Dagblaðið Vísir - DV - 23.11.2002, Síða 50

Dagblaðið Vísir - DV - 23.11.2002, Síða 50
f* 54- H e Iqo rb laö I>"Vr LAUGARDAGUIÍ 23. NÓVEMBER 2002 Eg er engin poppstjarna Orri Harðarson gaf út plötuna Tár á dög- unum sem hefur fengið frábæra dóma. Þetta er fgrsta platan hans ísjö ár og t i/iðtali við DV ræðir Orri um ástæðu þess að hann rauf þögnina. Orri þótti einn efnilegasti tónlistarmaður landsins fyrir um tíu árum og tónlistarelíta landsins sá ástæðu til að velja hann björtustu vonina á Islensku tónlistar- verðlaununum árið 1993. Hann söng angurvær ljóð við lágstemmdar lagasmíðar og eflaust hafa einhverjir hugsað að í Orra væri að finna hinn íslenska Leonard Cohen. En vandinn var sá að Orri var lítið hrifinn af athygl- inni sjálfur. Eftir fyrstu plötuna, Drög að heimkomu, dró hann sig meðvitað úr sviðsljósinu og hóf að vinna að plötu sem var mun þyngri en frumraunin. Platan hét Stóri draumurinn og hvarf í útgáfuflóðinu fyrir jól- in 1995, þrátt fyrir frábæra dóma. Eftir þetta gerðist Orri hinn dæmigerði pöbbasöngvari sem rúntaði hringinn í kringum landið og söng lög eftir pöntun. Þetta fannst honum leiðinlegt líf og smám saman missti hann áhuga á tónlistinni. Fannst ég vera að bregðast öðruni „Það er mjög sorglegt ferli þegar tónlistarmaður missir trúna á það sem hann gerir,“ segir Orri með hægð. „Ég átti mér þann æskudraum að verða frægur tón- listarmaður og þegar ég sá að þetta líf hentaði mér engan veginn varð ég vonsvikinn og bitur. Ég sá fljót- lega að ég myndi aldrei geta lifað á tónlist eingöngu því ég vildi ekki vera þátttakandi í þessum harkheimi. Vonbrigðin urðu þeim mun meiri því mér fannst að ég gæti ekki skorast undan. Mér fannst ég vera að bregð- ast öörum. En svona var þetta bara. Það er enga popp- stjörnu í mér að finna.“ „Voru væntingarnar ef til vill snemma orðnar of miklar?“ spyr ég. „Ekki fyrst,“ svarar Orri. „Mér þótti vænt um þegar ég var valinn nýliði árs- Orri Harðarson hefur rofið sjö ára þögn sem tónlistarmaður og það voru daufblindir sem drógu hann fram á sviðið aftur. ins eða hvað sem þetta var kallað á sínum tíma. Ég túlkaði þetta bara þannig að kollegarnir væru að bjóða mig velkominn. Síðan bauðst mér plötusamningur og til þess var ætlast að ég semdi auðmelt popp sem væn- legt væri til vinsælda. Þetta fannst mér mjög erfitt því ég þurfti að fara að setja mig í einhverjar stellingar sem voru mér ekki eðlislægar.“ Tár er því fyrsta plata Orra í sjö ár en það var ekki hann sem átti upptökin á því að hún varð að veruleika. Það var snemma á þessu ári að Daufblindrafélag ís- lands hafði samband við hann og athugaði hvort hann hefði áhuga á því að gera plötu sem yrði síðan gefin út til styrktar félaginu. „Ég átti efni á heila plötu sem aldrei kom út og þar aö auki fannst mér þetta svo fallega boðið og mikill heiður að í rauninni væri það skylda mín að gera þetta. Þegar ég byrjaði að hlusta á gömlu lögin fannst mér eins og þau pössuðu ekki saman í eina heild og settist því niður og samdi ný lög til að platan virkaði betur. Daufblindrafélagið gaf mér allt það listræna frelsi sem ég þurfti enda hefði ég ekki getað gert plöt- una öðruvísi.“ Týndur án tónlistarinnar Á nýju plötunni Tár gerir Orri upp árin frá því að Stóri draumurinn kom út og þar til hann tók þá ákvörðun að hætta að spila opinberlega snemma árs 1999. „Ég upplifði mig i hálfgerðu hóruhlutverki þegar ég spilaði opinberlega,“ segir Orri og bætir við að ótæpi- leg drykkja hafi ekki bætt úr skák. „í raun hefði ég átt að hætta miklu fyrr því ég fór virkilega illa með sjálfan mig eingöngu í þeim tilgangi að geta náð til fólksins sem ég var að spila fyrir. Þeg- ar ég varð meðvitaður um þetta ákvað ég að nóg væri komið í bili.“ „Nýja platan er mjög persónuleg,“ segi ég. „Já, hún er mjög einlæg og heiðarleg, held ég,“ svar- ar Orri. „Margt af því sem ég syng um á plötunni er mín per- sónulega reynsla en auðvitað má ekki taka allt of bók- staflega. Textarnir eru skáldskapur líka. En ég hef orð- ið blúsaður eins og flestir aðrir en svo eru sumir sem hafa ekki komist yfir blúsinn og tekið sitt eigið líf. Á plötunni er lag sem nefnist Sorg og fjallar um góðan vin minn sem framdi sjálfsvíg fyrir tveimur árum.“ „Getur það haft læknandi áhrif að semja lög?“ spyr ég. „Sálfræðingar segja það og ég veit eiginlega ekki hvar og hvernig ég væri ef ég heföi ekki tónlistina," út- skýrir Orri. „Það er spurning hvort þetta sé langtímalækning, kannski er þetta frekar eins og staðdeyfing því depurð- in getur alltaf riðið yfir aftur. En tónlistarmenn gera þetta alltaf reglulega. Bob Dylan gerði þetta á Blood on the tracks og Bubbi gerði upp árin í vímunni og skiln- að við fyrri konu sína á einni af sínum bestu plötum. Það einkennir þessar plötur ákveðin nekt og einfald- leiki sem ég hef alltaf hrifist af.“ „Þú ert ekki feiminn við að opna þig?“ spyr ég. „Nei, það er í sjálfu sér ekkert erfltt en mér finnst hins vegar oft erfitt að greina texta og benda fólki á hvað sé tekið úr mínu lífi og hvað sé úr annarra." Forðast kyrrstöðu Undanfarin tvö ár hefur Orri verið búsettur á Akur- eyri en hann er fæddur og uppalinn á Akranesi. „Ég kann óskaplega vel við mig á landsbyggðinni,“ segir hann og bætir svo við: „Ég er hins vegar óróleg- ur að eðlisfari og verð kannski fluttur til Englands á næsta ári, eða bara eitthvert. Ég vil flakka og ég forð- ast kyrrstöðu.“ Vegna þess að hann hefur ekki getað lifað eingöngu á tónlist hefur hann þurft að leita fleiri leiða til að framfleyta sér og sínum. Eitt af því sem hann tekur sér fyrir hendur eru þýðingar og fyrir jól gefur Ormstunga út sjálfsævisögu fótboltakappans og gleðimannsins Ge- orges Best í þýðingu Orra. „Ég var staddur í heimsókn hjá félaga mínum í Wa- les og þá var þessi bók nýútkomin og hafði strax vak- ið mikla athygli enda fjallar hann á hispurslausan hátt um sína mögnuðu ævi. Mér þykir orðið mjög vænt um þennan heillandi mann sem aldrei virtist átta sig á því hve hæfileikaríkur hann var. Tuttugu og sjö ára gam- all hætti hann að æfa fótbolta og mætti eingöngu til að spila, samt var hann sá besti. Það var ekki að ástæðu- lausu sem Pele sagði hann vera besta knattspyrnu- mann sem uppi hefði verið.“ „Og mér skilst að þú haldir fyrirlestra um popptón- list í framhaldsskólum," segi ég. „Já, ég hélt fyrirlestur í Verkmenntaskólanum á Ak- ureyri á dögunum þar sem ég fjallaði um popptónlist í víðu samhengi. Ég velti upp spurningum eins og út af hverju íslenska ríkið styrki ekki íslenska popptónlist- armenn, ég fjalla um íslenska texta og síðan eyði ég drjúgum tíma í að fjalla um valdablokkirnar í íslensku tónlistarlífi og hvernig frelsi fjölmiðla á íslandi breytt- ist smám saman í helsi. Ég held að okkur beri að taka popptónlist mun alvarlegar en við gerum og í rauninni er mjög einkennilegt hvað fólki virðist standa á sama um hana og líta á popptónlist sem hverja aðra sápu. Björk hefur unnið ótrúlegt starf á síðustu árum og kynnt landið erlendis, miklu frekar en hámenningar- legar bókmenntir." -JKÁ

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.