Dagblaðið Vísir - DV - 23.11.2002, Blaðsíða 19

Dagblaðið Vísir - DV - 23.11.2002, Blaðsíða 19
LAUGARDAGUR 23. NÓVEMBER 2002 H& Iqo rt>/o ö I>V mér á óvart að hlutir sem mér fannst ég hafa gert mörgum sinnum og orðið þreytt á höfðu alls ekki náðst inn á band. En annað sem mér fannst ég aldrei ná að koma til skila var kannski til jafnvel í nokkrum ólíkum útgáfum. Þetta var afar lærdóms- rík vinna.“ - Breytti hún mynd þinni af ferli þinum? Björk vætir þurrar varirnar. Hún man ekki alltaf hvað maður þarf að drekka mikinn vökva þegar maður er með barn á brjósti. Enda steinsefur ísa- dóra og bærir ekki á sér fyrr en langt er liðið á sam- talið. „Kannski ekki beint, en það er engin tilviljun að ég skyldi gera þetta núna. Ég þurfti að gera þetta til að komast að því hvað ætti eftir að gera. Þetta er hálfleikur. Sumt er ég búin að gera og þarf ekki að gera aftur. Mér finnst ég hafa virkjað mina heil- brigðu skynsemi í þessari vinnu, og á vissum svið- um get ég slappað meira af.“ - Geturðu nefnt mér dæmi? Hún hugsar sig um smástund og segir svo að það sé erfitt að útskýra þetta. „Þetta er meira tilfinning en eitthvað konkret. Ég þarf líka að geyma það með sjálfri mér því ég er byrjuð að vinna að næstu plötu. Kannski get ég betur útskýrt málið þegar hún er komin út og ég er búin að vinna úr þessari reynslu." Eins konar hestaniannamót - En manstu eftir einhverju sérstöku sem kom þér á óvart? Nú hugsar hún sig enn lengur um. „Já, ég varð stundum undrandi þegar ég hlustaði á tónleikaupp- tökurnar. Þegar maður fer af stað í tónleikaferð þá er maður með eitthvert ævintýri í höfðinu, svo heldur maður kannski sextíu tónleika og sum lög nást aldrei eins og maður vill hafa þau. Kannski er maöur þá of öruggur með sig eða eitthvað. En önn- ur lög gátu tekið upp á því alveg sjálf að skapa töfra- augnablik öðru hvoru. Það kom mér skemmtilega á óvart. Þessar tónleikaferðir eru eins konar hesta- mannamót," segir hún og setur í herðamar, „eða eins og vertíð, og ég gleymi að fylgjast með þessum smáatriðum sem eru kannski allra mikilvægust. Það er í raun og veru svo einfalt sem maður er að eltast við, bæði hjá sjálfum sér og öðrum. Einlægni, nálægð. í sumum tilfellum þarf maður kannski ekki að leggja svo mikið á sig en um leið og ég segi það finnst mér það vera mótsögn. Stundum þegar ég hlustaði á gamla tónleika þá óskaði ég þess innilega að ég hefði unnið heimavinnuna mina betur. Það er erfitt að finna rétta svarið við því hvort maður á að undirbúa sig meira eða minna - Kannski er mesta vinnan að ná einfaldleika sem virðist alveg áreynslulaus. „Já, mæta með allar flísatangirnar og í púslskap- inu! Einfaldleikinn er oft strembnastur. Ég finn það þegar ég er að semja að einföldustu lögin og sérstak- lega einföldustu textarnir eru erfiðastir. Sjö erinda bálkar eru hins vegar ekkert mál!“ Fólliið vildi ekki slagarana - Það slær mann við að hlusta á smádiskana tvo sem þú kallar Rætur að strax í elstu lögunum þín- um frá því þú varst unglingur ertu sjálfri þér lík. Finnst þér það líka? „Það er einmitt eitt cif því sem ég lærði á þessari vinnu að ég hef kannski ekkert breyst svo mikið. Það sem ég er enn þá að reyna að ná fram er eitt- hvað sem ég hafði alltaf." - Svo eru úpptökur með söng þínum viö undirleik Brodsky-kvartettsins á tveimur smádiskum. Þær hafa aldrei verið gefnar út áður. Gæti komið stór diskur með þeim? „Mér finnst ágætt að hafa þær bara í þessum kassa. Þær tilheyra fortíðinni. Margir hafa nefnt að þeir vildu fá þær á sérstakri plötu en þá skiptir máli hvað fólkið í kvartettinum vill gera. Þau út- settu lögin en ég var bara lagasmiður og söngkona." - Svo var sérstaklega skemmtilegt að bera saman lagavalið á diskinum með uppáhaldslögunum þín- um og uppáhaldslögum aðdáenda þinna. Sex lög eru sameiginleg á báðum diskunum, hvað segir þetta þér um mat aðdáendanna á þér?. „Ég varð ofsalega fegin þegar ég sá fyrstu tölur úr netkosningunum," segir hún áköf. „Ég var undir talsverðri pressu frá útgefandanum að setja lögin sem seldust mest á diskinn minn en mér fannst þaö ekki gefa rétta mynd af því sem ég hef gert. Ég var afar fegin því að lögin sem ég er síst hrifin af duttu út af lista aðdáendanna. Maður getur varla beðið um meira en að aðdáendur manns sjái verk manns í svipuðu ljósi og maður sjálfur. Það eru alger for- réttindi. Því það sem hefur selst langmest eru lög sem eru ekki eftir mig, Gling gló-platan og Oh so Quiet-smáskífan. Ég er ekkert ósátt við þær plötur, og Gling gló var eitthvað sem þurfti að gera þá, en ég leit alltaf þannig á að ég væri ekki bara söngkona heldur væri ég að skapa nýja tónlist. Ef aðdáendur mínir hefðu valið þessi gömlu lög hefði mér fundist að ég hefði verið að þessu basli í öll þessi ár og eft- ir stæðu bara gamlir slagarar. Niðurstöðurnar sýna að fólkið sem hlustar á mig hefur áhuga á þeirri tónlist sem ég bý til. Þvi finnst að það sé ekki búið að búa til alla tónlist, enn þá séu ógerðir hlutir." Frábært að vera búin að lireinsa háaloftið - Það sem þú ert að semja núna fyrir næstu plötu, er það alveg nýtt eða er strengur milli þess og eldri verka? „Kannski hvort tveggja. Ég er auðvitað bara ég og kemst ekkert voðalega langt frá því, en á sama tima er frábært að vera búin að hreinsa háaloftið og mála allt hvítt og setja allt í kassa með slaufu og geta byrjað alveg upp á nýtt. Þegar ég fór að gera Homogenic 1996 þá sá ég fyrir mér að hún yrði út- hverf plata - um mig og það sem er fyrir utan mig - síðan þyrfti ég að gera aðra plötu um allt sem er fyrir innan mig. En Vespertine kom ekki út fyrr en 2001 þannig að i fimm ár vissi ég alveg hvað ég ætl- aði að gera næst. Og svo fór heilt ár í skynsamt skipulag, þannig að núna finnst mér mest spenn- andi að vita ekki neitt, demba mér bara út í hið óþekkta. Ef mér dettur í hug svona lag þá geri ég það og ef allt öðruvísi lag kemur á morgun þá má það koma líka. Það er frábært að vera ekki með þröngan ramma eins og ég gaf mér á Vespertine. Það getur verið mjög spennandi líka en akkúrat núna er mest spennandi að hafa engan ramrna." Úrelt að fóma náttúmnni - Mig langar til að heyra hvaða augum þú lítur baráttu mömmu þinnar fyrir hálendinu og gegn virkjunum. Tekurðu þátt í henni? „Ég hef ekki verið mikið á landinu undanfarið," segir Björk, „en 1999-2000 var ég heima i um það bil ár og þá kynnti ég mér umhverfismálin mjög vel. Meðal annars efndi ég til blaðamannafundar ásamt fleira fólki til aö koma skoðunum mínum á fram- færi. Ég er auðvitað hvorki stjórnmálamaður né vísindamaður en ég hef ákveðið útsýni og þekki sér- stöðu íslands erlendis, þess vegna fannst mér ég hafa eitthvað að segja og vildi miðla reynslu minni. Ég skrifaði meira að segja lesendabréf í Morgun- blaðið sem er kannski ekki alveg minn stíll. En venjulega ftakka ég um heiminn og vil ekki vera að fjarstýra neinu. Ég væri að hræsna ef ég segðist þekkja íslenskan hversdagsveruleika, og mér finnst ekki einu sinni að ég eigi að kjósa héma heima ef ég bý ekki hér að staðaldri. En mamma hefur sínar skoðanir,“ heldur Björk áfram, „hún er hún og ég er ég og við erum tvær ólíkar manneskjur, en í það heila finnst mér íslend- ingar vera að klúðra sinni sérstöðu með því að reisa stórar verksmiðjur fyrir erlent fé. Mér finnst það rugl. Samt er ég ekkert á móti iðnvæðingu. Það væri bara nær lagi ef þessi litlu samfélög úti á landi myndu hvert og eitt vinna úr sínu. Það er hægt að virkja náttúruna á ýmsan hátt, vötn og vind, en í smáum stíl, þá halda byggðarlögin áfram að eiga sig sjálf og græða líka sjálf á sinni framleiðslu. Ég hef ferðast mikið og séð hvað þjóðir eru ólíkar og mér finnst áberandi hvað þjóðir sem lengi hcifa verið ný- lendur, til dæmis Indverjar og írar, eiga erfitt með að rífa sig út úr því munstri. Og mér finnst við enn þá hugsa eins og við séum nýlenda - selja okkur rosalega ódýrt og vinna skítverkin fyrir milljóna- veldi - í stað þess að byggja smátt og eiga það þá sjálf. Og unga fólkið á Austfjöröum," bætir hún við eft- ir stutta þögn, „ - ef ég væri 15 ára i dag og ætti alla framtíðina fyrir mér þá væri það það síðasta sem mig langaði til að gera að vinna í einhverri verk- smiðju. Það er engin framtíð i þvi. Ég held líka ef maður lítur á heiminn í heild að það sé úrelt að fórna náttúrunni til að græða fé. Maður fær þá fóm bara aftur í hausinn. Ef maður hugsar til barna sinna og barnabarna þá verður maður að vinna með náttúrunni en ekki á móti henni. Þegar allt kemur til alls verður það arðvænlegast." Tær eins og blævængir Nú vaknar ísadóra og lætur kurteislega til sín heyra. Björk tekur krílið úr rúminu og sýnir hana stolt. Þetta er undurfalleg lítil stúlka sem þó hefur ekki sterkan svip af móður sinni, augun eru blá og hárið skolleitt en hvort tveggja getur auðvitað enn þá breyst, hún er bara sjö vikna. ísadóra er bleikklædd frá hvirfli til ilja, í heima- gerðum bleikum kjól með víðu pilsi, húfu og stutt- sokkum við sem Kristín, frænka Bjarkar, á Hellu bjó til handa henni. Þegar Björk tekur hana úr sokkunum breiðir ísadóra úr liprum tánum eins og blævængjum, fegin að losna. Björk leggur hana á brjóst og svipurinn verður fjarrænn. - Hvað gerir svona barn fyrir framabraut Bjarkar Guðmundsdóttur? „Ég hef áður alið upp barn og það breytti vinn- uryþma minum lítið,“ segir hún. „Ég er úr ofsalega barnmargri fjölskyldu en fólk gerir samt það sem þarf að gera. Maður heldur bara á einu barninu enn! Þannig að ég held að ísadóra breyti kannski ekki svo miklu.“ Þó ætlar Björk ekki i tónleikaferð fyrr en næsta sumar, en þá ætlar hún að syngja á öllum helstu úti- hátíðum Evrópu við undirleik átta manna kammer- sveitar. í einkaeign Sambýlismaðurinn, Matthew Barney, er ekki eins þekktur listamaður í Bandaríkjunum og Björk sjálf en þykir einn athyglisverðasti myndlistarmaður sinnar kynslóðar. Það er freistandi að spyrja hvort þau örvi sköpunarkraft hvort annars. Björk horfir á kollinn á dóttur sinni og bíður að- eins með svarið. Svo segir hún: „Það er auðvitað erfitt að bera okkur saman sem listamenn, þetta eru svo ólíkir heimar. En ég verð kannski oggu feimin að tala um þetta. Við höfum reynt að tala ekki um hvort annað í fjölmiðlum. Það er kannski það besta við mig og hann að við eigum sambandið alveg sjálf. Vinnan okkar er almenningseign en svo eigum við hvort annað - bara í einkaeign." -SA
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.