Dagblaðið Vísir - DV - 23.11.2002, Blaðsíða 31

Dagblaðið Vísir - DV - 23.11.2002, Blaðsíða 31
LAUGARDAG U R 23. NÓVEMBER 2002 Helgarblctö I>"V 31 Hollendingurinn Arie Haan hefur verið ráðinn þjálfari kin- verska landsliðsins í knattspyrnu. Hann tekur við starfinu af Bora Milutinovic sem sagði starfi sínu lausu eftir HM í sumar. Umboðsmaður danska lands- liðsmannsins Martin Laursen hef- ur vísað á bug þeim sögusögnum að Laursen sé á leið til enska úr- valsdeildarfélagsins West Ham. Hamramir vildu fá Laursen að láni frá AC Milan þar sem Laursen hefur ekki átt fast sæti í liðinu. Daninn vill frekar vera áfram á Ítalíu og berjast um sæti í hinu geysisterka liði Milan. Franski varnarmaðurinn William Gallas, sem leikur með Chelsea, hefur fulla trú á því að lið Chelsea sé nógu sterkt til þess að vinna enska meistaratitilinn í ár. Chelsea hefur á undanförnum ár- um gengið í gegnum mjög slæm tímabil sem hafa orðið þess vald- andi að þeir hafa misst af lestinni en Gallas segir að stemningin í hópnum í ár sé þess eðlis að þeir óttist ekki að það muni endurtaka sig. Ein skærasta stjarna senegalska landsliðsins á HM síð- asta sumar, framherjinn Pape Boupa Diop, segir í samtali við World Soccer tímaritið að Manchester United vilji fá hann í sinar raðir og hafi nú þegar sett sig í samband við hann. Diop seg- ir að það hafi verið draumur hans frá barnsaldri að leika í ensku úr- valsdeildinni. Þrír félagar Diop úr senegalska landsliðinu leika í ensku úrvalsdeildinni í dag, Salif Diao og El-Hadji Diouf með Liver- pool og Aliou Cisse með Birming- ham. Einn heitasti knattspyrnumað- urinn í Evrópu í dag er hinn 19 ára gamli Hollendingur Rafael Van Der Vaart. Flest stórlið Evrópu hafa verið að bera víurnar i hann undanfarið en hann hefur leikið frábærlega með Ajax í vetur. Nú berast fregnir af því að Liverpool sé að undirbúa tilboð í strákinn í sumar sem kemur væntanlega til með að hljóða upp á hátt í 2 millj- arða íslenskra króna. Baráttan um þjónustu hans kemur þó til með að verða hörð fyrir Liverpool þar sem talið er að Inter, Juventus, Roma og Real Madrid séu meðal þeirra liða sem hafa lýst yfir áhuga á stráknum. Þrátt fyrir ungan aldur er Van Der Vaart þegar kominn í hollenska landsliðið og lék til að mynda seinni hálfleikinn gegn Þjóðverjum í vikunni og lagði upp eitt mark fyrir Jimmy Floyd Hasselbaink. -HBG Opið 10-18. laugard. frá 10-14 Skeifan 2 • 108 Reykjavík S: S30 S900 poulsen@poulsen.is • www.poulsen.is Ólafur Gottskálksson, sést hér í leik með Keflvíkinguni árið 1996, mun væntanlega reynast Grindvíkingum mikill liðsstyrkur á næsta ári. Ólafur til Grindavíkur Ólafur Gottskálksson, fyrrverandi landsliðsmarkvörður í knattspyrnu, er á leið heim frá Bretlandi og mun hann spila með Símadeildarliði Grindavikur næstu þrjú árin. Ólafur, sem orðinn er 34 ára, hef- ur leikið á Bretlandseyjum undan- farin ár. Fyrst í þrjú ár með skoska liðinu Hibernian og svo er hann að ljúka sínu þriðja ári með enska lið- inu Brentford en hann hefur ekkert getað leikið með liðinu í vetur vegna slæmra meiðsla á öxl. Ólafur mun ásamt því að spila með liði Grindavíkur sinna ýmsum öðrum störfum hjá félaginu eins og að sjá um markvarðaþjálfun hjá öll- um flokkum félagsins og svo er hann með próf í einkaþjálfun og meöferð íþróttameiðsla sem kemur til með að nýtast honum vel í framtíðinni. Hann flytur til landsins á næst- unni og hefur æfingar með Grinda- vík eftir áramót. -HBG =N=IMARDI Stálskápur með kámvöm Stærð Hæð/breidd/dýpt: 180/60/60cm Stærð kælis/frystis: 229 L/90 L. Fjögurra stjörnu frystir Orkunýting A og sjálfvirk afþíðing á kæli — Stærð kælis/frystis: 205L/ 73L Litur: Hvítt - Fjögurra stjörnu frystir og sjálfvirk afþýðing á kæli. Verð aðeins kr. Frábær uppþvottavél með 5 þvottakerfum þar af sparnarðarkerfi. Mjög hljóðlát. nhljoðlat, is 42db Verð aðeins kr. Oflugir stálháfar nýtfsku hönnun mikið úrval. !L©®!K 600 snúninga þvottavél 13 þvottakerfi, tekur 5 kg Sjálfstæður hitastillir, Verð aðeins kr. Nardi 4 hellu gaseldavél þar af með einni Wok hellu, <r/. fjölkerfa rafmagnsofn, 4 ^ b v r o.m.fl. Breidd 60cm Hæö 93 cm Dypt 6o og du cm veggháfur að eigin vali Listaverð allt að 191.800,- Þú sparar allt að <44.900, Verð aðeins kr. Ödýrasti og fjölhæfasti DVD spilarinn okkar. Spilar öll svæði MP3, VCD, SVCD, CD, CDR, CDW o.fI. Þurrkari með barka og krumpuvörn. Tekur 5 kg. 2 hitastillingar. Mjög einfaldur í notkun. Verð aðeins kr. - ANNO 1 929 - Skútuvogur 1 • Sími 568 8660 • Fax 568 0776 Nardi kseliskápur NFR34X Nardi stálofn + keramic heliuborð m/snertitökkum og stálramma Verð aðeins kr. fyrir bæði tækin! MARDI Creda þurrkari T512VW Opið virka daga kl. 9-18 Laugardaga kl. 11-16 'Miðast við að greitt sé með Visa eða Euroraðgreiðslum
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.