Dagblaðið Vísir - DV - 23.11.2002, Blaðsíða 30

Dagblaðið Vísir - DV - 23.11.2002, Blaðsíða 30
30 H <2/go rb lað 33 "V LAUGARDAGUR 23. NÓVEMBER 2002 Tónlist án málamiðlana Jóel Pálsson er af mörgum talinn einn besti tónlistarmaður landsins. Hann talar um fgrstu kgnni af djassinum, takmark- aða lagalista útvarpsstöðvanna og ngju plötuna sína, Septett. Jóel Pálsson er með vinnuaðstöðu í bílskúrnum sínum. Samt er hann ekki bílskúrsband; hann er saxófónleikari og tónskáld. „Ætli hann hafi verið í bílskúrsbandi," hugsa ég með mér en ákveð að það skipti ekki máli. Ekki núna. Bílskúrinn er tvískiptur. Fyrst er komið inn í þann hluta sem eiginkona Jóels, Bergþóra Guðnadóttir, ræður yfir. Þar hannar hún föt. í jóelska helmingnum er búin til tónlist. Hillur hlaðnar bókum á suðurveggnum en á vest- urveggnum geisladiskar fyrir ofan píanó sem er búið að glata æskuljómanum. Örugglega orðið þroskaöra og hljómfegurra. Kannski ekki. Ótalið er norðausturhorn herbergisins þar sem Jóel er með hijómborð og skrifborð sem á eru hljómflutningstæki og fartölva. Jóel sest niður við skrifborðið en skýst fljótlega upp af stólnum og spyr: „Viltu kafli?“ „Já,“ segi ég og hann rýk- ur á dyr. Á meðan lít ég í kringum mig, skoða diskana í hillunni. Ég er enn með augun á diskunum þegar Jóel kemur til baka. Kaffilaus. Er að hellast upp á inni í íbúð. Jóel sest niður og leyfir mér að heyra vatnshljóð sem hann hefur safnað niðri í fjöru og í eldhúsvaskinum. Vatnshljóðin mynda tónverk sem verður í mynd um vatn- ið á íslandi. Seinna. Siagverk og fíflagangur Tónlistin á Septett er frábrugðin því sem þú hefur gef- ið út fram að þessu? „Já,“ svarar Jóel, „mig hefur lengi langað að skrifa tón- list fyrir fleiri blásara. Þessar tónsmíðar eru þær um- fangsmestu sem ég hef gert.“ Var fæðing plötunnar löng? „Ég er ekki fljótur að semja tónlist. I þessu tilfelli henti ég miklu og endurskrifaði. Ég þurfti að undirbúa upptök- urnar mjög vel því ég hafði ekki langan tima með öllum mannskapnum í hljóðveri. Heildarsándið þurfti að vera komið eins langt og hægt var þegar í hljóðver var kom- ið.“ Sjö manns í einu. Það er væntanlega ekki auðvelt að stjórna því? „Nei og við bætist að tónlistin er mjög flókin í flutn- ingi. Ég er svo heppinn aö vinna með mjög hæfileikarík- um spilurum því það er ekki á allra færi aö spila þessa tónlist. Þetta má heldur ekki vera of stíft, ekki of pródúserað. Mig vantaði „randomelement" í tónlistina, eitthvað sem ég gat ekki stjómað. Þar kemur Helgi Svav- ar Helgason inn með elektróník, slagverk og fíflagang," segir Jóel og glottir. „Ég haföi hann í huga á seinni stig- um. Það er gott að þekkja tónlistarmennina sem eiga að spila tónlistina alveg eins og það hlýtur að vera gott fyr- ir handritshöfund að vita fyrir hvaða leikara hann er að skrifa." Hani, krummi, hundur ... Nöfnin á plötunni eru dálítið sérstök: Súrtá, Yggur, Góði dátinn, Hundur og svo framvegis. Er einhver sér- stök heimspeki á bak við þessa titla? „Það er nú misjafnt. Af einhverjum undarlegum ástæö- um heyröi Eyþór Gunnarsson Hani, krummi, hundur, svín í einu laginu og þá fékk það nafnið Hundur. Kvabb er bara kvabb og Yggur ... ég man ekki alveg af hverju það heitir Yggur, það er svo langt síðan ég skrifaði það. Upphaflega laginu henti ég og gerði nýtt og það eina sem var eftir af upprunalega laginu var titillinn, Yggur.“ Hvernig semurðu tónlistina? „Ég sem aðallega á pianógarminn. Sjaldnast á mitt hljóöfæri, saxófóninn. Það kemur mér stundum í koll því þegar ég ætla aö spila á saxófóninn á æfingum eitthvað sem ég hef samið á pianóið kemur algert torf. Ég sem yf- irleitt á píanóið og færi það síðan inn í tölvu og stundum sem ég í tölvunni ef verkið er flókið." Siturðu mikið við tónsmíðarnar? „Já, og alveg sérstaklega í kringum þessa plötu.“ Hvenær samdirðu þitt fyrsta lag? „Ég á enga fallega sögu um fyrsta lagið mitt. Ég samdi það einhvern tíma þegar ég var unglingur." Þú byrjaðir að læra á hljóðfæri þegar þú varst átta ára. Hvenær upppgötvaðirðu að þú gætir samið tónlist? „Ég uppgötvaði það aldrei heldur gerðist þaö bara að ég fór að semja tónlist. Ég veit ekki hvað gerðist. Ég hef „Ég hef starfað við tónlist mestan hluta ævi minnar og smám saman byrjuðu að mvndast rétt skilvrði í hausn- um á mér til að semja. Einhvern tíma bvrjaði mig að dreyma um að spila rnína eigin tónlist án inálamiðl- ana,“ segir Jóel Pálsson. grundvallarreglu aö vera algjörlega samkvæmur sjálfum mér. Ég reyni að koma því niöur á blað sem er að gerast í hausnum á mér. Ég nenni ekki að eyða tíma og orku í að snobba fyrir hinum og þessum stílum." Hefurðu aldrei samið formúlumúsík, eurovisionlag eða eitthvað slíkt? „Nei, varla. Maður myndi kannski græða meira á því.“ Hefurðu einhvern sérstakan hlustanda í huga þegar þú ert að semja? „Ég reyni bara að búa til mína eigin tónlist. Ef ég færi að búa mér til markhópa þá væri ég kominn á annan stað. Ég gæti ugglaust gert það en hef takmarkaðan áhuga á því að svo stöddu.“ Þýðir smæð markaðarins ekki ákveðið frelsi fyrir lista- manninn? Þú munt aldrei græða á þessu og því þá ekki að gera það sem þig langar til? „Jú, og það er einmitt takmarkið: ég geri þessa tónlist án málamiðlana." Septett er plata sem þarf að hlusta á oftar en einu sinni. „Já, ég vona það.“ En núna lifum við á timum þar sem allt verður að vera grípandi. Hlustarðu mikiö á þannig tónlist? „Ég vinn mikið við að spila þannig tónlist.“ Viltu ekki dissa hana eitthvað? „Nei, en ég er til í að dissa lagaval á útvarpsstöðvun- um. Það er rosalega takmarkaö ef ríkisútvarpið er undan- skilið. Fólk veit oft ekki að það sé til annars konar tónlist því það heyrir bara það sem er spilað á útvarpsstöðvun- um.“ Og svo er að koma út plata sem heitir Engan djass hér. ■ „Já, ég spila einmitt á þeirri plötu.“ Ber titillinn ekki vott um ákveðið viðhorf til djasstón- listar? „Nei, ég held ekki. Þetta er einhver frasi úr hljómsveit- arbrandara. En fólk fær oft ranghugmyndir því það heyr- ir eitt sem því líkar ekki og yfirfærir þaö á allan djass. Djass getur líka alveg verið hundleiðinlegur. Djass er hins vegar rosalega fiölbreytt tónlist." Hvað er djass? „Eftir því sem ég er lengur í tónlist því minna hugsa ég um það. Þetta rennur allt saman. Ég hef voðalega litlar áhyggjur af því hvað það heitir sem ég er að gera. Tónlist er annaðhvort góð eða vond og eins er það með tónlistar- mennina, þeir eru eins misjafnir og þeir eru margir. Ég vil helst spila góða tónlist með góðu fólki." -sm starfað' við tónlist mestan hluta ævi minnar og smám saman byrjuðu að myndast rétt skilyrði í hausnum á mér til að semja. Einhvem tíma byijaði mig að dreyma um að spila mína eigin tón- list án málamiðlana." Pabbi og bassinn Það er tónlist í fiölskyld- unni þinni. „Já. Einhvern veginn spila allir á hljóðfæri. Um jólin þegar fiölskyldan kem- ur saman er mikil tónlist og þá eru flestir að leika á hljóðfæri en örfáir sitja og horfa á.“ Þannig að þú átt ekki langt að sækja tónlistina? „Nei.“ Hvernig kynnistu djassin- um? „Þegar ég var í Tón- menntaskóla Reykjavíkur stofnaði Sæbjörn Jónsson bigband sem síðar varð Stór- sveit Reykjavíkur. Þá var ég fimmtán ára. Um svipað leyti skipti ég um hljóðfæri; hætti að spila á klarinett og fór að spila á saxófón. Pabbi spilaði djassmúsík á yngri áram og hann hlustaði mikið á djassplötur. Pabbi tók stundum fram kontrabassann og spilaði með plötunum. Mér fannst það óskiljanlegt að hann gæti spilað án þess að hafa nótur. Kannski gerðist eitthvað þarna.“ Hundrað hugmyndir Eru djassleikarar ekki almennt vel menntaöir? „Það er allur gangur á því. Annars veit ég ekki hvað er að vera vel menntaður. Eyþór Gunnarsson segist til dæm- is vera sjálfmenntaður. Hann veit samt meira um músik en flestir." í rokkinu segir mýtan að betra sé að kunna ekkert. „Ég veit ekki hvernig þetta er. Sfimdum fer það mjög í taugarnar á mér þegar því er haldið fram að það sé verra að vita hvað maður er að gera. Það er eins og að segja að það sé verra fyrir rithöfund að skilja orðin sem hann skrifar. Annars er hætt við þvi að menn reki sig oft á veggi. Band sem hefur spilað lengi saman getur verið gott en það er líklegt að það hafi bara eitt sánd og komist ekki út úr því. Það virkar kannski rosalega vel en vex aldrei út úr því. Menntunin rífur niður veggi í kringum mann og opnar dyr inn í fleiri herbergi. Þannig er það alla vega í minu tilfelli.“ Plöturnar þinar eru mjög ólíkar. Þú ert greinilega leit- andi. „Já.“ En það er alltaf þessi tónn, þessi grunntónn Jóels Páls- sonar. „Það hlýtur að vera einhver rauður þráður í gegnum þetta allt saman.“ Ertu markvisst að reyna að víkka út tónlistina þína? Þú sagðir í viðtali í kringum útkomu Klifs að tónlistin þar væri að sumu leyti eins og skúlptúr. Er svipuð hugs- un á bak við nýju plötuna? „Já, en þó öðruvísi. Það eru hundrað hugmyndir i gangi en það er það að setjast niður og skrifa sem er að- almálið. Ég starfa dags daglega í mjög mismunandi tón- list. Það eru því ansi mörg hljóð að brjótast um í hausn- um á mér. Ég hugsa að ég hafi komið meira og minna við í flestum músíkstefnum sem eru í gangi núna.“ . Færðu innblástur þegar þú spilar með öðrum tónlistar- mönnum? „Já, alveg pottþétt. Ég væri dauður ef svo væri ekki.“ Takmarkað lagaval Leitarðu í eitthvað sérstakt til að komast í réttu stemn- inguna til að semja? „Nei, ég get ekki sagt það,“ segir Jóel. „Ég hef það sem
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.