Dagblaðið Vísir - DV - 23.11.2002, Blaðsíða 16

Dagblaðið Vísir - DV - 23.11.2002, Blaðsíða 16
16 LAUGARDAGUR 23. NÓVEMBER 2002 DV Helgarblað stíflu í huga hans. Hann fór að skrifa betur en nokkru sinni áður og fann sinn eigin tón. Á næstu árum sendi hann frá sér fjölmörg verk sem öll báru vott um ríka trúhneigð. Undralandið Narnía Fyrsta Narníu-bók Lewis kom út árið 1950. Hún segir frá fjórum börnum sem eru send til vistar hjá gömlum prófessor úti á landi og í gegnum klæðaskáp finna þau leið til annars lands, Narníu, þar sem þau komast í kynni við Ijónið mikla sem fómar lííl sínu til að forða börnunum frá syndum þeirra og rís svo upp frá dauðum eins og Kristur. Lewis sagði að bókin hefði orðið til eftir að hann fékk stöðugar martraðir þar sem ljón kom við sögu. Lewis hafði lesið fyrstu kafla bókarinnar upp- hátt fyrir Tolkien. Tolkien var ekki reiðubúinn að hrósa verkum vina sinna vegna þess eins að þeir væru vinir hans og hann sagði Lewis að honum líkaði sagan afar illa, fannst hún ekki nægilega hugsuð. Tolkien skipti aldrei um skoð- un á Namíu-bókunum sem urðu alls sjö talsins og gerðu Lewis að einum virtasta barnabóka- höfundi heims. Lewis var 52 ára þegar fyrsta Narníu-bókin kom út. Sambýliskona hans, Minto, var þá 79 ára og orðin heilsulaus og elliær. Minto varð loks svo lasburða að hún var flutt á hjúkrunar- heimili og lést þar ári síðar. Ást og missir Árið 1950 fékk Lewis bréf frá Joy Gresham. Hún var 35 ára, móðir tveggja drengja og bjó í New York. Hún hafði gefið út ljóðabók og tvær skáldsögur. Eiginmaður hennar var rithöfund- ur, alkóhólisti, sem var henni hvað eftir annað ótrúr og hafði beðið hana um skilnað til að kvænast ástkonu sinni. Joy kom til Englands þegar hún hafði skipst á bréfum viö Lewis í tvö ár. Þau hittust og þeim kom afar vel saman. Joy Grisham skildi við mann sinn og ætlaði að setjast að í Englandi en útlendingaeftirlitið neitaði henni um búsetu. Búsetu gat hún ein- ungis tryggt sér með því að giftast breskum rik- isborgara. Hún giftist Lewis hjá borgardómara árið 1956 þegar Lewis var 58 ára gamall. Lewis sagöi bróður sínum að hjónabandið væri ein- ungis formsatriði og Joy hélt áfram að búa í London meðan Lewis bjó í Oxford. Þau hittust þó reglulega og voru orðin ástfangin. Skömmu eftir giftinguna greindist Joy með krabbamein og var ekki hugað líf. Lewis kvæntist henni þá í annað sinn og nú var það prestur sem gaf þau saman á sjúkrahúsinu þar sem Joy dvaldist. Vikur liðu og enn lifði Joy. Joy lést árið 1960 en þá höfðu þau Lewis ver- iö gift í fjögur ár. Eftir dauða hennar skrifaði Lewis bók um sorgina. Bókin kom út undir dul- nefni hjá Faber og Faber en eftir dauða Lewis var hún gefin út undir höfundamafni hans og varð metsölubók. Lewis saknaði eiginkonu sinnar ákaflega og ef einhver minntist á hana átti hann til að bresta í óstöðvandi grát. Hann lifði hana í þrjú ár. Sumarið 1963 fékk hann alvarlegt hjartaáfall en lifði það af. í nóvembermánuði sama ár kom bróðir hans að honum þar sem hann lá meðvit- undarlaus á baðherbergisgólfinu. Lewis lést nokkrum mínútum síðar, 64 ára gamall. Bókalisti Wláls og menningar Allar bækur 1. Röddin. Arnaldur Indriðason 2. Islensk orðabók 2002 3. Landneminn mikli. Viðar Hreinsson________ 4. Vegalínur. Ari Trausti Guðmundsson_______ 5. Hellaþjóðin. Jean M. Auel 6. Skrýtnastur er maður sjálfur. Auður Jónsdóttir 7. Eyðimerkurdögun. Waris Dirie_____________ 8. Islandskort. Landmaelingar á CD 9. Sögumar um Evu Klöru. Heiður Baldursdóttir 10. Leggðu rækt við ástina. Anna VáTdimarsdóttir Skáldverk: 1. Röddin. Arnaldur Indriðason 2. Vegalinur. Ari Trausti Gumundsson_________ 3. Hellaþjóðin. Jean M. Auel_________________ 4. Vatnaskil-dagbókarsaga. Matthías Johannessen________________________ 5. Bridget J. á barmi taugaáfalls. Helen Fielding 6. Mýrin. Arnaldur Indriðason 7. Galdur. Vilborq Davíðsdóttir 8. Alkemistinn. Paulo Coehlo 9. Albúm. Guðrún Eva Mínervudóttir__________ 10. Don Kíkóti. Miquel de Cervantes iN Egill á Borg er minn maður Össur Skarphéðinsson segir frá bókum sem heilla hann. „Ég er lestrarhestur. Áður bruddi ég skáldsög- ur en þær hafa heldur hopað á síðustu árum fyrir öðru efni. Þó fylgist ég alltaf með nýjum höfundum. í dag er ég spennt- astur fyrir Guðrúnu Evu Mínervudóttur og Mikael Torfasyni. Þau eru ólík en bæði framtíðarstjörnur. Guð- rún Eva er frábær og mér fannst bókin hennar, Albúm, mjög góð og ég ætla að taka Söguna af sjóreknu píanóun- um með mér til útlanda í næstu viku. Hún verður einn af stóru höfundunum. Mikael er erfiðari. Ég þarf stór til- hlaup til að renna í hann. En hann er góður. Svo er ég auð- vitað spennufíkill og áskrif- andi að Amaldi Indriðasyni. Ég les lika allt eftir Einar Má og Kárason. Ég veit ekki hvort það eru merki um aldur eða þroska að á allra síðustu árum hef ég lesið býsn af þjóðlegum fróðleik, sem ég gaf áður lítið fyrir, og hef orðiö afskaplega gaman af ævisögum. í vet- ur las ég til dæmis sögurnar sem Torfhildur Þ. Hólm skráði eftir Vestur-íslendingunum þegar hún var vestanhafs fyrir þarsíðustu aldamót. Núna er ég að ljúka við annað af fjórum þjóðsagnabindum sem Ólafur Davíðsson lét eftir sig. Hann var fjölfræðingur, af- burða náttúrufræðingur, og svo orðhagur aö það er hnoss- gæti að lesa kallinn. Svo tók ég mig til á árinu og las allan Ein- ar H. Kvaran og varð undrandi á því hvað hann var góður. Jólavertíðin lofar góðu. Ég er næstum búinn að lesa Jón Sig- urðsson eftir gamlan kollega, Guðjón Friðriksson. Frábær lesning og verulega vel gert hjá Guðjóni eins og kemur auðvit- að engum lengur á óvart. Svo ætla ég örugglega að lesa Stephan G. og smásögur Þórar- ins Eldjáms sem er höfundur að mínu skapi. Síðasta bókin sem ég las var ævisaga Sonju Zorilla sem Reynir Traustason skrifaði. Ótrúlega skemmtileg bók sem greip mig heljartökum. Annars hef ég engin prinsip í lestri mínum nema hvað ég reyni að lesa Egils sögu reglulega. Egill á Borg er minn mað- ur.“ C.S. Lewis. Bækur hans um ævintýralandiö Narníu gerðu hann að einum virtasta bamabókahöfundi heims. Vinur hans, Tolkiens, lét sér hins vegar fátt um þær bækur finnast. Höfundur Narníu-bókanna Narníu-bækur C.S. Lewis hafa notið vinsælda víða um heim. Silfurstóllinn, sem er bók í þeim flokki, kemur út um þessi jól í íslenskri þýöingu. Lewls var 52 ára þegar fyrsta Narníu-bókin kom út en þær uröu sjö talsins. Clive Staples Lewis fæddist árið 1898 í Belfast. Bróðir hans Warren var þremur árum eldri en hann og þeir áttu eftir að búa saman mestan hluta ævinnar. Móðir þeirra lést úr krabbameini þegar Lewis var 9 ára og dauði hennar var honum mikill áfall. Tveimur vikum eftir lát eiginkonu sinnar sendi faðirinn yngri son sinn í heimavistarskóla til Bretlands. Þar ríkti harður agi og Lewis gleymdi aldrei átján mánaða dvöl sinni þar. Kennslan var léleg og maturinn nær óætur. Skólastjórinn, sem var prestur, var sadisti sem hafði ákafa ánægju af að hýða drengina af minnsta tilefni. Geðveiki hans fór stigmagnandi og loks fóru foreldrar eins drengsins i mál við hann. Málinu var vís- að frá þar sem skólastjórinn var talinn andlega vanheill og skólanum var lokað. Lewis var sendur í annan skóla en þótt vistin þar væri skárri leið honum ekki vel. Eldri árgang- ur skólans réð lögum og lofum og lagði yngri nemendur í ein- elti. Lewis varð eftir- lætisfómarlamb eldri drengja og brást við með því að senda föð- ur sínum bréf þar sem hann grátbað hann um að taka sig úr skólanum. Faðirinn varð við þeirri ósk hans. Lewis sneri heim til Englands þar sem hann fékk einka- kennslu. Uppáhalds- námsefni hans voru norrænar goðsagnir og hann var sérstak- lega heillaður af sög- unni um Loka og hóf að skrifa harmleik um norrænu goðin. Samltomulag varð sambúð Átján ára gamall fór hann í nám til Oxford. Herbergisfélagi hans, Paddy Moore, kynnti hann fyrir móður sinni Janie, kallaðri Minto, sem var 45 ára, tuttugu og sjö árum eldri en Lewis. Hún var gift en bjó ekki með manni sínum sem hún kallaði venjulega „skepnuna". Minto var afar örlát kona og kærleiksrík og börn og dýr löðuðust að henni. Lewis varð fljótlega tíður gestur á heimili hennar. Fyrri heimsstyrjöldin braust út og Paddy og Lewis voru báðir kallað- ir í herinn. Þeir gerðu með sér samkomulag um að ef annar þeirra félli á vígstöðvunum skyldi sá eftirlifandi sjá fyrir foreldri hins. Það var Paddy sem lét lifið og Lewis tók að sér að ann- ast um móður hans sem hann var nú orðinn ást- fanginn af og þau hófu sambúð. Eftir nám í Oxford fékk Lewis kennarastöðu þar og kenndi bókmenntir, málfræði og mál- sögu. Einn af samkennurum hans var Tolkien og með þeim tókst mikil vinátta. Það var Tolkien sem magnaði áhuga Lewis á goðsögum en það var áhugi sem hafði þó alltaf búið með Lewis. Kvöld eitt sagði Tolkien Lewis að mann- eskjur kynntust sannleikanum gegnum goðsagnir. Tolkien rökstuddi mál sitt af svo miklum krafti að Lewis varð fyrir eins konar trúarreynslu það kvöld. Hann hafði verið trú- leysingi en fékk nú mikinn áhuga á kristinni hugmyndafræði. Um leið var eins og losnaði um Kærkomin ævisaga Landneminn mikli. Fyrra bindi œvisögu Stephans G. Stephanssonar eftir Viöar Hreinsson. Metnaðarfull og ítarleg ævisaga Stephans G. Bókin er hin fróðlegasta lesning og lesand- inn fær sterka til- finningu fyrir harðri lífsbaráttu alþýðufólks á 19. öld þar sem dauð- inn kvaddi allt of oft dyra of snemma. Bókin gefur góða mynd af manninum Stephani G. og skáld- skapur hans fær gott rými í þessu ágæta og kærkomna verki. Stundum hnjóta menn um sannleikann en flestir standa upp og flýta sér áfram eins og ekkert hafi ískorist. Winston Churchill Bókalisti Eymund Allar bækur ■ 1. Röddin. Arnaldur Indriðason. 2. Landneminn mikli - Stephan G. Stephanss. Viðar Hreinsson. 3. Islensk orðabók 2002. Mörður Árnason ritstj. 4. Líf með þunglyndi. R. Buckman oq A. Charlish. 5. Útkall - Geysir er horfinn. Óttar Sveinsson. 6. Jón Sigurðsson. Guðjón Friðriksson. 7. Leggðu rækt við ástina. Anna Valdimarsdóttir. 8. fsland í hershöndum. Þór Whitehead. 9. Sonja - líf og leyndardómar. Reynir Traustason. 10. Don Kíkóti I. Miquel de Cervantes. Skáldverk RÖDDIN 1. Röddin. Arnaldur Indriðason. 2. Don Kíkóti I. Miquel de Cervantes. 3. Mýrin. Arnaldur Indriðason. 4. Bridget Jones - á barmi taugaáfalls. Helen Fieldinq. 5. Napóleonsskjölin. Arnaidur Indriðason. 6. Eins og vax. Þórarinn Eldjárn. 7. Sólarsaga. Siqurbjörq Þrastardóttir. 8. Hiarta, tungl og bláir fuglar. Viqdís Grímsdóttir. 9. Dauðarósir. Arnaldur Indriðason. 10. Alkemistinn. Paulo Coelho. Barnabækur H1. Marta smarta. Gerður Kristný. 2. Fyrstu 500 orðin. 3. Gúmí-Tarsan. Ole Lund Kirkeqaard. 4. Niála. Brynhildur Þórarinsdóttir endursaqði. 5. Gallsteinar afa Gissa. Kristín Helqa Gunnarsdóttir. Metsölulisti Eymundssonar 13.-19. nóvember. Listi bókabúöa MM 11.-17. nóvember
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.