpool og ekki hafði verið tilkynnt um hvarf neinnar konu á svæðinu. Þar sem hvorki fundust lík né neinar sannanir fyrir að Russel hefði framið glæp komust rannsóknarlög- reglumenn, sem með málið fóru, að maðurinn þyrfti fremur á aðstoð geðlækna að halda en að fara í fangelsi. Russcl bjó eun með föður sínum og lcituði að kvonfangi í einkamáladálkuiii tíinaríta. Hún ein trúði Þrátt fyrir að lögreglan reyndi að sannfæra Dom- inique um að hún hefði gifst manni sem þjáðist af ranghugmyndum og þráhyggju en ekki kaldrifjuð- um fjöldamorðingja var hún hárviss um að hann hafði sagt satt og hefði i raun myrt konurnar fimm og grafið þær í grunnum gröfum, og flaug heim til Arizona. Hinn 16. júlí 1998 flaug hann vestur um haf til fundar við konu sína. Þá var hann búinn að sækja um dvalarleyfi í Bandaríkjunum. En Dominique var búin að fá nóg af kenjum eiginmannsins og vildi ekkert hafa saman við hann að sælda lengur. Að morgni 21. júlí festi hún kaup á skammbyssu hjá veðlánara í Scottsdale og fylgdu 12 skot í kaup- bæti. Síðdegis sama dag skaut hún þremur skotum í brjóst Russels af dauðafæri. Hann gaf upp öndina á sjúkrahúsi aðeins síðar. Hún sagði lögreglunni að hún hefði keypt byss- una vegna hótana eiginmannsins um að drepa hana og hafi hún skotið hann í sjálfsvörn þegar hann réðst á hana og reyndi að kyrkja. En engin merki fundust á hálsi hennar um að hún hefði verið tekin kverkataki og ekkert benti til að neins konar átök hefðu átt sér stað áður en Russell var skotinn. Við krufningu þóttust sérfræö- ingar sjá á afstöðu skotsáranna að maðurinn hefði fremur verið i varnarstöðu en að hann væri árás- araðilinn. Svo komust rannsóknarlögreglumenn að því að Dominique hafði reynt að selja nokkrum tímaritum sögu sína. Morðsaga til sölu Frúin var ákærð fyrir manndráp og hlaut 25 ára til ævilangan fangelsisdóm. Hún stendur á því fast- ar en fótunum að hún hafi skotið mann sinn í sjálfsvöm. Hún heldur því enn fram að Russel hafi ítrekað hótað að myrða hana, bæði i Englandi og í Arizona. Eftir að hafa komið henni fyrir kattarnef ætlaði hann að hætta að myrða konur, að hennar sögn, því þá væri nóg komið. Hún lýsti því fjálg- lega hvernig hann ætlaði að drepa hana með stór- um og holdmiklum höndum sínum. En henni hafi tekist að teygja sig eftir byssunni sem lá í skúffu nærri árásarstaðnum. Dominique er viss um að sannleikurinn muni koma í ljós þótt síðar verði, eða þegar líkin í Black- pool koma í leitirnar. Þá mun liggja í augum uppi að Russell var fjöldamorðingi og þá verður mér sleppt, segir hún. Dómarinn sem kvað upp dóminn yfir henni er á öðru máli. Hann heldur þvi fram að Russel Keys hafi verið alsaklaus af því að hafa myrt nokkra manneskju, en hafi þjáðst af geðsýki og hafi hann af þeim völdum játað á sig glæpi sem aldrei voru framdir. Kona hans var aftur á móti ill og undirförul kona sem notfærði sér veikleika manns síns. í stað þess að leita honum hjálpar ákvað hún að myrða hann. Sá verknaður var framinn í eigingjörnum til- gangi. Hún reiknaði með að saga sín væri góður söluvarningur. Hún ætlaði sér að græða vel á að selja söguna um hvernig hún drap eiginmann sinn, fjöldamorðingjann. En sagan hefur ekki orðið henni til framdráttar og hún getur nú stytt sér stundimar með því að fara yfir eigin sögu í fangelsinu.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.