Dagblaðið Vísir - DV - 23.11.2002, Blaðsíða 9
9
LAUGARDAGUR 23. NÓVEMBER 2002____________________
I>V Fréttir
Aukin bjartsýni:
Sífellt fleiri fýrir-
tæki reikna með
batnandi afkomu
Um 28% fyrirtækja reikna með
batnandi afkomu á næstu mánuð-
um en um 14% með versnandi af-
komu, samkvæmt niðurstöðum
könnunar Samtaka atvinnulífsins
sem birt er á vefsíðu samtakanna.
SA segir þetta vera almennt betri
væntingar en fyrir ári þegar 20%
reiknuðu með batnandi afkomu en
28% reiknuðu með að hún færi
versnandi. Likt og fyrir ári geri þó
flest fyrirtæki ráð fyrir að afkom-
an haldist svipuð á komandi mán-
uðum, eða 55% fyrirtækja (49%
fyrir ári).
Samtökum atvinnulífsins finnst
niðurstaðan koma að vissu leyti á
óvart, enda bókhaldsleg afkoma
fyrirtækja víðast hvar mjög góð
um þessar mundir, sem skýrist að
miklu leyti af fjármagnsliðum í
kjölfar gengishækkunar krónunn-
ar. Þá kemur aukin bjartsýni
nokkuð á óvart í ljósi hás launa-
stigs í landinu.
„Launakostnaður fer enn hækk-
andi umfram verðlag og hækkar
jafnframt sem hlutfall af tekjum
fyrirtækja. Ljóst er því að betri af-
komuvæntingar eiga sér sérstakar
skýringar, m.a. lækkun á tekju- og
eignarskatti fyrirtækja, sem kem-
ur til áhrifa á næsta ári,“ segir SA.
Þar telja menn jafnframt að ætla
megi að aukinn efnahagslegur
stöðugleiki, lægri verðbólga og
lægri vextir ýti undir bjartsýni,
auk þess sem margir reikni eflaust
með framlegðaráhrifum af hag-
ræðingaraðgerðum sem ráðist hef-
ur verið í á tímum minnkandi um-
svifa. Ekki er teljanlegur munur á
afkomuvæntingum fyrirtækja eftir
stærð þeirra eða starfssvæði, en
talsverður munur er hins vegar
milli starfsgreina. -NH
Innfjarðarrækjuveiði:
Veiðar leyfðar í
Arnarfirði
Innljarðarveiðar geta hafist að
nýju í Amarfirði en sjávarútvegs-
ráðuneytið hefur gefið út 550 tonna
veiöileyfi í firðinum. Þetta var nið-
urstaðan eftir að Hafrannsókna-
stofnunin lét rannsaka mnfjarðar-
rækjumiðin að nýju. Á ísafjarðar-
djúpi er leyft að veiða 1.000 tonn.
Niðurstaða rannsóknarinnar
leiddi í ljós að mjög lítið er af fisk-
seiðum á rækjuslóðinni og því eng-
in ástæða tO að framlengja bann við
rækjuveiðum. Þetta era góð tíðindi
fyrir fremur bágborið atvinnulifið á
BOdudal. Verið er að semja um
rækjuverðið við Rækjuver á BOdu-
dal og standa vonir tO þess að veið-
amar hefjist á næstu dögum.
Hafrannsóknastofnun mun á
næstunni rannsaka innfjarðar-
rækjuslóð á Húnaflóa, Skagafirði,
Skjálfanda og Öxarfirði en niður-
stöður þeirra rannsókna liggja
varla fyrir á þessu ári. Eftir haust-
leiðangur á rannsóknarskipinu
Dröfn var ekki leyft að veiða inn-
fjarðarrækju á þessum slóðum þar
sem rækjan var bæði of smá og mik-
0 seiöagengd á hefðbundnum
veiðislóðum. -GG
DV-MYND SIGURÐUR HJÁLMARSSON.
Hlýtt veöur úr suöri
Dimm og drungaleg ský renna hér inn yfír landiö og færa með sér hlýjuna úr
suöri. Myndin var tekin í gær frá Vík í Mýrdal.
Líður að lokum veðragóðs nóvembermánaðar:
Landið nánast alautt
Það var 4 stiga hiti á hálendi ís-
lands í gær og landið nánast alautt
þegar DV sló á þráðinn tO veðurat-
hugunarhjónanna á HveravöOum
sem þar eiga lögheimOi og una vel
vistinni fjarri streitu þéttbýlisins.
„Þetta er óvenju hlýtt veður miðað
við árstíma," sagði Kristín Bjöms-
dóttir en hún og maður hennar, Haf-
steinn Eiríksson hafa verið þrjú ár
á fjöOum en þau bjuggu áður á ísa-
firði. Kristín sagði að fiögurra stiga
frost væri eðlOegra hitastig undir
lok nóvember.
„Hér er nokkuð flekkótt yfir að
líta en sáralítOl snjór,“ sagði Krist-
ín. Hún sagði að viss vetrareinangr-
un væri þó skoOin á á hálendinu,
akvegir frá Gullfossi í suðri og um
Auðkúluheiði að norðan væru nið-
urgrafnir og á þeim sæti krapi og ís.
Þvi væri ekki lengur fært nema fyr-
ir öflugustu ökutæki inn á Hvera-
veOi.
Trausti Jónsson veðurfræðingur
sagði rétt að nóvember í ár væri
veðragóður það sem af er. Hann
sagði að nóvember 1933 hefði verið
mjög hlýr, einnig 1945 þegar hlýjasti
nóvembermánuðurinn mældist 6,1
stig. Síðan voru þessir mánuðir 1987
og 1997 hlýir. Trausti sagði að suð-
vestanlands væri örlítiO snjór. Esj-
an fékk nokkum hvítan lit á mið-
vikudagsnóttina þegar snjóaði þar.
-JBP
Prófkjör sjálfstæöismanna í Reykjavík
22. og 23. nóvember 2002.
Stuöningsmenn Sólveigar eru með opna
kosningaskrifstofu aö Suðurlandsbraut S
Allir eru hjartanlega velkomnir.
Skrifstofan verður opin virka daga frá
kl. 10:00 til 21:00 og um helgina frá
kl. 13:00 til 18:00.