Dagblaðið Vísir - DV - 23.11.2002, Síða 14

Dagblaðið Vísir - DV - 23.11.2002, Síða 14
14 LAUGARDAGUR 23. NÓVEMBER 2002 Fréttir I>V Úrskurðir Óbyggðanefndar um uppsveitir Árnessýslu fyrir dómstóla: „Vantraust fjármálaráðherra á gerðir Óbyggðanefndar“ - segir oddviti Bláskógabyggðar , DV-MYND GVA Ur Skeiöa- og Gnúpverjahreppi Bærinn Þrándarholt stendur undir klettamúlanum Þrándi en fremst eru gömul áveitumannvirki. Viö Þrándarholt lauk sögu Oddaverja meö vígi Gissurar Þorvaidssonar. Gnúpverjaafréttur er einn lengsti afréttur landsins, um 110 km inn aö vatnaskilum viö austanveröan Hofsjökul. Eignarrétturinn á þessum langa afrétti veröur væntanlega útkljáöur fyrir dómstólum. Dómur Óbyggðanefndar um þjóðlendur í uppsveitum Árnes- sýslu féll 23. mars sl. Nú átta mán- uðum seinna hafa verið þingfest fyrir Héraðsdómi Suðurlands mál vegna úrskurðar Óbyggðanefndar, m.a. mál Geirs H. Haarde fjár- málaráðherra og Davíðs Oddsson- ar forsætisráðherra gegn 21 eig- anda 15 jarða í Bláskógabyggð varðandi þjóðlendumörk í Bisk- upstungnaafrétti. Sveitarfélagið Bláskógabyggð hefur einnig kraf- ist ógildingar á úrskurði á vissum þáttum úrskurðarins. Biskups- tungnahreppur keypti hluta af- réttar, land norðan vatna og fékk fyrir því afsal 25. apríl 1851.ÝÓ- byggðanefnd héfur dæmt þetta land sem þjóðlendu og því er það ekki lengur eign sveitarfélagsins nema þeim úrskurði verði hnekkt. Sveitarstjórn Bláskógabyggðar hefur sótt um gjafsókn í málinu sem og stuðning frá öðrum vegna þess kostnaðar sem fylgir mál- flutningi en lögmaður þeirra er Ólafur Björnsson. Fram undan eru því langvinn málaferli fyrir Héraðsdómi og Hæstarétti sem endað gætu fyrir Mannréttinda- dómstólnum í Haag í Hollandi. Hvað er þjóðlenda? Þjóðlenda er skilgreind í þjóð- lendulögum sem „landsvæði utan eignarlanda þó að einstaklingar eða lögaðilar kunni að eiga þar takmörkuð eignarréttindi". Eign- arland er hins vegar „landsvæði sem er háð einkaeignarrétti þannig að eigandi landsins fer með öll venjuleg eignarráð þess innan þeirra marka sem lög segja til um á hverjum tíma.“ Fram að gildistöku þjóð- lenduiaga voru til landsvæði á ís- landi sem enginn eigandi var að. Með lögunum er íslenska ríkið lýst eigandi þessara svæða auk þeirra landsréttinda og hlunninda þar sem aðrir eiga ekki og þau nefnd þjóðlendur. í athugasemd- um í greinargerð með frumvarpi til þjóðlendulaga kemur fram að gert sé ráð fyrir að þjóðlendur séu landsvæði sem nefnd hafa verið nöfnum eins og hálendi, óbyggðir, afréttir og almenningar, allt að því tilskildu að utan eignarlanda sé. Tilgangur laganna er að leysa úr þeirri óvissu sem lengi hefur verið uppi um eignarhald á ýms- Engin skaðleg hormón Valin náttúruleg bætiefni og jurtir fyrir konur á breytingarskeiði náttúrulega eilsuhúsið Skólavörðustíg, Kringlunni & Smáratorgi um hálendissvæðum landsins. Þjóðlendulög veita ekki heimild til að svipta menn eign sinni, hvorki eignarlöndum né öðrum réttindum. Strax í ársbyrjun 2000 taldi að- alfundur Sambands sveitarfélaga á Suðurlandi að kröfunefnd ríkis- ins hefði farið offari í kröfum sín- um á hendur landeigendum í Ár- nessýslu. Markmið þjóðlendulag- anna væri að skera úr um eignar- hald á landi sem enginn gæti sannað eignarrétt sinn á en með kröfugerð sinni gengi ríkisvaldið þvert á þinglýstar eignarheimildir og starfaði þannig alls ekki í anda laganna. Ekki gagnrýni „Ég tel ekki að í áfrýjun fjár- málaráðherra sé gagnrýni á störf Óbyggðanefndar og eðlilegt að úr- skurður nefndarinnar fari fyrir dómstóla þar sem um er að ræða fyrstu úrskurðina sem taka til alls landsins og eru mjög viðamiklir. Við munum halda okkar striki þrátt fyrir það. Næstu úrskurðir verða kveðnir upp fyrri hluta næsta árs og þá í sveitarfélaginu Hornafirði," segir Kristján Torfa- son, formaður Óbyggðanefndar. Guðni Ágústsson landbúnaðar- ráðherra hefur hins vegar að vissu leyti tekið undir gagnrýni á fjármálaráðherra með með því að lýsa yfir að þetta sé leiðindastríð um þinglýstar eignir sem menn eigi með réttu. Vantraust ráðherra á gerðir Obyggðanefndar „Landeigendum finnst verulega komið í bakið á þeim en það var viðtæk samstaða um tiiurð máls- ins meðal sveitarstjómarmanna, Bændasamtakanna o.fl. Það höfðu allir talið að fjalla ætti um land utan eignarmarka, en síðan feilur allur afrétturinn innan þjóð- lendna. Óbyggðanefnd átti að hafa endanlegt úrskurðarvald, og því urðu allir hér reiðir þegar fjár- málaráðherra vildi teygja sig enn lengra og fara með málið fyrir dómstóla til að eyða öllum vafa. Nú þegar hefur Alþingi eytt 150 milljónum króna í málflutning- inn. Óbyggðanefnd var falið að eyða vafanum. Málskot fjármála- ráðherra er ekkert annað en van- traust á gerðir Óbyggðanefndar. Þeir stjómmálamenn sem segja nú að þetta verði að vera svona voru ekki þeirrar skoðunar áður. Það eru ákveðnir öfgahópar sem nú draga vagninn og hafa allt of mikil áhrif. Ekkert liggur fyrir um gjEifsókn í þessu máli, þótt um fordæmisgefandi mál sé að ræða, en Bláskógabyggð á jörðina Hóla sem lendir inn i þessu en ég á ekki von á gjafsókn þar sem sveit- arfélag fá það yfirleitt ekki. Það er hallærislegt að þurfa fGeir A. Guösteinsson blaðamaður Fréttaljós verja hendur sínar og borga auk þess allan brúsann. Það segir hins vegar meira en mörg orð að þetta er ekki í lagi þegar menn veifa 800 ára gömlum lögum úr Landnámu máli sínu til stuðnings, og eigi eft- ir allan þennan tíma að missa bótalaust sín lönd. Eigi að ve- fengja afsöl jarða nú eru allir af- salsgerningar fyrri alda ómerkir orðnir," segir Sveinn A. Sæland, oddviti Bláskógabyggðar. - Leitar þetta mál ekki eftir svari við því hver gaf bændum ís- land? „Þetta er ekki svaravert. Hver gaf sægreifunum miðin kringum landið? Ef menn vilja stunda svona sósíalisma verða þeir sömu að ganga hreint til verks, en það var lagt af stað með þetta mál á vitlausum grunni." Kröfulína langt niður í byggð „Það gerðu fáir ráð fyrir að kröfulínan yröi dregin svona langt niður í byggð. Ég vona að þinglýstar eignir verði ekki tekn- ar af mönnum en fordæmisins vegna verður að fara með málið fyrir Hæstarétt. Ég veit ekki hvort menn verða sáttir, hver svo sem niðurstaðan verður en við verðum að treysta dómstólum þessa lands. Ég veit að bændur hafa hugleitt að áfrýja til Mannréttindadómstóls- ins í Haag verði dómurinn þeim óhagstæður en ég vona að ekki komi tO þess,“ segir Drifa Hjartar- dóttir, formaður landbúnaðar- nefndar Alþingis. Sönnunarbyrðin færð til landeigenda „Þetta er mjög óæskileg þróun og meira mál en nokkum óraði fyrir. Þetta er gerræðisleg ákvörðun Óbyggðanefndar og fjarri því að allt þetta land sem gerðar eru kröfur til teljist hálendi. Óréttlátast er að sönnunarbyrðin skuli liggja hjá landeigendum, en ekki að ríkið skuli ekki þurfa að færa sönnur á að landiö skuli falla undir skil- greininguna þar sem landamerki eru óljós en hafa verið viðurkennd landamerki gegnum aldimar. Þetta mál mun taka mörg ár, en margir bændur hafa ekki fjárhagslegt bol- magn til þess að standa í þessum málaferlum," segir Þuríður Back- man, þingmaður VG. -GG Stefna Ríkisendurskoðun Jón Baldvin Hannibalsson og Bryndís Schram hafa stefnt Ríkis- endurskoðun en þau krefjast þess að ákvörðun stofnunarinar verði ógild um að að afhenda fjármála- ráðuneytinu gögn sem varða kostn- að veislufanga í afmælisveislu Bryndísar fyrir fjórtán áram. Jón Steinar Gunnlaugsson fór fram á það við Ríkisendurskoðun að gögn- in yrðu afhent en stofnunin hafnaði þeirri beiðni. Síðar úrskurðaði fjár- málaráðuneytið að gögnin skyldu afhent. Dæmdur fyrir áreitni Sjúkraflutingamaður var í vik- unni dæmdur til að sæta níu mán- aða fangelsi fyrir að áreita konu í sjúkrabíl. Manninum er m.a. geflð að sök að hafa sleikt brjóst konunn- ar og þreifað á kynfærum hennar þar sem hún lá sjúk á börum í bíln- um. Maðurinn neitaði sök fyrir hér- aðsdómi en framburður konunnar og DNA-rannsókn þóttu nægileg til sakfellingar. Páll féll af lista Páll Pétursson hættir á þingi í vor en hann hlaut ekki brautargengi í fyrsta sæti flokks- ins í Norðvestur- kjördæmi á kjör- dæmisþingi Fram- sóknarflokksins sem fram fór um liðna helgi. Magnús Stefánsson úr Ólafsvík skipar fyrsta sæti listans, Kristinn H. Gunnarsson annað og Herdís Á. Sæmundardóttir það þriðja. Þriöjungur óánægður Um þriðjungur þeirra sem segjast myndu kjósa Sjálfstæðisflokkinn í Norðvesturkjördæmi ef kosið yrði nú segist óánægður með framboðs- lista flokksins samkvæmt skoðana- könnun DV sem gerð var í vikunni. Alls sagðist 62,1% ánægð með list- ann en 5,9% eru óákveðin eða svara ekki. Úrbætur í lífeyriskerfinu Ríkisstjórnin samþykkti í vik- unni að veita fimm milljörðum til öldranarþjónustu á næstu þremur árum. Davíð Oddsson sagði af því tilefni að um helmingur fjárins væri vegna lifeyrisgreiðslna. Aðrir þættir lúta m.a. að aöhlynningu og stöðu eldri borgara. Hömlur á bílaleigur Bíláleigum eru, samkvæmt nýrri reglugerð, settar miklar skorður við útleigu bíla. Þeim er til dæmis ekki mögulegt að leigja út bíla til sama aðila marga mánuði í röð, eins og tíðkast hefur á vetrarmánuðum. Sigurður LíndEd lagaprófessor sagði í samtali við DV í vikunni að hon- um virtist reglugerðin brjóta í bága við atvinnufrelsisákvæði stjómar- skrárinnar. Orðaður við Man. United Breska blaðið Sun greindi frá því í gær að forráða- menn úrvalsdeild- arliðsins Chelsea hefðu hætt tíma- bundið samninga- viðræðum við Eið Smára Guðjohnsen sem leikur með félaginu. Ástæðan er sögð sú að ver- ið sé að opna leið fyrir 10 milljóna punda sölu á Eiði til Manchester United í byrjun næsta árs. -aþ

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.