Dagblaðið Vísir - DV - 14.12.2002, Side 10

Dagblaðið Vísir - DV - 14.12.2002, Side 10
10 X>V LAUGARDAGUR 14. DESEMBER 2002 Útgáfufélag: Útgáfufélagið DV ehf. Framkvæmdastjóri: Hjalti Jónsson A&alritstjóri: Óli Björn Kárason Ritstjóri: Sigmundur Ernir Rúnarsson Aóstoöarritstjóri: Jónas Haraldsson Ritstjórn, skrifstofur, auglýsingar, smáauglýsingar, blaöaafgreiösla, áskrift: Skaftahlíö 24,105 Rvik, sími: 550 5000 Fax: Auglýsingar: 550 5727 - Ritstjórn: 550 5020 - Aðrar deildir: 550 5749 Ritstióm: ritstjorn@dv.is - Auglýsingar: auglysingar@dv.is. - Dreifing: dreifing@dv.is Akureyri: Kaupvangsstræti 1, sími: 462 5000, fax: 462 5001 Setning og umbrot: Útgáfuféiagiö DV ehf. Plötugerö og prentun: Árvakur hf. DV áskilur sér rétt til aö birta aðsent efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. DV greiðir ekki viðmælendum fyrir viðtöl við þá eða fýrir myndbirtingar af þeim. Fangar fulsa við mat Samhliða fréttum um fátækt ákveð- inna þjóðfélagshópa og aukna ásókn í matar- og fatagjafir góðgerðarstofnana berast undarleg tíðindi frá fangelsinu á Litla-Hrauni. Þar er greint frá því að um eða yfir þrjátíu fangar hafi farið í hungurverkfall og láti matarbakka, sem þeir fá daglega með heitum mat, liggja óhreyfða vegna þess að maturinn sé vondur. Svelti fang- anna hófst á miðvikudag þegar fram voru reidd bjúgu. Breytti það engu um hug fanganna er næsta dag var boðið upp á kjúklinga með frönskum kartöflum. Aðgerðir þessa hóps sýna, og skal skýrt tekið fram að ekki er um að ræða alla fanga á Litla-Hrauni, að hann er ekki í tengslum við samfélagið. Hungurverkfallsfangarnir virðast ekki hafa heyrt af biðröðum fólks við dyr Mæðrastyrksnefnd- ar. Undanfarna mánuði hefur á annað hundrað manns komið þangað vegna vikulegrar matarúthlutunar. Aðrir hafa leitað til kirkjunnar í sömu erindagjörðum. Ætli það fólk hefði fúlsað við bjúgum eða kjúklingum? Líklega ekki. Fangarnir telja þann mat hins vegar ekki við hæfi. Þá er ekki að sjá að þessir sömu fangar hafi lesið viðtal, sem birtist í DV fyrir mánaðamótin, við unga einstæða móður. Hún lýsti yfir sárum áhyggjum sínum vegna þess að endar náðu ekki saman. Hún var að missa leiguíbúð sína vegna skulda en sagði minna gera til þótt hún borðaði ekki reglulega vegna þess að hún ætti ekki fyrir mat. Huggunin var sú að hún gat gefið íjögurra ára syni sínum að borða. Fangar á Litla-Hrauni fá heitan mat í hádeginu en súpu, brauð, álegg og fleira á kvöldin. Það þykir gott á flestum heim- ilum landsmanna að vera með eina heita máltíð. Hluti fang- anna strækar hins vegar og segir matinn vondan, fituríkan, ekki nægilega ferskan og gjarnan djúpsteiktan. Vegna aðgerða fanganna útvegaði DV sér matseðil fyrir eina viku í fangelsinu og birtir í frétt í dag. Þar kemur fram að í boði er prýðilegur matur sem sæma myndi hvaða stofnun sem er og hvaða heimili sem er. Sem dæmi um heitan hádegismat má nefna reykt folaldakjöt, buff, steiktan fisk, pitsu, kjötbollur og sunnudagsmaturinn er Londonlamb og ís á eftir. Við þessu fúlsa fangarnir þótt fæðið sé fullboðlegt öðrum. Kvöldmaturinn sem er í boði er ekki síður frambærilegur, t.d. súpa og brauð, beikon og egg, grjónagrautur og salat, pasta- réttur og skyr. Fangarnir ganga þó ekki nær sér en svo í hung- urverkfallinu að þeir nærast á kvöldin, borða brauð og korn- mat með mjólk. Mótmælin snúa að heita hádegismálsverðinum. Fangar eiga að sjálfsögðu rétt á hollum og góðum mat. Þess njóta þeir tvímælalaust, eins og DV sýnir fram á í dag. Mót- mælasvelti tuga þeirra á Litla-Hrauni, af þessum ástæðum, er venjulegu fólki óskiljanlegt og ekkert annað en móðgun við þá samborgara sem ekki eiga fyrir mat fyrir sig og sína. / fremstu röð sundmanna Örn Arnarson, sundmaður í íþróttabandalagi Reykjanesbæjar, sýndi og sannaði að hann er í fremstu röð sundmanna þegar hann tryggði sér Evrópumeistaratitilinn í 200 metra baksundi á Evrópumeistara- mótinu í Þýskalandi. Með afrekinu tók hann til baka titilinn sem hann vann þrisvar í röð á árunum 1998 til 2000. Þetta er sérlega glæsilegur árangur hjá Emi sem enn ber merki þjóðar sinnar hátt á alþjóðamótum. Steinþór Gunnarsson landsliðsþjálfari fagnar Evrópumeist- aratitli Arnar að vonum og segir það gleðilegast að Örn sé aft- ur kominn á þann stað þar sem hann á að vera, það er meðal þeirra bestu. Öm hefur öðlast mikla reynslu á stórmótum. Sú reynsla nýttist vel í keppni við þá bestu í Þýskalandi. Jónas Haraldsson Ný Evrópa Sigmundur Ernir Rúnarsson ^ *v ^rteí/ón' Ritstjórnai rbréf Tíminn er vissulega afstæður en þrettán ár í sögu Evrópu eru eins og andvarp. Því má segja að gamla járn- tjaldið hafi verið dregið frá fyrir viku, svo stuttur tími er það í hug- anum frá því lýðræðið hafði betur gegn alræðinu eystra. Og tíminn frá því múrinn féll hefúr verið nýttur vel í löndum gamla kommúnismans. Nýir valdhafar eru víðast búnir að treysta lýðréttindi í sessi og byggja upp samfélag sem almenningur hef- ur trú á og telur að geti fært þeim hamingju og hagsæld í framtíðinni. Það tók Evrópu nálega heila öld að sameinast að nýju. I upphafi síð- ustu aldar skrifaði ritsniilingurinn Stefan Zweig sína makalaust góðu bók um „Veröld sem var“. Á sjald- gæflega næman hátt tókst honum að lýsa voninni sem bjó í bijósti Evr- ópubúa við dagsbrún nýrrar aldar þegar öllum fannst augljóst að upp- lýsing og tækni myndi færa fólki aukin efni, listir, frið og hamingju. Á næstu fjórum áratugum var álf- unni steypt í glötun og Zweig tók líf sitt, yfirbugaður af vonbrigðum. Enn á tímamótum Við upphaf 21. aldar er Evrópa enn á ný á tímamótum. Ráðamönn- um álfunnar og öllum almenningi hefur líklega aldrei gefist betra færi á fullnaðarsátt á milli þeirra ólíku þjóða og trúarhópa sem byggja álfuna allt frá Síberíu í austri til Grænlands i vestri, frá Sömum í norðri til Kýpverja í suðri. Margar aldir ófriðar eru að baki, jafnt miklar styrjaldir og skærur, og hefur reyndar engin álfa mátt þola annan eins yfirgang og blóðsúthellingar og þessi ein allra minnsta álfa jarðarinnar. Evrópa er þéttbýl og full af þjóð- arbrotum. Landamæri hafa liðast um álfuna um árhundruð. Það er athyglisvert til þess að hugsa að af fulívalda rikjum er Island líklega eina landið í allri álfunni sem byggt er af einni og sömu þjóðinni. Hvarvetna annars staðar koma tvær eða fleiri þjóðir saman í einu landi: Samar og Norðmenn í Nor- egi, Danir og Þjóðverjar í Dan- mörku, Samar, Svíar og Finnar í Finnlandi og svona mætti lengi telja. Þetta er blönduð álfa og kraumar af hvers konar skoðunum. Sagan tekur kipp í gamalli höfuðborg íslands sátu margir helstu þjóðarleiðtogar álf- unnar fram á nótt við að stækka samband Evrópu. Það eru tímamót í álfunni, merkari og meiri en sam- tímanum sýnist. Ársins 2002 verður þegar fram líða stundir minnst fyr- ir sögulegar sættir á milli vestur- og austurhluta Evrópu. Lönd á borð við Pólland, Tékkland, Slóvak- íu, Slóveníu og Ungverjaland og Eystrasaltsríkin eru að stiga stærsta skref í átt að auknum rétt- indum íbúa sinna sem þau hafa nokkru sinni tekið. Sérstaða íslands er meira og minna sú - og það skiptir almenning mestu - að dýrara er að fleyta fram fjölskyldum á íslandi en annars stað- ar í Evrópu. Á endanum verður það svo að inn- ganga íslands í Evrópu- sambandið mun ráðast af áhuga fólks á að bceta kjör sín. Og sagan tekur kipp. Sjálf heims- sagan. Loksins er Evrópa sameinuð, austrið og vestrið að bjóða hvort öðru upp í nýjan dans sem minnir um margt á vonina sem bjó í brjóst- um Stefans Zweigs og annarra Mið- Evrópubúa á öndverðri síðustu öld. Þá virtist ekkert geta stöðvað bjart- sýni manna. Þá iðaði Evrópa öll af tilhlökkun og ekkert sem benti til þess að samheldni þjóða í þessum gamla heimi myndi bresta í bráð. Þá var ekkert Sovét eða járntjald. Og vesturveldið ekki til. Ákefð og einlægni Það hefur verið ánægjulegt að fylgjast með ráðamönnum gömlu austantjaldsríkjanna á fundum sin- um með forvígismönnum Evrópu- sambandsins á undanfórnum mán- uðum. Áhugi þeirra á að verða órjúfanlegur hluti af nýrri Evrópu hefur allt í senn verið ákafur, ein- lægur og óþreyjufullur. Stefnan hefur verið og klár og samstaðan augljós. Þessar þjóðir hafa einsett sér að komast á bekk með þeim bestu i Evrópu - fólkið heima skuli ekki lengur vera annars flokks íbú- ar í álfunni. Þetta er eðlilegur þankagangur. Almenningi í þessum löndum var haldið niðri um margra áratuga skeið. Mestallt frumkvæði hafði verið drepið niður og framtakssemi sömuleiðis. Þjóðirnar höfðu verið hnepptar í fjötra alræðis þar sem kerfið þjónaði hagsmunum hers og herra. Fjölmiðlar voru að miklum hluta notaðir til að ljúga almenning fullan af ferlegum lifnaði vestra og aðrar upplýsingar voru undir auga ritskoðarans sem hagræddi stað- reyndum lífsins eins og lénsherr- um hentaði. Enn þá beygur Það er með nokkrum ólíkindum hvað þjóðir í austurhluta Evrópu hafa náð sér hratt á strik eftir þennan alræðistíma. Vitaskuld hafa þau nælt sér i nokkra verstu lesti Vesturlandabúa en almennt hefur ráðamönnum þessara þjóða tekist það ætlunarverk sitt að breyta þjóðskipulaginu. Það er óhemjuflókið en áhuginn er sömu- leiðis ómældur. Fáir leiðtogar heims vita jafii vel aö þeir eru und- ir smásjá umheimsins. Þeir eru hreint og beint umluktir alþjóða- stofnunum og alþjóðabönkum. Fólkið í löndunum, kjósendur nýrra tíma, er hins vegar enn þá með beyg i brjósti. Eftir áralanga spillingu á meðal ráðamanna landsins reynist almenningi erfítt að treysta valdhöfiun. Þeir gera miklar kröfur til allra stjómenda landsins og óþreyjan eftir árangri er mikil. „Aftur til Evrópu" var fyrirsögn eins ungversku dagblað- anna fyrr í vetur. Hún segir í raun- inni allt sem segja þarf um stemn- inguna heima fyrir. Þessi miðja Evrópu, sem Ungverjaland er land- fræðilega, er að finna sjálfa sig að nýju. Tími sambands og samvinnu Það er tímanna tákn hverjir eru að sækja um aðild að Evrópu. Tyrk- ir vilja inn og sitja við sama borð og gamlir fjandvinir þeirra, Grikk- ir. Það hillir jafnvel undir samein- ingu þjóðabrotanna á Kýpur fyrir tilstuðlan Evrópusambandsins. Og sem fyrr segir er hluti gamla Sov- étsins að setjast á bekk með Bret- um og Frökkum og Þjóðverjum. Það er verið að kveðja gamla öld i margvíslegum skilningi. Tími sam- bands og samvinnu er runninn upp. Krafa allra Evrópubúa er hag- ur á við það sem best þekkist. Vestur í hafi hugsa íslendingar sitt ráð. Margir þeirra undrast þennan ofboðslega áhuga á inn- göngu í Evrópusambandið. Og ei- líflega er talað um sérstöðu íslands. Sérstaða íslands er meira og minna sú - og það skiptir almenning mestu - að dýrara er að fleyta fram fjölskyldum á íslandi en annars staðar í Evrópu. Á endanum verður það svo að innganga íslands í Evr- ópusambandið mun ráðast af áhuga fólks á að bæta kjör sin. Það er að gerast austast í Evrópu. Og mun líka gerast vestast. Copenhagen 12th - 13th

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.