Dagblaðið Vísir - DV - 23.11.2002, Blaðsíða 4

Dagblaðið Vísir - DV - 23.11.2002, Blaðsíða 4
4 Fréttir LAUGARDAGUR 23. NÓVEMBER 2002 DV Hver býður betur? Startpakkinn ■ - allt sem til þarf m _ Tilboð 2. Tilboð 1. Aðeins 5.900 kr. ADSL mótald • Stofngjald Samtals verðmæti 18.125 kr. Hringdu strax í síma 800 1111 eða komdu í verslun okkar í Kringlunni. Nokia 3310 á 9.900 kr. Með 12 mánaða áskrift. Ekkert stofngjald 2^">O0 Venjulegt verð 14.900 kr. Islandssími islandssimi.is Óvissa um framtíð innanhússmarkaðar í miðbæ Reykjavíkur: Kolaportsmenn íhuga flutning í Kópavoginn - hafa óskað eftir viðræðum um húsnæði við hliðina á Bónus á Smáratorgi Söluaðilar sem leigt hafa pláss í Kolaportinu af Markaðstorginu ehf. héldu fund um miöjan dag í gær til að ræða stöðu mála. íhuga menn m.a. að flytja starfsemina í Kópavoginn ef ekki nást samningar við Þróunarfélagið um yfirtöku á leigu Kolaportsins. Ljóst er að Markaðstorgið hefur ekki staðið við greiðslu á leigu fyrir hús- næðið til Þróunarfélags miðborgarinn- ar síðan í janúar. Eigi að síður hefur Markaðstorgið innheimt leigu af sölu- aðilum allt fram undir þetta. Fyrirtæk- ið horfir nú fram á að vera borið út með sína starfsemi um helgina sam- kvæmt dómi ef ekki nást samningar við Þróunarfélagið. Garðar Ottesen er einn þeirra sem leigt hafa af Markaðstorginu og er mjög óhress með gang mála. Hann segist leigja fyrir 130 þúsund krónur á mánuði og standi alltaf við sitt, en því sé ekki að heilsa hjá Markaðstorginu. Fyrir skömmu hafi Markaðstorgið haldið fund með söluaðilum og viðraði þar hugmyndir um að hækka leiguna. „Svo hafa þeir ekki einu sinni skilað leigunni áfram til réttra aðila, en eru samt að innheimta hátt í 5 miiljónir á mánuði. Ég skil ekki hvað þeir gera við mismuninn því þeir leigja af Þróunarfé- laginu á rúma milljón á mánuði. Við höfum því verið að ræða það söluaðil- amir okkar á milli að taka þetta að okk- ur.“ Hugmyndin sem Garðar nefnir er sú að núverandi söluaðilar í Kolaportinu yfirtaki skuldir Markaðstorgsins upp á um 9 milljónir króna. Síðan leigi hópur- inn af Þróunarfélaginu áfram á sömu kjörum og Markaðstorgið gerði. „Ef þetta gengur ekki þá munum við fara með okkar starfsemi eitthvað ann- að. Það er að vísu slæmt að fara héðan úr miðbænum. Þetta er i heild um 2.500 fermetra húsnæði en við höfum óskað eftir viðræðum við Baugsmenn um að leigja af þeim 3.000 fermetra pláss sem er laust á Smáratorgi í Kópavogi." -HKr. Hörð átök á sementsmarkaði: Bæjarráð Akraness krefst stjórnvalds- aðgerða - til að verjast markaðssókn Aalborg Portlcmd Hörð átök hafa verið um sölu sements hér á landi und- anfarin misseri og hafa ásak- anir gengið á víxl á milli Sem- entsverksmiðjunnar hf. á Akranesi og Aaalborg Portland íslandi ehf. sem flyt- ur inn sement frá Danmörku. Fjárhagsstaða Sementsverk- smiðjunnar mun vera mjög erfið og hefúr talsvert verið fundað undanfamar vikur og mánuði um málið, m.a. með iðnaðar- og viðskiptaráðherra og fjármálaráð- herra. Þá var fúndur um málið í iðnaö- amefiid Alþingis á fimmtudag. Bæjarráð Akraness ályktaði um stöðu Sementsverksmiðjunnar á fimmtudaginn þar sem lýst er veruleg- um áhyggjum af rekstrarvanda verk- smiðjunnar. Þar segir m.a.: „Það er skoðun bæjarráðs að Sem- entsverksmiöjan sé ekki í samkeppni á jafiiréttisgrundvelli þar sem stórfyrir- tæki í Danmörku selur til landsins sement á verði sem er langt undir kostnaðarverði. - Tilgangur þessa danska sementsframleiðanda er aug- ijóslega að leggja Sementsverksmiðj- una að velli í þeim tilgangi að komast í markaðsráðandi stöðu. Afleiðingamar þess verða tvímælalaust að sements- verð mun hækka verulega. íslensk stjómvöld, ríkisstjóm og Al- þingi mega ekki undir nein- um kringumstæðum hika við að verja rekstur Sementsverk- smiðjunnar og beita til þess nauðsynlegum aðgerðum. Skorar bæjarráð á þessa aðila að gripa nú þegar til nauðsyn- legra aðgerða og gera hinum danska sementsframleiðanda Ijóst að tilraunir hans til yfir- töku á sementsmarkaðnum á íslandi verði mætt af fullri hörku á meðan hann stundi óeðlilegt undir- boð.“ Aalborg Portland íslandi (APÍ) vísar á bug ásökunum bæjarráðs Akraness um óeðlilegt undirboð og að sement sé selt til Islands undir kostnaöarverði. Aalborg Portland A/S í Danmörku selji sement til 70 landa víðs vegar um heim, þeirra á meðal til fjölmargra landa Evrópu. ísland njóti sambæri- legra Kjara við önnur ríki Evrópu og svo veröur um ókomna tíð. Þá segir í tilkynningu Aalborg Portland: „Bæjarráö Akraness hefur uppi ósæmilegar og meiðandi ásakanir í garð Aalborg Portland um að leggja Sementsverksmiðjuna að velli og í kjöl- farið hækka sementsverð. Þetta er frá- leitur málflutningur." -HKr. Sementsverk- smiöjan á Akranesi. Leiðtogaráðstefnan: Utanríkisráðherrar ræddu mál Hjálmars Halldór Ásgrímsson utan- ríkisráðherra og utanrikis- ráðherra Hollands ræddu um mál Hjálmars heitins Bjöms- sonar á fundi á leiðtogaráð- stefnu Atlantshafsbandalags- ins í Prag í gær. Halldór ákvað að taka málið upp í ljósi þess að komið hefur fram gagnrýni á vinnubrögð og rannsókn lögreglu og saksóknara í Rotterdam varðandi orsakir þess að Hjáimar, sem var 16 ára, fannst lát- inn með áverka við ána Oude Maas í júni tæpum tveimur sólarhringum eftir að hans var saknað. Hann bjó í Rotterdam með fiölskyldu sinni. Samkvæmt upplýsing- um úr utanrikisráðuneyt- inu gerði Halldór hinum hollenska ráðherra grein fyrir máli Hjálmars og óskaöi eftir að það yrði kannað. Sá hollenski tók erindinu vinsamlega og kvaðst skyldi athuga málið. Mál Hjálmars var annað mál af tveimur sem var á dagskrá á fundi ráðherranna. -Ótt - sjá viðtal foreldrana á bls. 36 Hjálmar Björnsson. Norðausturkjördæmi UppstiBingar- nefnd Samfylk- ingarinnar í Norövesturkjör- dæmi leggur samkvæmt heim- ildum DV til að Jóhann Ársæls- son þingmaður skipi 1. sæti list- Ársæissön. ans> Anna Krist- ín Gunnarsdóttir varaþingmaður 2. sæti og Gísli S. Einarsson 3. sæti. Karli V. Matthíassyni þingmanni var boðið 4. sæti en hann var enn að íhuga hvort hann þægi það þegar DV fór i prentun í gær. Karl lagði til að nefndin gerði tvær tillög- ur, annars vegar um hann í 3. sæti og hins vegar um Gísla S., en því hafnaði nefndin. Samfylkmgarfólk u.o.i j a Vestfiörðum er Einareson. margt mjög óá- nægt með að Karli skuli ekki hafa verið boðið 3. sæti listans. Uppstillingamefnd leggur tillögu fyrir kjördæmisþing- Ekki hefur verið ákveðið hvenær það verður haldið en það skýrist upp úr helgi. Fundað um Suðurkjördæmi Nítján manna kjörnefnd Sjálfstæð- isflokksins í Suðurkjördæmi kemur saman til fundar í Sjálfstæðishúsinu í Þorlákshöfh á hádegi i dag. Gera má ráð fyrir að línur séu famar að skýr- ast með uppröðun á lista flokksins þvi að nefndinni ber að skila tillögu sinni á kjördæmisfundi í Njarðvik á laugar- daginn kemur.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.