Dagblaðið Vísir - DV - 23.11.2002, Blaðsíða 54

Dagblaðið Vísir - DV - 23.11.2002, Blaðsíða 54
58 Hetqarblað X>V LAUCARDACUR 23. NÓVEMBER 2002 Bílar Meiri háttar upplifun í enn- þá kraftmeiri bíl meö því að færa til gírstöngina og getur ökumaður þá valið hvort hann notar stöngina eða takkana úr stýr- inu. Bíllinn tekur alltaf af stað í öðrum gír nema öku- maður velji það sjálfur að taka af stað í fyrsta til að auka enn við upptak hans en einnig ef hann er botnað- ur strax. Vélin er 30 hestöflum öflugri en i „hefðbund- inni" útgáfu og næst það fram með stærri forþjöppum. Sjálfskiptingin er sérstyrkt með aukakæli. af þessu kaliberi. Fyrir nokkrum vikum var hér seldur Mercedes-Benz SLK á svipuðu verði en okkur gafst því miður ekki tækifæri til að prófa hann. Sá bíll er með V8 vél sem er rúm 300 hestöfl og kostar svipað og þessi bíll gerir. Óhætt er því að segja hver stendur eftir með pálmann í höndunum þegar kemur að hreinræktuðu afli fyrir peningana, því fyrir svipaða upphæð fæst 50% meira afl í Porsche Turbo. -NG Kostir: Mlkíl hröðun, aksturseiginleikar Gallar: Rými í aftursœtum, beygjuradíus Prófun á alvöru sportbílum eru fáar hér á landi og langt á milii þeirra. Það ríkti því nokkur tiihlökkun þegar DV-bílum bauðst á dögunum að prófa fjórhjóla- drifmn Porsche 911 Turbo i sérstakri Exclusive-útgáfu. Sá bíll er hreinræktaður sportbíll og að lágmarki 450 hestöfl en þegar Porsche gefur út hestaflatölu er ailtaf miðað viö lágmarkstölu. Hið rétta er líklegra að bílinn sé einhvers staðar nær 500 hestöflum og því úr nógu að spila fyrir undirritaðan. Verst bara hvað það minnir mann alltaf óþyrmilega á hvað að- stöðu fyrir slíka bíla vantar hér á landi. Sportvæn sjálfskipting í stuttu máli er þessi bíll vel búinn, með lúxusinnréttingu og meira að segja aftursæti fyrir tvo. Þau eru reyndar ekki stór og er stór stokkur á milii þeirra sem tekur sitt pláss. Hann gegn- ir þvi hlutverki að gefa farþeg- um betri stuðning þegar lagt er á bílinn í beygjum en vegna lít- ils höfuðrýmis mega þeir ekki vera stórir. Prófunarbíllinn var sjálfskiptur og þá einnig með tökkvun úr stýri. Hægt er að stilla skiptinguna á handvirkni Mikil hröðun og bremsukraftar Hröðun í þessum bíl er mikil og eins gott að vera bú- inn að koma sér vel fyrir áður en bensínið er stigið í botn. Viðbragðið er slíkt að líkaminn þrýstist aftur og ef höfuðpúði er ekki rétt stilltur er hætt við að maður stífni I hálsi við að halda haus. Millihröðun er einnig athyglisverð og hægt að framkvæma framúrakstur á örfáum sekúndum. Bíliinn var meðal annars reyndur á veginum milli Hveragerðis og Þorlákshafnar, sem er ol- iumalarvegur, og prófuðum viö þar i góöu næði hinar margfrægu Porsche-bremsur. Þessi bíll hefur yfir 2000 bremsuhestöfl sem stoppar hann frá 100 km hraða á að- eins 2,4 sekúndum. Aflið í bremsunum var einfaldlega slíkt að það sá á malbikinu eftir prófunina. Ekki þarf heldur að fara mörgum orðum um aksturseiginleika bílsins sem eru sér á parti og gildir þar einu hversu mikið er reynt á þá. Á fáa keppinauta Bílar eins og þessir eiga því mjög fáa keppinauta, sérstaklega á okkar litla landi þar sem lítið er um bíla © Til að ráða við háinarkshraða yfir 300 km á klukkustund er stór afturvængur setn er sér- hannaður í vindgöngum. © Innréttingin er lögð svörtu leðri og staðalbún- aður nægur, eins og aksturstölva og upplýsinga- skjár. © Lítið sést í öfluga vélina enda vélarhlíf á Porsche meira hugsuð sem þægilegri aðgangur að olíukvarða og vatnskassa. PORSCHE 911 TURBO EXCLUSIVE Vél: 3,6 lítra, 6 strokka bensínvél Rúmtak: 3600 rúmsentímetrar Ventlar: 24 Þjöppun: 9,4:1 Gírkassi: 5 þrepa sjálfskiptur UNDIRVAGN: Fjöðrun framan: Sjálfstæð McPherson Fjöðrun aftan: Sjálfstæð McPherson Bremsur: Loftkældir diskar/diskar, ABS, EBD, PSM Dekkjastærð: 225/40 ZR18, 295/30 ZR18 YTRI TÖLUR: Lengd/breidd/hæð: 4435/1830/1290 mm Hjólahaf: 2355 mm Beygjuradíus: 12,1 metri INNRI TÖLUR: Farþegar m. ökumanni: 4 Fjöldi höfuðpúða/öryggispúða: 2/4 Farangursrými: 100 lítrar HAGKVÆMNI: Eyðsla á 100 km: 13,9 lítrar Eldsneytisgeymir: 75 lítrar Ábyrgð/ryðvörn: 2/12 ár Grunnverð: 13.900.000 kr. Umboð: Bílabúð Benna Staðalbúnaður: Rafdrifnar rúður. rafstýrðir og upp- hitaðir speglar, fjarstýrðar samlæsingar með þjófa- vörn, 4 öryggispúðar, aðdráttarstýri, spól- vörn/skrikvörn, hitastýrð miðstöð með loftkælingu, upphituð framsæti, Bose hljómtæki með 6 hátölur- um, 18 tommu álfelgur, þokuljós, leðurinnrétting, aksturstölva SAMANBURÐARTÖLUR: Hestöfl/sn.: 450/6000 Snúningsvægi/sn.: 620 Nm/3000 Hröðun 0-100 km: 3,9 sek. Hámarkshraði: 315 km/klst. Eigin þyngd: 1585 kg
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.