Dagblaðið Vísir - DV - 14.12.2002, Side 11

Dagblaðið Vísir - DV - 14.12.2002, Side 11
LAUGARDAGUR 14. DESEMBER 2002 11 Skoðun Freudísk jólastemming Jólin eru hátið bamanna og hátíð bamsins í hinum fullorðnu. Þá hlustum við gamlingjarnir eftir baminu í okkur sjálfum og minn- umst gjaman jóla bernskunnar. Þess vegna verðum við stundum svolítið meyr og berskjölduð þegar hátíðin er hringd inn og undirbún- ingsæðið rennur af okkur. Að komast í jólaskapið Engin hátíð kallar fram jafn sterka stemmingu og jólin. Ef allt er með felldu komumst við i jólaskap- ið á réttum tíma og njótum þess yf- ir hátíðarnar. Allur undirbúningur- inn, sem oft fer úr böndunum, á lík- lega að vera trygging fyrir þvi að allir komist á endanum í jólaskapið. Ég minnist þess frá því ég var krakki að stundum, rétt eftir hádegi á aðfangadag, uppgötvaði ég mér til skelfingar að mér fannst jólin alls ekki vera að koma. Þrátt fyrir skreytt jólatré, innpakkaðar gjafir og blandaða lykt af hangikjöti, hý- asintum og delicious-eplum, gat al- veg eins verið 17. júní. Ég var ekki kominn í jólaskapið. Kannski var ástæðan sú að útlit var fyrir rauð jól en ekki hvít. En alltaf sigraði stemming jólanna kenjar bamshug- ans áður en klukkan sló sex og jól- unum var borgið. Tvenns konar jólastemming Jólastemming er flókið fyrir- brigði sem ég held að fáir hafi fjall- að um af einhverju viti. Ég heyri þess t.d. sjaldan getið að jólastemm- ing er augljóslega af tvennum toga. Þaö er annars vegar aöventustemm- ingin, sem snýst um undirbúning- inn, og hins vegar stemming jól- anna sjálfra. Á þessu er mikill mun- ur. Rétt eins og það er mikill mun- ur á jóladægurlögum sem glymja í útvarpinu frá því um miðjan nóv- ember, eins og t.d. Skyldi það vera jólahjól og á alvöru jólasálmum á borð við Heims um ból. Samkennd og einkareynsla Annað atriði um jólastemmingu er ekki síður athyglisvert. Þetta er spumingin um það að hve miklu leyti stemming jólanna er sameigin- leg stemming okkar allra og að hve miklu leyti hún er fyrst og fremst einkareynsla hvers og eins sem gæti þá verið frábrugðin frá einum einstaklingi til annars. Þessi spurning verður sérstak- lega áleitin um jólastemminguna því stemmingin virðist hvort tveggja i senn, afar sameiginleg öll- um mönnum, en jafnframt mjög per- sónuleg. Annars vegar hafa jólin og boðskapur þeirra mjög sterka skír- skotun til aUra manna um frið og kærleika - það sem allir þrá. Hins vegar virðist hver og einn færa stemminguna í sinn búning og upp- lifa hana á sinn persónulega hátt, allt eftir upplagi og fortíð. Jólamyndin mín Ég á mér t.d. skýra mynd i minn- ingunni frá bemskuslóðum mínum, sem mér fínnst jólalegri en allt ann- að. Um áratugaskeið hef ég getað kallað fram ósvikna jólastemmingu - allan ársins hring - með því einu að kalla fram þessa mynd. Ég hef alltaf verið svolítið rogg- inn með þessa einka-jólaseríu sem ég get kveikt á hvenær sem ég vil. En sú var tíðin að hún olli mér tölu- verðum heilabrotum. Til að greina nánar frá þvi þarf ég að lýsa svolít- ið æskuslóðunum. Þó mér hafi alltaf þótt vænt um þessa jólamynd bemskunnar, velti ég því lengi fyrir mér hvers vegna í ósköpunum mér þótti þetta sjónarhom jólalegt. í rauninni var ekkert þama sem minnti á jólin. Skuggahverfið Ég er fæddur og uppalinn í hverfi sem nú er nánast horfið, í Skugga- hverfinu. Fyrir u.þ.b. einni öld festi afi minn kaup á nýlegu timburhúsi að norðanverðu við Lindargötu, rétt fyrir vestan Smiðjustíg. Þar var ætt- aróðal stórfjölskyldunnar þegar ég var að vaxa úr grasi, skömmu eftir miðja öldina. Skuggahverfið var lengst af vandræðabarn skipulagsyfirvalda enda ægði þar öllum saman, verk- smiðjum, opinberum skrifstofu- byggingum og ibúðarhúsum. Húsin voru af öllu tagi, gamlir steinbæir frá því fyrir aldamót, timburhús frá fyrsta áratug 20. aldar og yngri steinhús, stór og smá. Lóðamörk voru óregluleg en milli íbúðarhús- anna voru skúrar, hjallar, girðing- ar, snúrustaurar og kálfgarðar sem gerðu hverfið að rómantískasta, draugalegasta og dásamlegasta hverfí sem völ var á fyrir tápmikla krakka með auðugt ímyndunarafl. Draugar bernskunnar Fyrir norðan húsið okkar er port en þar fyrir neðan tók við prent- smiðjan Edda sem prentaði dagblað- ið Tímann, gamall steinbær og stór, grár verkstæðisskúr þar sem tveir framliðnir menn gerðu garðinn frægan, gengu þar ljósum logum og fiktuðu í vélsög í tima og ótíma. Um það má lesa frásögn sem heitir And- arnir í hjólsöginni í Gráskinnu Þór- bergs Þórðarsonar og Sigurðar Nor- dal. Áfast við gráa skúrinn voru svo drungalegir Flosaskúrar - sannköll- uð draugaparadís. Mér var í nöp við gráa drauga- skúrinn enda hafði ég sjálfur séð þar annan drauginn þegar ég var tveggja ára. Auk þess gengu ýmsar sögur af reimleikum í Edduhúsinu og i Edduportinu hafi ungur, ölvað- ur maður orðið úti á fimmta ára- tugnum. Fyrir norðan það sem nú er talið tekur Sölvhólsgatan við og síðan stórhýsi Pósts og sima og Landssmiðjunnar sem mynduðu skjól fyrir sjónum og norðanáttinni. Á þessum árum voru aðeins tveir eða þrír ljósastaurar við Sölvhóls- götuna svo sjónarhornið í norður frá húsinu okkar var ekkert sérlega 'upplífgandi í skammdgginu. Öðru máli gegndi um Lindátt^Dtuna, að sunnanverðu við húsjð, með öll sín íbúðarhús, Þjóðleikhúsið, bíla og ljósastaura. Drungaleg jólastemming Engu að síður snýr sjónarhom minnar gömlu og góðu jólamyndar í norður, yfir verksmiðjusvæðið sem var óvenju skuggalegt og yfirgefið yfir hátíðarnar. Þó mér hafi alltaf þótt vænt um þessa jólamynd bemskunnar, velti ég því lengi fyrir mér hvers vegna í ósköpunum mér þótti þetta sjónarhom jólalegt. 1 rauninni var ekkert þarna sem minnti á jólin. Var ekki birtan og mannlífið við Lindargötuna öllu jólalegri en skuggalegur vettvangur dapurlegra örlaga og afturgenginna manna? Var ég öðruvisi en annað fólk eða hafði ég verið bergnuminn af afturgöngum sem festu þessa mynd í huga mér? Jólin og undirvitundin Mörgum ánun síðar hóf ég störf á DV. Þar kynntist ég ýmsum fyrrver- andi starfsmönnum prentsmiðjunn- ar Eddu og ritstjórnar Tímans, blaðamönnum, prenturum og ljós- myndurum. Eftir að hafa hlustað á ýmsar sögur þeirra frá starfsárun- um í Eddu og á ritstjóm Tímans, um vinnutilhögun þar, fékk ég loks- ins viðunandi skýringu á þessari óeðlilegu jólastemmingu minni. En að vísu, með smáhjálp frá Sigmund gamla Freud: Prentsmiðjan Edda og ritstjórn Tímans voru beint fyrir neðan æskuheimili mitt. Þar var Timinn prentaður sex dag vikunnar og hófst prentunin um ellefuleytið á kvöldin. Ég var því vanur að sofna við hljóðið í prentvélinni. Auk þess var unnið í Eddu við að prenta og binda inn bækur, öll kvöld og fram á nætur frá því snemma á haustin og fram á Þorláksmessu. Það var því ljós i prentsmiðjunni, vélar keyrðar og hrópað og kallað öll kvöld og nætur fram á Þorláks- messu. Þá var ritstjóm Tímans vön að gera sér glaðan dag og hvarf ekki á braut fyrr en seint á aðfangadags- nótt. Aðfangadagur var því ætíð fyrsti dagur vetrarins, sem ekki voru kveikt ljós í prentsmiðjunni og prentvélarnar ræstar. Þetta vissi undirvitundin og tengdi því jólin við myrkrið og kyrrðina. Kannski er einmitt myrkrið og kyrrðin hin eina og sanna stemming jólanna. Svona getur jólastemming orðið með ýmsum hætti - og svona getur Freud verið skemmtilegur.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.