Dagblaðið Vísir - DV - 23.11.2002, Síða 44

Dagblaðið Vísir - DV - 23.11.2002, Síða 44
48 He Iqa rt> lað 33''V LAUCARDAGUR 23. NÓVEMBER 2002 Anne Nicole Smith: Aðeins fyrír millj ónamæringa Sú barmfagra stúlka, Anne Nicole Smith, er mjög fræg í Amer- íku og víðar en fyrir dálítið sér- stæða hluti, nefnilega fyrir að hafa gifst nær níræðum miljarðamær- ingi og staðið í áralöngum mála- ferlum vegna arfshlutar síns eftir hann. Sjálf er Anne Nicole fyrrum Playboy-módel og fyllir öll helstu skilyrði dæmigerðrar starfsstúlku á því sviði og er sérlega hávaxin og barmfögur, svo mörgum þykir jaðra við ofrausn. Anne Nicole hefur einnig verið aðalstjarnan í svokölluðum raun- veruleikasjónvarpsþáttum sem fjalla um hana og líf hennar og heimilishald. Þar hefur margt sést sem mönnum finnst á mörkum þess viðkunnanlega en heimilislíf- inu verður best lýst með því að púðulhundur Anne Nicole er bæði á róandi lyfjum og geðlyfjum við áköfu þunglyndi. Anne Nicole hefur orðið tíðrætt í þessum þáttum um að hún hafi eigi kennt karlmanns í ríflega tvö ár og er nokkuð farin að ókyrrast að eigin sögn. Nú hefur verið bætt úr þessu með því að hún hefur samið við stefnumótaþjónustu og ætti því að fara að komast á skemmtilegt stefnumót. En þar sem hún á milljónatugi í vændum þegar loksins lýkur málaferlum hennar vill hún forðast þá sem ein- ungis girnast fé hennar og því fær enginn stefnumót nema hann eigi að minnsta kosti milljón dollara í sparifé. í þessu felst reyndar sér- staða stefnumótaþjónustunnar að þar eru einungis milljónamæring- ar á skrá svo enginn þarf að efast um hreinleika tilfinninganna sem kunna að vakna. Vestnorden arts &. crafts 2002 Alþjóðieg handverkssýníng í Laugardalshöll Sýningín er opín laugardag og sunnudag frá kl, 10,00 - 18.00 Aðgangseyrir er kr. 900.- Frítt fyrír börn yngri en 12 ára í fyigd með fullorðnum www.crafts.co.is Áland Finnland Lettland Færeyjar Kanada Litháen Danmörk Noregur Eistland Grænland island Svíþjóð Anthony Hopkins vill hafa allt £ röð og reglu. Anthony Hopkins: Vill ekki óhreinka eldhúsið Leikarar eru oft taldir líkjast hlut- verkum sínum og Anthony Hopkins er þar engin undantekning. Margir sjá hann eiginlega aldrei fyrir sér öðruvísi en í hlutverki mannætunn- ar Hannibals Lecters. Þetta er vottur um skammt minni eða þekkingar- leysi bíógesta því Hopkins hefur leik- ið í kvikmyndum í 40 ár og alls ekki alltaf verið í hlutverkum morðóðra geðsjúklinga með lyst á mannakjöti. Allt að einu þá vekja upplýsingar um matarvenjur Hopkins sérstaka athygli því kannski hefur fólk haldið að hann vildi eingöngu borða svína- kjöt en það er sú fæöutegund sem sagt er að líkist mest mannakjöti enda svínin alætur eins og mennirn- ir. Hopkins lýsti fæðuvenjum sínum svo i viðtali við erlend slúðurblöð nýlega að hann sagðist yfirleitt borða á veitingastöðum. Ástæðan er sú að hann vill endilega hafa allt í eldhúsinu heima hjá sér í sérlega mikilli röð og reglu og ekki má sjá ryk eða slettu á nokkrum hlut. Hop- kins telur sig hafa náð slíkri full- komnun á þessu sviði í sínu eldhúsi að þar tímir hann aldrei að hrófla við neinum hlut til matargerðar og borðar því alltaf úti. Lisa Kudrow var vísindamaður. Lisa Kudrow: Var vísinda- maður en valdi leikinn Lisa Kudrow er leikkona sem hefur notið allnokkurrar velgengni en er líklega þekktust fyrir leik sinn í hinni gríðarlega vinsælu sjónvarpsþáttaröð um Vini eða Friends, sem eflaust flestir lesend- ur kannast við. Lisa er dóttir vísindamanns sem starfar við rannsóknir í læknis- fræði og sérsvið hans eru rann- sóknir á höfuðverkjum og orsökum þeirra og efnafræði heilans. Lengi vel taldi Lisa að þetta starfssvið ætti einnig vel við hana og vann árum saman við hlið föður síns á rannsóknarstofunni. En hún var aldrei ánægð og seg- ist stöðugt hafa heyrt raddir í höfði sínu sem sögðu henni að fara og freista gæfunnar sem leikari. Án efa er hún ánægð með að hafa lát- ið slag standa því líklega eru leik- arar i vinsælum sjónvarpsþáttum með heldur hærri laun en aðstoð- armenn á rannsóknarstofum.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.